Morgunblaðið - 13.05.2000, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vátryggingafélag Islands hvetur heimilin til forvarna
Unglinga-
herbergi iðu-
lega eldkistur
NUTIMA unglingaherbergi eru iðu-
lega eldkistur, þar sem þar er að
finna fjölmörg raftæki sem bruna-
hætta getur stafað af, til dæmis göm-
ul sjónvörp sem hafa safnað ryki og
geta verið varasöm ef ekki er slökkt
á þeim. Þetta kom fram á fundi hjá
forráðamönnum Vátryggingafélags
Islands þegar þeir kynntu nýja þjón-
ustu fyrirtækisins, Öryggisnet sem
félagið býður nú ásamt Eldverki ehf.
Öryggisnet VIS er nýr liður í for-
varnastarfi tryggingafélagsins og er
þar hægt að kaupa margs konar ör-
yggisvörur í póstverslun og fá þær
sendar heim endurgjaldslaust. Ás-
geir Baldursson, markaðsstjóri VÍS,
segir mikið skorta á að öryggi sé
tryggt á íslenskum heimilum og tel-
ur hann ástæðuna fremur vera hugs-
unarleysi en áhugaleysi.
Hjördís Harðardóttir, fram-
kvæmdastjóri stjórnunarsviðs VÍS,
sagði að þrjú brunatjón væru að
meðaltali á íslenskum heimilum á
dag eða um þúsund á ári hverju.
Vatnstjón væru kringum tvö á dag
og um tvö þúsund innbrot væru til-
kynnt lögreglu en um 300 væru bóta-
skyld. Hún sagði ástæður vatnstjóna
oft þær að menn gleymdu að skrúfa
fyrir krana og slökkva á þvottavélum
og oft væri farið frá slíkum tækjum í
gangi. Hægt er að fá vatns- og raka-
vara sem dregur úr tjónshættu á
þessu sviði en það er skynjari sem
íætur vita ef rakastig er að breytast.
Hjördís sagði að breyttar lífsvenjur
síðustu árin þýddu meðal annars að
raftækjum hefði fjölgað mjög á
heimilum, ekki síst í herbergjum
unglinganna.
Helgi Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Eldverks, benti á
nokkur þessara atriða og sagði
unglingana oft fá gamla sjónvarpið,
gamla myndbandstækið, þar væri
tölva og oft væru þessi raftæki sett á
Morgunblaðið/Sverrir
Ásgeir Baldursson frá VÍS og Helgi Guðmundsson frá Eldverki í dæmigerðu unglingaherbergi.
sama tengil. Sagði hann nauðsynlegt
að hafa reykskynjara í slíku herbergi
og gæta yrði þess að hrúga ekki öll-
um tækjum á sama tengil með milli-
stykkjum, þau yrðu að minnsta kosti
að vera með rofa.
Afsláttur fyrir
viðskiptavini VÍS
Hjördís sagði að í póstversluninni
Öryggisneti VÍS væri hægt að fá
skyndihjálparpúða fyrir heimilið
með nauðsynlegustu sjúkragögnum,
hvers kyns öryggisbúnað fyrir heim-
ilið, svo sem eld- ogþjófavamabúnað
og barnabílstóla, svo nokkuð sé
nefnt. Viðskiptamenn VÍS fá 20-30%
afslátt á vörunni og þurfa ekki að
greiða heimsendingargjald. Verslun-
in er hins vegar opin öllum. Til að
panta vörur úr Öryggisneti VIS er
hægt að hringja í fyrirtækið, senda
pöntunarseðla sem fylgja fréttabréfi
til viðskiptavina eða fletta upp á
heimasíðu VÍS, www.vis.is og pantað
gegnum Netið.
Ragnheiður Davíðsdóttir, for-
varnafulltrúi VÍS, sagði að í kjölfar
frétta af eldsvoðum kæmi oft skriða
hringinga þar sem menn væru að
huga að tryggingum sínum og vörn-
um. Sagði hún slæmt að slíka atburði
þyrfti til að ýta við mönnum, betra
væri ef menn huguðu að forvörnum
reglulega, könnuðu t.d. reglulega
rafhlöður í reykskynjurum. Hún
sagði Öryggisnetið mjög handhæga
aðferð til að kynna sér öryggisbúnað
og fá hann sendan heim að dyrum.
Morgunblaðið/Sverrir
Umferðarátak JC og samstarfsaðila kynnt. Frá hægri: Einar S. Einarsson, forstjóri Visa, Eggert Sveinsson frá
VÍS, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, Gunnar Jónatansson, landsforseti JC, Sigríður Guðmundsdóttir,
forstjóri Ingvars Helgasonar hf., Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, Gunnar Sigurðson frá
Lýsingu og Ólöf Þórðardóttir, verkefnastjóri JC.
Níu aðilar sameinast í umferðarátaki sem stendur út árið
Markmiðið að bæta
akstur og fækka slysum
JUNIOR Chamber hreyfingin kynnti
í gær verkefnið „Bætt umferð - betra
líf ‘ sem hrint er af stað með stuðningi
átta annarra aðila. Ætlunin er að
vekja ökumenn og allan almenning til
vitundar um að bæta aksturslag og
fækka með því slysum.
Umferðarátakið var kynnt í gær-
morgun í húsakynnum bflaumboðsins
Ingvars Helgasonar þegar samstarfs-
samningur var undirritaður. Aðrir
samstarfsaðilar eru Vátryggingafélag
íslands, Umferðarráð, Síminn GSM,
Landflutningar Samskip, Olíufélagið,
Visa ísland og Lýsing. Þá hafa sam-
gönguráðherra og dómsmála-
ráðherra lagt átakinu lið.
Nauðsyn á þjóðarvakningu
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra sagði er átakið var kynnt að
það væri áhugavert og kæmi í beinu
framhaldi af ráðstefnu um umferðar-
öryggi sem haldin var í vikunni. Þar
hefði skýrt komið fram nauðsyn á
þjóðarvakningu til bættrar umferðar-
menningar og væri átakið gott dæmi
um verkefni á þessu sviði sem hún
hefði verið að kalla eftir á ráðstefn-
unni. Hún sagði alla bera ábyrgð á því
að bæta ástandið í umferðinni og væri
brýnt að draga úr slysum og fjárhags-
tjóni af völdum umferðar, umferðar-
slysin væni alvarlegt þjóðarmein.
Ráðherra sagði að víðtæk samstaða
yrði að nást til að bæta megi
umferðarmenninguna og hún myndi
leggja sitt af mörkum til þess með
umferðaröryggisáætlun sem nú lægi
fyrir.
Gunnar Jónatansson, landsforseti
JC-hreyfingarinnar, sagði Ingvar
Helgason hf. aðalsamstarfsaðila í
þessu verkefni. Ráðist væri í það nú í
tilefni af 40 ára afmæli JC og hefði
verið leitað til fyrirtækis Ingvars heit-
ins sem hefði verið frumkvöðull í
starfi JC á íslandi. Hann sagði nauð-
synlegt að beita öllum tiltækum ráð-
um til að fækka umferðarslysum og
hefðu fengist öflugir aðilar til að
standa að verkefninu.
Sigríður Guðmundsdóttir, ekkja
Ingvars og forstjóri fyrirtækisins, og
Helgi Ingvarsson framkvæmdastjóri
sögðu í samtali við Morgunblaðið
nauðsynlegt að hrinda átaki sem þessu
af stað og það væri sjálfsagt og í þágu
fyrirtækisins að leggja sitt af mörkum
í slíkt en fyrirtækið leggur til bfl sem
notaður verður í verkefriið til ársloka.
Ekki skyndiátak
Ólöf Þórðardóttir, verkefnisstjóri
hjá JC, segir ekki um að ræða skyndi-
átak heldur væri ætlunin að vekja at-
hygli almennings um allt land frá
miðjum maí til ársloka með hvers
konar tiltækjum. Fyrsta uppákoman í
átakinu verður á Seltjamamesi eftir
viku, í júní verður dagskrá í Kópavogi
og Garðabæ og í júlí verður verkefna-
bíllinn á Selfossi. Hún sagði aðildar-
félög JC standa fyrir þematengdum
dögum hvert á sínu svæði í sumar í
hveijum mánuði þar sem vakin yrði
athygli á ýmsum þáttum tengdum
bættri umferð.
Samstarf UVS og hóps lækna á
Landspítala-háskólasjúkrahúsi
Stórátak í
krabbameins-
rannsóknum
SAMSTARF hefui- tekist milli stórs
hóps lækna á Landspítala-háskóla-
sjúkrahúsi og líftæknifyrirtækisins
Urðar, Verðandi, Skuldar ehf. um
umfangsmikið rannsóknarverkefni
sem hlotið hefur nafnið íslenska
krabbameinsverkefnið.
í frétt frá félaginu kemur fram að
með íslenska krabbameinsverkefn-
inu verði til ný nálgun við krabba-
meinsrannsóknir þar sem nýjungum
hátækni- og líftækniiðnaðarins verði
beitt. Um sé að ræða stórátak í
krabbameinsrannsóknum á Islandi.
Markmiðið sé að skilgreina arf-
breytileika í þekktum krabbameins-
genum og rannsaka áhrif slíkra
breytinga á líffræðilega, lífeðlis-
fræðilega og lífefnafræðilega eigin-
leika i krabbameinum.
Fram kemur að grunnurinn að
verkefninu hafi verið lagður í lok síð-
asta árs með undirritun yfirlýsingar
UVS og Landspítalans-háskóla-
sjúkrahúss um víðtækt samstarf um
krabbameinsrannsóknir á íslandi.
Síðan hafi verið unnið ötullega að
samningum við hóp samstarfslækna
sem nú beri ávöxt í umfangsmiklu
samstarfi.
Miðstöð krabbameinsfræða
„Jafnhliða íslenska krabbameins-
verkefninu er lagður grunnur að
Miðstöð krabbameinsfræða og mun
Landspítali-háskólasjúkrahús hefja
undirbúning að stofnun hennar á
næstunni. Miðstöðin verður rekin
undir merkjum Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss. Samstarfsaðilar að stöð-
inni geta orðið aðrar stofnanir sem
vinna að krabbameinsrannsóknum á
íslandi, en auk Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss hafa Krabbameinsfélag
íslands og Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri þegar lýst sig reiðubúin til
þátttöku í Islenska krabbameins-
verkefninu. Hlutverk Miðstöðvar
krabbameinsfræða verður annars
vegar að efla vísindavinnu á sviði
krabbameina og hins vegar að efla
enn frekar meðferðarmöguleika og
þjónustu við krabbameinssjúklinga
hér á landi,“ segir ennfremur.
Tvær umsóknir um
rekstur Tetra-kerfis
TVÆR umsóknir hafa borist um
rekstur TetrS-fjarskiptakerfis. Tetra
er talstöðvakerfi og er upphaflega
hugsað sem kerfi opinberra eftirlits-
aðila en hefur síðan jafnframt þróast
út í kerfi fyrir einkaaðila.
Önnur umsóknin kom frá fyrirtæki
sem heitir Stikla en hét áður TNet og
er í eigu Landsvirkjunar, Landssím-
ans og Tölvumynda. Hin umsóknin
var frá Irju, sem áður hafði fengið
leyfi til reksturs Tetra-kerfis á neyð-
ar- og öryggistíðnisviðinu en sækir
nú jafnframt um leyfi á tíðnisviði sem
ætlað er fyrir almenna notkun Tetra.
Iija er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur.
Uppsetning Tetra-kerfis Iiju er
þegar hafin og standa vonir til að það
verði komið í notkun fyrir kristni-
tökuhátíðina í sumar.
Einnig hefur Póst- og fjarskipta-
stofnun auglýst eftir umsóknum um
leyfi fyrir DCS 1800 farsímaþjónustu
sem byggist á GSM-stöðlum en er
starfrækt á 1.800 MHz. Tveir hafa
fengið leyfi til reksturs kerfisins.
Samgönguráðuneytið veitti Lands-
síma íslands hf. DCS 1800 leyfi árið
1996 og Póst- og fjarskiptastofnunin
veitti Tali hf. leyfi sumarið 1998 að
undangenginni auglýsingu eftir um-
sóknum. Fimm umsóknir hafa nú
borist um DCS 1800 leyfi og er verið
að vinna úr umsóknunum.