Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ALBERT GUÐMANNSSON Albert Guð- mannsson var fæddur að Snærings- stöðum í Svínadal í A-Hún. 17. júní 1907. Hann lést 4. aprfl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðmann Helgason, kennari og bóndi að Snærings- stöðum í Svínadal, fæddur að Svínavatni í Húnavatnssýslu 17. desember 1868, d. 16. október 1949 og Guð- rún Jónsdóttir, fædd að Ljótshólum í Svínadal í A-Hún. 12. júlí 1881, d. 28. aprfl 1952. Systkini Alberts: Jón Guðmannsson, yfírkennari í Reykjavík, f. 10. janúar 1906, d.ll. nóvember 1986, kvæntur Snjólaugu Lúðvíksdóttur, handa- vinnukennara og húsmóður, f. á Akureyri 23. október 1912, d. 24. mars 1989. Þau eignuðust tvær dætur, Guðrúnu og Margréti; Guðrún Jóhanna Guðmannsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 24. febr- úar 1909. Hennar maður var Jón Á. Þorsteinsson frá Holti í Svína- *- vatnshreppi, f. 14. júní 1910, d. 13. maí 1987; Steingrímur Guðmann- sson, lengst af bóndi að Snærings- stöðum í Svínadal, f. 15. ágúst 1912, d.19 desember 1992. Kona hans var Auður Þorbjarnar- dóttir frá Brúsastöð- um í Vatnsdal, f. 3. desember 1923, d. 26. aprfl 1998. Þau eignuðust fjögur börn, Guðrúnu, Benedikt, Guðmann og Þorbjörn. Albert lauk Sam- vinnuskólaprófí í Reykjavík vorið 1929. Guðrún og Guðmann flytja til Reykjavikur 1946, og eftir það er Albert búsettur í Reykjavík á vetrum og er í heimili með foreldrum sínum og systur, fyrst hjá Jóni bróður sínum í Með- alholti og síðan að Mánagötu 22. 1951 kaupir hann íbúð að Mána- götu 8 þar sem hann átti heimili sitt æ síðan. Hann er samt alla tíð hjá systur sinni að Mánagötu 22 í fæði og þjónustu. Hann er lengst af þingvörður í Alþingi á vetrum en er norður í Svínadal á sumrum, og rekur félagsbú með bróður sín- um Steingrími að Snæringsstöð- um til ársins 1970. Útför Alberts fer fram frá Foss- vogskirlq'u í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af égveit. (Bjöm Halldórsson.) Síminn hringir síðla kvölds, mér er tilkynnt andlát vinar míns og sveit- unga Alberts frá Snæringsstöðum. Fyrr um kvöldið hafði hann veikst skyndilega og litlu síðar var lífsbók- inni lokað, langri ævi lokið. Hann var mikið hraustmenni allt sitt líf, þótt áldurinn væri farinn að segja tU sín á ýmsan hátt. Snæringsstaðasystkinin eru mér sérstaklega minnisstæð frá barnsárum mínum norður í Svínadal. Öll voru þau eldri en ég þótt ég sé orðinn aldraður maður. Þau voru öll myndarleg, þrír bræður og ein systir vöktu athygli meðal samferðafólks- ins, félagslynd, glaðvær og höfðu gaman af að blanda geði í góðra vina hópi. Nú eru þau öll horfin okkur sjónum nema Guðrún systir þeirra, en hún er mágkona mín. Hún var gift Jóni bróður mínum en við vorum samfeðra. Hann er einnig látinn. Eft- ir að Snæringsstaðasystkinin fluttu hingað til borgarinnar eitt af öðru ás- amt foreldrum sínum, móðir þeirra heilsutæp og faðirinn farinn að eld- ast, urðu kynni okkar ennþá nánari. Ég tel það mér mikinn ávinning að hafa eignast vináttu þeirra, hún var traust og sterk og á hana hefur eng- inn skuggi fallið. Þegar við hjónin héldum veislur voru þau alltaf gestir okkar. Þau voru öll hófsöm en glað- vær og settu svip sinn á hópinn með myndarskap og fágaðri framkomu. Albert var glæsimenni, stór og karl- mannlegur og mikið hraustmenni, bráðgreindur og skemmtilegur, eft- irtektarsamur og sagði vel frá. Þótt aldurinn væri orðinn hár var minnið gott og alltaf jafn gaman að hlusta á hann rifja upp minningar liðinna ára. Hann var mikill og góður söngmað- ur, hafði góða bassarödd, og naut þess að syngja hvort heldur var í kórum eða almennum söng þar sem lagið var frjálslega tekið. Hann hafði sérlega fallega rithönd svo eftir var tekið, enda ekki langt að sækja það þar sem faðir hans var frábær á því sviði. Þegar við vorum ungir menn norður í Svínadal var tækni nútím- ans ekki búin að ryðja sér braut. Engir vegir sem vegir gátu talist, enginn sími nema Landssímastöð á Auðkúlu, lélegir torfbæir og pen- ingshús eftir því. Að maður tali nú ekki um rafmagn sem kom ekki fyrr en eftir 1960. Þá lögðu margir kapp á að eignast góðan reiðskjóta og var Albert einn af þeim. Hann var ágætis hestamaður og naut þess að ferðast á + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRETTIR JÓHANNESSON, Gullsmára 9, Kópavogi, áður til heimilis á Skarði í Þykkvabæ, lést miðvikudaginn 12. apríl sl. Fyrir hönd aðstandenda, Fanney Egilsdóttir. + JÓHANN PÉTUR KONRÁÐSSON, Fellaskjóli, áður Grundargötu 29, Grundarfirði, andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 12. apríl á St. Franciskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur. ganggóðum gæðingi. Eftir að hann hætti búskap á Snæringsstöðum með Steingrími bróður sínum og flutti alfarið hingað til Reykjavíkur vann hann við þingstörf á Alþingi og naut sín þar vel. Albert hafði gaman af að kynnast þingmönnum þjóðar- innar úr öllum flokkum með ólíkar skoðanir. Báðir gengum við sömu götu á pólitíska sviðinu. Ég var tíður gestur á heimilum Snæringsstaða- fjölskyldunnar síðustu fímmtíu árin og rúmlega þó. Kom þar margt til, frábær gestrisni og umhyggja í minn garð, sem enn helst og veit að svo mun áfram verða. Okkur Guðrúnu mágkonu mína tengja sterk vináttu- bönd sem aldrei munu bresta. Það var hlýtt og bjart í skjóli Jóns bróður míns og eiginkonu hans. Þannig varð ég samofinn þessu góða fólki sem hefur reynst mér vel. Þau systkinin Albert og Guðrún bjuggu sitt í hvoru húsinu á Mánagötunni og eyddu dög- unum saman mest hjá Guðrúnu og voru hvort öðru ómetanlegur styrk- ur. Albert var ógiftur og bamlaus og systir hans og bróðir minn einnig. Bræðraböm þeirra hafa reynst þeim mjög vel og veit ég að þau munu reynast mágkonu minni ekki síður hér eftir en hingað til. I síðasta mán- uði kom Óskar sonur minn í stutta heimsókn, en hann býr í Texas. Hann tjáði mér strax að nú þyrfti hann að heimsækja systkinin á Mánagötunni. Ég sagði honum að það skyldi hann endilega gera og myndi skreppa með honum. Við fór- um og heimsóttum systkinin og átt- um þar langa og innilega samvem- stund. Þar kvöddum við fegðar Albert vin okkar hinstu kveðju. Nú er það minningin sem leiftrar um huga minn og skilur eftir glæður sem ekki kulna, við það er gott að orna sér á síðkvöldum langrar ævi. Inni- legum samúðar- og þakkarkveðjum skila ég frá börnum mínum og fjöl- skyldum þeirra. Þau eiga góðar minningar sem ekki fólna. Ég kveð þig með söknuði og trega. Megi ást- kæri æskudalurinn okkar standa vörð um minningu þína. Jakob Þorsteinsson. „Þú hlýtur að sjá sporið eftir fót- inn á skessunni þama uppi í fjallinu, þarna suðr og upp af urðinni." Vísi- fingur sterklegrar handar bendir í átt til fjalls og fjögurra ára stelpu- kornið, uppalið í Reykjavík, gónir og reynir að átta sig og jafnframt að láta ekki á því bera að hún veit hvorki hvað er urð eða „suðrogupp". Þetta er ein mín fyrsta minning um frænda minn og eiganda hand- arinnar góðu. Við eram stödd sunnan við Snær- ingsstaðabæinn í sólskini og brak- andi hita, í minningunni er nú reynd- ar alltaf sólskin og hiti sunnan við bæ á þeim áram, fiskiflugurnar suða, ég heyri niðinn í bæjarlæknum, en hug- urinn er allur við söguna af trölla- hjónunum og litlu skessunni dóttur þeirra sem sífellt var að koma sér í eitthvert klandur en þá kom trölla- frændi oft og hjálpaði litlu skessu. Hann Alli föðurbróðir minn er að dytta að húsum og „hún Gunna litla hans Nonna bróður“ stóð opinmynnt og hlustaði - ég held, að ég hafi um tíma verið farin að halda að ég héti allt þetta, þau sögðu það svo oft föð- ursystkini mín og í röddinni var þá einhver sérstök hlýja. Sögurnar vora margar og frábær- ar og næstu 50 árin sóttu börn eins og flugur í ljósið að sögumanninum sem nú er kvaddur. Það vora einkar ljúf forréttindi að vera fyrsta barnabarn jafn elskur- íkra hjóna og Guðrúnar og Guð- manns á Snæringsstöðum og eignast svo alls óverðskuldað ást og aðdáun allra annarra á heimilinu - í því sam- bandi angrar reyndar örlítið þetta gamla með kálfinn og ofeldið. Ég tel að það séu ekki neinar ýkj- ur, að Snæringsstaðaheimilið hafi verið fágæta gott heimili, þar ríkti gleði og glaðværð, þar var sungið, spilað á hljóðfæri, dansað, spjallað og hlegið, en þó var sú mikla vænt- umþykja og umhyggja sem þau afi minn og amma og börn þeirra bára hvert fyrir öðra athyglisverð og óvenjuleg og það sem meira var, þessi heimanmundur þeirra systkina entist þeim öllum langa ævi. Sá inni- leiki og hlýja sem ríkti alla tíð milli föður míns og allra systkina hans hvers til annars sá maður síðar, að er ekkert sem er sjálfgefið. Albert frændi minn hafði að mínu viti til að bera flest „sem prýða má einn mann“. Hann var svipfallegur maður, myndarlegur á velli, einkar vel viti borinn og hafði alla tíð frá- bært minni, einstaklega sanngjarn og réttsýnn og laus við hleypidóma, bókhneigður og góður hagyrðingur, þó hann flíkaði því lítt, hafði næmt tóneyra, góða söngrödd og var mikill dansari, kenndi mér á unglingsáram styrkri hendi að dansa gömlu dans- ana og sagði „góðan mín, þú þarft auðvitað að geta dansað jafnt upp á báða fætur“, honum fannst ungling- urinn ekkert sérlega fimur. Hann var sérlega hagur í höndum og lag- inn við vélar og ég gæti haldið lengi áfram, en það sem mér verður minn- isstæðast frá uppvexti mínum og öll- um kynnum af frænda mínum er einkum tvennt, styrkurinn, eða huggunin, sem stafaði frá honum á erfiðum stundum, hvemig hann með nærvera sinni einni gat gert erfiðar aðstæður til muna bærilegri og svo síðast en ekki síst hve skemmtilegur hann var, það er nefnilega svo óskap- lega gaman að umgangast skemmti- legt fólk, fólk sem ekki er upptekið af því að vera skemmtilegt heldur hefur einfaldlega hlotið þessa náðargáfu í vöggugjöf. Frændi minn lauk Samvinnu- skólaprófi 1929 með frábærum árangri og ég er ekki í vafa um að hæfileikar hans til bóknáms hefðu nú til dags opnað honum leiðir og mark- að honum annað lífshlaup en það sem fjárskortur þeirra tíma markaði mörgum ungum hæfíleikamannin- um. Einhverra hluta vegna kvæntist frændi minn aldrei og má það soss- um einu gilda en það er dapurlegt til þess að vita að hann skyldi ekki hafa eignast afkomanda, því að það barn hefði átt einstöku föðurláni að fagna. Ævistarf frænda míns var lengst af við búskap en frá 1946 og þar til hann hætti fyrir aldurs sakir starfaði hann sem þingvörður á vetram en var við búskap á sumram. Mun heymæði sem hrjáði hann hafa átt þátt í að málum var hagað á þennan veg. A þinginu eignaðist hann marga góða kunningja og vini bæði meðal starfsmanna og þingmanna og marg- ar skondnar og skemmtilegar sögur voram við búin að heyra frá Alþingi íslendinga oft meistaralega sagðar og leiknar. Nú hefur sögumaðurinn frá æsku minni sagt sína síðustu sögu en við þökkum fyrir að hafa fengið að hafa hann hjá okkur svo lengi sem raun ber vitni og þá náðargjöf að hann fékk að halda óskertum andlegum og að mestu leyti líkamlegum kröftum til síðasta dags. Systur sinni Guð- rúnu var hann ætíð mikill styrkur og er söknuður hennar sár, en minning- arnar ylja og og einlæg trú á síðari samfundi veitir huggun og líkn. Ég kveð núna elskaðan frænda minn að sinni og þakka honum allt það sem hann ætíð var mér og systur minni, Margréti, börnum okkar og fjölskyldum þeirra, foreldram okkar og eiginmönnum. Guðrún Jónsdóttir. Vorboðinn Ijúfi, fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín, (Jónas Hallgr.) Þessar ljóðlínur úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar koma í hugann þeg- ar Alla á Snæringsstöðum er minnst. Hann var sannkallaður vorboði fyrir okkur sem ólumst upp á næsta bæ við Snæringsstaði. Alli vann um langt árabil hjá Alþingi og á vorin, þegar gert var hlé á þingstörfum, kom hann akandi norður í Svínadal til sumardvalar. Þannig var það að þegar við sáum „drossíuna" hans Alla komna í hlaðið á Snæringsstöð- um þá var sumarið komið. AIli var afar vel af guði gerður, glæsilegur á velli, hestamaður og söngmaður. Hann var Ijúfur í um- gengni og einstaklega hlýr í öllu við- móti, ekki gefinn fyrir að trana sér fram og hélt sig frekar til hlés. Mikill samgangur var á milli Ljótshóla þar sem við systkinin ólumst upp og Snæringsstaða, en þeir vora miklir vinir faðir okkar og Alli. Þeirra vin- skapur hélst eftir að báðir voru flutt- ir til Reykjavíkur fyrir fullt og allt og bar þar aldrei skugga á. Tónlistariðkun var mikil á þessum bæjum og sungið og spilað við öll tækifæri sem gáfust. Alli hafði ein- staklega fallega bassarödd og söng í Karlakór Húnvetningafélagsins í Reykjavík í mörg ár. Með þessum fáu orðum sendum við Gunnu frænku, systur hans og öðram ættingjum innilegar samúð- arkveðjur og þökkum Alla fyrir allar góðu samverastundimar. Systkinin frá Ljótshólum. Albert frændi minn tilheyrði alda- mótakynslóðinni sem var um margt ólík þeim kynslóðum sem á eftir komu. Lífsbarátta hennar snerist um nauðþurftir. Ef heilsu, klæði og mat var að fá var fátt sem varnað gat henni hamingju. Stolt fólksins var óbugað og ekki leitað ásjár vanda- lausra þó eitthvað á bjátaði. Hver einstaklingur bar ábyrgð á sjálfum sér en ef á þurfti að halda var fjöl- skyldan það öryggisnet sem dugði. Fjölskyldubönd hennar vora líka hnýtt traustari hnútum en nú er al- gengast. „Láttu ekki sólina setjast á reiði þína“ - var viðkvæði hennar og hún kunni því illa ef misklíð varð milli afkomendanna. Aldamótakynslóðin heilsaði sínum og kvaddi með kossi. Handtök henn- ar voru þétt og hlý. Hönd í lófa - og hendi strokið yfir. Hlý orð. Hún höndlaði hamingjuna öraggar og lát- lausar en þær kynslóðir sem á eftir henni komu. Hún ól upp börnin sín með áherslu á fordæmi og eftir- breytni. Hnjóðsyrði vora lítt eða ekkl notuð en hvert tækifæri notað til að vísa ungdómnum veginn með hrósyrðum. Hvernig sú kynslóð hugsaði um bömin sín ætti að vera okkur afkomendum hennar verðugt umhugsunarefni og meir til eftir- breytni en raun ber vitni. Ég kynntist Albert sem barn heima hjá afa og ömmu. Það var eitt- hvað í fasi hans sem krakkar löðuð- ust að. Það var eitt og hið sama og gerði Albert að auðfúsugesti hjá frændgarði sínum og vinum, allt til loka. Mild rödd, hjálpsemi, visku- brannur, glettni og lífsgleði. En þrátt fyrir ljúfa lund var karl- mennska og manndómur ætíð það sem einkenndi Albert. AUt til hinsta dags stóð hann teinréttur, sjálf- bjarga og stoltur. Frændi var náttúrabarn. Hann var einn af lokahlekkjunum í þúsund ára sögu þjóðarinnar, þar sem lífsaf- koma hverrar fjölskyldu var lögð í hendur vorkomunnar. Allt er laut að tíðarfari, skepnum og heyskap var inngreypt í æsku. I þeim málaflokk- um var aleigan, heilsan og framtíðin lögð að veði. Frá slíku veðmáli varð ekki auðveldlega komist síðar. Albert hélt hesta í Reykjavík í mörg ár og reið út. Þá kyssti golan kinn, þá sömu og hún hafði leikið um á fyrstu áratugum aldarinnar í leit- um langt suður eftir Auðkúluheiði. I þeim göngum var gist uppi á heiðum í köldum byrgjum. Ef rigndi, eða snjóaði, var vistin köld og hörð. Þar urðu drengir menn - fyrir lífstíð. Þrátt fyrir að líkaminn sýndi þess nokkur merki í lokin að hann væri að „streða tíunda tuginn", eins og Al- bert lýsti því sjálfur, var Albert allt til loka stálminnugur og þannig með- vitaður um þjóðmál og samtímann að okkur yngri mönnunum var til eftir- breytni. Albert var vel máli farinn og hafði sterka tilfinningu fyrir ís- lenskri tungu. Þá hafði hann ljóð og stökur á hraðbergi um allt milli him- ins og jarðar. Oft var hlegið dátt og lengi þegar umræður um eitthvert málefnið kölluðu fram meitlaða stöku hjá Albert. Þá kom iðulega önnur - ekki síður skæð en sú fyrri. Og enn bætti í hláturinn. Alli minn, þú lifir í minningu okkar sem hinn trausti bandamaður, vinur og frændi. Við Kristín og bömin okk- ar, Magnús, Albert og Guðrún, höf- um notið tilsagnar þinnar og sjáum nú á eftir þér yfir á lendur hins ókunna. Þar verður þér vel tekið. Jón Guðmann Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.