Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Þjónustusvæði Tals hf. mun ná til 90% landsmanna í sumar
Uppbygging GSM-kerfís
fyrir 3,1 milljarð króna
Morgunblaöið/Golli
Þórólfur Árnason, forstjóri Tals hf., og Jóakim Reyn-
isson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, kynna stækkun á
GSM-þjónustusvæði Tals hf.
TAL hf. hefur Qárfest fyrir
tæplega 2,5 milljarða króna í
uppbyggingu GSM-þjónustu
sinnar frá upphafi en á þessu
ári nema fjárfestingamar
600 milljónum króna. Með
þessum fjórða áfanga í upp-
byggingu dreifikerfis Tals
hf. mun GSM-þjónustusvæði
Tals ná til 90% landsmanna,
að því er fram kom á blaða-
mannafundi í gær, og fjár-
festingin frá upphafi nemur
því 3,1 milljarði króna.
Viðskiptavinir Tals eru nú
um 40 þúsund og hefur fyrir-
tækið að markmiði að þeir
verði orðnir 50 þúsund í árs-
lok, að sögn Þórólfs Áma-
sonar forstjóra. I sumar
verða sendar fyrirtækisins
orðnir 52 um allt land. Þegar
hafa verið teknir í notkun
sendar á Sauðárkróki og í
Hrísey, prófanir stóðu yfir á
ísafirði í gær, sendir á
Húsavík verður kominn í
gagnið skömmu eftir páska og send-
ar á Egilsstöðum og Homafirði í maí.
Fjárfesting Tals hf. í uppbyggingu
GSM-dreifikerfisins á þessu ári nem-
ur 600 milljónum króna og felst í
kaupum á nýjum tækjabúnaði og tvö-
foldun á símstöð, þéttingu dreifikerf-
isins og almennri uppbyggingu úti á
landi og á SV-hominu, að því er fram
kom á fundinum. Þórólfur telur tvi-
mælalaust þörf fyrir tvö GSM-kerfi á
markaðnum, öryggisins vegna, en lét
ósagt hvort rúm væri fyrir fleiri.
Stef nt að hagnaði á þessu ári
Þórólfur Ámason og Jóakim
Reynisson, framkvæmdastjóri
tæknisviðs, lögðu áherslu á að Tal
fylgi ströngum gæðastöðlum hvað
varðar m.a. frávísanir, þ.e. þegar all-
ar rásir eru uppteknar. Hjá Tali hafa
frávísanir sjaldan farið yfir 1%, að
sögn Þórólfs, en miðað er við 2% í
flestum GSM-kerfum.
Tal hf. hefur starfað í tæp 2 ár og
em starfsmenn fyrirtækisins nú 125
talsins. Fram kom á fundinum að
fjölgun starfsmanna tækni- og upp-
lýsingasviðs standi fyrir dymrn.
Markaðshlutdeild fyrirtækisins er í
samræmi við markmið sem sett vom
í upphafi, og er nú um 25% í GSM-
þjónustu og liðlega 20% í farsíma-
kerfunum þegar NMT-kerfið er talið
með. Tal hf. hefur ekki birt
ársreikninga sína hingað til
og verður ekki breyting þar
á nú, að því er Þórólfur segir
í samtali við Morgunblaðið.
Hann gefur þó upp að stefnt
sé að því að skila hagnaði á
þessu starfsári. Jákvæð
framlegð var af rekstrinum
á síðasta ári en vegna upp-
byggingar skuldi fyrirtækið
þó nokkuð. Hlutafé Tals hf.
er 550 milljónir. Eigendur
Tals hf. em bandaríska
fjarskiptaíyrirtækið West-
em Wireless og tengd félög
með tæpa % hluta, Norður-
ljós eiga tæpan þriðjung og
aðrir 1,5%. Þórólfur segir
breytingar á eignarhaldi
ekki fyrirsjáanlegar og
ákvörðun um hvort eða hve-
nær hlutabréf verði seld á
almennum markaði hefur
ekki verið tekin.
Megináhersla á
þráðlaus fjarskipti
Þórólfur telur mikilvægt að auka
áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum
þekkingar- og hátæknifyrirtækjum.
Tal hf. á í nánu samstarfi við stærsta
eigandann í fyrirtækinu, Westem
Wireless, um hugbúnaðarþróun til
útflutnings. Tal hf. leggur að hans
sögn megináherslu á þráðlaus fjar-
skipti og næstu kynslóð farsíma.
Þórólfur telur ísland ákjósanlegt
svæði til prófunar á ýmiss konar
tæknilausnum, sökum góðrar þekk-
ingar íslendinga á Netinu og mikillar
útbreiðslu farsíma, en fram kom að
skráðir GSM- og NMT-farsímar hér
á landi eru um 175 þúsund talsins.
Nasdaq lækkar um
27% á einum mánuði
MESTI gróskutími í sögu Nasdaq-
hlutabréfamarkaðsins virðist hafa
runnið sitt skeið á enda og hnignun
tekið við. I fyrradag lækkaði vísitalan
um 7%, í kjölfar þess að fjárfestar
seldu hlutabréf í tæknifyrirtækjum.
Var það næstmesta lækkun á vísitöl-
unni í stigum talið frá upphafi og
sjötti versti dagurinn í sögu hennar.
Veruleg áhrif þennan dag höfðu mikl-
ar lækkanir á gengi hlutabréfa í
tæknifyrirtækjunum Hewlett-Pack-
ard, Intemational Business Machin-
es, Intel og Microsoft. Lækkunin hélt
áfram í gær, og nam 2,46%. Hefur vís-
italan lækkað um 27% frá 10. mars sl.,
á rúmum einum mánuði.
Eins og kunnugt er varð mesta
lækkunarhrinan á Nasdaq 4. apríl sl.,
þegar vísitalan hrapaði um 13,6%.
Hmnið reyndist meira en árið 1987,
þegar vísitalan lækkaði um 11,4% á
einum degi. Meginskýringuna má
telja dóm í máli bandarískra yfirvalda
gegn tölvurisanum Microsoft. Olli
hann miklum straumhvörfum á mark-
aðinum, gríðarleg óvissa skapaðist og
hlutabréf urðu skyndilega ekki eins
áhugaverður fjárfestingarkostur.
Einkum eru það verð bréfa í há-
tæknifyrirtækjum sem hafa lækkað
að undanfómu. Þrátt fyrir það hafa
ýmis önnur hlutabréf haldið sér í
verði. Til marks um það hefur Dow
Jones iðnaðarvísitalan hækkað um
12% frá 10. mars, og bréf í bönkum,
sem skráðir eru á Nasdaq, hafa verið
að gera það gott. Sagt er að gömlu ris-
amir á hlutabréfamarkaðinum séu að
vinna traust fjárfesta á ný, en hin svo-
nefndu nýaldar-fyrirtæki dala.
Sérfræðingar á bandaríska mark-
aðinum benda á að hlutabréfamark-
aður hafi verið óstöðugur frá áramót-
um. í nær helming þess tíma sem
liðinn er frá áramótum hefur Dow
Jones hlutabréfavísitalan færst upp
eða niður um 1% eða meira, sem eru
mun rneiri breytingar en verða á
venjulegum degi á vísitölunni. Þá er
ennfremur bent á að þrátt fyrir lækk-
animar nú hafi Nasdaq vísitalan
hækkað á síðastliðnu einu ári um 45%,
á móti um 8% hækkun Dow Jones.
Því er spáð að verð tæknifyrir-
tækja sé einungis að leiðréttast með
þeim sveiflum sem orðið hafa á mark-
aðinum. Muni það svo hafa þau áhrif
að erfiðara reynist fyrir netfyrirtækin
að afla fjármagns í hlutafjárútboðum
vestanhafs.
Hvort Nasdaq markaðurinn nær
aftur fyrra flugi mun ráðast af því
hvort fjárfestar eru tilbúnir til þess að
veðja aftur á gott gengi bréfa í tækni-
fyrirtækjum.
Tekjur íslandsslma hf. af sölu 9 milljónir króna í fyrra en markaðsvirði 7 milljarðar króna
Ahersla á vöxt fremur
en skammtímahagnað
EYÞÓR Amalds, framkvæmdastjóri
Íslandssíma, segir ólíklegt að íslan-
dssími skili hagnaði af rekstrinum á
þessu ári. „Við leggjum áherslu á
vöxt fyrirtækisins. Við viljum frekar
auka eigið fé og efla starfsemina,
heldur en að skera niður kostnað og
ná fram skammtímahagnaði," segir
Eyþór í samtali við Morgunblaðið.
Áðalfundur Íslandssíma var hald-
inn í fyrradag og var afkoma félags-
ins kynnt þar. Félagið var rekið með
90,6 milljóna króna tapi en tekjur af
sölu námu rúmum 9 milljónum. Gert
var ráð fyrir 119 milljóna króna tapi.
Eigið fé Íslandssíma nam um 422
milljónum króna í árslok 1999.
Hlutabréf Íslandssíma eru ekki
skráð á opinberan verðbréfamarkað
og ber fyrirtækinu því ekki að birta
ársreikning sinn opinberlega. Við-
skipti hafa hins vegar skapast með
bréf félagsins á svokölluðum gráum
markaði þar sem gengi bréfanna
hefur verið um 25. Hlutafé íslands-
síma er alls 400 milljónir króna, að
valréttarbréfum meðtöldum. Miðað
við það er markaðsverðmæti fyrir-
tækisins um 10 milljarðar.
Eyþór segir ljóst að væntingar til
félagsins séu stór hluti af þessu verð-
mati. „Þetta þrýstir á um stækkun
fyrirtækisins. Kannski telja fjárfest-
ar að við höfum skýra framtíðarsýn
og við gerum okkar besta til að
standa undir þessum væntingum.
Við höfum hingað til staðið við áætl-
anir okkar,“ segir Eyþór. Að hans
mati skapast ákveðin upplýsinga-
skylda þegar viðskipti mjmdast með
bréf félags á gráum markaði. Hann
segir stefnt að því að hefja skoðun á
skráningu hlutabréfa félagsins á
markað í árslok.
GSM-þjónusta nauðsynleg
til að standast samkeppni
Islandssími hefur í samstarfi við
Línu.Net staðið fyrir lagningu ljós-
leiðara á höfuðborgarsvæðinu og
býður nú símaþjónustu um það kerfi.
Fyrirtækið hefur einnig veitt net-
þjónustu og opnaði WAP-gátt í jan-
úar sl. í byrjun þessa mánaðar hóf
Íslandssími að bjóða áskrift að milli-
landasímtölum. Að sögn Eyþórs hef-
ur fyrirtækið náð markmiðum sínum
að öllu leyti, utan því að áætlað var
að bjóða millilandaþjónustu um síð-
ustu áramót en tafðist vegna tafa á
reglugerð, að sögn Eyþórs.
Islandssími bíður nú leyfis til
reksturs GSM-kerfis. Eyþór segir
nauðsynlegt að stækka fyrirtækið ef
það ætli að standast samkeppni. „Við
verðum því að geta boðið góða GSM-
þjónustu.“ Sérstakt dótturfélag hef-
ur verið stofnað um rekstur GSM-
kerfisins, sem áætlað er að hefjist á
þessu ári.
Eyþór segir stefnu fyrirtækisins
að halda mismunandi rekstri sjálf-
stæðum innan nokkurra eininga eins
og raun ber vitni. Íslandssími hefur
keypt 90% í Intís og á meirihluta í
íslandsneti. Íslandssími stofnaði
Hýsingu hf. í janúar ásamt EJS og
mun fyrirtækið hefja starfsemi í
sumar. Hlutverk þess er m.a. að reka
miðlæga gagnagrunna og vista gögn
fyrir fyrirtæki. Annað dótturfélag, c-
well.com, er óstofnað en starfsemi
þess verður á sviði hugbúnaðarþró-
unar, m.a. birtingar reikninga á Net-
inu. Hugbúnaður Islandssíma sem
notaður er á þjónustuvef félagsins
gæti orðið sjálfstæð vara fyrir önnur
fjarskiptafyrirtæki.
Innan móðurfélagsins íslands-
síma er fjarskiptakerfið rekið og
gerir það einkum samninga við fyrir-
tæki. Aðspurður segist Eyþór sjá
fram á mestan vöxt í GSM-kerfinu,
ljósleiðaratengingum og miðlægri
þjónustu á árinu.
Stefnt á stofnun fyrirtækis
erlendis á árinu
Að sögn Eyþórs hefur Íslandssími
verið í sambandi við erlend fjar-
skiptafyrirtæki í nokkrum löndum
og sér hann fram á tækifæri til að
opna fyrirtæki erlendis á þessu ári,
en getur ekki tilgreint það nánar.
Um verður að ræða sameiginlegt
eignarhald Íslandssíma og viðkom-
andi fyrirtækis. „Sú þekking sem
hefur myndast hér innanlands í mjög
framsæknu fjarskiptaumhverfi, get-
ur nýst erlendis. Vaxtartækifærin
eru til staðar og við verðum að nýta
þau, nýta hagkvæmni stærðarinnar
og vaxa hratt,“ segir Eyþór.
Aðspurður segir hann reksturinn
hafa gengið jafnt og þétt á fyrsta
fjórðungi ársins og í samræmi við
áætlanir. Eyþór vill ekki fara nánar
út í tölur. „Við erum ánægð með að
hafa náð samningum við 55 fyrir-
tæki. Við ætlum að efla söludeild og
auka veltuna. Markmið okkar fyrir
árið er að ná samningum við yfir 100
fyrirtæki." Hann á von á að 100 fyr-
irtækja markmiðið náist síðla sum-
ars. „Það er hins vegar mikill munur
á viðskiptavinum og við munum í sí-
vaxandi mæli einbeita okkur að
kröfuhörðum viðskiptavinum og
leggja áherslu á þjónustuna."
Islandssími gerir ráð fyrir 500 mil-
ljóna króna tekjum á yfirstandandi
ári en á síðasta ári veitti Íslandssími
fjarskiptaþjónustu í tvo mánuði og
sköpuðust níu milljóna króna tekjui'
af því. Eyþór segir að búist sé við
mun meiri tekjum á seinni hluta ár-
sins en þeim fyrri, þar sem eðli
reksturs fjarskiptafyrirtækis sé á
þann hátt. „Veltan er sívaxandi þar
sem tekjur safnast upp og leggjast
saman,“ segir Eyþór. Hann segir
ekki ákveðið hvort milliuppgjör
verði birt en ljóst að árs-
fjórðungsuppgjör verði ekki birt sér-
staklega.
: 15:
i m
Fardu fram úr
Síminn býðurfjölbreyttar heildarlausnir í
Internettengingum fyrir lítil sem stór fyrirtæki.
sjálfvm þér...