Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 57 UMRÆÐAN grunur okkar var staðfestur. Yfir 95% aðspurðra taldi nám í MR góðan grunn til frekara náms. Af úrtakinu höfðu þá 96% stundað nám að loknu stúdentsprófi og meiri en helmingur taldi að námið í MR hefði nýst sér mjög mikið eða mikið. Svör við öðr- um spumingum tengdum starfi skól- ans voru einnig mjög jákvæð. Um 78% aðspurðra taldi kennsluna hafa verið mjög góða eða góða og mikill meirihluti taldi námsefnið hafa verið að sínu skapi. Skemmtilega á óvart kom okkur hve margir voru sammála eða frekar sammála fullyrðingunni „próflyrirkomulag í MR var að mínu skapi“. Rúmlega 76% voru sammála eða frekar sammála fullyrðingunni. Vildu aðspurðir meina að vegna þess hve mikið það líktist próffyrirkomu- lagi á háskólastigi fengju nemendur dýrmæta reynslu í töku prófa á æðri námsstigum. Þetta þykir okkur stúd- entsefnum hvatning á örlagastundu því lokapróf okkar eru skammt und- an og sér ekki fyrir endann á þeim fyrr en í júní. Það sem hæst ber er svo sú staðreynd að 84% aðspurðra mælir með MR við aðra. Slíkt hið sama myndum við nemendur í sjötta bekk nýmáladeildar 1 gera. Við getum ekki sagt að niður- stöðumar hafi komið okkur á óvart því sjálf erum við nemendur við skól- ann og þekkjum vel starfið sem þar fer fram. Hins vegar þótti okkur vænt um hve vel hinir útskrifuðu MR-ingar tóku þessari könnun okk- ar. Þeir reyndust áhugasamir um þetta verkefni og svörin voru gefin fúslega og af nákvæmni. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir þátttökuna. En ef við lítum nú sjálf til baka og skoðum þessi fjögur ár sem við höf- um setið í MR kemur margt upp í hugann. Þar höfum við þroskast sem einstaklingar og fengið að kynnast ólíkum hliðum námsins. Einnig höf- um við kynnst þeim hefðum sem skólinn er hvað frægastur fyrir. Hefðunum sem litu svo „hallæris- lega“ út í hugum okkar þegar við, 16 ára óharðnaðir unglingar, fyrst sett- umst þar á skólabekk. Nú þegar upp í 6. bekk er komið vildum við ekki fyrir okkar litla líf hafa misst af þessu. Fiðluballið, gangaslagurinn, kennararnir (sem margir hverjir eru orðnir goðsagnapersónur) og busa- vígslan svo fátt eitt sé nefnt sitja fast í hugum okkar sem senn kveðjum skólann okkar og munu seint gleym- ast. Menntaskólinn í Reykjavík lengi lifi! Höfundar eru nemendur í MR. Bendikt og Helga og hefði hún sjálf- sagt breytt niðurstöðum þeirra. Málið snýst sem sagt ekki um að- ferðafræði, eins og Páll lætur skína í, heldur um rangfærslur á staðreynd- um. Undirritaður hefur til dæmis varpað fram þeirri hugmynd að leggja saman fyrri kvöldfréttatíma Sjónvarpsins kl. 19.00 og þann seinni kl. 22.00 og bera þær niðurstöður saman við samlagningaraðferð Áhorf Málið snýst ekki um að- ferðafræði, segir Þor- steinn Þorsteinsson, heldur um rangfærslur á staðreyndum. Stöðvar 2 þar sem lagt er saman áhorf á tvo fréttatíma. Páll sá ekki ástæðu til að nefna þann samanburð, enda honum mjög óhagstæður, eins og flest það sem kom fram í fyrr- nefndri könnun. Ég hef áður bent á, að Stöð 2 hafi haldið ýmsum rangfærslum á lofti í því skyni að styrkja stöðu sína gagn- vart auglýsendum. Von mín er enn sú að Stöð 2 sjái að sér í þessum efn- um, því trúverðugleiki er afar mikil- vægur þeim sem á fjölmiðlamarkaði starfa, einkum alvöru fréttastofum. Góðar stundir á lengra kvöldi. Höfundur er forstöðumaður mark- aðssviðs Ríkisútvarpsins. MIÐHÁLENDIÍSLANDS - ALGER BEITARFRIÐUN ísland er í dag skilgreint sem mesta eyðimerkurland Evrópu og þótt víðar væri leitað. Helsta ástæða þessarar óskemmtilegu nafngiftar er sú staðreynd, að miðhálendið, sem þekur um helming af flatarmáli landsins, er að mestu leyti gróður- snauðar auðnir. Mikið af hálendinu var gróið áður en land byggðist, en sá gróður hefur að mestu leyti horfið í aldanna rás, ekki síst af völdum búsetunnar. Og enn sígur á ógæfu- hliðina. Innan við tíundi hluti há- lendisins er nú þakinn gróðri, en hann á í vök að verjast, því hann er beittur, hann er víða mjög veikur og rýr og jarðvegur er að fjúka burt. Stór votlendissvæði hafa þó haldið velli, aðallega við jaðar auðnanna. Þessi lýsing er hvorki hugarfóstur né órökstudd staðhæfing eins og ýmsir vilja vera láta heldur bláköld staðreynd, sem ítarleg kortlagning og aðrar fjölþættar rannsóknir á út- breiðslu, eiginleikum og ástandi jarðvegs og gróðurs hér á landi sem staðið hafa yfir í nær hálfa öld, hafa leitt í ljós. Þessar rannsóknir og nið- urstöður þeirra hafa bæði fyrr og síðar verið kynntar á þann hátt að þær hafa ekki átt að fara fram hjá neinum sem láta sig málið skipta. Síðasta stórátakið var gerð rofkorta og skýrsla um ástand jarðvegs í landinu öllu sem kynnt var mjög ít- arlega fyrir um tveimur árum og sem höfundar hlutu Umhverfisverð- laun Norðurlandaráðs fyrir. En það hefur oft valdið mér undr- un að í þeirri miklu umræðu sem hér fer fram um náttúruvernd virðast menn sára afskiptalitlir um gróður- tötra hálendisins og þá staðreynd að þeir skuli enn vera nýttir sem beiti- lönd. Þegar sökkva á landi undir uppistöðulón, eða fóma verðmætu votlendi undir veg, svo dæmi séu nefnd, titrar þjóðarsálin og þjóðin rís upp og andmælir - oft með nokkrum árangri. Um hálendið og beitina er þó nánast þagað þunnu hljóði, rétt eins og tekist hafi að svæfa vitund manna um það vanda- mál, sem nær þó til þúsundfalt stærra landsvæðis en hvert einstakt virkjunarlón. Og eyðimörkin heldur áfram að stækka. Beitarfriðun miðhálendisins I ljósi þessara staðreynda, og þeirrar vitneskju sem menn hafa um skaðleg áhrif beitar á viðkvæman gróður lands sem er illa á sig komið, hefur margoft verið bent á nauðsyn þess að gefa miðhálendi landsins al- gera hvfld frá búfjárbeit eins lengi og þörf krefur, eftir að það hefur verið nýtt til sumarbeitar í nærfellt 1100 ár íslandsbyggðar. Slíkar ábendingar hafa hingað til ekki hlot- ið annan hljómgmnn en þann að þar hefur að mestu leyti verið tekið fyrir hrossabeit. Sauðfé hefur að vísu einnig fækkað á hálendinu síðustu áratugi, en það er einfaldlega vegna þess að fé hefur fækkað í landinu. Hér hefur ekki orðið nein stefnu- breyting varðandi hálendisbeitina eins og berlega hefur komið í Ijós að undanfórnu. Fyrir nokkmm vikum héldu Um- hverfisverndarsamtök íslands opinn málfund um hugsanlega beitarfriðun miðhálendisins. Þar kynntu vísinda- menn enn einu sinni þá þekkingu, sem fyrir liggur um hið bágborna ástand gróðurs og jarðvegs á há- lendinu, og þar lýsti formaður Landssamtaka sauðfjárbænda við- horfum sínum til hugmynda um beit- arfriðun hálendisins. Ég mætti á þennan fund í þeirri von að hin mikla og vaxandi umræða um umhverfis- mál sem hefur átt sér stað hér á landi, þau breyttu viðhorf og já- kvæðu viðbrögð sem æ oftar hafa fylgt í kjölfar þeirrar umfjöllunar, og Morgunblaðið/RAX Geitur á beit í kjarri við rætur Hafnarfjalls. þær víðtæku vísinda- legu upplýsingar sem fyrir liggja um gróður- farslegt ástand hálend- isins, væru einnig farin að skila sér í breyttu viðhorfi til beitar á eyðimörkum hálendis- ins. Sú von mín varð að engu á fundinum því að fulltrúi sauðfjárbænda og formaður Bænda- samtaka Islands lýstu því umbúðalaust yfir að þeir teldu slíka beitar- friðun órökstudda og óþarfa. „SauðQárbeit skaðar ekki gróður á hálendinu“ í kjölfar fundar umhverfisvemd- arsamtakanna hefur þessi mál nokk- uð borið á góma í fjölmiðlum, m.a. í ritstjómargrein Morgunblaðsins hinn 4. mars sl. Þar er ijallað um þá vanrækslu, sem landinu er sýnd, ekki síst hálendinu, og rætt um nauðsyn þess að „Alþingi og rflds- s A auðnum miðhálendis- ins dugir ekkert annað en alger beitarfriðun, segir Ingvi Þorsteins- son, í eins langan tíma og nauðsyn krefur. stjóm grípi tfl víðtækra aðgerða til að stöðva landeyðinguna. Fóstur- jörðin þolir ekki langa bið“. Þann 9. mars birtist svo grein eftir formann Landssamtaka sauðfjárbænda, Að- alstein Jónsson, í Morgunblaðinu, sem hann nefnir „Sauðfjárbeit skað- ar ekki gróður á hálendinu". Þar kveður við annan tón, eins og heiti greinarinnar bendir til, og öllum hugmyndum um beitarfriðun á há- lendinu er vísað á bug. Þessi skoðun greinarhöfundar byggist öðm frem- ur á því, að hann vefengir þær niður- stöður rannsókna sem fyrir liggja um ástand gróðurs og jarðvegs á há- lendinu, eða með hans eigin orðum: „sem að mínum dómi gefa ekki rétta mynd af ástandinu, en ég var, ásamt þeim, meðal fmmmælenda á ráð- stefnunni og tel brýnt að málin séu rædd af meiri þekkingu og sann- girni“. Og ennfremur: „Ég hafna lítt rökstuddum áformum um friðun há- lendisins fyrir sauðfjárbeit á meðan heiðargæsir, álftir og hreindýr nýta meirihluta þeirrar beitar á hálendinu sem þar er nýtt“. Mönnum er frjálst að hafa sínar skoðanir, en þær kröfur verður að gera, ekki síst til manna í áhrifastöðum, að þeir færi haldbær rök fyrir skoðunum sínum í málum sem varða framtíð þjóðar- innar jafn mikið og endurheimt gróðurs í landinu gerir. Það er líka hreint ótrúlegt að enn, í upphafi nýrrar aldar, skuli því vera haldið fram að niðurstöður um hörmulegt ástand gróðurs á hálend- inu séu „lítt rökstuddar", þegar vitað er að fáar þjóðir þekkja betur gróð- urfar lands síns en við. Það blasir raunar við öllum sem um hálendið fara að þar er ekki um að ræða það „ósnortna víðemi“ sem nú tíðkast mjög að nefna það. Þetta vanmat á rannsóknum sem þjóðin hefur varið miklu fé til á und- anfömum áratugum er auðvitað lít- ilsvirðing við þann stóra hóp vísinda- manna sem að þeim hefur unnið. Það er þó aukaatriði miðað við þá ábyrgð sem menn axla með því að síendur- taka þuluna um skort á rannsóknum og þekkingu og leggja þess í stað fram eigin skoðanir á ástandinu sem ganga þvert á staðreyndir. Framangreint heiti greinar for- manns Landssamtaka sauðfjár- bænda, „Sauðfjárbeit skaðar ekki gróður á hálendinu“ er dæmi um slíkt persónulegt mat, og þau em mörg fleiri. Hann staðhæfir m.a. að minnkandi beitarálag á hálendinu hafi valdið breytingum á gróðurfari þess. Betur að satt væri, en mér er ekki kunnugt um rannsóknir sem sanna það. Það em alkunn sannindi, að gróð- urfar batnar, þegar dregið er úr beit á ofbeittu gróðurlendi, og það hefur víða komið í ljós hér á landi eftir að fé tók að fækka. Minnkandi beitará- lag leiðir hins vegar ekki til bata í gróðurfari eða til betra ástands jarð- vegs á landi sem er jafn illa farið og miðhálendið. Slíkt land batnar ein- faldlega ekki við það eitt, að dregið sé úr beitarþunga, því jafnvel mjög lítil beit kemur í veg fyrir að auðnir grói upp, eða uppblástur stöðvist af sjálfum sér. Á auðnum miðhálendis- ins dugir því ekkert annað en alger beitarfriðun, í eins langan tíma og nauðsyn krefur, því þar verður end- urheimt gróðurs í meginatriðum að byggjast á sjálfgræðslu. Slík friðun og sá tiltölulega litli kostnaður, sem hún hefði óhjá- kvæmilega í för með sér, yrði gríðar- legt framlag til landgræðslu og end- urheimtar landgæða. Hún yrði í samræmi við þá yfirlýstu stefnu nýs búvörasamnings, milli ríkisvaldsins og bænda, að sauðfjárrækt verði í samræmi við umhverfisvemd, land- kosti og æskileg landnýtingarsjón- armið. Sú stefna er háleitt og tíma- bært markmið, í okkar gróðurhijáða landi, en áframhaldandi, óbreytt nýting miðhálendisins til beitar er hins vegar ekki í neinu samræmi við þá stefnu. Og það er útilokað að sauðfjárafurðir af slíku landi verði taldar vistvænar af nokkurri er- lendri þjóð. Hefjum nýtt árþúsund af stórhug og stígum skrefið til sjálfbærrar þró- unar í sauðfjárrækt og landnýtingu til fulls, því nú er lag. Það mun þjóð- in, ekki síst kynslóðir framtíðarinn- ar, kunna að meta, og það mun verða sauðfjárræktinni til framdráttar. Höfundur er náttúrufræðingur og vann að gróðurrannsóknum á vegum RALA um áratuga skeið. Ingvi Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.