Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Njósnir undir
yfirskini frétta-
mennsku
Washington. Reuters, AP.
FULLTRÚI Alríkislögreglu Banda-
ríkjanna (FBI) fullyrti á fimmtudag
að njósnarar störfuðu á laun innan
veggja bandaríska utanríkisráðu-
neytisins undir því yfirskini að vera
erlendir fréttamenn. Þetta kom fram
í svörum Timothy Bereznay, deildar-
stjóra innan FBI, til utanríkismála-
nefndar fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings og hafa upplýsingarnar valdið
undrun innan bandaríska stjórnkerf-
isins sem undanfarið hefur orðið íyr-
ir álitshnekki vegna ítrekaðra brota
á öryggisreglum.
„Ef við værum inntir eftir því, þá
gæti FBI sagt til um það hvaða
fréttamenn það eru sem hafa aðgang
að ráðuneytinu og starfa sem óvin-
veittir njósnarar þannig að aðgengi
þeirra verði hamlað og fylgst verði
með heimsóknum þeirra," sagði Ber-
eznay í gær. Madeleine Albright ut-
anríkisráðherra hvatti þó til var-
fæmislegra vinnubragða ella væri
hætta á að menn færu offari.
Fulltrúar fjölmiðla hvaðanæva að
úr heiminum hafa aðgang að banda-
ríska utanríkisráðuneytinu og fylgj-
ast með fréttamannafundum þar
sem stefna Bandaríkjanna í alþjóða-
málum er skýrð og varin.
Bereznay sagði að það byði hætt-
unni heim að viðhalda þeirri hefð
innan ráðuneytisins að erlendir
fréttamenn þyrftu ekki að fara ferða
sinna án fylgdarmanna, en frétta-
menn hafa verið undanþegnir hinni
almennu reglu um fylgd gesta.
„Undanþágan gefur færi á óhindr-
uðu aðgengi fjölda erlendra njósnara
innan ráðuneytisins," sagði Ber-
eznay. Er hann var inntur eftir því
hvort einhverjir njósnarar væru þar
að störfum nú um stundir, svaraði
hann því játandi. Vildi hann þó ekki
tilgreina þau ríki eða þá fjölmiðla
sem hefðu njósnarana á sínum snær-
um og sagði jafnframt að þeir væru
ekki tengdir þeim brotum á öryggis-
reglum er upp hafa komið að undan-
förnu.
Fyrr á árinu bárust fréttir af því
að erindrekar bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins hefðu týnt fartölvu
sem innihélt mikilvægar upplýsingar
um útbreiðslu gereyðingarvopna og
varð það tilefni mikils reiðilestur ut-
anríkisráðherrans vegna slælegra
vinnubragða embættismanna ráðu-
neytisins. Þá er skammt síðan hler-
unartæki, rússneskrar gerðar,
fannst innan veggja ráðuneytisins og
fyrir um tveimur árum komst upp
um annað tilvik er óþekktur maður í
ullarfrakka gekk óáreittur inn í eina
skrifstofu ráðuneytisins meðan
starfsmenn voru á staðnum og gekk
því næst út með leynileg skjöl í fór-
um sínum.
FBI gaf út opinbera yfirlýsingu
eftir að Bereznay lét orð sín falla og í
henni sagði að stofnunin hefði nána
samvinnu við öryggisskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins, hvað öll öryggis-
mál varðar og að hún deildi upplýs-
ingum sínum með ráðuneytinu,
beðin eða óumbeðin.
Um þessar mundii’ hafa 467
fréttamenn og starfsmenn fjölmiðla
aðgang að ráðuneytinu og þar af eru
56 ráðnir af erlendum fjölmiðlum.
Gamalkunnar aðferðir
I svörum Bereznays til þingnefnd-
arinnar gerði hann greinarmun á að-
gerðum útsendara í gervi frétta-
manna og þeirra sem starfa undir
leynd. Njósnarar sem þættust vera
fréttamenn störfuðu fremur að ýtar-
legri upplýsingaöflun sem væri í eðli
sínu „góðkynja“ þar eð þeir hefðu
ekki friðhelgi stjórnarerindreka. Þá
reyndu þeir iðulega að afla stuðnings
fyrir málstað sinn og hafa áhrif á
bandaríska stefnumótendur. Beitt-
ari njósnaaðferðir væru hins vegar á
höndum útsendara er byggju við
friðhelgi.
„Það eru engin nýmæli að er-
lendar njósnastofnanir nýta frétta-
menn sem útsendara sína,“ sagði
Benjamin Gilman, formaður utanrík-
ismálanefndar fulltrúadeildarinnar.
„í kalda stríðinu notaði KGB ítrekað
störf fréttamanna til að hylma yfir
aðgerðir stofnunarinnar. Það er
hægt að ganga að því sem gefnu að
arftakar KGB í Rússlandi samtím-
ans nota sömu aðferðir." Gilman for-
dæmdi þær starfsaðferðir ráðuneyt-
isins að leyfa fréttamönnum
óhindraðan aðgang að skrifstofum
þess.
Á fréttamannafundi í ráðuneytinu
í gær kvað David Carpenter, deildar-
stjóri öryggismálaskrifstofu ráðu-
neytisins jafnvel fastar að orði er
hann sagðist helst vera fylgjandi því
að reka fréttamenn út úr öllum
byggingum ráðuneytisins, sem varð
tilefni til hlátraskalla fréttamanna. Á
fundinum sagði Albright að augljós-
lega væri ekki mikill vilji fyrir því að
hafa njósnara í geivi fréttamanna í
herberginu eða valsandi um bygg-
ingar ráðuneytisins. „Ef einhver
ykkar er slíkur, gerið svo vel að gefa
ykkur fram.“
Páfí í þorpi þar sem guðsmóðirin birtist
Lýsir börnin sem
sáu Maríu blessuð
Vajíkunimi, Lissabon, AP, AFP.
JOHANNES PALL páfi II kom í
gær til smábæjar í Portúgal þar sem
María mey birtist þremur börnum
árið 1917. Hann mun í dag syngja
messu í kirkju sem sögð er standa á
þeim stað þar sem mærin birtist og
við það tækifæri lýsa tvö barnanna
blessuð af hálfu kaþólsku kirkjunn-
ar. í kaþólskum sið á íslandi var það
kallað að vera sæll, beatus á latínu,
er maður hafði hlotið blessun af
þessu tagi. Blessun er gjarnan und-
anfari þess að fólk sé tekið í heilagra
manna tölu.
Systkinin Francisco og Jacinta
Marto voru tíu og níu ára er þau
urðu fyrir þeirri reynslu sem hér er
um ræðir. Þau létust bæði skömmu
síðar úr þeirri inflúensu sem hér á
landi hlaut nafnið Spænska veikin.
Þriðja bamið sem leit guðsmóðurina
er enn á lífi og getur af þeim sökum
ekki hlotið formlega blessun. Lucia
dos Santos er nú 93 ára gömul og er
nunna af reglu Carmelíta. Hún hitti
páfa í Fatima í morgun.
Þakkar meynni lífgjöf
Ástæða þess að páfi er í Fatima nú
er sú að það var á þessum degi, þ.e.
13. maí, sem María mey birtist börn-
unum. Á sama degi árið 1981 særðist
páfi í skotárás tyrknesks hryðju-
verkamanns, Ali Agca, á Péturstorg-
inu í Rómaborg. Páfi hefur ætið
þakkað „meynni frá Fatima" fyrir
það að hann lifði árásina af. Hann
hefur tvívegis áður heimsótt þorpið,
fyrst þegar nákvæmlega eitt ár var
liðið frá árásinni og aftur 13. maí árið
1991, þegar 10 ár voru liðin frá
árásinni.
Heimsóknin til Portúgals er þriðja
utanlandsferð páfa á þessu ári. Hann
þjáist af Parkinsons-veiki og má
meðal annars marka það af þvoglu-
mælgi og stöðugum handskjálfta.
Heilsubresturinn er sagður ekki
AP
Ekkert lát á elchmum
í Los Alamos
Moskvu, Los Alamos. AP, AFP.
ELDHAF sést hér gleypa gróður og
híbýli við Arkansas Avenue í bænum
Los Alamos. Miklir skógareldar geis-
uðu enn í Nýju-Mexíkó í gær og hægt
virtist ganga að ráða niðurlögum
eldsins. Ríkisstjóm Bandaríkjanna
hefur nú, að sögn ínterfax-fréttastof-
unnar, farið þess á leit við rússneskt
ráðuneyti sem fer með neyðartilfelli í
landinu að lánaðar verði tvær flug-
vélar, sem sérhannaðar hafa verið til
að ráða niðurlögum eldsvoða.
Vélarnar eru af gerðinni Ilyushin-
76 og getur hvor þeirra borið 42 tonn
vatns innanborðs. Rússneska innan-
ríkisráðuneytið kvað vélamar báðar
tilbúnar að halda til Bandaríkjanna
um leið og þarlend yfirvöld kölluðu
eftir þeim.
Um þúsund slökkviliðsmenn
börðust í gær við að ráða niðurlög-
um eldsins sem þegar hefur eyði-
lagt 8.000 hektara skóglendis og
neytt 20.000 manns til að flýja
bæina Los Alamos, White Rock og
Espanola í Nýju-Mexíkó. Þá hóf
ríkisstjórn Bandaríkjanna rann-
sókn á því hvernig eldur, sem
kveiktur var til að brenna runna-
gróður á afmörkuðu svæði á
fimmtudeginum í síðustu viku, hefði
getað þróast yfir í skógareld af
þessari stærðargráðu.
Töluverður vindhraði var í ná-
grenni Los Alamos í gær og breiddist
eldurinn hratt hús úr húsi og áætluðu
yfirvöld að um 260 heimili í norður-
og vesturhluta bæjarins hefðu
brannið til granna á fimmtudag.
Bardagar milli Eþíópíu og Erítreu hafnir að nýju
Stefna hjálpar-
starfí í voða
Asmara, Addis Ababa. Reuters, AFP.
HERIR nágrannaríkjanna Eþíópíu
og Erítreu hófu í gær aftur bardaga
á tveimur vígstöðvum við Badme-
svæðið sem liggur á landamæram
ríkjanna. Ríkisstjórn Eþíópíu sagði
síðdegis í gær að her landsins hefði
unnið sigra á andstæðingnum, að
mannfall hefði verið mikið í röðum
Erítreumanna og að liði þeirra hefði
veri stökkt á fiótta. Fyrr í vikunni
höfðu samningaumleitanir Einingar-
samtaka Afríkuríkja (OAU) og Sam-
Reuters
Systir Lucia dos Santos var ein
þriggja barna sem sáu Maríu
guðsmóður sveima uppi yfir tré
í þorpinu Fatima í Portúgal.
hafa komið niður á andlegri hæfni
páfa en hann er les ræður sínar yfir-
leitt beint af blaði nú orðið, andstætt
því sem áður var.
Páfi hefur alls heimsótt 92 ríki á
þeim 22 árum sem hann hefur gegnt
embætti. Hann hefur enn ekki getað
farið til Rússlands, Kína eða Víet-
nam þrátt fyrir að Vatíkanið hafi
reynt að fá leyfi fyi’ir páfaheimsókn
til þessara landa.
einuðu þjóðanna farið út um þúfur og
í gær kenndu talsmenn beggja ríkja
fjandmönnum sínum um að hefja
átökin að nýju eftir nokkun-a mán-
aða hlé á bardögum. Bardagarnir
gera það að verkum að mikil hætta
er á að umfangsmiklu hjálparstarfi
vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu
verði stefnt í voða.
„Hersveitir Eþíópíu hófu mestu
sókn undanfarinna tíu mánaða í
gærkvöldi og létu til skarar skríða á
vesturlandamærunum," sagði Yem-
ane Gebrab, talsmaður Erítreu-
stjórnar í gær. Fulltrúar Eþíópíu-
stjórnar sögðu að miklir bardagar
geisuðu á tveimur af þremur víg-
stöðvum ríkjanna - nærri Badme-
svæðinu og í grennd við borgina
Zalambessa í miðju svæðisins. Ekki
er ljóst hver hóf átökin að þessu
sinni en linnulitlar skærur ríkjanna
hófust fyrir réttum tveimur áram er
Erítrea réðst inn á svæðið sem bæði
ríkin gera tilkall til. Þúsundir her-
manna hafa fallið í átökunum þar
sem tekist er á um lítið annað en urð
oggrjót.
Sendinefnd á vegum SÞ fór á milli
Addis Ababa og Asmara, höfuðborga
ríkjanna, fyrr í vikunni og reyndi að
finna grandvöll fyrir varanlegum
friði en létu þegar í ljósi áhyggjur
sínar um að út kynnu að brjótast
skærur. „Ágjeiningur beggja aðila
er til staðar en hann er þó smávægi-
legur og getur verið leystur með
samningaviðræðum," sagði Richard
Holbrooke, sendiherra Bandaríkj-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Að
öðram kosti hefst innantómt stríð
þar sem tugþúsundir munu farast og
draga hundruð þúsunda manna til
dauða vegna hungursneyðar þar eð
fjármunum verður varið til stríðs-
rekstursins." Embættismenn hafa
látið að því liggja að öryggisráð SÞ
muni fordæma harðlega frekari átök
ríkjanna og kunni að íhuga efna-
hagsþvinganir.
Líf milljóna í hættu
Talsmaður Erítreustjórnar sagði í
samtali við AFP að þarlend stjórn-
völd hefðu sýnt mikið áræði og hald-
ið aftur af herjum sínum hingað til
og sagði að bardagarnir nú græfu
undan samningviðræðum i-íkjanna.
Eþíópíumenn hefðu sýnt fram á að
þeir kærðu sig ekki um frið. Sagði
hann jafnframt að fulltrúum SÞ
hefði verið kunnugt um að bardagar
kynnu að hefjast í vikunni og sakaði
hann alþjóðasamfélagið um að þegja
þunnu hljóði yfir ástandinu.
Miklu- þurrkar hafa hrjáð bæði
ríkin - sérstaklega Eþíópíu - og hafa
hjálparsamtök sagt að líf milljóna
manna sé í hættu vegna yfirvofandi
hungursneyðar. Hafa stofnanir SÞ
og önnur mannúðarsamtök hafið
miklar hjálparaðgerðir á þeim svæð-
um í suðurhluta Eþíópíu er verst
hafa orðið úti vegna þurrkanna. For-
sætisráðherra landsins, Meles Zen-
awi, hefur hins vegar teflt starfinu í
tvísýnu þar sem hann bannaði hjálp-
arsamtökum að flytja mat til lands-
ins sem hefði farið um aðalhafnar-
borg Erítreu. Hefur hann krafist
þess að samtökin noti hafnaraðstöðu
í Djibouti.
Michael Curtis, talsmaður Þróun-
ar- og mannúðarstofnunar Evrópu-
sambandsins, sagði í gær að bardag-
arnir gætu komið í veg fyrir getu
sambandsins til að koma hjálpar-
gögnum til landsins með skjótum
hætti.
Kosningar munu fara fram í
Eþíópíu nk. sunnudag en stríð ríkj-
anna er þó ekki talið vera stærsta
kosningamálið þar sem almenningur
er afar fylgjandi stríðsrekstrinum.