Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 34

Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 34
34 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kjörstöð- um lokað? AÐ LEGGJA niður kjörstaði kann að reynast eina lausnin á lélegri kjörsókn til sveitar- stjómakosninga í Bretlandi skv. nýlegri skýrslu Sambands sveitarfélaga í landinu. Kjör- sókn til sveitarstjómakosninga í síðustu viku var léleg líkt og undanfarin ár, mældist undir 30% og virtust flestar tilraunir til að bæta kosningaþátttöku skila litlum árangri. Skýrsla Sambands sveitarfélaga bendir hins vegar til þess að mest kosningaþátttaka hafi mælst í þeim kjördæmum þar sem kjósendur urðu að skila at- kvæðum sínum með pósti, en þar mældist kjörsókn allt að 62%. Ekki er því talið ólíklegt að breska innanríkisráðuneytið kynni sér frekar þennan mögu- leika og svo kann að fara að kjörstöðum verði lokað fyrir fullt og ailt. Herinn í rétti HÆSTIRÉTTUR Pakistans úrskurðaði í gær að valdataka hersins á síðasta ári teldist lög- mæt. 12. október steypti her- inn þáverandi forsætisráð- herra, Nawaz Sharif, af stóli fyrir meint hryðjuverk og mannrán. Hæstiréttur stað- festi að Pervez Musharraf, hershöfðingi og nú æðsti valda- maður í Pakistan, hefði verið í fullum rétti til að steypa Sharif þar sem undir stjóm hans hefði stefnt í ringulreið í landinu. Herinn hefur nú þrjú ár tii að koma á lýðræðislegri stjórn- skipun á ný. Bíræfnir þjófar BÍTLARNIR sungu á sínum tíma lagið Strawberry Fields Forever um barnaheimili nokk- urt í Liverpool. Tveir bíræfnir breskir þjófar stálu í gær járnhliðum barnaheimilisins Strawberry Fields. Þjófnaður- inn átti sér stað um hábjartan dag í augsýn barnanna, sem létu starfsfólk vita, en of seint. Járnhlið Strawberry Fields vom meðal þeirra staða sem þátttakendur í sérstökum Bítlaferðum um heimaborg hljómsveitarinnar heimsækja gjaman og hafa þúsundir ferðamanna látið ljósmynda sig við hliðin. Dómur yfír Boesak staðfestur HÆSTIRÉTTUR Suður-Afr- íku staðfesti í gær dóm yfir All- an Boesak, presti og baráttu- manni gegn aðskilnaði hvítra og svartra í landinu. Rétturinn stytti hins vegar afplánunar- tíma Boesak úr sex ámm í þrjú, en hann var fundinn sek- ur um þjófnað og svik. Boesak, sem var áður framkvæmda- stjóri Heimskirkjuráðsins, dró sér 183.500 dollara, eða um 14 milljónir króna, af erlendum fjárgjöfum sem sendar vom hjálparstofnun sem hann rak í Höfðaborg fyrir fómarlömb aðskilnaðarstefnunnar. Rík- mannlegt líferni Boesak var meðal þeirra sannana sem sak- sóknari taldi benda til sektar hans, en Boesak hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva f Stokkhólmi s Israelar hóta að hætta við Jerúsalem. AFP. ÞEIR Ro’i Arard, eða Chicky, og Guy Assif, úr söngsveitinni Ping Pong, sem tekur þátt í Eurovision- söngvakeppninni fyrir hönd ísra- els, sjást hér stilla sér upp með fána Israels og Sýrlands. Ekki er víst að Ping Pong fái að taka þátt í söngva- keppninni vegna ágreinings þeirra og ísraelska ríkissjónvarpsins eftir að sveitin veifaði bæði fsraelska og sýrlenska fánanuin á æfingu fyrir söngvakeppnina á miðvikudag. Yfirmaður ísraelsku sendinefnd- arinnar segir Ping Pong óheimilt að nota sýrlenska fánann, en söng- hópurinn heldur fast við sitt, þrátt fyrir að ísraelsk yfírvöld hóti að draga þátttöku sína til baka. „Við komum til Stokkhólms til að færa gleði, frið og ást og ef þeir hindra okkur í að veifa israelska og sýr- lenska fánanum við flutning lagsins þá er enginn tilgangur með flutn- ingnum," sagði Assif. ísraelsk yfir- völd hafa áhyggjur af því hvaða áhrif það kunni að hafa sjái hundr- uð milljónir áhorfenda báða fánana í Eurovision-keppninni í kvöld. Reuters Bresk skýrsla um geislun frá farsímum Ráðlegt að banna börnum óþarfa farsímanotkun London. The Daily Telegraph. NEFND á vegum breskra stjórn- valda skilaði frá sér viðamikilli skýrslu í fyrradag og þar er varað við því, að börn noti farsíma að óþörfu. Er viðvömnin fyrst og fremst sett fram í öryggisskyni því að engar beinar sannanir eru fyrir skaðsemi símanna, aðeins óljósar vísbendingar. Þá leggur nefndin einnig til, að farsímar verði ekki notaðir í bílum hvort sem þeir era handfrjálsir eður ei. Rannsóknin, sem snerist um hugsanlega skaðsemi geislunar frá farsímum og háspennumöstmm, er sú umfangsmesta, sem um getur, og kostaði hundruð millj. ísl. kr. Var formaður nefndarinnar Sir William Stewart prófessor og fyrr- verandi ráðgjafi breska stjórnvalda í vísindalegum efnum. Yvette Cooper, heilbrigðisráð- herra Bretlands, fagnaði skýrslu nefndarinnar en hún lagði auk þess til, að hugað yrði betur en áður að staðarvali fyrir háspennumöstur; að vörulýsing með farsímum yrði bætt; nýjar reglur settar um geisl- un og bannað að höfða til barna í farsímaauglýsingum. Allur er varinn góður Stewart sagði, að niðurstaðan væri sú, að engar sannanir væru fyrir skaðsemi símanna fyrir fólk almennt. Samt sem áður bentu sumar rannsóknir til, að um einhver áhrif gæti verið að ræða. Til dæmis virtist geislunin auka viðbragðsflýti í mannsheilanum og auka hættu á æxlismyndun og rannsóknir á rott- um hefðu sýnt aukin streitumerki. Sagði hann, að væri einhver hætta á óhollum áhrifum, þá væri hún meiri hjá börnum en fullorðnu fólki. Taugakerfi barna og heili væm að þroskast, orkunotkun vefjanna í höfði væri meiri en hjá fullorðnum og því fyrr, sem farið væri að nota símana, því lengur yrði fólk fyrir geislun frá þeim. Lawrence Challis prófessor og varaformaður nefnd- arinnar líkti farsímanotkun í bílum við ölvunarakstur. Sagði hann, að rannsóknin hefði ljóslega sýnt, að eftirtekt ökumannsins minnkaði þegar hann væri að tala í símann og að sama skapi hefði slysahættan aukist. Ekki nógu afdráttarlaus Talsmaður Samtaka breskra raf- eindafyrirtækja fagnaði skýrslunni, sem hann sagði vera yfirgripsmikla og raunsæja en talsmaður stofnun- ar, sem vinnur að fjölskyldumálum, harmaði, að hún skyldi ekki vera af- dráttarlausari. Eins og fyrr segir benda sumar rannsóknir til, að fólk verði fyrir einhverjum en vægum áhrifum frá símum en það á raunar einnig við um háspennulínur, sjónvarp og tölvuskjái. Örbylgjur geta hraðað ferð sameinda í hlutum og hitað þá upp en geislunin frá farsímum er svo lítil, að hún á ekki að hafa nein áhrif. Orkuflutningur frá þeim inn í höfuðið er aðeins á bilinu 0,25 til 0,50 wött og höfuðhitinn hækkar aðeins um brot úr gráðu. Höfuðverkur vegna rangra stellinga? Manneskja í hvíld framleiðir um 60 wött og þar af fara 20 til höfuðs- ins. Hitaaukningin vegna farsím- anna er miklu minni en sú, sem verður þegar fólk skokkar eða situr bara kyrrt í sólinni. Stundum kvart- ar fólk um höfuðverk og hita í höfði og kennir það farsímanum en jafn líklegt þykir, að þetta stafi af röng- um stellingum og hitanum frá raf- hlöðunni. Við rannsóknir dr. David de Pomerai við Nottinghamháskóla kom þó í ljós, að geislun frá farsím- um jók vöxt þráðorma en gerði þá um leið viðbragðsseina og geislunin getur breytt boðum í rottuheila.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.