Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 76
Drögum næst 25. apríl HAPPDRÆTTi Æ® HÁSKÓLA ÍSLANDS ™ vænlegast til vinnings MewiiM, -setur brag á sárhvem dag! MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Nýir kjarasamningar VMSÍ og LI Hæstiréttur fellir ákvörðun umhverfísráðherra í máli Stjörnugríss úr gildi við S A undirritaðir Samn- ingurinn gildir út árið 2003 SKRIFAÐ hefur verið undir nýja kjarasamninga Verkamannasam- bands íslands og Landssambands iðnverkafólks við Samtök atvinnu- lífsins og gilda þeir í tæp fjögur ár. Verkfalli aðildarfélaganna hef- ur því verið frestað til 4. maí, en í <—*- millitíðinni verða greidd atkvæði um samninginn í hverju félagi fyr- ir sig og fer talning atkvæða fram 29. apríl nk. Samkvæmt samningnum munu lægstu laun hækka um 34,5% á samningstímanum en samningur- inn gildir til ársloka 2003. Hann gerir ráð fyrir uppbyggingu nýrr- ar launatöflu í stað gamla kaup- taxtakerfísins, en markmiðið með því er að auka sveigjanleika og launaskrið sem geti skilað sér í formi tilfærslna milli launaflokka fgf og starfsaldursþrepa. Við undirskrift samningsins hækka laun um 3,9-8,9%, auk til- færslna í launaflokkum. Hinn 1. janúar 2001 hækka laun um 3-6,5% og sambærileg hækkun verður í byrjun ársins 2002. Loks hækka laun um 2,75-5,75% 1. jan- úar 2003. 140 milljónir í sérstakt starfsmenntaverkefni Þá er í samningnum gert ráð fyrir að 140 milljónir króna verði lagðar í sérstakt starfsmennta- verkefni og samningsaðilar voru sammála um að tekið yrði sérstakt tillit til meiri kostnaðar vegna starfsmenntunar á landsbyggðinni. I tengslum við gerð samning- anna hefur ríkisstjórn Islands gef- ið út yfírlýsingu, þar sem fram kemur að ríkisstjórnin muni „kanna möguleika á því að stuðla að auknum jöfnuði í lyfjakostnaði milli fólks á landsbyggðinni og á þeim svæðum þar sem samkeppni ríkir í lyfsölu". Settur verður á fót starfshópur með fulltrúum VMSÍ, sem á að gera tillögur að því hvernig komið verði til móts við þá sem hafa lág- ar tekjur og umtalsverðan kostnað vegna lyfjakaupa. Þá mun ríkisstjórnin leitast við að láta aðgerðir til lækkunar á lyfjakostnaði ríkissjóðs ekki koma harðar niður á fólki á landsbyggð- inni en á þeim svæðum þar sem samkeppni ríkir í lyfsölu. ■ Lægstu laun/38 800 krakkar á Andrés ÞAÐ ríkti sannkölluð hátiðar- stemmning á Akureyri í gærkvöld er Andrésar Andar-leikarnir í skiðaiþróttum, hinir 25. f röðinni, voru settir við hátfðlega athöfn. Alls eru um 790 keppendur á aldr- inum 7-12 ára skráðir til leiks. Setningarathöfnin hófst að venju með skrúðgöngu allra þátttakenda en að lokinni setningu þar fór fram glæsileg flugeldasýning. Ákvörðun ríkisskatt- stjóra byggð á ólög- mætum grundvelli UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í í dómnum var fallist á að sjálf- Ríkisskattstjóri synjaði hins vegar áliti sínu frá 7. apríl sl. að ákvörðun ríkisskattstjóra um að synja sjálf- stætt starfandi verkfræðingi um leiðréttingu á opinberum gjöldum gjaldaárin 1985 til 1992 hafi verið byggð á ólögmætum grundvelli. Hefur umboðsmaður beint þeim til- mælum til ríkisskattstjóra að málið verði tekið til endurskoðunar, óski verkfræðingurinn þess. Umboðsmaður telur brýnt að tekin verði upp almenn ákvæði í lög um tekjuskatt og eignarskatt um rétt skattaðila til endurupptöku við þær aðstæður þegar fyrri fram- kvæmd skattyfirvalda er hnekkt með úrskurði æðra stjórnvalds eða með dómi, í þessu samhengi dómi Hæstaréttar frá 19. desember 1996. stætt starfandi mönnum væri heim- ilt að draga frá rekstrartekjum sín- um framlag í lífeyrissjóð af eigin vinnu vegna þess hluta sem al- mennt greiðist af vinnuveitanda. Óskaði eftir leiðréttingu á opinberum gjöldum sinum Að gengnum dómi Hæstaréttar óskaði verkfræðingurinn eftir leið- réttingu á opinberum gjöldum sín- um gjaldaárin 1985 til 1992 þannig að atvinnurekandaframlag hans vegna eigin lífeyristryggingar á ár- unum 1984 til 1991 yrði fært sem rekstrarkostnaður í skattskilum hans viðkomandi ár og hreinar tekjur af atvinnurekstri á þeim ár- um yrðu lækkaðar til samræmis. erindi verkfræðingsins með vísan til þeirrar ákvörðunar embættisins að binda almennar leiðréttingar á skattskilum sjálfstætt starfandi manna í tilefni af dómi Hæstaréttar við lífeyrissjóðsframlög ársins 1992 og yngri ára. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í áliti sínu að skattaðilar hefðu öðlast lögvarinn rétt til endurupptöku mála sinna á grundvelli dómsins, enda hefði legið fyrir að gengnum dómnum að ákvarðanir skattyfirvalda í fjölda ágreinings- og kærumála vegna gjaldfærslu sjálfstætt starfandi manna á atvinnurekendaframlagi í lífeyrissjóð hefðu byggst á röngum grundvelli. för með sér umtalsverð áhrif á um- hverfí, náttúruauðlindir og samfé- lag, en ekki væri getið í 5. gr., yrðu háðar mati samkvæmt lögunum. I 5. grein og fylgiskjali með frumvarpi til laganna var tiltekinna mats- skyldra framkvæmda getið, en rekstur svínabúa eða þauleldi svína var ekki nefnt í því sambandi. I niðurstöðum Hæstaréttar segir að ákvæði 72. greinar stjórnarskrár- innar um friðhelgi eignarréttarins og þeirrar 75. um atvinnufrelsi verði ekki túlkuð öðruvísi en svo, að hin- um almenna löggjafa sé óheimilt að fela framkvæmdavaldshöfum óhefta ákvörðun um þessi efni. „Löggjöfin verður að mæla fyrir um megin- reglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerð- ingar, sem talin er nauðsynleg. A þetta einnig við um ráðstafanir til að laga íslenskan rétt að skuldbinding- um Islands samkvæmt EES-samningnum,“ segir í dómin- um. Þá segir að í 6. greininni komi engar efnisreglur fram eins og í 5. gr. laganna og fylgiskjali með þeim og sé heimildin ótakmörkuð af öðru en almennri markmiðslýsingu 1. gr. og háð mati ráðherra, sem hafi því í raun fullt ákvörðunarvald um það, hvort tiltekin framkvæmd, sem ekki fellur undir 5. gr., skuli sæta mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 6. gr., en slík ákvörðun getur haft í för með sér umtalsverða röskun á eignar- ráðum og atvinnufrelsi þess, er í hlut á. „Svo víðtækt og óheft fram- sal löggjafans á valdi sínu til fram- kvæmaavaldsins stríðir gegn fram- angreindum mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og er ólög- mætt,“ segir Hæstiréttur og felldi ákvörðun ráðherrans úr gildi og dæmdi ríkið til að greiða Stjörnu- grís 500.000 kr. í málskostnað. Hjörtur Torfason hæstaréttar- dómari skilaði sératkvæði og vildi að ákvörðun ráðherra fengi að standa. AKVÆÐI 6. gr. laga um mat á um- hverfisáhrifum þess efnis að um- hverfisráðherra geti ákveðið að framkvæmdir, aðrar en þær sem til- teknar eru í 5. gr. laganna, skuli sæta mati á umhverfisáhrifum stangast á við eignarréttar- og at- vinnufrelsisákvæði stjórnarskrár- innar þar sem í þeim felst of víðtækt framsal valds frá löggjafarvaldi til framkvæmdavalds. Þetta er niður- staða Hæstaréttar í máli sem höfðað var vegna ágreinings um hvort fram skyldi fara mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við svínabú Stjörnugríss í Melasveit. Hæstirétt- ur ógilti ákvörðun ráðherra um að slíkt mat skyldi fara fram. „Eg tók þessa ákvörðun um að fara fram á umhverfismat í fullu samræmi við gildandi lög um mat á umhverfisáhrifum frá 1993 og það kemur fram í dómi Hæstaréttar að ég hafi haft fullan rétt til að taka þá ákvörðun," sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. „En Hæstirétt- ur kemst að þeirri niðurstöðu að lagagreinin sem alþingi samþykkti 1993 og sem ég studdist við hafi ver- ið andstæð stjórnarskránni. Þannig að niðurstaðan er sú að ég hafi verið í fullum rétti við að nota lagagrein- ina en löggjöfin sjálf stenst ekki stjómarskrá." Málið snerist um það að fyrirtæk- ið Stjörnugrís keypti jörðina Mela í Leirár- og Melahreppi 3. maí 1999 og hóf þar, með samþykki sveitarfé- lagsins, undirbúning að byggingu og rekstri bús fyrir 8.000 grísi að með- altali. Umhverfisráðherra ákvað, í kjölfar bréfs frá nágrönnum og að tillögu skipulagsstjóra, að vegna umfangs starfseminnar bæri að meta umhverfisáhrif á grundvelli 6. gr. laga nr. 63/1993 um mat á um- hverfisáhrifum. í greininni segir að umhverfisráðherra sé heimilt, að fengnu áliti skipulagsstjóra, að ákveða að tiltekin framkvæmd eða framkvæmdir, sem kunni að hafa í Morgunblaðið/Kristj án Lög um umhverfismat andstæð stjórnarskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.