Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Högg samtímans Berrassað skáld, handritahúðaður Fend- er og hræ af pilti og stúlku eru meðal þess sem getur að líta á sýningu Kjartans Olasonar í Asmundarsal við Freyjugötu. Orri Páll Ormarsson tók hús á listamanninum. ARNA blasir það við, um leið og komið er upp stig- ann, sjálft listaskáldið - kviknakið. Afhjúpunin algjör. Ekki svo að skilja að skáldinu sé brugðið. Það lætur ekki annarlegt ástandið hrófla við æðruleysinu. Jónas lætur ekki að sér hæða. „Þetta er auðvitað tilbúin mynd af Jónasi. Samtíðarmenn hans þekktu hann ekki af lýsingunni sem við sjáum í þessum prófíl,“ segir listamaðurinn á bak við verkið, Kjartan Ólason. Vett- vangurinn er Ásmundarsalur við Freyjugötu. Og vinur listamannsins, Isak Harðarson skáld, bætir um betur í forspjalli í sýningarskrá: „Nakinn er Jónas kannski sviptur virðuleik hefðarinnar en um leið koma sann- leiki hans og einlægni í ljós: hann er bara eins og ég og þú - og stendur fyrir sínu.“ Þar til hliðar fellur vel búinn maður af holdlegu atgervi fram á rafmagnsgítar, Fender. Hann er húðaður handritum, eins og fund- inn í jörðu, safngripur. Þetta eru h'fsteygjur en ekki dauðateygjur hins eilífa Fenders, segir Isak, sem óma af steindauðum veggjunum. Þar undir er mynd af Jónasi frá Hriflu, Ólafi Thors og fleiri mönn- um að bera bein Jónasar lista- skálds, eða ónefnds dansks bak- ara, eins og einhverjir héldu fram, í þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Kjartan setur verkið upp eins og um beina sjónvarpsútsendingu sé að ræða. Það var einmitt með hliðsjón af þessari mynd sem Kjartani þótti gráupplagt að hafa jafnframt á sýningunni tilbúna mynd af Jónasi þar sem „hann er eins og strfð- alinn nautgripur tilbúinn til átu“. Hræin vel búin til fótanna Listamaðurinn kveðst velta mik- ið fyrir sér þeirri örþunnu húð sem skilur á milli þess sem er hættulegt og þess sem er varan- legt. Vísar hann þar í hræ á miðju gólfi undir yfírskriftinni Piltur og stúlka II - vinsamlegast snertið ekki. „Ég tek ekki afstöðu til þess hvort hræin eigi eftir að rísa upp eða ekki. En eins og fólk getur séð eru þau vel búin til fótanna." Þetta er mynd Kjartans af menningu þjóðarinnar og um leið mynd hans sjálfs. „Ég hef fundið að þessi húð umlykur mig líka sem cinstakling. Ég finn ekki alltaf samsömun við samfélagið - finnst ég oft vera einn þegar ég geng örsnauður umlukinn pólarloftinu. Þá sækja á mig ýmsar hugsanir.“ - Er þetta hlutskipti mynd- listarmannsins ? „Það að vera myndlistarmaður er afskaplega erfitt hlutskipti. Reykjavík er einhver erfiðasta borg í Norður-Evrópu til að starfa að myndlist! Mér finnst ég oft vera gestur í ókunnri borg.“ - Hvers vegna? „Það er ekkert sem tekur við. Þú heldur þína sýningu. Það er engin sala á verkum og styrkir nánast engir heldur. Þetta er ein- hver óskilgreinanleg þráhyggja.“ - Starfsumhverfíð er óhagstætt. „Mjög. Þjóðfélagið sljórnast af poppi og stuði. Það er afskaplega lítið stuð í heimi myndlistarmanns- ins. Samt vil ég sækja inn í þennan kúltúr, með þeim aðferðum sem ég kann að beita. Myndlistin þarf ekki að vera einangruð og há- timbruð." Andlit í hálmi í Ásmundarsal getur einnig að líta verkið Sagnarandi. Tveir tvíkynjungar falla fram eins og þeir hafi orðið fýrir höggi. Kannski höggi samtímans? veltir Kjartan fyrir sér. Sama verki heyrir til andlit í hálmi sem Kjart- an segir að gæti verið hinn eilífi sagnarandi. Hann vakir og sefur eftir því sem menn vilja. „Ég get ímyndað mér að þetta sé Matthías Jochumsson. Veit það þó ekki fyrir víst. Hitt er þó víst að hann er á safni, falinn bak við gler.“ Loks er á sýningunni verkið Máttarstólpi. Þrískipt verk með einhverri kynlausri skepnu í miðið en storknandi hraun til annarrar hliðar og vísun í stuðlaberg Þjóð- leikhússins til hinnar. „Þetta er vísun í verk snillingsins Guðjóns Samúelssonar. Ég sé það fyrir mér sem erótískt tákn - er það ekki hreyfiaflið?" Svari nú hver fyrir sig! Sýning stendur til 23 apríl. Málþing umkristni á Islandi ALÞINGI, í samvinnu við Háskól- ann á Akureyri, efnir til málþings á morgun, laugardag, kl. 13, í tilefni af útgáfu ritverksins Kristni á Islandi. Málþingið fer fram í Oddfellowhús- inu við Sjafnarstíg á Akureyri. Kristni á Islandi er framlag Al- þingis til hátíðarhalda þeirra sem efnt er til í tilefni af því að 1000 ár eru liðin frá kristnitökunni. Verkinu er ætlað að varpa ljósi á sambúð kirkju og þjóðar á Islandi sem og kristna menningu íslendinga frá upphafi og til loka 20. aldar. Gunnar F. Guðmundsson sagn- fræðingur og Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur kynna Kristni á Is- landi í máli og myndum. Bragi Guð- mundsson dósent og sr. Dalla Þórð- ardóttir prófastur fjalla um verkið út frá sjónarhóli sagnfræðings og guð- fræðings. Þá verður flutt tónlist og trúarljóð frá ýmsum tímum. Avörp flytja Halldór Blöndal forseti AI- þingis og herra Karl Sigurbjörnsson biskup. Öllum er heimil þátttaka. --------------------- Vatnslita- myndir á Hót- el Skaftafelli LJÓSDÆGUR á íslandi heitir sýn- ing á vatnslitamyndum Kristínar Þorkelsdóttur sem opnuð verður á morgun, laugardag, kl. 14, á Hótel Skaftafelli. Þetta er 10. einkasýning Kristínar og sýnir hún nú um 60 myndir, flest- ar málaðar í skjóli jökla á Suðaustur- landi. Náttúruöílin eru kveikjan í verkum hennar og Suðausturlandið hefur verið leikvangur Kristínar síð- an sumarið 1985. Elsta verkið á sýn- ingunni er frá því sumri en yngstu verkin eru frá nýliðnum vordögum. Kristín hefur sýnt erlendis og hér heima, nú síðast í Hafnarborg í fýrra. Hún er ein af stofnendum Akvar- ell íslands hópsins og hefur tekið þátt í samsýningum hans. Sýningin í Hótel Skaftafelli er sölusýning og er opin alla daga. stendur til 12. júní. M-2000 Föstudagur 14. apríl. Háskólabíó. Kl. 20 Requiem eftir Verdi - Sin- fóníuhljómsveit Is- lands. Requiem Verdis er ein stórbrotn- asta sálu- messa sem samin hefur verið. Með hljómsveitinni koma fram einsöngvararnir Georg- ina Lukács, Ildiko Komlosi, Gianni Mongiardino , Edward Crafts og Kór íslensku óper- unnar. Stjórnandi er Rico Saccani. Kórstjóri: Garðar Cortes. Sálumessan verður einnig flutt í Háskólabíói, á morgun, 15. apríl klukkan 16:00. www.sinfonia.is. www.reykjavik2000.is. Skólatón- leikar í Salnum VORTÓNLEIKAR yngri nemenda Tónlistarskóla Kópavogs verða í Salnum á morgun, laugardag, kl. 11. M.a. koma fram suzuki-nemend- ur skólans í fiðluleik. Karlakór Selfoss Vortónleikar Karlakdrs Selfoss FYRSTU vortónleikar Karlakórs Selfoss verða í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands að kvöldi sunnudagsins 16. apríl nk., pálmasunnudag, og hefjast kl. 20.30. Blandað er saman eldri og yngri karlakórslögum og meðal annars verður frumflutt nýtt lag eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Þrír kórfélagar syngja einsöng með kórnum; Helgi Helgason syngur Sténka Rasin, Gunnar Þórðarson syngur Ökuljóð og Ólafur Björns- son syngur Nú andar suðrið. Fé- lagarnir, Jónas Lilliendahl og Sig- urður Karlsson, syngja dúett í laginu Kveðja heimanað. í tilefni af 35 ára afmælis kórsins var Berg- lind Einarsdóttir sópransöngkona fengin til að syngja einsöng með kórnum í þremur lögum. Söngda- gskráin verður flutt í Þorlák- skirkju sunnudaginn 30. apríl kl. 17 og mánudagskvöldið 1. maí syngur kórinn í Selfosskirkju kl. 20.30. Lokatónleikar Karlakór Selfoss verða svo að Flúðum laugardag- skvöldið 6. maí kl. 21. Undirleikari kórsins er Helena Káradóttir en kórstjórinn Ólafur Sigurjónsson, sem stjórnað hefur kórnum í 10 ár, er nú að láta af störfum. Burtfararpróf í gítarleik ÖGMUNDUR Þór Jó- hannesson, nemandi í gít- arleik við Tónlistarskóla Kópavogs, heldur burt- farartónleika í Salnum í Kópavogi, á morgun, laugardag, kl. 16. A efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Mauro Giuliani, Heitor Villa-Lobos, Astor Pi- azolla, Leo Brouwer og Isaac Albéniz. Kennari Ögmundar er Kristinn Halldór Árna- Ögmundur Þdr Jóhannesson son. Ögmundur hefur einnig sótt námskeið hjá Göran Söllscher og Manuel Barrueco og stundað nám í píanóleik hjá Kristni Gestssyni. Hann var valinn fulltrúi nemenda til að koma fram á opnunarhátíð Sal- arins í Tónlistarhúsi Kóp- vogs 1999. Hann útskrif- ast sem stúdent á tónlistarbraut við Menntaskólann í Kópa- vogi. Vika bókarinnar Föstudagur 14. apríl. Lesið á Austurlandi Iðunn og Kristín Steinsdætur lesa í grunnskóla Egilsstaða kl. 9.40 og grunnskóla Fellabæjar kl. 11.30. KHÍ Ráðstefna á vegum Hagþenkis kl. 14. Leitast verður við að varpa Ijósi á þau áhrif sem nýjar námskrár fyrir grunn- og framhaldsskóla, reynsla og viðhorf útgefenda, höfunda og kennara og þróun tölvu- og fjar- skiptatækninnar hafa á námsefni og verkefni námsefnahöfunda. Hallveigarstígnr 1 Bókaball kl. 19.30. Skemmtidag- skrá. Hljómsveitin Snillingar ásamt Berglindi Björk. Grand Hótel Bókaverslun á nýrri öld heitir morgunverðarfundur bóksala og bókaútgefenda, kl. 8.30. Bókasafn Kópavogs Birgir Svan Símonarson og Unnur Sólrún Bragadóttir lesa sögur og ljóð eftir sig kl. 16. Háskólabíó Kvikmyndin Aska Angelu frumsýnd en Æskuminningar Frank McCourt eru nýútkomnar í íslenskri þýðingu. Þjóðleikhúskjallarinn Óvæntir bólfélagar - Súrrealískur spjallþáttur. Kl. 22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.