Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 37 LISTIR Ég bera menn sá í Borgarnesi LEIKDEILD Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgamesi frumsýnir „óleikinn" Eg bera menn sá í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 í Félagsmið- stöðinni Óðali. Verkið er eftir þær Unni Guttormsdóttur og Önnu Kri- stínu Kristjánsdóttur í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar undir hand- leiðslu söngstjórans Svavars Sig- urðssonar, en tónlistina í leikritinu semur Arni Hjartarson. Þetta er ævintýragamanleikur með söngvum þar sem höfundar flétta saman ævintýraheimi með álf- um, huldufólki, tröllskessum, draug- um og venjulegu bændafólki í lítilli afskiptri sveit á fyrri tíð. Sagt er frá álfabyggð sem fer und- ir hraun í eldgosi og lítil álfastúlka verður viðskila við fólkið sitt. I leit sinni að ættmennum sínum kemur hún í aðra fjarlæga álfabyggð, hittir þar fyrir álfaprins en móðir hans íeggur á hana álög, hún hverfur til mannheima og gerist vinnukona á bóndabæ. Bóndinn ræður til sín sauðamann og fara þá hjólin að snúast, segir í fréttatilkynningu. Næstu sýningar eru mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. apríl kl. 21. Einnig verða nokkrar sýningar yfir hátíðarnar, m.a. laugardaginn 22. apríl og annan í páskum. Úr Ég bera menn sá sem frumsýnt verður í Borgarnesi í kvöld. Sagnfræð- ingar þinga í Skagafírði RÁÐSTEFNA Sagnfræðingafé- Iags íslands, Félags þjóðfræðinga, Félags sagnfræðinema og Félags þjóðfræðinema verður haldin í Skagafirði helgina 14.-16. apríl, í Fjölbrautaskóla Sauðárkróks. Á ráðstefnunni, sem ber yfirskriftina íslendingar á faraldsfæti, verða fyrirlestrar og dagskrá á milli ráð- stefnuþátta. Lögð verður áhersla á að ráðstefnugestir kynnist vel héraðinu, menningarstarfsemi þar og miðstöðvum sem halda uppi umræðum og rannsóknum á menn- ingararfinum, segir í fréttatilkynn- ingu. Heimildamyndagerð verða gerð sérstök skil, þeim heimildamynd- um sem tengjast ferðalögum og flutningi fólks í aldanna rás. Þá mun viðfangsefni ráðstefnunnar verða tengt menningarstarfsemi innan héraðs eins og Vesturfara- setrinu. Hólar verða heimsóttir, Vestur- farasetrið og Glaumbær. Auk þess munu ráðstefnugestir fá leiðsögn um héraðið og kynningu á helstu stofnunum þess eins og þróunar- sviði Byggðastofnunar á Sauðár- króki, Hitaveitu Skagafjarðar, Iðn- aðarmannafélaginu og fleirum. Lagt verður af stað frá Reykja- vík (Árnagarði) í dag, föstudag, kl. 16 og komið að Hólum kl. 21. Gengið verður til Hóladómkirkju kl. 21:30 og mun Gísli Gunnarsson sagnfræðingur setja ráðstefnuna með fyrirlestri sem hann nefnir Atvinna og allra handa fólk í Skagafirði í aldanna rás. Fundarstjórar eru Sigríður Sig- urðardóttir og Unnar Ingvason. Ráðstefnustjórar eru Sigríður Sig- urðardóttir, Unnar Ingvarsson, Jón Jónsson og Sigurður Gylfi Magnússon. ----------------- Tveir kórar í Háteigs- kirkju KVÖLDKÓRINN og Breiðfirð- ingakórinn halda sameiginlega tón- leika í Háteigskirkju sunnudaginn 16. aprfl kl. 17. Á efnisskránni eru valin Iög eftir fslenska og erlenda höfunda. í Kvöldkórnum syngja konur nokkur lög og einnig syngja ein- söng í þremur lögum þau Þórður Búason, Steinunn Sveinbjamar- dóttir og Jóna K. Bjarnadóttir. Kór- stjóri er Jóna K. Bjarnadóttir og undirleikari er Douglas A. Brotchie. í Breiðfirðingakórnum syngja þær Fríður Sigurðardóttir og Halla Jónasdóttir tvfsöng og einnig spilar Atli Antonsson á trompet. Kórstjóri er Kári Gestsson og undirleik ann- ast Guðríður Sigurðardóttir. Að lokum syngja kórarnir saman tvö lög. Bfluce WILLIS Michelle PFEÍFFEFL FRUMSYND I DAG SAeAHRfc EÍCÆCBCl^ Á4AÍI»iJto
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.