Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 33
LISTIR
Saga Sálumess-
unnar
AF ÞEIM fjölbreytilegu kaþólsku
messum, sem sungnar eru við hin
ýmsu tilefni, er sálumessan „missa
pro defunctis" eða Requiem, eins
og hún er oftast nefnd, ein af þeim
mikilvægustu. Hún er sungin í
rómversk-kaþólskum kirkjum á
allra sálna messu (2. nóvember ár
hvert) til minningar um látna ást-
vini og dregur nafn
sitt frá fyrsta orði
fyrsta þáttar mess-
unnar, „Requiem aet-
ernam dona eis, Dom-
ine“.
Megin innihald
Sálumcssunnar er
bæn fyrir hinum látnu
og kemur það fram í
öllum þáttunum nema
i Sanctus-kaflanum.
Tveir aðalþættir kaþ-
ólsku hámessunnar,
Gloría og Credo, eru
ekki notaðir, en
þeirra í stað er sungið
„Dies irae“, þar sem
fjallað er um hinn
efsta dóm á hádramatiskan hátt.
„Dies irae“ er fyrirferðarmesti
texti messunnar, tekur næstum
helming alls textans og því venju-
lega mest áberandi í tónverkum
þeim sem samin hafa verið um sál-
umessuna. Hægt er að rekja tón-
smíðar samdar um þessa messu allt
aftur til 14. aldar, en það eru seinni
tima tónskáld sem hafa samið stór-
brotnustu tónverkin, Mozart
(1791), Cherubini (1816), Berlioz
(1837), Verdi (1873) og Fauré
(1888), ýmist af einhverju gefnu til-
efni eða samkvæmt beiðni. Nægir
þar að nefna Gabriel Fauré, sem
samdi sálumessu til minningar um
föður sinn nýlátinn og á hinn bóg-
inn Mozart, sem samdi sálumessu
samkvæmt pöntun dularfulls
manns. Tilurð sálumessu Verdis
var af dálítið öðrum toga.
Sameiginleg sálumessa
Við fráfall ítalska tónskáldsins
Gioacchino Rossini 1868 vaknaði sú
hugmynd að fá fremstu tónskáld
Italíu til að semja sameiginlega
sálumessu og heiðra þannig minn-
ingu þessa ástsæla tónskálds. Ætl-
unin var að hvert tónskáld fyrir sig
semdi einn þátt og að verkið yrði
flutt 13. nóvember 1869 í Bologna
þegar ár væri liðið frá andláti
Rossinis. Verdi hófst þegar handa
og samdi þáttinn Libera me í þessa
sameiginlegu sálumcssu. Fljótlega
fóru að koma fram ýmsir annmar-
kar á því að af þessum minningar-
tónleikum gæti orðið, m.a. vegna
þess að enginn fékkst til að Ijár-
magna þá, hvorki einstaklingar né
opinberir aðilar. Þegar endanlega
var fallið frá hugmyndinni hættu
tónskáldin við að semja sína þætti
og Verdi lagði Libera me-þáttinn
til hliðar. Um sama leyti barst hon-
um boð um að semja óperu í tilefni
af opnun Suez-skurðarins, svo
næstu mánuði vann hann að samn-
ingu óperunnar AYda, sem frum-
flutt var í Kaíró 24. desember 1871.
Libera me-þátturinn var Verdi
stöðugt í huga og hann sendi vini
sínum raddskrána til skoðunar. .
Vinurinn lauk miklu lofsorði á
tónsmíðina og hvatti
Verdi í bréfi til að
halda áfram og full-
gera sálumessu.
Skömmu seinna skrif-
aði Verdi vini sínum
til baka og sagði:
„Þessi vinsamlegu orð
þín vöktu svo sterka
löngun hjá mér til að
semja tónverk við all-
an textann að ég hef
nú þegar lokið við
Requiem-þátt og Dies
irae og Libera me-
þátturinn er jú full-
kláraður. Hugsaðu
þér hve samviska þín
má naga þig að þessi
lofsyrði þín skuli hafa orðið þessa
óskapnaðar valdandi! “
Rúmu ári seinna lést einn
fremsti rithöfundur ítala, Al-
essandro Manzoni, sem Verdi dáði
mjög. Andlát þessa manns, sem
Verdi hafði reyndar aðeins hitt
einu sinni, fékk mikið á hann og
varð til þess að hann ákvað að full-
gera sálumessuna í minningu hans.
Undirtektir blendnar
Sálumessan var frumflutt 22.
maí 1874 í Markúsarkirkjunni í
Mflanó af bestu einsöngvurum La
Scala-óperunnar, 120 manna kór
og 100 manna hljómsveit undir
stjórn tónskáldsins. Verdi var
löngu orðinn heimsfrægur og dáð-
ur í heimalandinu fyrir óperur sín-
ar sem sungnar voru um allan hinn
siðmenntaða heim, en nafn hans
var einvörðungu tengt við óperur í
hugum fólks. Það þótti því nýlunda
að frá honum kæmi tónverk af
þessum toga og var ekki laust við
að undirtektir væru nokkuð
blendnar. Verdi fór í mikla tón-
leikaför strax að loknunt frum-
fiutningnum og stjórnaði flutningi
Sálumessunnar í ýmsum stórborg-
um Evrópu. Einnig þar urðu undir-
tektir dálftið misjafnar. Menn voru
sammála um ágæti verksins en
mörgum fannst það ekki hafa þann
kirkjulega blæ sem hæfði sálu-
messu. Ymsir þekktir tónlistar-
rnenn töluðu frekar niðrandi um
verkið og sögðu það vera „bestu
óperu Verdis“ og einn frægasti
hljómsveitarstjóri þess tfma talaði
um hana sem „nýjustu „kirkju-
skrúða“-óperu Verdis“. Þó fór svo
að verkið hlaut mikið lof og menn
áttuðu sig á þvi að Sálumessan
væri eitt af bestu tónverkum
Verdis.
Giuseppe Verdi
Ferðir Guðríðar Þorbjarnardottur
Fjöldi sýninga í
Vesturheimi
„ÞETTA er fyrsta úthlaupið af
þremur sem við leggjum í til Vestur-
heims á þessu ári,“ sagði Brynja
Benediktsdóttir, leikstjóri og höf-
undur leikritsins um ferðir Guðríðar
Þorbjarnardóttur sem sýnt verður
víða í Bandaríkjunum og Kanada á
þessu ári í tilefni landafundahátíða-
halda.
Það er Tristan Gribbin, hin írsk-
amerísk ættaða leikkona, sem fer
með hlutverk Guðríðar. Tristan er
búsett á íslandi og hefur leikið verk-
ið á ensku (The Saga of Gudridur) í
Skemmtihúsinu, írlandi, Kanada og
Grænlandi undanfarin þrjú ár.
„Must see“ í Dublin
„Leiksýningin sló í gegn í Dublin
’98 en Irish Times valdi hana
leiksýninguna MUST SEE
þann hálfa mánuð sem hún var
á fjölunum þar.Sýnt var fyrir
fullu húsi í 14 daga og voru við-
tökurnar afbragðs góðar,“ seg-
ir Brynja.
„Ég byrjaði að vinna að
þessari hugmynd að einhverju
viti fyrir nærri fjórum árum,
reyndar á írlandi og fékk Kal-
eidoscope styrkinn frá Menn-
ingaráætlun Evrópusam-
bandsins. Styrkurinn var
skilyrtur þannig að, ég varð að
frumsýna verkið í þremur
Evrópulöndum á árinu ’98.
Reyndar byrjaði ég að skrifa
verkið bæði á íslensku og
ensku, þegar ég setti fyrst nið-
ur pennann og bjó til þrjár mis-
munandi útgáfur með sama
þema. Nú hafa þessar sýningar
verið í gangi í Svíþjóð og Finnl-
andi með Báru Lyngdal sem
Guðríði og heitir sú sýning
Járnviljinn (Vilja av Járn). ís-
lenska sýningin með Ragnhildi
Rúriksdóttur var frumsýnd í
Færeyjum og sýnd stutt í
Skemmtihúsinu vegna brott-
flutnings leikkonunnar til
Bandaríkjanna. Nú er ég að
vinna íslensku útgáfuna uppá
nýtt fyrir Þórunni Lárusdóttur í
hlutverki Guðríðar, þar sem Suður-
ganga Guðríðar verður stærri þáttur
en fyrr. Þórunn verður einnig að
leika ensku útgáfuna, vegna þess við
Tristan getum ekki annað eftir-
spum. Þórunn mun byrja í júní í
Skemmtihúsinu, á meðan Tristan er
í Ameríku,“ segir Brynja.
„Það er mikið á leikkonurnar lagt
að leika þessar sýningar. Leiksýn-
ingin byggir mjög á látbragðsleik,
auk þess sem leikkkonurnar syngja
og dansa verða þær að bregða sér í
allra kvikinda líki, leika karlana í lífi
Guðríðar og jafnvel túlka sjálf nátt-
úruöflin. En verkið byggist að mestu
Tristan Gribbin Icikkona
og Brynja Benediktsdóttir,
leikstjóri og höfundur.
ferðafélagi er Jóhann Bjami
Pálmason, ljósahönnuður, við
Tristan vinnum með honum að
undirbúningi hverrar sýningar
sem sviðsmenn og aðstoðar-
tæknimenn. Tónlistin er leikin
af geisladiski. Hú er samin af
Margréti Ornólfsdóttur.
Rebekka Rán Samper hannaði
grímur og leikmynd og Filippía
Elísdóttir kjólinn hennar Guð-
ríðar og nunnukuflinn sem
Guðríður birtist í í upphafi og
enda verks en notar hann svo
alla sýninguna á mismunandi
hátt, svo sem til að búa til segl
fyrir vindi, hafrótið og skýin.
Margir lagt hönd á plóginn
Vesturförin er farin að til-
hlutan Landafundanefndar.
Sendiherramir Jón Baldvin
Hannibalsson í Washington og
Svavar Gestsson í Winnipeg
hafa sannarlega lagt hönd á
plóginn og þeirra starfslið hef-
ur verið önnum kafið í skipu-
lagsmálum. Ég hef svo haft
samband við alla tengiliði í
tölvupósti, sent upplýsingar og
kynningarefni og fengiðsvör við
tæknilausnum. Þessir tengiliðir í
hverri borg em íslendingar eða ís-
landsvinir sem leggja mikið starf á
sig í sjálfboðavinnu. Og fyrsti mað-
urinn sem við munum hitta vestan-
hafs er dr. Örn Amar aðalræðismað-
ur íslands í Minneapolis. Hann
ætlar sjálfur að sækja okkur flökku-
leikarana og allt okkar hafurtask á
flugvöllinn og flytja okkur beint í
leikhúsið til að undirbúa fyrstu sýn-
inguna í Bandaríkjunum,“ segir
Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri og
höfundur sýningarinnar um Ferðir
Guðríðar Þorbjarnardóttur.
Tristan Gribbin í hlutverki sínu
í Ferðum Guðríðar.
á Eiríks sögu rauða og Grænlend-
ingasögu, síðan skálda ég í eyðurnar.
Sýning nr. 100 í San Francisco
í þessari fyrstu ferð verður haldið
til Minneapolis, svo Winnipeg, Geys-
is, Regina, Vatnabyggðar, Edmon-
ton, Calgary, Seattle, Salt Lake
City, San Francisco og Los Angeles.
í San Francisco mun Tristan leika
sína 100 sýningu á The Saga of
Gudridur... á sínum heimaslóðum.
„Við Tristan verðum á ferð og
flugi fram og aftur um Norður-Am-
eríku, stundum leikum við í litlum
leikhúsum, hina stundina í stómm.
En lykilmaðurinn okkar og eini
„Óþolandi örlög“
„ÉG FÓR að finna fyrir einhverj-
um óþægindum á mánudagsmorg-
uninn. Síðan smáágerðist þetta og
á æfingunni á miðvikudag gat ég
ekkert sungið. Það var því ekki um
annað að ræða en draga sig út úr
þessu. Það er hvorki sanngjarnt
gagnvart mér né aðdáendum mín-
um að ég fari að syngja tvisvar í
röð hérna heima án þess að vera í
toppformi. Eins og menn muna var
ég heldur ekki nógu vel upplagður
í Aida um daginn,“ sagði Kristján
Jóhannsson þegar blaðamaður
hringdi í hann á sjúkrabeðinn í
Kópavogi eftir hádegi í gær.
Kristján krækti sér í víms, er
með sára hálsbólgu, bólgna eitla og
hita. „Þetta eru óþolandi örlög. Ég
er búinn að ganga með það í mag-
anum í tólf ár að
syngja Sálumessuna
hérna heima, eða frá
því ég söng hana fyrst
í París og þetta eru
þvi mikil vonbrigði.“
En við hálsbólguna
ráða menn ekki, allra
síst söngvarar. „Eftir
meira en tuttugu ár í
bransanum er maður
ennþá með samvisk-
una í lagi - vill alltaf
gera sitt besta. Þann-
ig að ég verð að játa
mig sigraðan að þessu
sinni. Stundum lætur
maður sig raunar hafa það að
syngja, en bara í neyð, eins og í
Ai'da um daginn enda var ekki um
það að ræða þá að fá
staðgengil. Sú sýn-
ing var mjög erfið
fyrir mig andlega,
þar sem ég gat ekki
beitt mér að fullu -
var að rífa úr mér
sálina.“
Hljóðrita á Sálu-
messuna með al-
þjóðadreifingu í
huga. Kristján verð-
ur vitaskuld að
draga sig út úr upp-
tökunum líka. „Þú
getur rétt ímyndað
þér að ég hafi áhuga
á því að fara að taka upp eitt af
mínum uppáhaldsverkum fyrir al-
þjóðamarkað svona á mig kominn."
Kristján Jóhannsson
Frumsýning
frumsýnd í Vík
Fagradal. Morgunbladið.
Víkurleikflokkurinn í Vfk
í Mýrdal var endurvakinn
í vetur með miklum krafti.
En öll starfsemi Ieik-
flokksins hefur legið niðri
frá árinu 1986. Starfsemin
hófst á því að haldið var
leiklistarnámskeið undir
stjórn Margrétar Ákadótt-
ur með u.þ.b. 30 þátttak-
endum. f framhaldi af því
var ákveðið að setja upp
leikverk og varð
Frumsýning eftir Iljörleif
Iljartarson fyrir valinu.
Leikstjóri er Margrét Ákadóttir,
en þetta er þriðja verkið sem hún
leikstýrir.
Leiksýningunni var vel fagnað á
frumsýningu í Leikskálum í Vík og
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ur leikritinu Frumsýning sem sýnt er í
Vík í Mýrdal.
verður hún sýnd að Heimalandi,
Vestur-Eyjafjallahrepp, í dag,
föstudag, og í Gunnarshólma,
Austur-Landeyjum, á morgun,
laugardag.