Morgunblaðið - 13.05.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 13.05.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frumvarp um varnar- samstarfíð orðið að lögum FRUMVARP utanríkisráðherra um framkvæmd tiltekinna þátta í vam- arsamstarfi íslands og Bandaríkj- anna varð að lögum á Alþingi í gær en 28 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu því atkvæði sitt í lokaaf- greiðslu á meðan 20 þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Aður hafði frávísunartillaga Sverris Hermannssonar, formanns Frjálslynda flokksins, verið felld og einnig breytingartillaga frá Guð- mundi Hallvarðssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Fól tillaga Guð- mundar í sér að tekin yrðu í lögin sambærileg ákvæði og eru í banda- ríska hluta sjóflutninga fyrir vamar- liðið í Keflavík, um að þeir séu á höndum fyrirtækis er siglir skipum undir íslenskum fána og með ís- lenskri áhöfn. Breytingartillaga Halldórs Ásgrimssonar utanríkis- ráðhema um frestun á ákvæðum framvarpsins um verktöku í eitt ár var hins vegar samþykkt. I atkvæðaskýringu um tillögu Halldórs sagði Sighvatur Björgvins- son, þingmaður Samfylkingar, að Samfylkingin myndi að sjálfsögðu styðja hana, þó að flokkurinn sæti hjá við afgreiðslu málsins að öðra leyti. Samfylkingin hefði jú flutt sambærilega tillögu við aðra um- ræðu málsins en henni hefði verið hafnað í utanríkismálanefnd og síðan felld í atkvæðagreiðslu í þinginu. Frumvarp um skattfríðindi forseta Islands Samþykkt að veita afbrigði o g taka málið á dagskrá ALÞINGI samþykkti í atkvæða- greiðslu í gær að veita afbrigði frá þingsköpum svo hægt verði að taka á dagskrá frumvarp um skattfríðindi forseta íslands. Vora 43 þingmenn því samþykkir, 3 vora á móti en 4 sátu hjá. Gert er ráð fyrir að mælt verði fyrir framvarpinu í dag en ekki er ljóst hvort þingmönnum vinnst tími til að afgreiða það sem lög fyrir þingslit, sem stefnt er að verði um miðjan dagídag. í atkvæðagreiðslunni í gær vora Svanfríður Jónasdóttir, Lúðvík Bergvinsson og Guðrún Ögmunds- dóttir, þingmenn Samfylkingar, á móti því að veita afbrigðin en þau Kristján L. Möller, Gísli S. Einars- son, Bryndís Hlöðversdóttir og Ein- ar Már Sigurðarson, þingmenn Sam- fylkingar, sátu hjá. Aðrir þingmenn Samfylkingar greiddu atkvæði með því að veita afbrigðin en Sighvatur Björgvinsson lagði samt áherslu á að svona ættu samskipti löggjafarþings við forseta lýðveldsins ekki að vera. Lýsti Svanfríður þeirri afstöðu sinni að breyta ætti þessum lögum af yfirveguðum hætti og með góðri samstöðu. Enga brýna nauðsyn bæri til að standa svona að málum og hún væri því á móti því að veita afbrigðin. gf ji ílíliiiiii ALÞINGS Knstinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, lýsti því yfir að framsóknarmenn myndu ekki standa í vegi fyrir því að þetta mál kæmist á dagskrá en að þeir legðu því liðsinni í trausti þess að málið fengi eðlilega umfjöllun í efnahags- og viðskiptanefnd. Ög- mundur Jónasson, þingflokksfor- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, gerði hins vegar at- hugasemd við að menn álitu það sjálfgefið að laun annama embættis- manna en forsetans myndu hækka ef framvarpið yrði að lögum. Það væri ekki Alþingis að ákveða laun forset- ans, þau mál væru á herðum kjara- nefndar. Undir orð Ögmundar tók Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra. Sigríður Anna Þórðardóttir, þing- Handhafar forseta- valds skattfrjálsir í fjarveru forseta HANDHAFAR forsetavalds, þ.e. forsætisráðherra, forseti Alþing- is og forseti Hæstaréttar, njóta jafnra launa og forseti Islands þegar þeir fara með forsetavald um stundarsakir vegna fjarvista forsetans. Skulu launin skiptast að jöfnu milli þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá ríkisskattstjóra og fjármálaráðu- neytinu era laun þau sem hand- hafar forsetavalds fá vegna for- setastarfans skattfrjáls á sama hátt og laun forseta. Ragnheiður Snorradóttir, lög- fræðingur í fjármálaráðuneytinu, segir að litið hafi verið svo á í framkvæmd, sennilega allt frá stofnun lýðveldisins, að handhaf- ar forsetavalds væra undanþegn- ir greiðslu tekjuskatts af þeim tekjum sem þeir fá sem hand- hafar forsetavalds. Þessar tekjur væra framtalsskyldar en ekki skattskyldar. Verði undanþága forseta frá skattskyldu hins veg- ar felld niður, eins og gerð er til- laga um í frumvarpi nokkurra þingmanna, falla skattfríðindi handhafa forsetavalds einnig niður. Bragi Gunnarsson, forstöðu- maður hjá ríkisskattstjóra, segir að þessi framkvæmdavenja byggist á reglugerð um tekju- og eignarskatt frá árinu 1963. Engin bein ákvæði eru um það í lögum að handhafar forseta- valds skuli njóta skattfríðinda en reglugerðin hefur verið túlkuð með þessum hætti á undanförn- um áratugum. Að sögn Braga hefur komið til umræðu að það sé kannski vafasöm framkvæmd að byggja þetta fyrirkomulag á gamalli reglugerð. „Astæðan er sú að það er búið að þrengja þær heimildir sem framkvæmdavald- ið hefur til þess að setja í reglu- gerð skattareglur sem kveða á um rýmri rétt en lögin kveða á um en lögin kveða eingöngu á um að forseti íslands sé undan- þeginn skattgreiðslu," sagði hann. Forseti íslands er bæði und- anþeginn greiðslu allra beinna sem óbeinna skatta s.s. virðis- aukaskatts og tolla. Samkvæmt upplýsingum Braga og Ragn- heiðar hafa handhafar forseta- valds hins vegar ekki notið und- anþágu frá greiðslu óbeinna skatta og gjalda. Hefur verið tal- ið að skattfrelsi þeima nái ein- göngu til launa vegna forseta- starfans, þótt það sé hvergi beinlínis tekið fram í lögum. flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði hér á ferðinni einfalt mál. Ríkur vilji væri fyrir því á Alþingi að breyta lögunum og þar að auki hefðu allir forsetaframbjóðendur, þ.á m. núverandi forseti, lýst því yfir fyrir fjóram áram að þeir væra hlynntir því að skattfríðindi forsetans yrðu afnumin. Hér væri því ekki óeðlilega að verki staðið og það væri rangt að með þessu væri eitthvað sérstaklega vegið að núverandi forseta eða for- setaembættinu. Frá keppni í ólympískum hnefaleikum. Deilt um ólymp- íska hnefaleika SKIPTAR skoðanir eru um það hvort lögleiða eigi ólympíska hnefaleika. Frumvarp þess efnis var til annarrar umræðu á Alþingi í gærkvöldi en atkvæði verða greidd um það í dag. Nokkrir þingmenn óskuðu eftir því að umræðunni yrði frestað til að flýta fyrir störfum þingsins, en við því var ekki orðið. I upphafi umræðunnar mælti Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki, fyrir nefndaráliti meiri hluta menntamálanefndar. Hann mælir með samþykkt frum- varpsins og segir í nefndaráliti hans að það sé einsdæmi að ólymp- ísk keppnisgrein sé bönnuð með löggjöf. Vitnaði Kristinn m.a. til rannsókna sem sýndu að aðeins 1 af hverjum 60.000 sem iðka áhuga- mannahnefaleika yrði fyrir meiðsl- um. Drífa Hjartardóttir og Gunnar Ráðherra ræðir við starfsfólk Leifsstöðvar HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að hann vonaðist til að geta átt fund með starfsfólki Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í næstu viku um þær breytingar sem í vændum eru á rekstri flugstöðvarinnar. Frum- varp ráðherrans um stofnun hluta- félags um rekstur Flugstöðvarinn- ar var rætt á Alþingi og lagði Halldór áherslu á það í umræðunni að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af starfsöryggi starfsfólks vegna breytinganna, útþensla væri að eiga sér stað í rekstrinum og hver einasti starfsmaður væri því afar dýrmætur. Jón Kristjánsson, Framsóknar- flokki, hafði gert grein fyrir nefnd- aráliti meiri hluta utanríkismála- nefndar, en nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt. Fyrsti minnihluti nefndarinnar lagði aftur á móti til að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar og sagði Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, að málið væri engan veginn nógu vel undirbúið. Margrét Frí- mannsdóttir, þingmaður Samfylk- ingar, gerði hins vegar grein fyrir því að Samfylking myndi sitja hjá við lokaafgreiðslu málsins. Halldór Ásgrímsson sagði í svari til Steingríms að hann gæti ekki útilokað að ákveðið yrði í framtíð- inni að selja hlutabréf í flugstöð- inni. Engin áform væra hins vegar uppi um að fara út í slíka sölu. Steingrímur hafði óskað eftir því að utanríkisráðherra lýsti því yfir að ekki yrði farið út í sölu hluta- bréfanna næstu 12-15 árin en Hall- dór sagði útilokað að hann gæti gefið slíka yfirlýsingu. Birgisson, þingmenn Sjálfstæðis- flokks, telja að það hljóti að vera á valdi hvers og eins hvaða íþrótt hann stundar. Gunnar vakti athygli þingheims á að ólympískir hnefa- leikar væru hvergi bannaðir í heiminum nema á íslandi og sagði bannið fela í sér forsjárhyggju. Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að ef það væri forsjárhyggja að banna ólympíska hnefaleika, þá væri forsjárhyggju þörf. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mælti fyrir nefnd- aráliti minnihluta menntamála- nefndar en hann er alfarið á móti lögleiðingu ólympískra hnefaleika. Sagðist Kolbrún sammála niður- stöðu átta af níu fulltrúum í heil- brigðis- og trygginganefnd Al- þingis, en hún veitti umsögn um frumvarpið. Kolbrún vitnaði í ræðu sinni m.a. í viðtal við tvo unga pilta í skóla- blaði Menntaskólans í Reykjavík sem ber yfirskriftina „Gaman að berja bestu vini sína“. Notaði hún viðtalið til að sýna fram á að meg- inhugmyndin á bak við hnefaleika væri skaðvænleg. Þuríður Back- man, þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs, sagði að viðhorf til þess að lemja annan mann réði miklu um afstöðu henn- ar til frumvarpsins. „Mér var bara kennt að maður lemur ekki annan mann. “ Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokks, rakti þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið og sýna fram á að hnefaleikar eru hættulegir. Ræddi hún einkum um hættuna á því að hljóta heilaskaða og vitnaði í ýmis erlend læknasam- tök. „Ég er ekki að taka afstöðu gegn lögleiðingu ólympískra hnefaleika af þvermóðsku,“ sagði Katrín. Hitt væri ljóst að væru rök- in með og á móti skoðuð léki eng- inn vafi á því hver niðurstaðan yrði. Frumvarp um mat á umhverfísáhrifum Nokkuð góð sátt í umhverfisnefnd ALÞINGI samþykkir að öllum lík- indum í dag nýja heildarlöggjöf um mat á umhverfisáhrifum, en frum- varp ráðherra um mat á umhverfis- áhrifum var rætt í gær. Nokkuð góð samstaða náðist um málið í um- hverfísnefnd en tekist var á um svokallað sólarlagsákvæði. Sam- kvæmt því era framkvæmdir sam- kvæmt leyfum, sem útgefin voru fyrir 1. maí 1994, ekki háðar lög- formlegu umhverfismati hefjist þær fyrir árslok 2002. Nefndin skilaði sameiginlegu nefndaráliti og mælti Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsókn- arflokks og formaður umhverfis- nefndar, fyrir. Leggur nefndin m.a. til að lögin verði endurskoðuð fyrir 1. janúar 2003. Ein helsta breytingin víkur hins vegar að 7. grein frumvarpsins og er hún til komin vegna dóms Hæstaréttar í máli Stjörnugríss hf. Þar dæmdi Hæstiréttur að heimild umhverfis- ráðherra í 6. grein núgildandi laga til að meta hvaða framkvæmdir skuli fara í umhverfismat væri of víðtækt framsal löggjafans á valdi sínu til framkvæmdarvaldsins, og var ákvörðun umhverfisráðherra í máli Stjörnugríss dæmd ógild. Heimild ráðherra er enn til stað- ar samkvæmt 7. grein framvarps að nýjum lögum og skoðaði nefndin hana því sérstaklega. í áliti hennar kemur fram að hún telji að ákveðin viðmið sem fram koma í 3. viðauka frumvarpsins takmarki mjög heim- ild ráðherra og setji henni skorður. Leggur nefndin því til að í stað þess að ráðherra taki um það ákvörðun að einstök framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum verði honum heimilt um að mæla svo fyr- ir í reglugerð og bæta framkvæmd- um við 2. viðauka, en í honum eru taldar upp framkvæmdir sem meta þarf sérstaklega. í umfjöllun umhverfisnefndar mun einkum hafa verið tekist á um bráðabirgðaákvæði I í frumvarpinu en þar er kveðið svo á um að fram- kvæmdir samkvæmt leyfum, er út- gefin voru fyrir 1. maí 1994, verði ekki háðar mati á umhverfisáhrif- um hefjist þær fyrir árslok 2002. Skrifa þær Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, Samfylkingu, Kolbrún Hall- dórsdóttir, Vinstrihreyfingunni - grænu íramboði, og Katrín Fjeld- sted, Sjálfstæðisflokki, undir álit umhverfisnefndar með fyrirvara m.a. með hliðsjón af þessu ákvæði. Hafa þær Þórunn og Kolbrún lagt fram breytingartillögur sem fela m.a. í sér að menn hafi einungis fimm mánuði frá gildistöku nýrra laga til að hefja framkvæmdirnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.