Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 89. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þúsundir mótmælenda safnast saman í Litlu-Havana > Afrýj unar dómstóll kyrrsetur Elian Miami. AP, AFP. „KÚBUDRENGURINN" Elian Gonzalez hefur verið kyrrsettur í BandanTgunum af áfrýjunardóm- stóli alríkisyflrvalda á meðan þar- lend yfírvöld og ættingjar drengsins í Miami deila um hvort hann skuli sendur til Kúbu á ný. Fallist var á beiðni um kyrrsetningu sem lögð var fram af Lazaro Gonzalez, frænda Elians, aðeins nokkrum tím- um eftir að Lazaro virti að vettugi skipun Janet Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, um að Elian skyldi afhentur innflytjendaeftirlit- inu (INS) á Opa-Locka-flugvellinum í gærdag. Að sögn talsmanna stjórnvalda var búist við kyrrsetningarbeiðninni og hefur dómsmálaráðuneytið sam- þykkt að aðhafast ekkert frekar í málinu fyrr en dómstólar hafa kynnt sér beiðnina. Að sögn Reno var búist við að það tæki þrjá til fjóra daga. Alríkisyfirvöld höfðu áður sagst reiðubúin að skerast í leikinn yrði Elian ekki afhentur INS og sagði Reno að þá myndu stjórnvöld bregð- ast við á „skynsamlegan og yfirveg- Stjórnar- andstaðan sigrar í S-Kóreu Seoul. AP, AFP. STÓRI þjóðarflokkurinn (GNP), sem nú er í stjórnarandstöðu, fór með sig- ur af hólmi í þingkosningum sem fram fóru í Suður- Kóreu í gær. Út- gönguspár höfðu áður bent til að stjómarflokkur Kim Dae-Jung, forseta landsins, Þúsaldar-lýðræð- isflokkurinn (MDPj, myndi hljóta flest at- kvæði. Þegar úrslit lágu endanlega fyrir hafði MDP hlot- ið 115 þingsæti af 273 en GNP 133. Leiðtogar MDP virtust agndofa á niðurstöðunum, en útgönguspár höfðu áður spáð flokknum sigri. „Þetta er tilskipun kjósenda um að flokkur okkar taki að sér það hlut- verk að sigrast á valdníðslu hinnar hrokafullu stjómar Kim Dae-Jung,“ sagði Lee Hoi-Chang, formaður GNP, eftir að úrslit kosninganna vora ljós. Stuðningur kjósenda við MDP hafði þó aukist umtalsvert síðustu daga fyrir kosningamar og rekja sérfræðingar það til frétta af væntan- legum leiðtogafundi N- og S-Kóreu. Kosningaþátttaka í gær mældist sú minnsta til þessa og mættu aðeins 56,4% af 33,5 milljónum kjósenda á kjörstað, en kjósendur era margir sagðir ósáttir við spillingu innan stjórnarinnar. Lee Hoi-Chang AP Univision-sjónvarpsstöðin sýndi á miðvikudagskvöldið mynd- band þar sem Elian sést ávarpa föður sinn á spænsku og segist ekki vilja fara til Kúbu. aðan máta. Við höfum rétt á að grípa inn í, en ábyrg valdnotkun er að vita ekki bara hvenær eigi að grípa inn í, heldur líka hvernig,“ sagði Reno. Vakti fögnuð mótmælenda Mikil fagnaðarlæti brutust út við heimili Gonzalez-fjölskyldunnar í Litlu-Havana í Miami þegar til- kynnt var um ákvörðun áfrýjunar- dómstólsins. En þúsundir mótmæl- enda, flestir kúbverskir innflytjendur, höfðu safnast þar saman til að mótmæla því að Elian yrði afhentur yfirvöldum. í hópi mótmælendanna mátti sjá söngkon- una Gloriu Estefan og Hollywood- leikarann Andy Garcia, sem bæði eru kúbversk að uppruna. Mikil spenna ríkti á svæðinu áður en kyrrsetning Elians var kunngerð og hrópuðu sumir: „Stríð! Stríð! Stríð!“ á spænsku á meðan aðrir ítrekuðu að þeir myndu ekki grípa til ofbeldis. Þá hafði lögregla hlekkj- að saman vegatálma og hópur mót- mælenda komið sér fyrir í hliðar- götu fyrir aftan hús Gonzalez-fjölskyldunnar af ótta við að yfirvöld myndu laumast inn bak- dyramegin. AP Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman fyrir framan heimili Lazaro Gonzalez í gær til að mótmæla því að Elian yrði afhentur bandaríska innflytjendaeftirlitinu. Stefndi í uppgjör með Mugabe og dómskerfínu 1 Zimbabwe Varaforsetinn skipar iandtökufólki burt Harare. AP, AFP. RÍKISSTJÓRNIN í Zimbabwe hvatti í gær þá sem lagt hafa undir sig bújarðir hvítra bænda tál að yfirgefa þær. Þá hafði dómstóll í landinu úr- skurðað, að jarðanámið væri ólöglegt og því stefndi í uppgjör með dóms- kerfinu og Robert Mugabe forseta en hann hefur lagt blessun sína yfír bóta- lausa töku bújarðanna. Það var Joseph Msika, varaforseti Zimbabwe, sem skoraði á landtöku- fólkið að yfirgefa bújarðimar, en Mugabe er nú í Havana á Kúbu. Tals- menn landtökumannanna svöraðu því aftur til að þeir myndu aðeins taka við skipunum frá Mugabe sjálfum. Auk þess að úrskurða öðra sinni að landtakan væri ólögleg hafnaði rétt- urinn einnig fullyrðingu Patricks Chinamasa, dómsmálaráðherra Zimbabwes, að reyndi lögreglan að reka burt landtökumennina, sem era vopnaðir, gæti það hleypt af stað borgarastyrjöld í landinu og sögðu dómarar að í þessu efni sem öðrum yrði að fara að lögum. Hefur áður beitt sama bragði Ljóst var eftir að úrskurðurinn hafði verið kveðinn upp að til ein- hverra tíðinda hlyti að draga en Welshman Ncube, lagaprófessor við Zimbabwe-háskóla, sagði að Mugabe hefði notað stofnanir ríkisins til að kynda undir lögleysu og upplausn. „Hann hefur rofið þann eið sinn að standa vörð um lögin og stjómar- skrána," sagði Ncube. Undirrót þessara atburða er að flestra mati sá mikli ósigur sem Mugabe beið í þjóðaratkvæðagreiðslu í febrúar um breytingar á stjómar- skránni. Brást hann við honum með þvi að segja landlausum blökkumönn- um að hann hygðist leggja hald á bújarðir hvítu bændanna. Nokkram dögum síðar fóru þeir að leggja undir sig bændabýlin og er það raunar haft eftir sumum þeirra að flokkur Mug- abes hafi borgað þeim fyrir það. Suharto í stofu- fangelsi? Jakarta. AP. FORSETI Indónesíu, Abdurr- ahman Wahid, lagði í gær til að Suharto, fyrrverandi ein- ræðisherra landsins, yrði sett- ur í stofufangelsi. Suharto sætir nú rannsókn vegna spill- ingar og hafa rannsakendur meinað honum að yfirgefa landið í eitt ár og höfuðborg- ina Jakarta í tuttugu daga. Saksóknarar hafa gagnrýnt Suharto fyrir að aðstoða ekki við rannsóknina og óttast þeir jafnframt að hann muni reyna að flýja land. „Ef ekki er hægt að yfir- heyra Suharto, eða ef hann vill ekki láta yfirheyra sig, verður hreinlega að setja hann í stofufangelsi þannig að hann fari ekki í burtu,“ hefur dag- blaðið Suara Pembaruan eftir forsetanum í gær. Suharto er sakaður um að hafa misnotað milljónir dollara af opinberu fé en sjálfur hefur hann neitað öllum ásökunum. Hefur hann ítrekað verið boðaður til yfirheyrslu en ekki látið sjá sig til þessa. Suharto, sem er 78 ára gamall, hefur gefið þá skýringu að hann sé of heilsuveill til að láta yfir- heyra sig. Saksóknarar hafa tvívegis mætt á heimili hans á síðustu tveimur vikum en í bæði skiptin verið meinað af læknum að hitta Suharto. Fyrrverandi leiðtogi Indón- esíu hefur einu sinni áður ver- ið settur í stofufangelsi. Það var árið 1967 er Suharto, sem þá var hershöfðingi, meinaði Sukarno forseta að yfirgefa heimili sitt. Beinar við- ræður við Tsjetsjena Moskvu. AP. RÚSSNESKA stjómin greindi frá því í gær að hún hefði hafið milliliða- lausar viðræðm- við fulltrúa Tsje- tsjena með það að markmiði að binda enda á átökin í héraðinu. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist telja að viðræð- urnar myndu leiða til haldbærrar niðurstöðu. Hann vildi þó ekki til- greina hveijir fulltrúar Tsjetsjena í viðræðunum væra og var ekki Ijóst hvort um fulltrúa skæruliða væri að ræða. Sagði ívanov einungis að við- ræðurnar hefðu verið í gangi um nokkurt skeið og er það talin vís- bending um að rússnesk stjórnvöld leiti nú leiða til að finna lausn á deil- unni í Tsjetsjníu en hingað til hefur ríkisstjórnin alfarið neitað að ræða við skæraliða nema þeir afhendi vopnabúnað sinn fyrst. MORGUNBLAÐIÐ 14. APRÍL 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.