Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hugmyndir um flutning höfuð- stöðva Rarik Stuðningur berst víða að Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í gær var lögð fram ályktun sem bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í vikunni, þar sem lýst er yfir stuðningi við framkomna hugmynd um flutning Rarik til Ak- ureyrar. Áður hafði bæjaiyfirvöldum á Akureyri borist samskonar stuðn- ingur við málið frá sveitarfélögun- um Austur-Héraði og Skagafirði. Eins og komið hefur fram eru uppi hugmyndir um að flytja höfuðstöðv- ar Rafmagnsveitna ríkisins, Rarik, frá Reykjavík til Akureyrar og í því sambandi hefur einnig verið rætt um möguleika á sameiningu Rarik og orkufyrirtækjanna á Akureyri. Ásgeir Magnússon formaður bæjarráðs sagði mjög ánægjulegt að fá þennan stuðning frá sveitar- félögunum þremur og að sá stuðn- ingur skipti heilmiklu máli. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um möguleika á flutningi Rarik norður og sagði Ásgeir að áfram væri unn- ið að málinu. Hann sagði að gera þyrfti sérstaka úttekt vegna máls- ins og að ákveðið hefði verið að bjóða út þá úttektarvinnu. Ásgeir sagði að sú vinna tæki alltaf nokkra mánuði. UNGT fólk úr öllum heimsálfum sameinaðist við það á dögum að reisa heljarstórt snjóhús, en það voru skiptinemasamtökin AFS, Eyjaíjarðardeild sem stóð að þessu uppátæki. Um var að ræða maraþon til fjáröflunar fyrir starfsemi deildarinnar og tókst þetta verkefni vel að sögn Guð- mundar Sigurðarsonar, eins þeirra sem að því stóð. Alls tóku ellefu skiptinemar þátt í því að reisa snjóhúsið, fjórir þeirra búa á Akureyri, fimm í Ungt fólk úr öllum heims- álfum reisti risasnjóhús Reykjavík, einn á Bolungarvík og einn f Ólafsfirði. Fleiri lögðu hönd á plóginn, fólk sem tengist starf- Morgunblaðið/Kristján semi skiptinemasamtakanna og þeir sem verið hafa skiptinemar. Alls reisti þetta unga og dug- mikla fólk um 117 fermetra snjó- hús með þremur herbergjum, en í verkið fóru um 260 rúmmetrar af snjó. Þegar húsið var risið slök- uðu menn á í heita pottinum í Sundlaug Akureyrar og að lokum var hópnum boðið í Nýja bíó, áður en haldið var heim á leið til að hvfla sig en maraþonið stóð yfir í sólarhring og fólk því þreytt eftir erfiði helgarinnar. Eitt verka Iðunnar á sýningunni. Blómaskálinn Vín Aðalréttur Iðunnar IÐUNN Ágústsdóttir opnar mynd- listarsýningu í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit á morgun, laugar- daginn 15. apríl kl. 14. Iðunn sýndi í blómaskálunum fyrr á árinu nokkur verka sinna undir yf- irskriftinni „forréttur" en nú er kom- ið að aðalréttinum. Sem aðalrétt ber Iðunn á borð iyrir gesti um 40 olíu- málverk og pastelmyndir og getur fólk notið hans fram að 24. apríl næstkomandi, sem er annar páska- dagur. Iðunn hefur unnið að myndlist í rúm 20 ár og hefur hún á þeim tíma haldið um 20 einnkasýningar og tekið þátt í íjölda samsýninga, eða á bilinu 20-30 alls, bæði heima og erlendis. Kvenfélagið Hlíf skorar á Akureyringa Samvinna í baráttu gegn fíkniefnavá KVENFÉLAGIÐ Hh'f á Akureyri hefur skorað á foreldra á Akureyri, kennara, félagasamtök, bæjaryfir- völd og löggæslu um að hefja sam- vinnu um að berjast gegn þeim voða sem neysla á fíkniefnum er. Fram kemur í ávarpi kvenfélags- kvenna til bæjarbúa að Hlífarkonur hafi um langt árabil unnið að fjár- söfnun til að bæta og efla tækjakost barnadeildar Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Þessi tæki hafi stuðl- að að heilbrigði og jafnvel lífgjöf ht- illa bama og ekki þurfi að lýsa fögnuði þeirra foreldra sem fá böm sín heilbrigð heim af sjúkrahúsi. „En margs konar voði steðjar að bömum og unglingum í bænum okk- ar - annar en sjúkdómar. Sala á eit- urlyfjum og öðmm vímuefnum veð- ur hér uppi og sölumenn þeirra láta einskis ófreistað í þjónustu sinni við Mammon. Það er sárara en támm taki fyrir aðstandendur - og alla - að horfa upp á ungmenni og börn falla íyrir tálbeitum þeirra sem leyfa sér að hafa þau að féþúfu á svo samviskulausan og siðlausan hátt. Minnumst þess að bak við hvem þann sem missir fótanna á hálu svelli vímuefnanna er fjölskylda lömuð af harmi, segir í ávarpi kven- félagskvenna til bæjarbúa. ------♦_4_*------ Tónleikar í safnaðar- heimilinu STEINUNN AmbjörgStefánsdóttir sehóleikari og Steinunn Bima Ragn- arsdóttir píanóleikari halda tónleika í safnaðarheimih Akureyrarkirkju föstudaginn 14. apríl kl. 20.30. Flutt verða verk eftir J.S. Bach, Jón Norðdal, Mendelsohn og Prokof- iev. Aðgangseyrir er 500 krónur en frítt er fyrir skólafólk. Steinunn Am- björg er rétt að Ijúka einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, þar sem kennari hennar var Gunnar Kvaran. Steinunn Bima kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík. Sóttum lóðir undir sumarhús í Búðargili BYGGINGANEFND Akur- eyrar hefur óskað eftir heim- ild bæjarráðs til að auglýsa svæðið við Búðargil laust til umsóknar. Bæjarráð fjallaði um erindi bygginganefndar á fundi sínum í gær með ósk um að leitað verði leiða til að verða við erindinu. Knútur Karlsson formaður bygginganefndar sagði aðila í bænum hafa sótt um lóðir í Búðargili til að byggja á að minnsta kosti 10 sumarhús. Um er að ræða svæðið á móti hesthúsunum í gilinu. Knútur sagði að samkvæmt aðalskipulagi væri gert ráð fyrir sumarhúsabyggð í Búð- argilinu en áður en hægt yrði að ráðast í framkvæmdir þar þyrfti málið að fara í ákveðið ferli - m.a. þyrfti að vinna deiliskipulag svæðisins, kynna það og auglýsa svæðið laust til umsóknar. Hann sagði að þeir aðilar sem sóst hefðu eftir svæðinu hefðu áhuga á að hefja framkvæmd- ir næsta haust og að húsin yrðu tilbúin til útleigu næsta sumar. Lúkas 24 í Deigl- unni ÁRNI Rúnar Sverrisson opn- ar málverkasýningu í Deigl- unni á Akureyri laugardaginn 15. aprfl nk. kl. 14. Yfirskrift sýningarinnar er „Lúkas 24“. Sum verkanna eru unnin á vinnustofu í Palermo á Siki- ley á sl. ári og önnur á al- þjóðlegri vinnustofu í Lista- miðstöðinni Straumi sl. sex mánuði. Málverkin eru unnin með olíu á striga. Þetta er tólfta einkasýning Árna Rúnars en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin stendur frá 15. aprfl til 28. apríl 2000. Hún er opin alla virka daga frá kl. 13-15, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 14-18. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðarstund í Grenivíkur- kirkju á sunnudag, 16. apríl, kl. 21. Allt annað líf ! „Ég er búin að taka NATEN í tæp tvö ár, og þvíllkur munur! Ekkert mál að vakna á morgnana, og hafa orku allan daginn. Sofna um leið og ég leggst á koddann, sem áðurtók mig 1-2 klukkutíma. Brennslan jókst, ekkert mál að halda sér grannri." KYNNING í Apóteki Garðabæjar 25% AFSLÁTTUR laugardaginn 15.4 frá kl 12 -16 'O 8 O) o > ro Q. i* 'O b 21 3 fO 2 UJ ig z Fædubóiarefnid sem fólk talar um! NATEN Til leigu Húseignin Bræðraborgarstígur 16 er til leigu í heild eða í hlutum. Húsið er í dag nýtt sem skrifstofur, verslun og lager. önnur og þriðja hæð voru áður íbúðir sem auðvelt er að breyta i sama horf. Eignin er sam- tals 1.078 fermetrar. Áhugasamir geta leitaó nánari uppiýsinga á netfangi: johann@gen.is eða sent fyrirspurnir í bréfi stílaö á Jóhann Pál Valdimarsson, Genealogia islandorum hf., Lynghálsi 10,110 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.