Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 67
FÓLK í FRÉTTUM
Franskt
spæj-
ara
fönk
C3PO og R2-D2 láta sjá sig á sýningunni.
Hetjur og ómenni
Stjörnustríðs til sýnis
ENN og aftur hefur verið kynt
undir aðdáun á Stjörnustríðs-
myndunum. Að þessu sinni er það
stór sýning sem opnuð verður í
Barbican Centre London og þar
mun saga myndanna verða rakin.
Til sýnis verða 250 málverk,
hannanir, módel og búningar sem
notuð hafa verið við gerð mynd-
anna fjögurra. Flestir þessir hlut-
ir hafa aldrei komið fyrir augu
almennings fyrr en einnig verður
að finna á sýningunni hluti sem
aldrei voru notaðir í myndunum.
Sýningunni er skipt í tólf hluta.
Á einum stað geta gestir kynnt
sér tækni- og tölvubrellur og
förðun persónanna. Sjálfur Svart-
höfði fær síðan deild út af fyrir
sig. Búningur Darth Maul, nýj-
asta illvirkja myndanna, verður
einnig til sýnis auk búninga Ami-
dölu drottningar. Þá verður sýnt
hvernig Jar Jar Binks varð til og
hvernig þeim Watto og Yoda var
gefið líf á hvíta tjaldinu. Tónlist
myndanna leikur auðvitað stórt
hlutverk í sýningunni. Börnum
mun ekki leiðast því þau munu
geta mátað búninga, sett á sig
grímur og spilað tölvuleiki í sér-
stökum sal.
Sýningin hefur verið opnuð og
stendur til 3. september.
Þeir sem vilja kynnast Jar Jar
Binks og drottningunni Amidala
geta komið við á Barbican-safn-
inu í London.
^ema'/iMÁúsú)
Urval fermi
DEMANTAHUSIÐ
Nýju Kringlunni, sími 588 9944
hljómsveit Hafrót
Ókeypis aðgangur til kl. 24. Sími 587 6080.
Jakkar
Gallabuxur
með kanti
Flíspeysur
nú 4.990
áður 7.990
nú 3.990
áður 6.990
2.490
Bolir 990
Nœturqatinn
í kvöld leikur hin eldhressa
...og mörg önnur tilboð
20% afsláttur
af öðrum vörum
Laugavegi 54 - Sími 5525201
Dimitri from Paris er
franskur töffari sem
hefur meðal annars til-
einkað sér spæjaratón-
list sjöunda áratugarins
og ætlar að spila í partíi
hjá Playboy-kónginum
Hugh Hefner í lok mán-
- --------7-------------
aðarins. Aður staldrar
hann þó við á Islandi og
opnar tónleikaseríu út-
varpsþáttarins Party
Zone á Kaffí Thomsen í
kvöld. Kristín Björk
Kristjánsdóttir heyrði
hljóðið í kappanum.
I L0K þessa mánaðar er væntan-
!eg safnskífan A Night at the
Playboy Mansion sem Dimitri
from Paris sauð saman.
„Mig langaði til að gera leyndar-
dómsfullri sögu þessarar stórkost-
legu partíhallar viðeigandi skil og
votta henni virðingu mína,“ segir
Dimitri um þetta musteri kláms-
ins. En hvernig stemmningar
skyldi hann ætla að seiða fram á
Thomsen í kvöld? „Ég þoli ekki að
gefa tónlist nöfn, það er eiginlega
móðgun við fyrirbærið. Mér finnst
gaman að koma fólki á óvart og
fikra mig áfram eftir stemmning-
unni og áheyrendum sjálfum.
Mörgum plötusnúðum í dag þykir
svalt að spila harða, drungalega og
laglínulausa tónlist, en ég elti ekki
þá tísku. Mér finnst best að spila á
litlum stöðum sem eru ekki of
Dimitri from Paris er kominn til landsins.
dimmir, þannig að ég getir séð
svipinn á fólki og fylgst með því
hvernig því líður. Starf mitt snýst
um að skapa gott andrúmsloft
þannig að fólki líði vel og það sé
hamingjusamt. Ef ég sé svipinn á
fólki er auðveldara fyrir mig að
komast nær því og finna út hvað
það er sem það þarfnast. Þar sem
ég er plötusnúður af gamla skólan-
um [,,old school"], legg ég áherslu
á að tónlistin sé miðpunktur at-
hyglinnar en ekki ég sjálfur. Ég
hef ákveðna þörf til að deila ást
minni á tónlist með fólki en ég læt
tónlistina sjá um að koma skila-
boðunum áfram. Ég er frekar
feiminn og mér líður ekki vel í
sviðsljósi, því kýs ég að tónlistin
segi allt sem segja þarf.“
Algjör þögn er best
Dimitri er ekki aðeins plötu-
snúður. Árið 1997 gaf hann út sína
fyrstu breiðskífu, Sacre Bleu, og
undir lok þessa árs er von á nýrri
plötu frá honum sem hefur enn
ekki fengið nafn. Þegar Dimitri er
ekki að vinna í hljóðveri sínu, úti
að kaupa plötur eða að spila á ein-
hverjum klúbbi, finnst honum best
að sitja aðgerðalaus í algerri þögn.
„Ég hlusta eiginlega aldrei á tón-
list heima hjá mér og vil hafa þögn
í kringum mig þegar ég slaka á.
Ég kveiki ekki einu sinni á sjón-
varpi eða neinu sem gefur frá sér
hinn minnsta hávaða. Ég get vel
setið klukkutímunum saman án
þess að gera nokkurn skapaðan
hlut. Núna er ég reyndar að lesa
Lolitu eftir Nabokov og bókina
Last Night a DJ saved my life.“
Ætli plötusnúður hafi einhvern
tíma bjargað lífi Dimitris? „Nei, en
tónlist hefur hins vegar bjargað
lífi mínu. Ég veit ekki hvað ég
myndi eiginlega gera við sjálfan
mig ef tónlistar nyti ekki við. Ég
er reyndar ágætis kokkur, þannig
að ég myndi kannski bara snúa
mér að matreiðslu,” segir Dimitri
hlæjandi.
Það er ljóst að Dimitri from
Paris er ekki aðeins einn svalasti
plötusnúður Frakka, heldur er
hann líka einlægur í því sem hann
gerir og gerir það vel.
Búast má við fönkuðu spæjara-
stuði með frumdiskóbragði, orku-
ríkri sveiflu sem stuðlar að velh'ð-
an og kátínu viðstaddra. DJ
Grétar sér um að kynda undir
áheyrendum fyrir franska fjörið.
GLæsibær - Glæsibær
Dönsum í kvöLd frá kl. 22.00-2.00, með Hjördísi,
Siffa og Ragnari Páli. Fjölbreyttir dansar.
Nú verða allir að mæta stundvíslega!
Missið ekki af því sem gerist í kvöld.
Sími 553 8969 og 568 5660.
BOH
Wl ká
EROTÍSKL JR SKEMMTISTAÐUR
Grensásvegi 7
Glœsileg „Betri stofa“
Opið frá kLj20 alla daga og til kl. 6 um helgar V
XT Lokaö á mánudögum
Dimitri from Paris á Kaffi Thomsen í kvöld