Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 37

Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 37 LISTIR Ég bera menn sá í Borgarnesi LEIKDEILD Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgamesi frumsýnir „óleikinn" Eg bera menn sá í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 í Félagsmið- stöðinni Óðali. Verkið er eftir þær Unni Guttormsdóttur og Önnu Kri- stínu Kristjánsdóttur í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar undir hand- leiðslu söngstjórans Svavars Sig- urðssonar, en tónlistina í leikritinu semur Arni Hjartarson. Þetta er ævintýragamanleikur með söngvum þar sem höfundar flétta saman ævintýraheimi með álf- um, huldufólki, tröllskessum, draug- um og venjulegu bændafólki í lítilli afskiptri sveit á fyrri tíð. Sagt er frá álfabyggð sem fer und- ir hraun í eldgosi og lítil álfastúlka verður viðskila við fólkið sitt. I leit sinni að ættmennum sínum kemur hún í aðra fjarlæga álfabyggð, hittir þar fyrir álfaprins en móðir hans íeggur á hana álög, hún hverfur til mannheima og gerist vinnukona á bóndabæ. Bóndinn ræður til sín sauðamann og fara þá hjólin að snúast, segir í fréttatilkynningu. Næstu sýningar eru mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. apríl kl. 21. Einnig verða nokkrar sýningar yfir hátíðarnar, m.a. laugardaginn 22. apríl og annan í páskum. Úr Ég bera menn sá sem frumsýnt verður í Borgarnesi í kvöld. Sagnfræð- ingar þinga í Skagafírði RÁÐSTEFNA Sagnfræðingafé- Iags íslands, Félags þjóðfræðinga, Félags sagnfræðinema og Félags þjóðfræðinema verður haldin í Skagafirði helgina 14.-16. apríl, í Fjölbrautaskóla Sauðárkróks. Á ráðstefnunni, sem ber yfirskriftina íslendingar á faraldsfæti, verða fyrirlestrar og dagskrá á milli ráð- stefnuþátta. Lögð verður áhersla á að ráðstefnugestir kynnist vel héraðinu, menningarstarfsemi þar og miðstöðvum sem halda uppi umræðum og rannsóknum á menn- ingararfinum, segir í fréttatilkynn- ingu. Heimildamyndagerð verða gerð sérstök skil, þeim heimildamynd- um sem tengjast ferðalögum og flutningi fólks í aldanna rás. Þá mun viðfangsefni ráðstefnunnar verða tengt menningarstarfsemi innan héraðs eins og Vesturfara- setrinu. Hólar verða heimsóttir, Vestur- farasetrið og Glaumbær. Auk þess munu ráðstefnugestir fá leiðsögn um héraðið og kynningu á helstu stofnunum þess eins og þróunar- sviði Byggðastofnunar á Sauðár- króki, Hitaveitu Skagafjarðar, Iðn- aðarmannafélaginu og fleirum. Lagt verður af stað frá Reykja- vík (Árnagarði) í dag, föstudag, kl. 16 og komið að Hólum kl. 21. Gengið verður til Hóladómkirkju kl. 21:30 og mun Gísli Gunnarsson sagnfræðingur setja ráðstefnuna með fyrirlestri sem hann nefnir Atvinna og allra handa fólk í Skagafirði í aldanna rás. Fundarstjórar eru Sigríður Sig- urðardóttir og Unnar Ingvason. Ráðstefnustjórar eru Sigríður Sig- urðardóttir, Unnar Ingvarsson, Jón Jónsson og Sigurður Gylfi Magnússon. ----------------- Tveir kórar í Háteigs- kirkju KVÖLDKÓRINN og Breiðfirð- ingakórinn halda sameiginlega tón- leika í Háteigskirkju sunnudaginn 16. aprfl kl. 17. Á efnisskránni eru valin Iög eftir fslenska og erlenda höfunda. í Kvöldkórnum syngja konur nokkur lög og einnig syngja ein- söng í þremur lögum þau Þórður Búason, Steinunn Sveinbjamar- dóttir og Jóna K. Bjarnadóttir. Kór- stjóri er Jóna K. Bjarnadóttir og undirleikari er Douglas A. Brotchie. í Breiðfirðingakórnum syngja þær Fríður Sigurðardóttir og Halla Jónasdóttir tvfsöng og einnig spilar Atli Antonsson á trompet. Kórstjóri er Kári Gestsson og undirleik ann- ast Guðríður Sigurðardóttir. Að lokum syngja kórarnir saman tvö lög. Bfluce WILLIS Michelle PFEÍFFEFL FRUMSYND I DAG SAeAHRfc EÍCÆCBCl^ Á4AÍI»iJto

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.