Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Skinnaiðnaður með 72 milljónir í hag:nað í 6 mánaða uppgjöri Söluhagnaður fasteigna 143 milljónir m Skinnaiðnaður ht. Árshlutauppgjör 2000 Rekstrarreikningur Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Hagn. (tap) af reglulegri starfsemi Reiknaðir skattar Söluhagnaður Hagnaður (tap) tímabilsins Efnahagsreikningur Eignir samtals Milljónir króna Eigið fé Skuldir Skuldir og eigið fé samtals Kennitölur og sjóðstreymi Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfali Veltufé frá rekstri Milljónir króna 2000 1/9-29/2 194.1 242.2 16,4 -6,4 -70,9 0,6 143,5 72,0 778,8 143,8 635,1 778,9 18,5% 1,78 -56,0 1999 1/9-28/2 146,8 202,2 15,7 -13,4 -84,6 1,5 0 -86,1 707,8 114,7 593,2 707,8 16,2% 1,38 -68,1 Breyting +32% +20% +4% -52% -16% -60% -184% Breyting +10% +25% +7% +10% Breyting -18% HAGNAÐUR Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri nam 72 milljónum króna fyrstu sex mánuði yfirstandandi rekstrarárs, sem hófst 1. septem- ber sl. og stendur til 31. ágúst nk. Á sama tímabili árið áður var félagið rekið með 86 milljóna króna tapi og nema umskiptin því um 158 milljón- um króna. Meginskýringin á bættri afkomu er sú að Skinnaiðnaður hef- ur, eins og fram hefur komið, selt mestan hluta húseigna sinna á Gleráreyrum og er bókfærður sölu- hagnaður 143 milljónir króna. Tap af reglulegri starfsemi eftir skatta nemur 71,5 milljónum króna. I fréttatilkynningu kemur fram að félagið hefur þegar nýtt sér hluta af 105 milljóna króna heimild, sem veitt var á síðasta aðalfundi, til útgáfu skuldabréfa með breytirétti og selt bréf fyrir 72 milljónir króna. „Þessi afkoma er á mjög svipuð- um nótum og við gerðum ráð fyrir. Við finnum glöggt að helstu mark- aðir eru farnir að taka við sér eftir þá miklu lægð sem atvinnugreinin hefur verið í. Þessi fjörkippur end- urspeglast m.a. í veltuaukningunni, sem er umtalsverð,“ segir Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar hf. í fréttatilkynn- ingu. Mun fleiri pantanir í ár en í fyrra Bjarni segir að verð á mörkuðum hafi verið mjög lágt en sé að byrja að hækka og salan sé einnig að auk- ast. „Við höfum t.d. fengið mun fleiri pantanir nú en á sama tíma í fyrra og það er vissulega góðs viti. Eg sagði í fyrra að niðursveifla at- vinnugreinarinnar hefði náð hám- arki og þessar tölur styðja það að sú fullyrðing hafí verið rétt. Héðan í frá liggur leiðin vonandi beint upp úr öldudalnum.“ Að sögn Bjarna er fyrri hluti rekstrarársins hjá Skinnaiðnaði hf. jafnan lakari en sá síðari. „Verði framhald á þessari þróun, sem flest bendir til að verði, vonast ég til þess að endanleg niðurstaða í árs- lok verði svipuð og nú, þ.e. hagnað- ur upp á 50-70 milljónir króna. Ég er því þokkalega bjartsýnn á fram- haldið," segir Bjarni Jónasson enn- fremur í fréttatilkynningu. Lína.Net og Seltjarn- arnesbær semja SELTJARNARNESBÆR og Lína.- Net hafa gert samning sem kveður á um uppbyggingu ljósleiðaranets á Seltjarnarnesi. í fréttatilkynningu kemur einnig fram að gert er ráð fyr- ir að ljósleiðaranet Línu.Nets nái yf- ir allt höfuðborgarsvæðið í lok ársins en vinna er nú hafín við það að nýju. Ljósleiðaranetið á Seltjarnarnesi tengir í fyrstu saman allar starfs- stöðvar Seltjarnarnesbæjar, þ.e. skrifstofu, skóla, bókasafn, íþrótta- byggingar o.s.frv., en verður í síðari áfanga tengt við fjarskiptanet Línu.- Nets. Fjarskiptanetið á Seltjarnarnesi verður notað til allra almennra tal- og gagnaflutninga á milli starfstöðva Seltjarnarnesbæjar. Það fellur vel að fjarskiptaneti Línu.Nets sem stefnir að því að bjóða fyrirtækjum og íbú- um Seltjarnarnesbæjar öflugar gagnaflutningsleiðir innan skamms, eins og segir í tilkynningunni. Jarðvinnan við lagningu Ijósleið- aranets Línu.Nets er unnin af vérk- takafyrirtækinu ístak en tengingar ljósleiðarans eru í höndum fyrirtæk- isins Cablux-Ljósvirki, að því er fram kemur í tilkynningunni. Viltu tala út? Nú geturðu hringt oftar til útlanda og talað lengur án þess að haekka símreikninginn. Íslandssími býður þér Frímínútur — millilandasímtöl á aðeins 18,90 kr./mín. til okkar helstu viðskiptalanda. Sumt breytist ekki... Þú þarftengan aukabúnað Þú heldur þínu númeri Þú velur 00 fyrir útlönd ...annað til hins betra Ekkert tengigjald Sama verð á degi sem nóttu örugg tenging - hágæðasamband Skráning og upplýsingar í síma 594 4000 eða á friminutur.is .1 t m Subway og Little Caesars hjá Esso Nýverið var skrifað undir samn- ing Olíufélagsins hf. og veitinga- htísakeðjanna Little Caesars og Subway um að keðjurnar leigi húsnæði í nýrri ESSO-stöð við Borgartún fyrir rekstur veitinga- staða. Stefnt er að því að þjónust- ustöðin verði opnuð með haustinu. Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins, segir félagið hafa góða reynslu af samstarf! sem þessu því það hafi sýnt sig að í blönduðum rekstri af þessu tagi styðji hver þáttur annan og það auki aðsókn- ina að þjónustustöðvum félagsins. Subway hefur verið í nánu sam- starfí við EXXON-olíufélagið í Bandaríkjunum um nokkurt skeið en Olíufélagið er með sam- starfssamning við EXXON sem veitir þvf einkarétt á vörumerkinu ESSO. Subway er með veitingarekstur í þremur öðrum ESSO-stöðvum og að sögn Skúla Sigfússonar, fram- kvæmdastóra Subway á Islandi, hlakkar hann til samstarfsins við Little Caesars. „Það er ekkert nema jákvætt að þjónustan verði sem fjölbreyttust á nýja staðnum.“ Myndin er tekin við undirritun samningsins en á henni eru Skúli Sigfússon, Geir Magnússon og Gunnar Gylfason, framkvæmda- stjóri Little Caesars. Samtímis því að tölvukerfin verða fullkomnari og kröfur um skilvirkan flutning staffænna gagna fara vaxandi er umfang hefðbundinna gagna enn til staðar og eykst ef eitthvað er. Til að koma til móts við kröfur tímans um fýrirvaralaust aógengi Þú nærð 82% betri nýtingu með FLEXImobile hjólaskápunum. aó skjölum og pappírsgögnum ýmiskonar hefur Constructor Group þróaó Fleximobile hjólaskápana sem gjörnýta rýmió og veita möguleika ável skipulögóu flokkunarkerfi. Meó FLEXImobile skápunum getur þú útvíkkað hið minnsta pláss margfaldlega og komið skipulagi á skjala- og gagnageymsluna. Með FLEXImobile hjólaskápunum er hverfermeter nýttur og aðgengi að gögnunum er eins og best verður á kosið. R M fría úttekt á þfnu skjalarými símiS11 1100 Háteigsvegi 7 Reykjavík Sfmi 511 1100 rymi@rymi.is Rými ehf. er nýtt dótturfýrirtæki HF. Ofhasmiðjunnar Pantaðu „Skjalarými" frá Rými, nýjan bæklingsem kynnir fjölbreyttar útfærslur við geymslu gagna. Kaupfélag Fá- skrúðsfírðinga Hag'iiað- urinn 48 milljónir í fyrra HAGNAÐUR Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga á síðasta ári varð 47,6 milljónir króna eftir skatta, en var 39,5 milljónir króna árið 1998. Hagnaður af reglulegri starfsemi á síðasta ári varð 72,3 milljónir króna á móti 48,1 milljón árið áður. Fjármunamyndun rekstrar árið 1999 er 121,5 milljón króna en var 118,3 milljónir króna árið 1998. í ársskýrslu félagsins kem- ur fram að heildartekjur þess á síðasta ári voru 1.161,4 milljónir króna en 1.232,3 milljónir króna árið 1998 og lækkuðu um 6%. Bókfært fé í árslok er 653,4 milljónir króna og hækkaði um 12% frá fyrra ári. Bókfært eigið fé er nú 39% af niðurstöðu efna- hagsreiknings en var 53% ár- ið 1998. Lækkun eiginfjár- hlutfalls skýrist af stækkun efnahagsreiknings við kaupin á m/s Hoffelli SU 80. Veltu- fjárhlutfall er nú 0,5, en var 0,67 í árslok 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.