Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 76

Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 76
Drögum næst 25. apríl HAPPDRÆTTi Æ® HÁSKÓLA ÍSLANDS ™ vænlegast til vinnings MewiiM, -setur brag á sárhvem dag! MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Nýir kjarasamningar VMSÍ og LI Hæstiréttur fellir ákvörðun umhverfísráðherra í máli Stjörnugríss úr gildi við S A undirritaðir Samn- ingurinn gildir út árið 2003 SKRIFAÐ hefur verið undir nýja kjarasamninga Verkamannasam- bands íslands og Landssambands iðnverkafólks við Samtök atvinnu- lífsins og gilda þeir í tæp fjögur ár. Verkfalli aðildarfélaganna hef- ur því verið frestað til 4. maí, en í <—*- millitíðinni verða greidd atkvæði um samninginn í hverju félagi fyr- ir sig og fer talning atkvæða fram 29. apríl nk. Samkvæmt samningnum munu lægstu laun hækka um 34,5% á samningstímanum en samningur- inn gildir til ársloka 2003. Hann gerir ráð fyrir uppbyggingu nýrr- ar launatöflu í stað gamla kaup- taxtakerfísins, en markmiðið með því er að auka sveigjanleika og launaskrið sem geti skilað sér í formi tilfærslna milli launaflokka fgf og starfsaldursþrepa. Við undirskrift samningsins hækka laun um 3,9-8,9%, auk til- færslna í launaflokkum. Hinn 1. janúar 2001 hækka laun um 3-6,5% og sambærileg hækkun verður í byrjun ársins 2002. Loks hækka laun um 2,75-5,75% 1. jan- úar 2003. 140 milljónir í sérstakt starfsmenntaverkefni Þá er í samningnum gert ráð fyrir að 140 milljónir króna verði lagðar í sérstakt starfsmennta- verkefni og samningsaðilar voru sammála um að tekið yrði sérstakt tillit til meiri kostnaðar vegna starfsmenntunar á landsbyggðinni. I tengslum við gerð samning- anna hefur ríkisstjórn Islands gef- ið út yfírlýsingu, þar sem fram kemur að ríkisstjórnin muni „kanna möguleika á því að stuðla að auknum jöfnuði í lyfjakostnaði milli fólks á landsbyggðinni og á þeim svæðum þar sem samkeppni ríkir í lyfsölu". Settur verður á fót starfshópur með fulltrúum VMSÍ, sem á að gera tillögur að því hvernig komið verði til móts við þá sem hafa lág- ar tekjur og umtalsverðan kostnað vegna lyfjakaupa. Þá mun ríkisstjórnin leitast við að láta aðgerðir til lækkunar á lyfjakostnaði ríkissjóðs ekki koma harðar niður á fólki á landsbyggð- inni en á þeim svæðum þar sem samkeppni ríkir í lyfsölu. ■ Lægstu laun/38 800 krakkar á Andrés ÞAÐ ríkti sannkölluð hátiðar- stemmning á Akureyri í gærkvöld er Andrésar Andar-leikarnir í skiðaiþróttum, hinir 25. f röðinni, voru settir við hátfðlega athöfn. Alls eru um 790 keppendur á aldr- inum 7-12 ára skráðir til leiks. Setningarathöfnin hófst að venju með skrúðgöngu allra þátttakenda en að lokinni setningu þar fór fram glæsileg flugeldasýning. Ákvörðun ríkisskatt- stjóra byggð á ólög- mætum grundvelli UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í í dómnum var fallist á að sjálf- Ríkisskattstjóri synjaði hins vegar áliti sínu frá 7. apríl sl. að ákvörðun ríkisskattstjóra um að synja sjálf- stætt starfandi verkfræðingi um leiðréttingu á opinberum gjöldum gjaldaárin 1985 til 1992 hafi verið byggð á ólögmætum grundvelli. Hefur umboðsmaður beint þeim til- mælum til ríkisskattstjóra að málið verði tekið til endurskoðunar, óski verkfræðingurinn þess. Umboðsmaður telur brýnt að tekin verði upp almenn ákvæði í lög um tekjuskatt og eignarskatt um rétt skattaðila til endurupptöku við þær aðstæður þegar fyrri fram- kvæmd skattyfirvalda er hnekkt með úrskurði æðra stjórnvalds eða með dómi, í þessu samhengi dómi Hæstaréttar frá 19. desember 1996. stætt starfandi mönnum væri heim- ilt að draga frá rekstrartekjum sín- um framlag í lífeyrissjóð af eigin vinnu vegna þess hluta sem al- mennt greiðist af vinnuveitanda. Óskaði eftir leiðréttingu á opinberum gjöldum sinum Að gengnum dómi Hæstaréttar óskaði verkfræðingurinn eftir leið- réttingu á opinberum gjöldum sín- um gjaldaárin 1985 til 1992 þannig að atvinnurekandaframlag hans vegna eigin lífeyristryggingar á ár- unum 1984 til 1991 yrði fært sem rekstrarkostnaður í skattskilum hans viðkomandi ár og hreinar tekjur af atvinnurekstri á þeim ár- um yrðu lækkaðar til samræmis. erindi verkfræðingsins með vísan til þeirrar ákvörðunar embættisins að binda almennar leiðréttingar á skattskilum sjálfstætt starfandi manna í tilefni af dómi Hæstaréttar við lífeyrissjóðsframlög ársins 1992 og yngri ára. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í áliti sínu að skattaðilar hefðu öðlast lögvarinn rétt til endurupptöku mála sinna á grundvelli dómsins, enda hefði legið fyrir að gengnum dómnum að ákvarðanir skattyfirvalda í fjölda ágreinings- og kærumála vegna gjaldfærslu sjálfstætt starfandi manna á atvinnurekendaframlagi í lífeyrissjóð hefðu byggst á röngum grundvelli. för með sér umtalsverð áhrif á um- hverfí, náttúruauðlindir og samfé- lag, en ekki væri getið í 5. gr., yrðu háðar mati samkvæmt lögunum. I 5. grein og fylgiskjali með frumvarpi til laganna var tiltekinna mats- skyldra framkvæmda getið, en rekstur svínabúa eða þauleldi svína var ekki nefnt í því sambandi. I niðurstöðum Hæstaréttar segir að ákvæði 72. greinar stjórnarskrár- innar um friðhelgi eignarréttarins og þeirrar 75. um atvinnufrelsi verði ekki túlkuð öðruvísi en svo, að hin- um almenna löggjafa sé óheimilt að fela framkvæmdavaldshöfum óhefta ákvörðun um þessi efni. „Löggjöfin verður að mæla fyrir um megin- reglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerð- ingar, sem talin er nauðsynleg. A þetta einnig við um ráðstafanir til að laga íslenskan rétt að skuldbinding- um Islands samkvæmt EES-samningnum,“ segir í dómin- um. Þá segir að í 6. greininni komi engar efnisreglur fram eins og í 5. gr. laganna og fylgiskjali með þeim og sé heimildin ótakmörkuð af öðru en almennri markmiðslýsingu 1. gr. og háð mati ráðherra, sem hafi því í raun fullt ákvörðunarvald um það, hvort tiltekin framkvæmd, sem ekki fellur undir 5. gr., skuli sæta mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 6. gr., en slík ákvörðun getur haft í för með sér umtalsverða röskun á eignar- ráðum og atvinnufrelsi þess, er í hlut á. „Svo víðtækt og óheft fram- sal löggjafans á valdi sínu til fram- kvæmaavaldsins stríðir gegn fram- angreindum mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og er ólög- mætt,“ segir Hæstiréttur og felldi ákvörðun ráðherrans úr gildi og dæmdi ríkið til að greiða Stjörnu- grís 500.000 kr. í málskostnað. Hjörtur Torfason hæstaréttar- dómari skilaði sératkvæði og vildi að ákvörðun ráðherra fengi að standa. AKVÆÐI 6. gr. laga um mat á um- hverfisáhrifum þess efnis að um- hverfisráðherra geti ákveðið að framkvæmdir, aðrar en þær sem til- teknar eru í 5. gr. laganna, skuli sæta mati á umhverfisáhrifum stangast á við eignarréttar- og at- vinnufrelsisákvæði stjórnarskrár- innar þar sem í þeim felst of víðtækt framsal valds frá löggjafarvaldi til framkvæmdavalds. Þetta er niður- staða Hæstaréttar í máli sem höfðað var vegna ágreinings um hvort fram skyldi fara mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við svínabú Stjörnugríss í Melasveit. Hæstirétt- ur ógilti ákvörðun ráðherra um að slíkt mat skyldi fara fram. „Eg tók þessa ákvörðun um að fara fram á umhverfismat í fullu samræmi við gildandi lög um mat á umhverfisáhrifum frá 1993 og það kemur fram í dómi Hæstaréttar að ég hafi haft fullan rétt til að taka þá ákvörðun," sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. „En Hæstirétt- ur kemst að þeirri niðurstöðu að lagagreinin sem alþingi samþykkti 1993 og sem ég studdist við hafi ver- ið andstæð stjórnarskránni. Þannig að niðurstaðan er sú að ég hafi verið í fullum rétti við að nota lagagrein- ina en löggjöfin sjálf stenst ekki stjómarskrá." Málið snerist um það að fyrirtæk- ið Stjörnugrís keypti jörðina Mela í Leirár- og Melahreppi 3. maí 1999 og hóf þar, með samþykki sveitarfé- lagsins, undirbúning að byggingu og rekstri bús fyrir 8.000 grísi að með- altali. Umhverfisráðherra ákvað, í kjölfar bréfs frá nágrönnum og að tillögu skipulagsstjóra, að vegna umfangs starfseminnar bæri að meta umhverfisáhrif á grundvelli 6. gr. laga nr. 63/1993 um mat á um- hverfisáhrifum. í greininni segir að umhverfisráðherra sé heimilt, að fengnu áliti skipulagsstjóra, að ákveða að tiltekin framkvæmd eða framkvæmdir, sem kunni að hafa í Morgunblaðið/Kristj án Lög um umhverfismat andstæð stjórnarskrá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.