Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Menningar- og vor
vaka hjá Emblu
Kæra á Norður-Héraði vegna skólaaksturs
Sveitarstjórn leggur
til að borgað verði
Stykkishólmi - Oft og tíðum hefur
eitt það fyrsta sem minnt hefur
Hólmara á vorkomuna verið vor-
vaka Emblu-félagsins. Þar er boðið
upp á menningarlegt efni sem flutt
er af heimamönnum og gestum.
Vorvakan er fastur liður í starf-
semi Emblu-kvenna. Þær hafa und-
anfarin ár verið með samkomuna
síðasta vetrardag, en nú er sá dagur
í páskavikunni svo þær ákváðu að
flýta vorkomunni um nokkra daga.
Vorvakan var haldin í Stykkis-
hólmskirkju föstudagskvöldið 31.
mars. Gestur samkomunnar var
Einar Már Guðmundsson rithöf-
undur. Hann las úr verkum sínum í
bundnu og óbundnu máli. Harmon-
íkusveit Tónlistarskólans spilaði og
leikfélagið Grímnir flutti frumsam-
inn leikþátt. Þá komu fram og
karla- og kvennakór sem félagar úr
kór Stykkishólmskirkju skipa og
barnakór undir stjórn Sigrúnar
Jónsdóttur fluttu nokkur lög. í lok
kvöldvökunar var gestum boðið upp
á þjóðlegar veitingar.
I tengslum við vorvökuna stóðu
Emblu-konur fyrir sýningu í
Norska húsinu um helgina. Þar var
haldið á lofti þjóðleg handíð og
sýndur var íslenski búningurinn frá
19. og 20. öld. Búningarnir komu
frá Heimilisiðnaðarfélaginu, Ingi-
björgu Ágústsdóttur í Stykkishólmi
og fleirum. Þá voru sýnd vinnu-
brögð við saumaskap, balderingar
og knipl. Á sýningunni voru ljós-
myndir úr myndasafni Jóhanns
Rafnssonar sem sýndar voru mynd-
ir af konum á þjóðbúningum frá
ýmsum tímum.
Norður-Héraði - Sveitarstjóm Norð-
ur-Héraðs hefur svarað félagsmála-
ráðuneytinu vegna kæru íbúa sveitar-
félagsins Sigurðar H. Jónssonar sem
neitað var um greiðslu fyrir að aka
eigin bömum til og frá skóla.
I bókun frá oddvita sveitarfélags-
ins kemur fram að „hann telur að Sig-
urður eigi rétt á þessari greiðslu. Það
byggist á upplýsingum úr fundar-
gerðum sem sendar hafa verið til
hans eins og annarra og á fundargerð
frá 4. júní 1998 sem álit fékkst á frá
lögmanni. Enginn reikningur hefur
borist og er ekki venja að greiða án
reiknings".
Oddviti S-listans lagði fram eftir-
farandi bókun „S-listinn hefur ekki
breytt þeirri skoðun sinni að eigi skuli
greiða akstur barna sem áttu að vera
í heimavist að Skjöldólfsstöðum en
vom sótt af foreldrum þegar skólabfll
ók ekki. Kærur sem þessar koma
þegar hinum almenna íbúa sveitarfé-
lagsins blöskrar hið algera siðleysi
núverandi meirihluta er syni oddvit-
ans var greiddur akstur eigin bama
og öðram hafnað. S-listinn bendir á
að hér er um almannafé að ræða, en
ekki einkafjármuni meirihlutans til
ráðstöfunar til vina og ættingja."
Að sögn sveitarstjóra Norður-Hér-
aðs er vflji meirihluta sveitarstjómar
að ganga til samninga við Sigurð og
greiða honum þetta. Sigurður segir
að ekki komi til greina af sinni hálfu
neinir samningar og hafi aldrei komið
til greina „það er best að þetta mál
hafi sinn gang og sveitarstjóm svari
þessu erindi til ráðuneytisins, ég hef
falið Gísla Auðbergssyni héraðs-
dómslögmanni að reka málið fyrir
mig áfram og senda frekari rök til
ráðuneytisins varðandi málið. Pen-
ingamir skipta ekki öllu í þessu máli
það er meginforsenda að sveitar-
stjómin mismuni ekki þegnunum.
Sveitarstjómin hafnaði því í tvígang
að ræða við mig um málið og nú er
best að þeir taki afleiðingum gerða
sinna“.
Morgunblaðið/Ásmundur Friðriksson
Vel tekið á móti
Islandsmeisturum í handbolta
Vestmannaeyjum - Sl. sunnudag
varð 5. flokkur kvenna frá ÍBV Is-
landsmeistari í handbolta eftir
harða baráttu við Framstúlkur í all-
an vetur, en Eyjastúlkurnar höfðu
betur en Framarar í þremur mótum
af fimm. Við móttöku iiðsins þegar
það kom til Eyja voru því færð blóm
frá ÍBV auk þess sem bæjarstjór-
inn, Guðjón Hjörleifsson, splæsti
Fanta og Prince Polo á liðið en þar
var eitthvert veðmál i gangi. Þá
gladdi það ekki sist ungu hand-
knattleiksstúlkumar að meistara-
flokkur kvenna sem nú berst um
íslandsmeistaratitilinn við Gróttu
KR mætti í móttökuna og lofuðu
þær í hástert og væntu þess að þær
verði verðugir arftakar í framtíð-
inni. Stúlkurnar þykja mjög efni-
legar og sagði hinn kunni hand-
knattleiksmaður, Bjarki
Sigurðsson, að hér væri á ferðinni
einhvem efnilegasti hópur sem
hann hefði séð. Þjálfarar stúlkn-
anna em Stefanía Guðjónsdóttir og
yfirþjáifari Mikhail Akbashev.
Stærðfræði-
keppni FNV
Sauðárkróki - Stærðfræðikeppnin
er samvinnuverkefni FNV, grann-
skóla og fyrirtækja og stofnana á
Norðurlandi en Fjölbrautaskólinn á
Sauðárkróki hafði framkvæði að því
að koma keppninni á og annast fram-
kvæmd hennar. Öllum grannskólum
í kjördæminu er gefinn kostur á
þátttöku, þeir leggja til keppend-
uma og annast forkeppni en fyrir-
tækin og stofnanirnar sjá um fjár-
mögnun hennar.
Keppninni er ætlað að styrkja
tengslin milli þessara þriggja aðila í
einu sameiginlegu átaki um leið og
nemendur eru hvattir til dáða í
stærðfræðinni. Að sögn Ársæls Guð-
mundssonar, aðstoðarskólameistara
er þetta keppni á jákvæðu nótunum
þar sem vegleg verðaun eru í boði.
Að þessu sinni fór keppnin fram 2.
mars og tóku 157 nemendur úr 9.
bekk úr öllum grannskólum á Norð-
urlandi vestra þátt í henni en af þeim
komust 16 í úrslitakeppnina sem
haldin var laugardaginn 8. aprfl í
Bóknámshúsi FNV. Athygli hefur
vakið góður árangur nemenda úr
Varmahlíðarskóla og að þessu sinni
var hann ekki síðri en undanfarin ár
en 7 nemendur komust í úrslita-
keppnina eða 44% nemendanna í 9.
bekk skólans.
Þegar keppnin var haldin í fyrsta
sinn fyrir þremur áram var sigur-
vegarinn Isak Siguijón Bragason úr
Varmahlíðarskóla.
Að þessu sinni kepptu 7 nemendur
úr Varmahlíðarskóla, 4 frá Árskóla á
Sauðárkróki, 2 frá Hofsósi, 2 frá
Blönduósi og 1 frá Hvammstanga.
Höfundar stærðfræðiþrautanna
era Bjöm Fr. Bjömsson, Gísli Áma-
son og Hjörleifur Sveinbjömsson,
stærðfræðikennarar við FNV.
í ár nam heildarverðmæti vinn-
inga 370 þúsund krónum, þar af fékk
sigurvegarinn, Gauti Ásbjörnsson,
Árskóla, í sinn hlut verðlaun að verð-
mæti 114 þúsund auk farandbikars
og eignarbikars. Bjöm Þór Her-
mannsson, Grannskólanum Hvamm-
stanga, fékk verðlaun að verðmæti
62 þúsund fyrir 2. sætið og í þriðja
sæti, Sigurður Á. Matthíasson,
Varmahlíðarskóla, og námu hans
verðlaun 32 þúsund krónum. Aðrir
keppendur fengu verðlaun að verð-
mæti 10 þúsund krónur fyrir þátt-
tökuna og þann árangur að vera í
hópi 16 bestu.
Fyrirtæki á Norðurlandi hafa sýnt
þessu framtaki sérstakan velvilja og
styrkt það mjög myndarlega nú sem
alltaf áður.
Allmargir gestir fylgdust með
keppninni og fengu þeir að reyna sig
við nokkrar stærðfræðiþrautir á
meðan þeir biðu, þá var þeim einnig
boðið að skoða hið glæsilega húsnæði
skólans og stúdentsefni höfðu opið
kaffihús þar sem boðið var upp á
gimilegt hlaðborð á meðan á keppn-
inni stóð.
Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson
Söngskemmtun í
Finnbogastaðaskóla
Ströndum - Andrea Gylfadóttir söngskemmtun og fóru með leik-
hefur kennt nemendum Finnboga- þætti, en aðeins sjö nemendur eru
staðaskóla söng í nokkra daga og nú við skólann á aldrinum sjö til
nemendur héldu nú fyrir stuttu þrettán ára.
Héraðsþing Hrafnaflóka
Tálknafirði - í byrjun aprfl hélt
Héraðssambandið Hrafnaflóki árs-
þing á Tálknafirði. Á þinginu vora
tekin fyrir ýmis mál sem snerta
starfsemi ungmennafélaganna á
svæðinu. Fram kom á þinginu að
vegna smæðar og fámennis væri
orðið erfiðara að halda úti jafn fjöl-
breyttri starfsemi og áður, þrátt
fyrir mikið og óeigingjarnt sjálf-
boðastarf sem unnið er í félögun-
um.
Á þinginu var lýst kjöri íþrótta-
manns ársins hjá Hrafnaflóka. Að
þessu sinni var Jónas Þrastarson
útnefndur íþróttamaður ársins.
Valið fer þannig fram að kjömir
era íþróttamenn úr einstökum
íþróttagreinum og úr þeirra hópi er
íþróttamaður ársins síðan valinn.
Mikill hugur er í þeim Hrafna-
flókamönnum að gera unglinga-
landsmót UMFÍ, sem haldið verður
á Tálknafirði og í Vesturbyggð
4.-6. ágúst í sumar, sem glæsileg-
ast. Skjöldur Pálmason, formaður
undirbúningsnefndar, kynnti fyrir
þinginu hvemig undirbúningi mið-
ar og hvað er á döfinni í þeim efn-
um.
Morgunblaðið/Finnur
Frá verðlaunaafhendingu þegar kjöri íþróttamanna ársins var lýst á
héraðsþingi Hrafnaflóka, sem haldið var á Hópinu.