Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
wm
—
SMr?
Fjalladrottningin er svo sannarlega ekki dauð úr öllum æðum og vissara að fara varlega á virku eldfjalli.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
A toppi
Heklu
ÞAÐ viðraði vel til fjailaferða í
fyrradag en þá var farið á snjdbfl
alla Ieið á Heklutopp og mun það
vera fyrsta ferð á tindinn frá gos-
lokum, svo vitað sé. Náttúran
skartaði sínu fegursta í sdl og
bliðu og skyggnið var eins og best
verður á kosið. Gott tækifæri
fékkst til að kanna aðstæður á
fjallinu, en með í för var m.a. jarð-
eðlisfræðingur og fjölmiðlafólk.
Farið var af Ddmadalsleið upp í
Skjdlkvíar og ekið á snjdbfl Topp-
ferða á Hellu hefðbundna leið
norðan í fjallinu. Ekki reyndist
unnt að komast alla leið á topp
fjallsins nema að fara yfir nýtt
hraun sem rann úr gíg á nyrsta
enda gossprungunnar, en hann
var aðeins virkur í rúman sdlar-
hring 1 upphafi gossins.
Meðal leiðangursmanna voru
þaulvanir fjallamenn, sem töldu
ástæðu til að vara almenning við
ferðum á fjallið án leiðsagnar
kunnugra, en víða eru sprungur
og töluverður hiti undir niðri og
rýkur enn úr hrauninu á nokkrum
stöðum. Snjóalög þar efra eru
með nokkuð öðrum hætti en áður
en að sögn framkvæmdastjdra
Toppferða, Erlings Gíslasonar á
Hellu, er hábungan sjálf að mestu
óbreytt.
Morgunblaðið/Golli
Ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir Heklu í sama bili og snjdbfllinn náði toppnum.
Morgunblaðið/Golli
f flugi yfir fjallíð sést nýtt hraunið vel, sem rann til suðurs og austurs.
Morgunbiaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Freysteinn Sigmundsson, forstöðumaður Norrænu eldíjallasiöðvarinnar fékk gott
tækifæri til að virða fyrir sér aðstæður á fjallinu og safna sýnum til frekari rannsdkna.