Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 11
FRÉTTIR
Lögfræðingar, lögreglumenn og sálfræðingar á námskeiði
Mikilvægt að láta
barnið ráða ferðinni
við yfirheyrslur
Morgunblaðið/Ásdís
Dr. Nancy Walker og Dr. Amina Memon leiðbeinendur.
Camphylobakter
í lágmarki í fersk
um kjúklingi
TVEGGJA daga námskeiði Endur-
menntunarstofnunar Háskóla Is-
lands, þar sem kennd var viðtals-
tækni vegna yfirheyrslna á börnum
í lagalegu samhengi, lauk á mið-
vikudag. Fimmtíu manns, þ.á m.
dómarar, sálfræðingar og lögreglu-
menn tóku þátt í námskeiðinu en
leiðbeinendur voru sálfræðingarnir
dr. Amina Memon sálfræðingur við
Kings College í Bretlandi og dr.
Nancy Walker sálfræðingur við
Michigan State University.
Börn sem hafa orðið vitni að af-
broti þarf stundum að yfirheyra,
ekki síst vegna atburða sem eiga
sér stað inni á heimili þeirra, s.s.
líkamlegs eða kynferðislegs ofbeld-
is.
Á námskeiðinu voru m.a. kynntar
aðferðir til þess að fá sem fyllstar
upplýsingar í viðtölum við börn og
til þess að auka nákvæmni í
skýrslutökum af þeim
Mikilvægt að kynnast barninu
Dr. Walker og Memon sögðu í
samtali við Morgunblaðið að mikil-
vægt væri fyrir þá aðila sem þurfa
að yfirheyra barn vegna lagalegra
mála að byggja upp samband við
barnið og kynnast því áður en sjálf
yfirheyrslan færi fram.
„Það er mikilvægt fyrir þann sem
yfirheyrir barn að verja tíma með
því og komast að því hvar áhuga-
svið þess liggur," segir Amina
Memon og á þar við börn yfir sjö
ára aldri. „Við höfum einnig kennt
þátttakendum hversu mikilvægt
það er að leyfa barninu að tala án
þess að spyrjendur grípi fram í. Við
sögðum þátttakendum að betra
væri að þegja og bíða eftir því að
barnið færi að tala en að þeir töluðu
sjálfir allan tímann. Þannig á barn-
ið að ráða ferðinni en spyrjandinn
að sitja rólegur og hlusta á barnið.“
Dr. Nancy Walker bætir við að
þetta atriði hafi verið æft verklega
á námskeiðinu og þátttakendur hafi
lært að því meira sem þeir þögðu,
því betri viðbrögð fengu þeir hjá
viðfangi sínu.
Þær segja að mikilvægt sé að
umhverfi barns í yfirheyrslu sé
þægilegt svo því líði vel undir yfir-
heyrslunni. „Umhverfið þarf einnig
að vera þægilegt fyrir spyrjandann
svo hann geti skyggnst inn í hugar-
heim barnsins og fengið nákvæma
mynd af atburðum,“ segir Walker.
Þær eru sammála um að yfir-
heyrsla yfir börnum sé ekki létt
verk og dr. Memon segir að til að
auðvelda spyrjendum starfann sé
þeim kennd viðtalstækni sem kölluð
er vitrænt viðtal. „Þessi tækni felst
í því að fá barnið til að fara aftur í
tímann og tjá sig um tilfinningar
sínar í tengslum við það atvik sem
er til rannsóknar,“ segir hún. „Með
þessu er unnt að fá fram meiri upp-
lýsingar en ella um hvað barnið sá
og heyrði."
LÍTIL sem engin Camphylobakter-
mengun hefur greinst í eldi og við
slátrun á kjúklingum undanfarið, og
virðist sem tekist hafi með markviss-
um aðgerðum að koma í veg fyrir að
kjúklingar sem voru lausir við smit í
eldj mengist í sláturhúsi.
Á undanförnum mánuðum hefur
embætti yfirdýralæknis staðið fyrir
auknu eftirliti og sýnatökum af
kjúklingum vegna Camphylobakter-
mengunar í kjúklingum. Einnig hef-
ur verið vandlega fylgst með Salm-
onella, en sú baktería hefur ekki
greinst við slátrun alifugla í þrjú ár.
Halldór Runólfsson yfirdýralækn-
ir segir að menn séu að gera sér von-
ir um að þetta sé varanlegur árangur
og að menn hafi skilgreint helstu
vamaraðgerðir til að koma í veg fyr-
ir að þessi mengun sé í hinni endan-
legu vöru. „En við sláum auðvitað
þann varnagla, að svo virðist sem
þetta hafi tekist, en það er mikil bar-
átta að halda þessu svona af hálfu
framleiðenda."
SENDIHERRA íslands í London,
Þorsteinn Pálsson, undirritaði 12.
apríl tvíhliða samkomulag milli utan-
ríkisráðuneytisins og breska vamar-
málaráðuneytisins um samstarf í
friðargæslu á Balkanskaga. Sam-
komulagið tekur við af fyrra sam-
komulagi um þátttöku í friðargæslu í
Bosníu-Hersegóvínu sem gert var ár-
ið 1997.
Að sögn Halldórs er Camphylo-
bakter-mengun orðin í lágmarki í
þeim kjúklingi sem boðinn er fersk-
ur til sölu og sá árangur með því
besta sem þekkist í heiminum. Hann
segir þó að aldrei sé hægt að lofa
fólki því að varan sé algerlega án
sýkingar og að aldrei verði hætt að
benda á mikilvægi þess að með-
höndla og matreiða þessa vöm á
réttan hátt.
„Það er hins vegar verið að lág-
marka áhættuna á því að fólk veikist
með þessu móti. Aðgerðir hófust
fyrst í eldinu í alifuglabúunum og
síðan hafa verið tekin fyrir atriði
varðandi flutning í sláturhúsin og
síðan í sláturhúsunum sjálfum. Þetta
hafa verið markvissar aðgerðir í að
finna vandamálin og taka á þeim, og
kannski ekkert eitt sem skipti meira
máli en annað.“
Mengun í alifuglaafurðum hefur
þó reynst nokkuð árstíðabundin og
segir Halldór að nú sé erfiðasti tím-
inn framundan í þessum málum.
Nýja samkomulagið býður upp á
mun meiri sveigjanleika en hið fyrra
varðandi fjölda íslenskra friðar-
gæsluliða, starfsgreinar og land-
svæði en meðal annars er gert ráð
fyrir samstarfi í Kosovo.
Nú starfa tveir hjúkrunarfræðing-
ar, þær Kristín Agnarsdóttir og'Hild-
ur S. Sigurðardóttir, með bresku frið-
argæslusveitunum í SFOR í Bosníu.
Samkomulag um
friðargæslu
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu
Megináhersla á að
ljúka þjóðbrautum
út úr borginni
STURLA Böðvarsson samgönguráð-
herra segir alveg ljóst að tU þess að
uppfylla óskir manna og áætlanir
sveitarfélaga um vegaframkvæmdir
á höfuðborgarsvæðinu væri mikU
þörf fyrir aukin framlög tU vegafram-
kvæmda þar. Vegaáætlun og framlög
ríkisins í þessum efnum væru hins
vegar takmörkuð og því væri úr
vöndu að ráða ef óskir um viðbótar-
framlög væru miklar, öðru vísi en að
auka tekjur vegasjóðs. „Tekjur vega-
sjóðs duga ekki til þess að uppfylla
óskir manna á höfuðborgarsvæðinu,
fyrir nú utan óskir um vegafram-
kvæmdir sem koma frá öðrum lands-
hlutum,“ sagði Sturla.
Hann sagði að forgangsröðun
sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð-
inu gengi út á að ljúka framkvæmd-
um á mjög skömmum tíma sem leiddi
til mun meiri útgjalda en vegasjóður
gæti staðið undir, þannig að Ijóst
væri að það þyrfti að forgangsraða
enn frekar ef frekari fjármunir kæmu
ekki til skjalanna.
Hann sagði að vegna þeirrar miklu
óvissu sem ríkti um framkvæmdir
sem tengdust Miklubrautinni, þ.e.a.s.
bæði breikkun hennar, mislæg gatna-
mót við Kringlumýrarbraut, færslu
við Landspítalann og skipulagi í ná-
munda við það svæði, hefði hann lagt
á það megináherslu að reyna að koma
á og Ijúka framkvæmdum við gatna-
mót og þjóðbrautimar út úr borginni.
Þar væri um að ræða Reykjanes-
braut um Breiðholt, Kópavog, Garða-
bæ, Hafnarfjörð og áfram og hins
vegar Yesturlandsveg um Mosfells-
bæinn. Hluti af þessum framkvæmd-
um væru mislæg gatnamót við Breið-
holtsbraut, við Arnarnesveginn, við
Víkurveg sem tengdi Grafarvog og
svo veginn austur fyrir fjall.
„Þetta eru þær framkvæmdir sem
ég tel óumflýjanlegt að undirbúa og
hefja framkvæmdir við á næsta fjög-
urra ára tímabili,“ sagði Sturla.
Framlögin vaxið jafnt og þétt
Hann sagði að hægt væri að hefja
þessar framkvæmdir nú, þar sem
skipulag væri tilbúið, en óvissa ríkti
um Miklubrautina hvað það varðaði,
bæði hvað varðaði mislæg gatnamót
við Kringlumýrarbraut og eins hvað
varðaði það hvort Miklabrautin yrði
lögð í stokk eða ekki.
Sturla sagði að framlög til vega-
framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu
hefðu vaxið jafnt og þétt á síðasta
áratug og í tillögu að vegaáætlun sem
nú lægi fyrir þinginu væri gert ráð
fyrir verulegum fjármunum til þess-
ara framkvæmda. Hins vegar myndu
þeir ekki duga ef það ætti að uppfylla
áætlanir og óskir sveitarfélaganna,
sem hann efaðist út af fyrir sig ekki
um að væru raunhæfar. „Þess vegna
hef ég sagt að samkomulag sveitarfé-
laganna á höfuðborgarsvæðinu bygg-
ist á því að allir fái sitt. Ef við gætum
meðhöndlað allar óskir þannig væri
það að sjálfsögðu mjög þægilegt en
hætt er við að ríkissjóður þyldi vart
þá útgjaldaaukningu á skömmum
tíma,“ sagði Sturla.
Hann sagði að það væri mjög
óheppilegt að stilla framkvæmda-
þörfinni á höfuðborgarsvæðinu gegn
tilteknum framkvæmdum úti á landi.
Það væri óþægilegt meðan á þessari
vinnu stæði en einnig mjög óæskilegt
vegna þeirrar togstreitu sem væri
milli landsbyggðarinnar og höfuð-
borgarsvæðisins. Það væri til dæmis í
þessu sambandi ástæða til að líta til
aðstæðna víða út um land í þessum
efnum. „Eg hef sagt að vandamálið
hér í Reykjavík er milli 5 og 6 á kvöld-
in og 7 og 8 á morgnana, en í Vestur-
byggð, þar sem eni áform um að gera
jarðgöng milli Amarfjarðar og Dýra-
fjarðar, háttar þannig til og mættu
menn nú bera saman aðstæður að í
fimm mánuði á ári eiga íbúar þar í
sveit enga möguleika á að fara um
vegi út úr kjördæminu vegna ófærð-
ar, Það er ekki fært nema fuglinum
fljúgandi út úr þessum byggðum,
sem eru þó að framleiða sjávarafurðir
í stórum stfli. Það er ólíku saman að
jafna og samgöngukerfinu hér á suð-
urhorninu," sagði Sturla.
Marea
Fjórir loftpúðar
Loftkœllng með hltaslýringu (AC
Stillanlegur hitablóstur afturí)
Þrjú þrlggja punkta beltl í aftursœtl
Fimm hnakkapúðar
Lúxuslnnréttlng
Samlitir stuðarar
Samlitir speglar og hurðarhandföng
Halogen llnsuaðalljós
Rafstýrðir og upphitaðlr útíspeglar
Rafstýrðir bílbeltastrekkjarar
Vökvastýri
Fjarstýrðar samlœsingar
Gelslaspllari 4x40 wött
Fjórir hótalarar
Rafdrifnar rúður að framan
Weekend ELX estiva
Snúningshraðamœlir
Útihltamcelir
103 hestafla 1.6 lítra 16 ventla vél
Tölvustýrð fjöllnnsprautun
ABS hemlalœsivörn
EBD hemlajöfnunarbúnaður
Hœöarstilling ó ökumannssœtl
Rafstýrð mjóbaksstllllng
Armpúði I aftursœti
Vasi ó mlðjustokk
Vasar aftan ó framsœtisbökum
Hœðarstilllng ó stýrl
Lesljós I aftursœti
Lltaðar rúður
Þakbogar
Rœslvörn í lykll
Ótrúlega vel
útbúinn á kr:
1.4? 5.
þriðja bremsuljóslö
Hltl, þurrka og rúðusprauta ó afturrúðu
14" felgur
Stillanleg hœð aðalljósa
Tvískipt aftursœti
Hellklœtt farangursrýml
Geymsluhólf I farangursrými
Tvísklptur afturhlerl
Mottusett
Galvanhúðaður
8 óra óbyrgð ó gegnumtœringu
Eyðsla skv. meglnlandsstaðll 8,3 1/100 km
Istraktor ?°
BlLAR FYRIR ALLA