Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRNIBJÖRGVIN
HALLDÓRSSON
+ Árni Björgvin
Halldórsson
hæstaréttarlögmað-
ur fæddist á Borgar-
firði eystra 17. októ-
ber 1922. Hann lést á
sjúrahúsinu í Nes-
kaupstað 31. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Egilsstaðakirkju 8.
apríl.
Samtíðin þýtur frá
okkur með ógnvænleg-
um hraða. Ekkert
stendur stöðugt. Dag-
urinn í dag er allt öðru vísi en gær-
dagurinn, morgundagurinn óráðin
gáta. Margar „dagsláttur" af minn-
ingargreinum í Morgunblaðinu í
hverri viku.
Sannarlega finnst mér veröldin
enn hafa skipt um svip - og til hins
verra - þegar vinur minn og vel-
gerðamaður, Árni Halldórsson lög-
maður, hefur kvatt hópinn fyrir fullt
og allt, - þegar ég get aldrei framar
búizt við hringingu „að austan".
Velgerðamaður? kann einhver að
segja. Hvað gerði hann þér svo sem
gott? Já, ég sagði velgerðamaður,
og sný ekki aftur með það. - Ég
fluttist til Reykjavíkur
í ársbyrjun 1957, og
hokraði síðan næstu
árin ásamt foreldrum
mínum í lítilli kjallara-
holu í Vesturbænum.
Þetta gekk svo sem
þolanlega, þangað til
að því kom að gera
skattskýrsluna fyrsta
veturinn í henni
Reykjavík. Þá kom dá-
lítið babb í bátinn, því
að þetta verk kunni ég
ekki, hafði aldrei borið
það við, og auk þess
hafði allt sem við kom
tölum og reikningi alla tíð verið mér
furðulega fjarlægt og utan brautar.
Ég gekk nú á fund Arna Halldórs-
sonar og tjáði honum vandræði mín,
en hann þekkti ég, og að góðu einu,
heiman frá Vopnafirði. Vorið 1948
hafði hann verið skamman tíma hjá
okkur í Fremri-Hlíð, með „Kaupfé-
lagstraktorinn". Þá var mörgum
þúfum í gamla túninu bylt og þær
gerðar að sléttum, véltækum velli.
Það voru skemmtilegir dagar.
Árni tók beiðni minni um gerð
skattskýrslunnar með þeirri ljúfu
greiðasemi, sem honum var eigin-
leg, og til þess nú að gera langa
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmæl-
is- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Greinun-
um er veitt viðtaka á ritstjórn
blaðsins í Kringlunni 1, Reykja-
vík, og á skrifstofu blaðsins í
Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.is).
Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðugrein
af hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling takmark-
ast við eina örk, A-4, miðað við
meðallínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitn-
anir í sálma eða Ijóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf-
+ undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru birt-
ar greinar um fólk sem er 70 ára
og eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir ásamt mynd í Dag-
bók um fólk sem er 50 ára eða
eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að hand-
rit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er
æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er mót-
taka svokallaðra ASCII-skráa
sem í daglegu tali eru nefndar
DOS-textaskrár. Þá eru rit-
vinnslukerfin Word og Wordper-
fect einnig auðveld í úrvinnslu.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir hádegi á
föstudag. í miðvikudags-, fimmtu-
dags-, föstudags- og laugar-
dagsblað þarf greinin að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dög-
um fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er út-
runninn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekld unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur þurft að
fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna
skilafrests.
Formáli minningargreina
Æskilegt er að minningargrein-
um fylgi á sérblaði upplýsingar
um hvar og hvenær sá, sem fjallað
er um, er fæddur, hvar og hvenær
dáinn, um foreldra hans, systkini,
maka og börn, skólagöngu og
störf og loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar upp-
lýsingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
S
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN ÓLAFSDÓTTIR,
Bræðraborgarstíg 37,
Reykjavík,
lést á heimili-sínu miðvikudaginn 12. apríl.
Haraldur Karlsson,
Karl Þórhalli Haraldsson,
Ólöf Haraldsdóttir, Pétur Ottósson,
Sigrún Ásta Haraldsdóttir, Þórður Adolfsson,
Hjálmar Haraldsson, Svanhvít Ástvaldsdóttir,
Jónas Haraldsson, Sigrún Sigurðardóttir,
Kristbjörn Haraldsson, Ásdís Ástvaldsdóttir,
Sigríður Haraldsdóttir, Magnús Bjarni Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
sögu mjög stutta, þá gerðist hann
upp frá þessu framteljandi minn og
fjármálalegur ráðunautur um langt
árabil. - Það var víst strax eftir gerð
fyrstu skattskýrslunnar, sem Arni
sagði við mig: „Það er annars bölvuð
skömm að því að þú sért að borga
mér þetta í peningum. Kanntu ekki
á ritvél?“ Jú, ég hélt nú það. „Og þú
getur lagt saman á rafmagnsreikni-
vél?“ - Ætli það hljóti ekki að vera,
svaraði ég. „Értu ekki til í að vinna
af þér þetta lítilræði, sem ég geri
fyrir ykkur, kemur það ekki skár út
fyrir þig?“ spurði Árni. Ég tók boð-
inu, og þegar ég hafði unnið þar
skamma hríð, sagði lögmaðurinn:
„Heyrðu, þú vinnur miklu meira en
sem svarar einu helv. framtali. Ég
verð að borga þér fyrir þetta.“ Jahá!
Þar með var ég farinn að vinna fyrir
kaupi á lögfræðistofu Árna Hall-
dórssonar!
Á þessum árum vann ég vakta-
vinnu, átti stundum frí fyrir hádegi,
en stundum síðdegis. Og þegar
framtalahrinan hófst hjá Árna Hall-
dórssyni eftir áramótin, fór ég til
hans nærri því á hverri einustu frí-
vakt minni, þær vikur sem vinnan
við skattframtölin stóð yfir, og
stöku sinnum utan þess tíma, ef eitt-
hvað lá fyrir sem bráðlá á að koma
frá, og vann þar þau fáu störf sem
ég var fær um. Þetta var ekki aðeins
bráðskemmtileg tilbreyting fyrir
mig, heldur þróaðist af samstarfi
okkar Árna vinátta, sem varð æ því
nánari sem lengra leið og entist „á
meðan báðir lifðu“, eins og sagt er á
fínu máli. Þó vorum við í rauninni
alls ekkert líkir, og ekki vorum við
sammála um alla hluti. Oðru nær.
Eitt var þó sem leiddi okkur saman,
öllu öðru fremur: íslenzk ljóðlist,
forn og ný. Árni Halldórsson, þessi
gallharði raunhyggjumaður og bók-
halds- og talnaspekingur, var blátt
áfram óþrjótandi hafsjór af ljóðum,
sögum og hvers kyns fróðleik, göml-
um og nýjum. Oft var vitnað í
Rammaslag eftir Stephan G., og
Árni hóf upp raust sína:
Grána karapar græði á,
gjálpir hampa skörum,
titra glampar til og frá,
tifur skvampa í fjörum.
Taktu eftir þessu, sagði Árni, „tif-
ur skvampa...", kvenkyns nafnorð í
fleirtölu! Tifa, prýðisgott orð yfir
smáöldu, litla báru. Ein tifa, margar
tifur í fjöruborðinu! Eða þá þetta,
hélt hann áfram, og ljóma brá á allt
andlitið:
Mastrið syngur sveigt í keng,
seglið kringum hljómar,
raddir þvinga úr stagi og streng
stormsins fmgurgómar.
Að hugsa sér, sagði Árni enn
fremur. Að þetta skuli vera eftir
sveitastrák úr Skagafirði, sem elur
svo mestallan aldur sinn inni á meg-
inlandi Ameríku. - Já, það var oft
farið með þessar hendingar, „raddir
þvinga úr stagi og streng / storms-
ins fingurgómar". Og svona gátum
við haldið áfram, lengi.
Síðasta skiptið sem Ámi Hall-
dórsson hringdi til mín, var einmitt
til þess að spyrjast fyrir um tiltekn-
ar hendingar eftir Stephan G. Hann
sagðist ekki muna í svipinn úr hvaða
kvæði þessar ódauðlegu línur væru:
Hálfsannleikur oftast er
óhrekjandi lygi.
Þegar leyst hafði verið úr því
máli, sagði Árni, - og ég heyrði al-
veg hvernig hann brosti í símann:
„Já, það hlaut að vera. Þú kannt
Andvökur." Það var þá helzt! Sá
maður sem ég vissi komast einna
næst því að kunna allt það mikla
verk, var Óskar heitinn Halldórs-
son, en að honum gengnum þykir
mér enginn líklegur til slíks afreks.
Og hreint ekki ég. En nú heyrði ég
greinilega, að vinur minn, Árni Hall-
dórsson, var sjúkur orðinn, og það
meira en lítið. Enn var hann þó
sjálfum sér líkur á flestan hátt.
Fróðleiksfýsnin, þekkingarleitin, og
meira að segja blessuð gamla
gamansemin, - enn var þetta á sín-
um stað, þrátt fyrir allt.
Þegar Árni Halldórsson varð
fimmtugur, var haldin veizla, ein af
þessum stóru, sem þau hjónin voru
alkunn fyrir. Því miður gat ég ekki
verið þar, en varð að láta nægja að
senda afmælisbarninu litla kveðju.
Mig minnir niðurlag hennai’ hafa
verið á þessa leið:
Fylgi þér dýrð
Dyrfjalla
og bjartra nátta
um Borgarfjörð.
Segjum hvor öðrum
sögu í tómi
og hirðum aldrei
þó haust nálgist.
Með þessu fátæklega vísukorni
vildi ég einnig mega kveðja vin
minn nú, þegar haustgöngu hans er
lokið og ekki þýðir lengur að vonast
eftir sögu eða ljóði frá honum.
Minningai- um samfundi okkar á ég
fjölmargar, og um þær væri hægt
að skrifa langt mál, sem ýmsum
kynni að þykja ekki óskemmtileg
lesning. Það mun nú ekki verða
gert. Hér verður, að leiðarlokum,
látið við það sitja að þakka löng og
góð kynni, um leið og aðstandendum
hans öllum eru sendar samúðar-
kveðjur.
Valgeir Sigurðsson.
STEINAR
VILHJÁLMUR
JÓHANNSSON
tilveru og tilvistar. Ég leit í bókina
Bítlar frá árinu 1994:
Ég sat á stórum steini i fjöllunum
Og horfði yfir dalinn mikla,
Dal skáldanna.
Ég reykti og lét hugann h'ða um
Ókomnatíma
+ Steinar Vilhjálm-
ur Jóhannsson
fæddist í Reykjavík
6. febrúar 1967.
Hann lést í Reykja-
vík 27. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Dóm-
kirkjunni 31. mars.
Þau voru þung skref-
in sem vinir og
aðstandendur Steinars
Vilhjálms stigu þegar
kvaddur var vinur í
hartnær tuttugu ár.
Leiðir okkar Steina
lágu fyrst saman í Hagaskóla og síð-
ar urðum við nánfr vinir í MR. Við
gáfum okkur fram ásamt fleirum til
starfa við útgáfu skólablaðsins einn
veturinn.
Margt var spáð og skrafað á þess-
um árum. Steini fór að skrifa ljóð og
annan texta á þessum árum. Fyrstu
Ijóð hans og greinar birust í skóla-
blaðinu 1985. Þegar maður les þessi
ljóð núna, fimmtán árum síðar, sér
maður hvað Steini er strax í MR
magnaður höfundur og hve leit hans
að æðri sannleika og vangaveltur um
eigin tilvist og mannfólksins er knýj-
andi og sterk. Ég fann gamlan texta
úr blaði sem við Steinar stóðum að
ásamt fleirum en á þessum árum
gekk hann undir dulnefninu Raniets
Konungur:
Fylgdin nálgast
Föl sviplaus.
Orðskrýddblómum
Berastmeðregninu.
Minnist horfinnar ástar.
Stendviðgarðdauðans.
Hún líður hjá einsog ský
áhimni.
Reyniaðgráta.
Slokknaður eldur skilur
eftirtóm.
Orðsegjaekkert.
Hreyfing sýnir ekkert.
Horfiátrénoglaufin
Þarsemþaufalla.
Síðar fór Steini til Egilsstaða, lauk
þar stúdentsprófi, hóf nám í Háskóla
Islands en gaf sig svo skáldagyðjunni
á vald og sendi frá sér ljóðabækurnar
Lýsingarháttur nútíðar 1988, Skrýt-
in blóm, ljótar myndir og önnur ljóð
1990, Bítlar 1994, Hljóð nóta 1995 og
Úranus 1996. Steini fór í langt ferða-
lag til Indlands og fleiri landa á þeim
slóðum. Steini hafði undirbúið sig vel
undir langt ferðalag. Mér er minnis-
stætt hvað Steina fannst magnað að
upplifa þessar slóðir en hann hafði
mikinn áhuga á trúarbrögðum, með-
al annars búddisma og austrænni
dulspeki. Hann var hafsjór af fróð-
leik um þessi efni, hafði lesið ógrynni
bóka og rita og gaman var að hlusta á
Steina lýsa mörgum hliðum dulspek-
innar, heimspekinnar og mannlegrar
INNRÖMMUNW
O
FÁKAFENI 11 -S: 553 1788
Þokan settist á trjátoppana og
Einsog úr loftinu kom fiðrildi gult
Að lit, fljúgandi og
Settist á handarbak mitt.
Rödd kallaði:
Sjáðu
Sjáðu.
Þettaboðargæfu.
Svo flaug fiðrildið burt.
Mér standa í fersku minni þau fjöl-
mörgu upplestrarkvöld og samkom-
ur sem við stóðum að á árunum
1988-92. Flestar samkomumar voru
haldnar á gamla Hressó og einnig á
fleiri kaffihúsum og galleríum víðs
vegar um borgina. Steini kom að
þeim með óbeinum hætti, þó hann
hefði yfirleitt ekki áhuga á því að lesa
upp sjálfur enda var hann yfirleitt til
hlés með eigin verk, sannur listamað-
ur og á vissan hátt einfari í listsköp-
un sinni og lífi.
GLÆSILEG FRAMTÍÐ AÐ BAKI
Skammdegi
Og myrkrið eignast liti
Húsin felast
ískuggumtrjánna
Sem teikna annarlegar myndir
Segja sögur á köldum veggjum
I útjaðri daglegrarhegðunar
Og atferlis skynjast mörk þess
Aðveraogfara
Löngun til að hverfa
Áeinangraðribraut
Hefja nýjan dag.
Innií stofú
Tómaugunstara
Gegnumauðanglugga
Ekkertbreytist
Bylgjur
Lengdir
Skilja.
(Lýsingarháttur nútíðar,
Steinar Vilhjálmur 1988.)
Mig langar að lokum að votta Sig-
ríði, móður Steinars, og öðrum ást-
vinum mína innilegustu samúð.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Ari Gísli Bragason.