Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
bands iðnverkafólks við Samtök
iirritaðir í gærmorgun
Morgunblaðið/Jim Smart
Finnur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Elísabet S. Ólafsdóttir,
>g Hervar Gunnarsson, starfandi varaformaður Verkamannasambandsins.
sekka um
rstímanum
ífaranótt 4. maí
ekki gleymast að kröfugerðin sem
sett hefði verið fram hefði verið sett
fram í allt öðru umhverfí en því sem
samningarnir væru síðan gerðir í.
Kjarasamningar hefðu verið gerðir í
millitíðinni og síðan yrði hann að
viðurkenna að niðurstaáa atkvæða-
greiðslu um verkföll hefði valdið
honum svolitlum vonbrigðum. Und-
irtektirnar hefðu ekki verið eins víð-
tækar og hann hefði vonað og það
hefði sýnt að baklandið væri ekki
eins sterkt og talið hefði verið mið-
að við hljóðið þegar kröfugerðin var
undirbúin.
Hervar sagði að verulegur árang-
ur hefði náðst á ýmsum sviðum og
nokkuð umfram það sem samist
hefði um í samningum Flóabanda-
lagsins. Um væri að ræða lítilshátt-
ar meiri launabreytingar, aukaor-
lofsdag fyrir þá sem hefðu starfað í
tíu ár og lengur, hærri greiðslur í
starfsmenntasjóð og fleira. Lægstu
laun hækkuðu um tæp 35%, en í
samningum Flóabandalagsins væri
hækkunin um 30%.
Áherslurnar
nokkuð aðrar
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segist vera
mjög sáttur við að samningar skuli
hafa tekist við Verkamannasam-
bandið og verkfallsátökum afstýrt.
Samningarnir séu sambærilegir við
aðra samninga sem gerðir hafi ver-
ið, en áherslurnar séu nokkuð aðrar
og það sé ekki annað en gott um
það að segja ef viðræðuferlið geti
leitt til þess að það spilist þannig úr
því svigrúmi sem sé til kostnaðar-
hækkunar að báðir aðilar geti verið
sáttari við niðurstöðuna. Að vísu sé
kostnaðarhækkun ívið meiri sam-
fara þessum samningum en samn-
ingum Flóabandalagsins, en það
skýrist einkum af því að samnings-
tíminn sé nokkru lengri en í samn-
ingum við Flóabandalagið eða til
áramóta 2003.
Ari sagði að launakostnaðarhækk-
un samfara þessum samningum
væri metin á um 19,8% á samnings-
tímanum sem væri ríflega einu
prósentustigi meira en í samningum
Flóabandalagsins. Peir mætu það
þannig að kostnaðarhækkun fyrir-
tækjanna sem greiddu laun eftir
þessum samningi á samningstíman-
um væri um þrír milljarðar króna.
Hann benti á að samkvæmt þeim
samningum sem gerðir hefðu verið
væri launakostnaður áfram að auk-
ast um tvöfalt meira hér á landi en í
samkeppnislöndunum. „Það er alveg
ljóst að þessi þróun setur mjög mik-
inn þrýsting á atvinnureksturinn og
allt efnahagslífið. Það segir sig
sjálft að það er erfitt fyrir atvinnu-
reksturinn að rísa undir því að bera
tvöfaldar árlegar launahækkanir á
við það sem keppinautar í öðrum
löndum bera,“ sagði Ari.
Hann sagði að teflt væri á tæp-
asta vað í þessum samningum, en
þeir væru að vinna út frá þeim
raunveruleika sem fyrir lægi og
efnahagsumhverfinu að öðru leyti. I
ljósi þess teldu þeir þetta ásættan-
lega niðurstöðu.
„Við metum það svo að langvinnt
verkfall á landsbyggðinni hefði vald-
ið atvinnurekstri þar miklum búsifj-
um, þannig að það er að sjálfsögðu
mjög mikilvægt að það skuli hafa
tekist að koma í veg fyrir það og
vonandi getur það framlag til stöð-
ugs efnahagslífs, sem þessi langi
samningstími er, veitt fyrirtækjum
viðspyrnu til þess að eflast og tak-
ast á við það verkefni að rísa undir
hækkununum,11 sagði Ari ennfrem-
ur.
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 39
á
Nýgerður^kjarasamningur aðildar-
félaga VMSI og Samtaka atvinnulífsins
Gefur ekki til-
efni til endur-
skoðunar þjóð-
hagsáætlunar
Þórður
Friðjónsson
Aðalsteinn
Baldursson
Sigurður
Bessason
Pétur
Sigurðsson
ÞÓRÐUR Friðjónsson
forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar segir þjóðhagsleg
áhrif nýgerðs kjara-
samnings atvinnurek-
enda og aðildarfélaga
VMSÍ ekki koma til með
að verða tilfinnanleg og
gefi ekki tilefni til end-
urskoðunar þjóðhags-
áætlunar.
Sigurður Bessason
verðandi formaður Efl-
ingar segir samninginn
góðan og fagnar því að
deila samningsaðila
skyldi leysast án þess að
til verkfalls kæmi.
Þórður Friðjónsson
segir að samningagerðin
ætti að öllu samanlögðu
ekki að tefla stöðugleik-
anum í tvísýnu. „Þessir
launasamningar gefa
ekki tilefni til að hrinda
af stað verðbólguskriðu
en hins vegar gerir
samningurinn ráð fyrir
talsverðum breytingum
á launahlutföllum og við
slíkar aðstæður er þó
ákveðin hætta á að
launahækkanir verði
meiri en gert var ráð
fyrir í kjarasamning-
um,“ segir Þórður.
Hann segir að þótt
samningurinn gefi ekki
tilefni til að endurskoða áætlanir
Þjóðhagsstofnunar teygi hann engu
að síður á þeim forsendum sem
byggt var á í fyrri þjóðhagsáætlun-
um Þjóðhagsstofnunar.
Hliðstæður samningi
Flóabandalags og SA
Sigurður Bessason segir samn-
inginn hliðstæðan þeim samningi
sem Flóabandalag Eflingar - stétt-
arfélags í Reykjavík, Verkalýðsfé-
lagsins hlífar og Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur og
nágrennis gerði við Samtök atvinnu-
lífsins fyrir fjórum vikum og tekur
fram að sér hafi þótt sá samningur
góður.
„Það hlýtur að hafa verið mat
manna að sættast á þá niðurstöðu
sem fékkst að þessu sinni en það
verður væntanlega félagsmanna [að-
ildarfélaga VMSI] að svara til um
framhaldið," segir Sigurður. Hann
segist fagna því að ekki skyldi hafa
þurft að koma til verkfalls, enda séu
slík úrræði vopn sem grípa verði til
í nauðvörn. „Það er ánægjuefni að
menn skuli ekki þurfa að grípa til
slíks vopns og það hefur væntanlega
verið mat þeirra að ekki yrði komist
lengra með samninginn, a.m.k. ekki
eins og mál hafa staðið.“
Samstöðuleysi
verkafólks alvarlegt mál
Aðalsteinn Baldursson, formaður
Alþýðusambands Norðulands, segir
að menn hafi farið af stað með mjög
metnaðarfullar kröfur, þó að vitað
væri strax í upphafi að erfitt yrði að
ná þeim fram.
„En við treystum samt á sam-
stöðu verkafólks og skilning at-
vinnurekenda í að gera átak í að
lyfta verulega þessum lægstu laun-
um. Hins vegar virtist sá skilningur
ekki vera fyrir hendi, ásamt því að
stjórnvöld hafa á mjög undarlegan
hátt komið að þessari deilu og haft
veruleg áhrif á hana. Og ég gagn-
rýni það.
Síðan var hið mikla samstöðuleysi
meðal verkafólks á landinu í heild
mjög alvarlegur hlutur, sem við
þurfum að laga."
Hann telur ljóst að hægt hefði
verið að ná fram mun hagstæðari
samningum með meiri samstöðu, en
menn hafi að lokum staðið frammi
fyrir því í fyrrnótt að hafa annað-
hvort drög að samningi, sem svipaði
að hluta til samnings Flóabanda-
lagsins eða að halda í langvinnt
verkfall.
„Okkur þótti síðan skárra að
leggja þetta í dóm okkar félags-
manna, heldur en að fara í verkfall.
Miðað við aðstæður gátum við ekk-
ert annað gert, það var bara þann-
ig," sagði Aðalsteinn.
Enginn fögnuður
með þessa niðurstöðu
Pétur Sigurðsson, formaður Al-
þýðusambands Vestfjarða, sagði að
lengra næðu menn ekki í samning-
um sem að gera þyrfti í tvennu lagi.
Síst af öllu gæti seinni hópurinn náð
fram kröfum þegar að búið væri að
marka stefnuna.
„Ég álít að við höfum bara verið
að ganga í kjölfarið á samningi
Flóabandalagsins. Mér hugnast hins
vegar ekki þegar menn segja að þar
hafi menn náð fram öllu því sem
þeir báðu um. Það segir mér að
kröfurnar hafi ekki verið rétt stillt-
ar. Menn misstu þarna af gullvægu
tækifæri í bullandi góðæri til að ná
árangri fyrir okkar fólk, sem það
hefði átt skilið núna þegar flæðir úr
öllum peningakössum í þjóðfélaginu,
nema hjá verkafólki."
Hann taldi að félagsmenn myndu
ekki telja það vænlegan kost að fara
í átök sem að menn gætu ekki séð
fyrir endann á. Það hefði kannski
verið einhver möguleiki, ef að öll fé-
lögin á landsbyggðinni hefðu verið
algerlega samstíga, en slíku væri
ekki til að dreifa og taldi Pétur því
líkur á að menn myndu samþykkja
þessa samninga.
„En ég er sannfærðu um það, að
það er enginn fögnuður með þessa
niðurstöðu."
Fjármálaráðherra um
nýja kjarasamninga
GeirH.
Haarde
„Stærsti
hjallinn
að baki“
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
segir það mjög jákvætt að samningar
skyldu hafa náðst í sátt án átaka í
kjaradeilum Verkamannasambands
íslands (VMSÍ) og atvinnurekenda
annars vegar og flugvirkja og Flug-
leiða hins vegar. „Ég tel að með þessu
sé stærsti hjallinn að baki að því er
varðar almenna markaðinn. Vonandi
koma þeir aðilar sem eftir eru fljót-
lega í kjölfarið,“ segir hann í samtali
við Morgunblaðið í gær.Aðspurður
segir hann ennfremur að vinnufriður
um allt land skipti að sjálfsögðu miklu
máli fyrir efnahagslífið í landinu.
Utanríkisráðherra um
nýja kjarasamninga
Halldór
Ásgrúnsson
Anægður
með bætt
kjör lág-
launafólks
„ÉG er afskaplega ánægður með að
verkfalli skuli hafa verið afstýrt,11
segir Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra þegar hann er spurður
álits á nýgerðum kjarasamningi
milli Verkamannasambands íslands
og atvinnurekenda. „Ég hef látið
það í ljós áður að það væri mikið
áhyggjuefni fyrir landsbyggðina ef
orðið hefði verkfall þar sérstaklega
en ekki annars staðar í landinu og
þess vegna er það mjög ánægjulegt
að þessu skuli hafa verið afstýrt,“
segir hann.
„Ég er mjög ánægður með að
kjör láglaunafólks skuli sérstaklega
hafa verið bætt í þessum samning-
um og vonandi tekst að halda þeirri
línu í kjarasamningum framvegis,
því ef þeir sem meira hafa fá jafnari
prósentuhækkanir verður ekki um
að ræða þá jöfnun sem að er stefnt.
Það er enginn vafi á því að að-
gerðir ríkisstjórnarinnar hafa haft
jákvæð áhrif í þessu sambandi og
okkur er það ljóst að við höfum þar
gengið mjög langt vegna þeirrar
þenslu sem er í þjóðfélaginu," segir
Halldór að lokum.