Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ZÓPHÓNÍAS
STEFÁNSSON
+ Zóphónías Stef-
ánsson, bóndi á
Mýrum í Skriðdal,
fæddist á Víðilæk í
Skriðdal 28. nóvem-
ber 1905, en flutti
barn að aldri ásamt
foreldrum sínum í
Mýrar og átti þar
heima æ síðan. Hann
lést 4. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Stefán Þórar-
insson, bóndi á Mýr-
um, f. 6. september
1871, d. 17. janúar
1951, og miðkona
hans, Jónína Salný Einarsdóttir, f.
4. maí 1877, d. 14. september
1917. Zóphónías var fjórði í röð
tíu alsystkina en síðar bættust
fimm hálfsystkini í hópinn.
Árið 1940 kvæntist Zóphómas
eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingi-
björgu Einarsdóttur frá Geitdal, f.
27. október 1913. Þau eignuðust
átta böm og létust þrjú þeirra
óskírð. Hin eru: 1) Einar Amþór,
f. 24. apríl 1941, d. 24. febrúar
1942. 2) Ásrún Amali'a, f. 27. ágúst
1945, búsett í Reykjavík. Gift Sæ-
vari Þór Sigurgeirs-
syni en þau slitu
samvistir. Sonur
þeirra er Arnar Þór,
f. 16. nóvember
1971, sambýliskona
Andrea Ingimundar-
dóttir. Sonur þeirra
er Arnar Freyr, f.
14. mars 1996. 3)
Einar Araþór, f. 30.
september 1946,
bóndi á Mýmm. 4)
Jónína Stefanína, f.
28. febrúar 1949,
bóndi á Mýmm, gift
Jóni Júlíussyni.
Þeirra börn: Ingibjörg, f. 19. sept-
ember 1977, Einar Hróbjartur, f.
16. ágúst 1980, og Zóphónías, f.
16. júní 1984. 5) Olöf, f. 29. apríl
1951, búsett á Egilsstöðum, gift
Sveini Heijólfssyni. Þeirra böm:
Zóphónías Ingi, f. 18. apríl 1974,
d. 3. september 1978, Margrét
Ólöf, f. 3. desember 1975, og
Soffía Björg, f. 19. júnf 1979.
Utför Zóphónfasar fer fram frá
Þingmúlakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verð-
ur í heimagrafreit.
Hæstur drottinn himnum á
heyr þá bæn og virtu
lofaðu mér að leggja frá
landi í sólarbirtu.
(Ók. höf.)
Dagurinn 4. maí rann upp bjartur
og fagur á Héraði, en þann dag and-
aðist faðir okkar, Zóphonías Stef-
ánsson frá Mýrum í Skriðdal, á
Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 94 ára
að aldri. Þessi dagur var afmælis-
- > dagur móður hans sem hann elskaði
og dáði. Hann syrgði hana mjög því
hann var aðeins 12 ára að aldri þeg-
ar hún lést.
Það var sól í heiði, suðvestan
hnjúkaþeyr, fuglamir sungu og
Fljótsdalshérað skartaði sínu feg-
ursta. Sumarið var komið og gaf
fögur fyrirheit um bjarta tíð með
blóm í haga. Ekki var Skriðdalurinn
undanskilinn dýrðinni þennan fagra
maídag. Austurfjöllin böðuðu sig í
sólskini og Þingmúlinn breiddi út
faðminn móti sólinni.
Það var engu líkara en að pabbi
hefði ákveðið að kveðja þennan
heim við birtu og ljós vorsins. Var
það táknrænt fyrir hugarfar hans
og hjartalag. Ávallt stóð hann fast á
sinni skoðun og lét hana í ijós af
hreinskilni.
Hvert sem hann fór og hvar sem
hann kom fylgdi honum glaðværð
og hlýja. Hann var hrókur alls fagn-
aðar, jafnt á mannamótum sem
gestgjafi fárra.
Hann hafði yndi af lestri góðra
bóka og voru Islendingasögumar í
miklu uppáhaldi hjá honum. Einnig
hafði hann lesið mikið um land og
þjóð og þekkti því hvern fjörð og
dal þessa lands.
Hann naut samvistanna við móð-
ur okkar, sem hann mátti aldrei af
sjá, böm sín, að ógleymdum bama-
bömunum, sem elskuðu hann og
dáðu á alla lund. Þeim var hann
óþreytandi að sinna og gat talað við
þau, lesið og sungið tímunum sam-
an. Það er ómetanlegt okkur böm-
unum og bamabömunum, að móður
okkar ógleymdri, sem nú saknar
hans sárt, að hafa fengið að njóta
nærvem hans svona lengi.
Við börnin viljum nota tækifærið
og þakka læknum, hjúkmnarfólki
og öðm starfsfólki sjúkrahússins á
Egilsstöðum góða aðhlynningu. Guð
blessi ykkur ðlL
Móður okkar vottum við okkar
dýpstu samúð.
Áð lokum viljum við þakka föður
okkar af alhug ógleymanlega sam-
fylgd og felum honum guði á vald.
Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir
allt.
Nú er ég aldinn að árum
um sig meinin grafa
senn er sólarlag.
Svíður í gömlum sárum
samt er gaman að hafa
lifað svo langan dag.
Er syrtir að nótt til sængur er mál að
ganga
sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga.
Þá vildi ég móðir mín að mildin þín
svæfði mig svefninum langa.
(Öm Amarson.)
Börain.
Zóphónías á Mýrum var kominn
á sjötugsaldur þegar ég kynntist
honum. Ég sá hann í fyrsta skipti á
flugvellinum á Egilsstöðum en er-
indi hans þangað í það sinn var að
sækja okkur Olöfu, dóttur sína, en
við vorum þá farin að búa saman.
Hann tók þessu aðskotadýri í fjöl-
skylduna af stakri alúð rétt eins og
um væri að ræða kunningja sem
hann hefði þekkt lengi. Þetta við-
mót var honum eðlilegt. Hann kom
i
7:
>
Elskulegur sonur, bróðir, mágur, faðir,
tengdafaðir og afi,
BJARTMAR HRAFN SIGURÐSSON,
lést miðvikudaginn 3. maí sl.
Útförin fór fram í kyrrþey frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 10. maí sl. og jarðsett var í Gufu-
neskirkjugarði.
Guðrún Magnúsdóttir,
Ragnar Bragason,
Magnús Jón Bragason,
Ómar Geir Bragason,
ívar Páll Bjartmarsson,
Bragi Jónsson,
Kristín Ólafsdóttir,
Hildur Mary Thorarensen,
Jónína V. Sigmundsdóttir,
Sigrún Lilja Einarsdóttir,
Ágúst Freyr Bjartmarsson, Kristín Svavarsdóttir,
Guðrún Rut Bjartmarsdóttir,
Sigurður Gýmir Bjartmarsson
og barnabörn.
ætíð til dyranna eins og hann var
klæddur, gersamlega fumlaus og
hálfvelgja þekktist ekki í fari hans.
Zóphónías ólst upp á Mýrum í
fjölmennum systkinahópi. Hann fór
ungur að vinna búinu og dvaldist
aldrei langdvölum frá heimilinu ef
undan er skilin skólavist að Laug-
um í Reykjadal, kennsla í tvo vetur
á Fáskrúðsfirði og tvær vertíðir í
Vestmannaeyjum. Svo fór að hann
tók við búinu af föður sínum „því
bræður mínir voru allir farnir að
heiman" eins og hann orðaði það.
Systkini hans og fleira skyldfólk
kom oft á bemskustöðvarnar og
voru gestakomur því tíðar á Mýr-
um. Þá kom til kasta konu hans og
tengdamóður, Ingibjargar og Am-
alíu, því Zóphónías var af gamla
skólanum að því leyti að hann
fékkst hvorki við bakstur né mat-
seld.
Þótt Zóphónías væri bóndi betri
en í meðallagi duldist ekki þeim
sem til þekktu að búskapur var hon-
um ekkert sérstakt áhugamál held-
ur fyrst og fremst aðferð til að sjá
sér og sínum farborða. Samhliða
búskap vann hann fjölmörg störf í
þágu Skriðdalshrepps og nágranna-
byggða. Hann var þeirrar gerðar að
víkjast vel við ef til hans var leitað
og störf í þágu samfélagsins vann
hann af þeirri skyldurækni og sam-
viskusemi sem honum var í blóð
borin.
Segja má að hvenær sem tóm
gafst til hafi Zóphónías tekið sér
bók í hönd. Hann var mesti lestrar-
hestur og framan af ævi mun hann
hafa lesið bækur af ýmsum toga. í
seinni tíð las hann næstum ein-
göngu fombókmenntir og las kapp-
samlega. Svo var hann handgenginn
orðinn þessum fræðum að orðréttar
tilvitnanir lágu honum á tungu og
hann virtist kunna skil á sérhveij-
um atburði og hverri persónu. Yfir-
borðsþekkingu lét hann sér ekki
nægja heldur braut fræðin til
mergjar og velti m.a. mjög fyrir sér
uppruna og ritunartíma Islendinga-
sagna. í þessum efnum hafði hann
ákveðnar hugmyndir sem hann setti
fram í blaðagreinum. Það háði hon-
um nokkuð að hann hafði engan til
að tala við um þetta áhugamál sitt
a.m.k. ekki að staðaldri. Vafalaust
hefði nám og síðan störf á þessu
sviði hentað Zóphóníasi betur en
flest annað og er gott til þess að
vita að fornar sögur og kvæði veittu
honum marga ánægjustund þótt
ævistarfið yrði annað.
Rúmlega sjötugur hætti Zóphón-
ías búskap en sonur hans, dóttir og
tengdasonur tóku við. Eitthvað tók
hann til hendinni heima við fyrstu
árin þar á eftir en skipti sér ekki af
ákvörðunum varðandi búrekstur og
mun fátítt að aldnir bændur eigi svo
auðvelt með að draga sig í hlé. Hon-
um gafst nú gott tóm til að sinna
hugðarefnum sínum og mánaðar-
dvöl þeirra hjóna í Hveragerði var
árviss viðburður um hríð. Annars
var Zóphónías heimakær og heilsu-
hraustur var hann lengst af enda
náði hann háum aldri og átti gott
ævikvöld. Síðustu árin naut hann
aðhlynningar sinnar góðu konu
heima á Mýrum og má segja að
heima hafi hann setið meðan sætt
var. Hann hafði til að bera þá sálar-
ró og kyrrð hugans sem í aldurdómi
gerði honum kleift að taka þverr-
andi kröftum af æðruleysi og með
jafnaðargeði. Á lífsleiðinni fékk
hann þó sinn skerf af áföllum ríf-
lega útilátinn en hann bar gæfu til
þess að láta þau áföll auka sér
þroska.
Þannig háttar til um þessar
mundir að ég vinn fjarri heimili
mínu en kem þó stundum heim um
helgar og heima var ég á páskum.
Ég heimsótti þennan öðling á
sjúkrahúsið þá daga sem ég var
heima og spjallaði við hann eða las
fyrir hann. Hugsunin var eitthvað á
þá leið að þetta væri það minnsta
sem ég gæti fyrir hann gert eftir
alla þá velvild sem hann hafði alltaf
sýnt mér. Nú, þegar hann er allur,
finn ég glöggt að það var ég sem
græddi á þessum heimsóknum.
Börn Zóphóníasar og Ingibjargar
tengdust foreldrum sínum sterkum
böndum. Þau heimsóttu föður sinn
daglega þann tíma sem hann var á
sjúkrahúsi og styttu honum stundir.
Ásrún, dóttir hans í Reykjavík sem
vinnur vaktavinnu, kom austur
hverja frívaktina á fætur annarri til
að vera hjá föður sínum. Slík rækt-
arsemi er fágæt og ber vott um gott
veganesti úr föðurhúsum.
Fjölskyldan er þakklát fyrir
ánægjulega og lærdómsríka sam-
fylgd.
Sveinn Herjólfsson.
Stelpur mínar, afi ykkar er dáinn!
Þetta eru orð sem við eigum
aldrei eftir að gleyma. Trúin á það
að nú sé hann kominn á betri stað
gerir sorgina aðeins léttbærari. En
það er söknuðurinn sem er verstur
og hann mun aldrei hverfa.
Elsku afi minn, við söknum þín
öll og þú munt alltaf lifa í minningu
okkar.
Skemmtilegustu bernskustundir
okkar systra voru þegar við fórum
upp í Mýrar í heimsókn til ömmu og
afa. Við fórum út að leika okkur
með hinum krökkunum og fengum
síðan alltaf eitthvað gott að drekka
hjá ömmu, en það jafnaðist samt
aldrei á við það þegar afi sagði okk-
ur sögur. Jafnvel þegar hann var að
hvíla sig og lesa bók virtist hann
alltaf gleðjast þegar við stukkum
upp í rúmið til hans til að láta hann
segja okkur sögu. Það var ótrúlegt
hvað hann kunni margar sögur ut-
anbókar og var sagan um Glókoll í
mestu uppáhaldi hjá okkur. Alltaf
hafði hann tíma fyrir okkur öll, og
hafi hann einhvern tímann verið
orðinn þreyttur á bamaskaranum
lét hann okkur aldrei finna fyrir þvi.
Hann var góðhjartaðasti maður sem
við höfum nokkru sinni kynnst, allt-
af svo rólegur og skapgóður og
hafði einstakt lag á okkur bömun-
um. Við löðuðumst öll að honum og
vildum alltaf vera nálægt honum.
Aldrei heyrðist styggðaryrði frá
honum, aldrei skammaði hann okk-
ur eða reiddist, en tókst þrátt fyrir
það á ótrúlegan hátt með jafnaðar-
geði að siða okkur til og segja okk-
ur hvemig við áttum að haga okkur.
Við bárum ótrúlega mikla virðingu
fyrir honum og elskuðum hann
mjög heitt. I okkar augum var eng-
inn til sem jafnaðist á við hann.
Elsku afi, þú munt alltaf vera hjá
okkur í anda og við erum þakklátar
fyrir þann tíma sem við fengum að
njóta með þér.
Margrét og Soffía.
En bæri ég heún mín
Brot og minn harm,
Þú brostir af ^júpum
sefa.
Þú vógst upp björg
á þinn veika arm ;
þú vissir ei hik eða
efa.
í alheim ég þekkti einn
einasta barm, sem allt
kunni að fyrirgefa.
(Einar Ben.)
í dag verður jarðsunginn frá
Þingmúlakirkju afi minn Zophonías
Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal.
Ég var sex ára gamall þegar ég
fyrst hóf sveitadvöl mína á Mýrum.
Ég kunni lítið og vissi fátt. Á Mýr-
um er tvíbýli og er mér minnisstætt
það góða samband sem ríkti milli
heimilanna.
Ég bjó í húsinu þeirra afa og
ömmu og naut ómældrar ástúðar
þeirra beggja. Það var afa mínum
mjög eðlislægt að láta í té ást og
umhyggju. Þar af leiðandi datt eng-
um í hug að neita honum um nokk-
urt viðvik. Hann miðlaði mér marg-
an fróðleikinn úr viskubrunni sínum
enda fróður og vel greindur maður.
Ef einhver ágreiningur hefði komið
upp hefði hann verið fyrsti maður
að bera klæði á vopnin. Nú er þessi
tími ómetanlegt veganesti og mun
ég alla tíð minnast þessara ára með
þakklæti og virðingu.
Ömmu minni votta ég mína
dýpstu samúð. Elsku afi; megi guð
varðveita þig að eilífu.
Far þú í friði.
Amar Þór Sævarsson.
í dag 13. maí verður afi okkar
Zophomas Stefánsson jarðsunginn
frá Þingmúlakirkju.
Það eru ekki margir dagar síðan
við vomm að ræða það við mömmu
og pabba hvað við værum heppin að
hafa fengið að alast upp svona ná-
lægt afa og ömmu. Þó að húsin á
Mýrum séu tvö, þá er þetta eitt
stórt heimili og ein stór fjölskylda.
Þau eru ófá sporin sem við höfum
átt í gamla húsið í gegnum árin.
Þangað var alltaf gott að koma og
alltaf ríkti sama hlýjan. Það er ótrú-
legt að hugsa til þolinmæðinnar
sem afi sýndi okkur systkinunum.
Við vomm alltaf velkomin og vomm
aldrei fyrir. Hann tók á móti okkur
með hlýja og bjarta brosinu sínu og
virtist hafa óþrjótandi tíma til að
sinna okkur. Á hverjum degi fómm
við yfir í Gamlahús og báðum hann
um að lesa fyrir okkur, segja okkur
sögur eða kenna okkur vísur og
gerði hann það alltaf með glöðu
geði. Stundum tókum við skák við
afa, og oftar en ekki hafði hann sig-
ur, þrátt fyrir að raglast annað
slagið á taflmönnunum.
Afi las mikið. Hann las íslend-
ingasögurnar, Islandskortið og all-
an þjóðlegan fróðleik sem hann
komst yfir og hann þekkti landið
eins og finguma á hendi sér. Alltaf
hafði hann nóg af sögum að segja
okkur og hann gat frætt okkur um
allt á milli himins og jarðar. Honum
þótti mjög vænt um landið sitt, dal-
inn sinn og jörðina sína Mýrar, það
skein í gegnum sögumar.
Reglulega þrættum við systkinin
um hver fengi að liggja í holunni
fyrir innan afa í rúminu hans og
hvem afi fengi að svæfa þessa nótt.
Yfirleitt tókst honum að sætta okk-
ur og fá okkur til að skipta þessu
bróðurlega á milli okkar.
Við vitum að afi hafði mikla
ánægju af nærvem okkar systkin-
anna og sú gleði var gagnkvæm.
Það verður tómlegt í Gamlahúsinu
þegar hann er ekki lengur til stað-
ar.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
allar þær mörgu samvemstundir
sem við áttum með þér og alla þá
elsku og hlýju sem þú sýndir okkur.
Við kveðjum þig með söknuði en
minningin um þig mun ávallt lifa
með okkur.
Elsku amma, megi Guð vera með
þér og hjálpa okkur að styrkja þig í
sorginni.
Inga, Einar og Zóphónías,
Mýmm.
Vorlitimir era að færast yfir
byggðir og bú og fuglasöngurinn
fyllir loftið. Það er sólskin, hiti og
birta yfir öllu, samt er eitthvað sem
andar köldu. Það er fjórði maí,
afmælisdagur Jónínu, fyrrverandi
húsmóður á Mýmm og móður
Zóphóníasar. Síminn hringir og
okkur er sagt að kær bróðir og
mágur sé látinn. Zóphónías Stefáns-
son fæddist 28. nóvember 1905 á
Víðilæk í Skriðdal. Hann fluttist
með foreldmm sínum tveggja ára
gamall að Mýmm í sömu sveit og
hefur átt þar heima síðan. Foreldr-
ar hans vom heiðurshjónin Jónína
Salný Einarsdóttir og Stefán Þórar-
insson. Mýraheimilið þótti mikið
myndar- og menningarheimili, ann-
álað fyrir gestrisni og góðsemi
þeirra hjóna. Móðir Zóphóníasar dó
þegar hann var tólf ára. Foreldrar
hans eignuðust tíu böm og var
Zóphónías fjórði í röðinni. Öll kom-
ust þau til fullorðinsára nema
yngsta bamið, drengur sem skírður
var Jón og dó nokkurra vikna. Af
þeim alsystkinum em nú þrjú á lífi.
Stefán faðir Zóphóníasar kvæntist
Ingifinnu Jónsdóttur, kennara árið
1921 og eignuðust þau fimm böm,
sem öll em á lífi. I þessum stóra
systkinahópi ólst Zóphónías upp.
Haustið 1925 hóf hann nám í
Héraðsskólanum á Laugum og út-
skrifast þaðan vorið 1927. Eftir það
var hann bamakennari á Fáskrúðs-
firði og í Skriðdal nokkra vetur. Ár-
ið 1940 var mikið gæfuár fyrir
Zóphónías og Mýraheimilið, því í
nóvember giftist hann eftirlifandi
eiginkonu sinni Ingibjörgu Einars-
dóttur frá Geitdal í Skriðdal. Að
sjálfsögðu hefur það verið meira en
lítið vandaverk fyrir nýgiftu hjónin
að fá okkur fjögur systkinin ásamt
föður okkar, sem heimilisfólk á
þeirra nýstofnaða heimili. Elst var
Bergþóra, 19 ára, Garðar, 17 ára,