Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikritið Tobacco Road eftir Erskine Caldwell í kvöld Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson Morgunblaðið/Rúnar I'ór Bjömsson Ada, (Hanna M. Karlsdóttir) tuskar Ellie May (Maríu Pálsdóttur) til eftir að hún hafði ráðist á Pearl (Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur), en amman (Kristjana Jónsdóttir) fylgist með. Kvenpredikarinni Bessie (Sunna Borg) gerir sér dælt við Dudda (Agnar Jón Egilsson) á bak við Jeeter, húsbóndann á heimilinu (Þráin Karlsson). Að verða dauðasynd- unum að bráð RÚM þrjátíu ár eru frá því Leikfé- lag Reykjavíkur sýndi Tobacco Road í Iðnó þar sem þau Gísli Hall- dórsson og Sigríður Hagalín fóru með aðalhlutverkin í rómaðri sýn- ingu. Fyrstu kynni leikstjórans, Viðars Eggertssonar, af þessu verki eru einmitt af þessari sýningu en LR kom fyrir um þremur ára- tugum með sýninguna í leikferð til Akureyrar þar sem Viðar sá verkið. „Eg á afskaplega góðar minningar frá þessari sýningu," sagði hann, en leikritið hefur ekki verið sýnt í at- vinnuleikhúsi síðan, nokkur áhuga- leikfélög um landið hafa hins vegar tekið það til sýninga á tímabilinu. Höfundurinn, Erskine Caldwell, er í sögu sinni, Tobacco Road, að fjalla um smábændur sem hafast við á skrælnuðum bújörðum í suð- urríkjum Bandaríkjanna. Sagan varð þjóðkunn þar í landi strax og hún kom út, árið 1932, og það orða- tiltæki varð fljótlega til „að komast á Tobacco Road“ um það að fara á algjört örbirgðarstig í lífínu, að eiga sér engin bjargráð. Manneskjan verður einskis virði „Forfeður þeirra voru eigendur þessara jarða en þær lentu svo í höndum stórbænda og þegar hrun- ið mikla varð í Bandaríkjunum sem leiddi síðar til kreppunnar miklu sölsuðu bankarnir jarðirnar undir sig og þeir rækta þær ekki né held- ur það fólk sem enn hjarír á þeim. Þetta er fátækt fólk sem hírist á jarðarskika sem gefur ekkert af sér, það hefur ekki efni á útsæði og þess vegna uppsker það heldur ekki neitt. Því eru allar bjargir bannað- ar, jörðin er ófrjó og gefur ekki af sér lífsins gæði, nærir engan leng- ur. Við þessar aðstæður mannlegr- ar hnignunar og bjargarleysis þrífst eigingirni og algjört tilfinn- ingaleysi fyrir þörfum náungans - hver og einn verður að bjarga sér sem hann best getur án þess að hirða um náungann. Manneskjan verður einskis vii-ði og manngildis- stefnan er gjaldþrota, þarna ríkir frumskógariögmálið; þeir hæfustu lifa af,“ sagði Viðar. Hann segir hið kostulega pers- ónusafn sem við sögu kemur í verk- inu minna nokkuð á Djöflaeyju Ein- ars Kárasonar, en húsbóndann á Tobacco Road, Jeeter Lester leikur Þráinn Karlsson, Öðu, konu hans, leikur Hanna María Karlsdóttir en Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld, föstudagskvöldið 14. apríl, leikritið Tobacco Road eftir Erskine Caldwell í þýðingu Jök- uls Jakobssonar. Margrét Þóra Þórsdóttir ræddi við Viðar Eggertsson leikstjóra um verkið og þær einstöku og skrautlegu pers- ónur sem þar koma fram. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson Þráinn Karlsson fer með aðalhlutverkið í Tobacco Road, hlutverk Jeet- ers Leister. Fólkið hans er í baksýn, sonurinn Duddi (Agnar Jón Egils- son) eiginkonan Ada (Hanna María Karlsdóttir) Lov, tengdasonur hans, (Aðalsteinn Bergdal) og dóttirin Ellie May (María Pálsdóttir). hún kemur úr Borgarleikhúsinu til að leika í þessu verki. Börn þeirra Ellie May, Dudda og Pearl leika þau María Pálsdóttir, Agnar Jón Egilsson og Anna Gunndís Guð- mundsdóttir. Eiginmann hennar, Lov, leikur Aðalsteinn Bergdal. Kristjana Jónsdóttir leikur ömmuna, Árni Tryggvason leikur Henry Peabody, nágranna Lester- fjölskyldunnar, Sunna Borg fer með hlutverk Bessiear kvenpredik- ara og Haraldur Hoe leikur Payne frá bankanum. Fólk svipt mannlegri reisn Viðar segir að hin trúarlega hræsni fái háðulega útreið í sögu Erskines Caldwells. Kvenpredik- arinn Bessie heldur sífellt að Lest- er-fólkinu trúarhræsni og vafasöm- um siðferðisboðskap. Þau, líkt og gerist iðulega með fólk sem einskis má vænta af jarðneskum gjöfum, setja allt sitt traust á sáluhjálp sína og nota stundum til þess vafasöm meðöl. Hjónin óttast jafnvel meir hvað um þau verður dauð en lifandi, þannig má Ada ekki til þess hugsa að hún verði grafin án þess að vera í sómasamlegum kjól og Jeeter ótt- ast að hann verði lagður til í korn- hlöðunni og rotturnar éti á honum andlitið áður en hann kemst í gröf- ina. Viðar bendir á að ýmis kristileg tákn megi finna í Tobacco Road, en fjölskyldan hafi búið við sult og seyru í sjö ár og talan sjö sé heilög tala. „Mér finnst athyglisvert að velta fyrir mér afstöðu höfundarins til sögupersóna sinna og aðstæðna í ljósi hugmynda um dauðasyndirnar sjö; græðgi, ágirnd, leti, losta, dramb, öfund og bræði. í kirkju- legri útleggingu frá sjöundu öld er gengið út frá því að fólk gefi sig dauðasyndunum á vald, en í verki Caldwells er auðvelt að túlka örlög Lester-fólksins sem svo að það hafi orðið dauðasyndunum að bráð. Þeg- ar búið er að svipta fólk mannlegri reisn og möguleikanum til að lifa mannsæmandi lífi gefur það sig ekki dauðasyndunum á vald, heldur hefur orðið þeim að bráð,“ sagði Viðar. Horfíst ekki í augu við aðstæður Hann segir það mikinn kost hversu vel höfundurinn þekki sitt fólk. Verkið gerist í Georgíu í Bandaríkjunum þar sem hann sjálf- ur sé fæddur og uppalinn. „Og kannski hversu vel hann þekkir sitt fólk getur hann undanbragðalaust flett ofan af því og séð inn í sál þess, lýst því og gagnrýnt án þess að predika yfir því né fegra. Honum er ekki sama um það,“ sagði Viðar og bætti við að þetta gætu einungis höfundar sem elska fyrirmyndir sagna sinna og geta því lýst þeim án fölskva og glýju. Þó svo að Lester-fólkið á Tobacco Road lepji dauðann úr skel þver- skallast heimilisfaðirinn við að horf- ast í augu við aðstæður sínar og breyta hugsunarhætti sínum. Þrá- hyggjan er allsráðandi, hann fædd- ist á þessari jörð þar sem forfeður hans hafa búið mann fram af manni og þar ætlar hann líka að lifa, jafn- vel þótt allt sé á leið til andskotans. Engu skiptir þótt faðir hans hafi misst jörðina í hendur landeiganda sem leyfði honum og fjölskyldu hans að hírast þar og jörðin svo um síðir lent í höndum bankans í kaupstaðnum. Engu skiptir hann heldur þótt Ada kona hans reyni að koma honum í skilning um að þver- móðskan sé að draga fjölskylduna til dauða og bendi á atvinnutæki- færi í bænum þar sem þau eigi möguleika á að koma undir sig fót- unum að nýju. Afstaða hans er óhögguð, af jörðinni fer hann ekki þótt hann þurfi að fórna fólki sínu og jafnvel lífinu fyrir það sem hann kallar rætur sínar og tryggð við þær. Margt líkt með Jeeter og Bjarti Viðar segir margt líkt með sög- unni um fólkið á Tobacco Road og fólkið í Sumarhúsum í sögu Hall- dórs Laxness, Sjálfstætt fólk. Bjarti og Jeeter svipi að mörgu leyti saman, báðir séu þrákálfar sem vilji vera sjálfstæðir menn. A heimilum beggja eru þrjú börn, tvö þeiira eigin, Ellie Mary og Duddi hjá Jeeter og Helgi og Nonni hjá Bjarti og þá ala báðir upp dætur, Pearl og Ástu Sóllilju, sem þeim séu hugleiknar og báðir bægja frá sér hugsuninni um þær séu ekki þeirra. Þá kemur amma við sögu í báðum verkunum, velta má fyrir sér skyldleika nágrannans Henrys Peabodys við sveitunga Bjarts í Sumarhúsum og kvenpredikarans Bessie og Rauðsmýrarmaddömunn- ar. Báðar enda sögurnar á því að heimilisfeðurnir, Jeeter og Bjartur, standa uppi slyppir og snauðir, heimsmynd þeirra hefur hrunið og allt sem þeir trúðu á og treystu. Leikfélag Akureyrar sýnir Tobacco Road á þremur sýningum um páskana, miðvikudagskvöldið 19. apríl, á skírdag og laugardaginn 22. apríl. Leikmynd og búninga gerir Snorri Freyr Hilmarsson, ljósahönnun er í höndum Ingvars Björnssonar og hljóðmynd gerir Kristján Edelstein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.