Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 57 undirritaður, 14 ára, ára og Jónína Salný, 12 ára. Jón Björgvin var mest hjá Pálínu systur og Guð- mundi en einnig hjá Einari bróður okkar og Sigríði konu hans. Tengdaforeldrar Zóphóníasar flytja svo í Mýrar árið 1941. Þegar ég læt hugann reika aftur til minna fyrstu kynna af Immu (en svo kölluðum við hana innan fjöl- skyldunnar), kveið ég mikið íýiir því að nú hæfust breyttir tímar. En mikið var ég ánægður með hvað við vorum heppin með viðhorf þeirra Soffa og Immu til okkar ungling- anna, því stundum vildum við láta ljós okkar skína og ráða líka. Einnig var Amalía, móðir Immu, mér alveg sérstaklega hjálpsöm og góð. Oft heyrði ég talað um að Soffi, bróðir minn, væri með allra duglegustu mönnum og tel ég það ekki ofmælt. Hann var mjög félagslyndur og til- lögugóður, gegndi mörgum opinber- um störfum og skilaði þeim með sóma. Eg vil þakka bróður mínum fyrir hans hjálpsemi og liðlegheit í gegnum árin. Heimili þeirra Soffa og Immu hefur ætíð staðið okkur opið, sem hefur verið ómetanlegt í minning- unni um bemskuheimili mitt. Þau Zóphónías og Ingibjörg eiga fjögur uppkomin börn. Þau em: Asrún Amalía, Einar Arnþór, Jónína Stef- anía og Ólöf. Barnabörn þeirra urðu sjö, þar af sex á lífi. Erla Kolbrún, dóttir okkar, dvaldi hjá Soffa og Immu á Mýram um tíma. Hún þakkar þeim fyrir alla ástúð og umhyggju. Árið 1977 hættu þau hjónin bú- skap og við tóku dóttir þeirra Jón- ína og maður hennar, Jón Júlíusson, ásamt Einari Arnþóri, bróður Jón- ínu, sem býr nú með móður þeirra á Mýmm. Zóphónías varð þeirrar gæfu að- njótandi að halda virðingu sinni og reisn til hinstu stundar. Við biðjum algóðan Guð að styrkja konu hans og fjölskyldu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Blessuð sé minning Zóphóníasar Stefánssonar. Svavar Stefánsson og Krist- björg Sigurbjörnsdóttir. Ég vil með nokkram orðum minnast frænda míns Zóphóníasar Stefánssonar, hreppstjóra og bónda á Mýrum í Skriðdal. Hann er af stómm hópi systkina frá Mýrum, en móðir mín er yngst þeirra. Ég minnist þess með hlýju er ég sem 10 ára stráklingur var sendur að Mýram í sveit, til frændfólks míns sem tók ákaflegá vel á móti mér, er ég kom þangað fyrst. Ekki þurfti maður að láta sér leiðast, nóg var að gera við leik og störf í fögra um- hverfi í Skriðdalnum. Zóphónías gerði sitt til að kenna manni eitt- hvað um sveitastörfin sem gátu ver- ið æði fjölbreytt. Ævintýrin vora við hvert fótmál og minnist ég margra skemmtilegra atvika sem við krakkarnir lentum í, ferða á Atlavíkurhátíðina, veiðiferða, smala- mennsku og ótal margs fleira. Gam- an var að uppgötva fótsporið í fjós- tröppunum sem hún móðir mín hafði skilið eftir sig er hún steig í blauta steypu mörgum áram áður, þá var ég viss um að hún væri með annan fótinn á Mýram. Zóphónías rak búskap sinn af mikilli snyrtimennsku, og vai’ góð umgengni við dýr og umhverfi áber- andi á Mýram. Zóphónías var fjöl- hæfur og gekk að öllum þeim störf- um sem búskap fylgja af alúð og fagmennsku. Hógværð og einlægni einkenndu Zóphónías. Ég minnist með þakklæti veru minnar á Mýram og ég efast ekki um að þeir mörgu sem hafa fengið að dvelja á þessum fallega stað gera það líka. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til allra aðstand- enda með þakklæti fyrir liðnar sam- verastundir. Stefán Þ. Ingólfsson. BJARNIGUÐMUNDSSON JÓN GUÐMUNDSSON + Bjarni Guðmundsson bifreiðarsljóri fæddist í Túni í Flóa 26. janúar 1908. Hann lést á Landakoti 4. apríl siðastliðinn og fór út- fór hans fram frá Fossvogs- kirkju 12. aprfl. Jón Guðmundsson, bif- reiðarsljóri, fæddist í Túni í Flóa 7. mars 1914. Hann lést á Selfossi 4. mars sl. Foreldrar hans voru Guð- mundur Bjamason, f. 26.3. 1875, d. 8.6.1953, og Ragn- heiður Jónsdóttir, f. 12.5. 1878, d. 4.3. 1931, og bjuggu þau í Túni í Hraungerðishreppi. Systkini Jóns voru sex: 1) Bjami, sjá hér að framan. 2) Guðrún, f. 28.12. 1910, d. 27.4. 1996, húsmóðir í Hraun- gerði, var gift Sigmundi Ámunda- syni bónda þar, f. 12.3. 1906, d. 8.10. 1976, og eignuðust þau íjög- ur börn. 3) Guðfinna, f. 3.9. 1912, húsmóðir í Vorsabæ, gift Stefáni Jasonarsyni bónda þar, f. 19.9. 1914, og eiga þau fimm börn. 4) Bræðurnir frá Túni í Hraungerð- ishreppi, Bjarni og Jón, sem báðir vora kenndir við fæðingarbæ sinn, Tún, létust nýverið. Hvorags þeirra verður minnst án þess að nafn hins komi upp í hugann, svo náið var samstarf þeirra um dagana. Saga samgangna í Arnessýslu verður heldur ekki rakin án þess að nöfn þeirra beri á góma. Lífsstarf þeirra var samofíð sögu bílaaldar í landinu en sá sem þetta ritar naut frænd- semi við þá og samvistum frá fyrstu tíð og langar að minnast þeirra og þakka þeim liðsinnið og samfylgdina og margt farið sem hann fékk með þeim um dagana. Bjarni í Túni var í farskóla í Króki og fór ungur að vinna á búi foreldra sinna og stundaði einnig vinnu utan heimilis, náði að vinna við Flóaáveituna sem var tekin í notkun 1927 og við Mjólkurbú Flóamanna sem var fullbúið 1929. Sama árið fékk Bjarni fyrsta öku- skírteinið, sem hann keypti í Eng- landi fyrir 10 skildinga, en lærði ekki á bíl fyrr en seinna. Sýslumað- ur skrifaði upp á skírteinið og taldi að hann hlyti að geta keyrt bíl hér úr því að hann hefði getað það í Englandi. En þar í landi var þá hægt að fara inn á lögreglustöð og kaupa sér skírteini án þess að þurfa að sanna ökuhæfni sína. Bjarni fór til Englands að heim- sækja móðurbróður sinn, Helga Jónsson frá Skeggjastöðum, sem var togaraskipstjóri í Grimsby. Bjami fékk síðan meiraprófsrétt- indi á bíl 1933 og fór þá að stunda keyrslu. Hann keypti sér þá notað- an Ford hálfkassabíl árgerð 1930 og fór að aka fjórar ferðir í viku austur að Skeggjastöðum og Gaul- verjabæ í Flóa, bæði með fólk og vörar. Jafnframt þessu var hann í ferðum með fólk um helgar. Hann var t.d. við vígslu Markarfljóts- brúar 1933 með farþega, í Land- réttum 1934 og inn á Hveravelli kom hann fyrst 1935. Bjarni fékk sérleyfísréttindi árið 1935, sá þriðji í röðinni, og náði það til hreppanna tveggja, Hraungerðis- og Gaul- verjabæjarhrepps. Var þá ekið að Þjórsártúni annars vegar og Gaul- verjabæ hins vegar. Bjarni hneigðist snemma til við- skipta og er til marks um það, að hann ræktaði spildu í túninu heima, sem enn ber nafn hans, Bjarnatún, og fékk systkini sín til aðstoðar við grjóttínslu og borgaði þeim kaup fyrir. Hann varð síðan innflytjandi á tímabili og verslaði með íslensk frímerki á innlendum og erlendum vettvangi. í sérleyfisakstri sínum var hann í ýmsum útréttingum fyr- ir fólk, bæði í sveitum og fyrir kaupmenn á Selfossi, og um tíma átti hann hlut í versluninni Ingólfi þar í bæ. Bjarni eignaðist Bedford, bresk- an herbíl, 1945 með sæti fyrir 22 og byrjaði akstur á hálendinu 1946, Einar, f. 17.9. 1915, d. 15.5. 1994, húsasmiður í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus. 5) Stefán, f. 14.6. 1919, bóndi í Túni, kvæntur Jór- unni Jóhannsdóttur húsmóður, f. 1.12.1920, og eiga þau sjö börn. 6) Unnur, f. 30.7. 1921, húsmóðir í Reykjavík, gift Herði Þorgeirssyni húsasmíðameistara, f. 15.7.1917. Jón kvæntist 21.9. 1963 Rut Margréti Friðriksdóttur, f. Jansen sem heillaði hann frá fyrstu tíð. Hann kom í Herðubreiðarlindir fyrst það árið, frá Akureyri. Marga ferðina fór hann í Þórsmörk, þá fyrstu 1948 eða 49 fyrir Ferðaskrif- stofu rfldsins. 1950 fór hann að keyra Farfugla á ferðum þeirra og hélt því áfram um langt árabil. Hann var ásamt Guðmundi Jónas- syni frumkvöðull í hálendisferðum upp úr miðri öldinni eftir að Guð- mundur fann vað á Tungná 1950 og urðu þeir fyrstir til að fara Gæsa- vatnaleið, þ.e. úr Gæsavötnum nið- ur að Kistufelli, 1954. Þetta var lengsta óbyggðaferð sem þá hafði verið farin hér að kílómetratölu til. Bjarna líkaði vel að stunda þessi ferðalög sem gátu verið nokkuð slarksöm og reyndist farsæll bfl- stjóri og úrræðagóður þegar á rejmdi. Samferðamenn hans segja sögur af því hvemig hann hinn ró- legasti kveikti sér í pípu sinni sitj- andi fastur í einhverri ánni og íhug- aði næsta leik í stöðunni. )vAUt í lagi“ var þá oft viðkvæðið hjá hon- um þegar öðram sýndist að gæti stefnt í óefni. Til eru ferðafrásagnir af ýmsum ferðum sem hann ók um hálendið, m.a. 1952 og 1955. Það var Rauður, X-301, sem lengi dugði vel í ferðunum á 6. og 7. ára- tugnum, þó að ýmislegt bilaði, drif- sköft og öxlar brotnuðu og annað þess háttar kæmi uppá. Hann var þaulkunnugur víða um hálendið og þekkti vel örnefni á öræfaslóðum og hafði yndi af að rifja upp frá- sagnir af þeim. Afbragðs ferðafé- lagi var hann og skemmtinn í góð- um félagsskap. Félagarnir í Far- fuglum minnast hans með þakklæti. Bjami var því einn af þeim sem átti drjúgan þátt í því að opna hálendið fyrir almenningi með ferðum sínum um það. Það var ánægjulegt að vera með Bjarna í hringferð um landið með hóp danskra stúdenta sumarið 1978, bæði bfll og bflstjóri nokkuð við aldur, en stóðu sig báðir frábærlega vel. Það var líklega með síðustu langferðum Bjarna með hóp, því að bíllinn þótti ekki lengur samkeppnisfær á hinum almenna ferðamannamarkaði. Bjarni hélt áfram vöruflutning- um, m.a. fór hann reglulegar ferðir með vörur inn á virkjanasvæðið við Sigöldu meðan þær framkvæmdir stóðu og einnig með áburð austur yfir fjall á vorin þangað til hann varð 85 ára og hafði þá keyrt í 60 ár. Hann hafði ótrúlega seiglu til að bera og var mjög vel að manni og einstaklega fylginn sér. Heilsu- hraustur var hann alla tíð og hafði ekki á sjúkrahús komið fyrr en 28. febrúar sl. Bjami var ókvæntur og barnlaus en við frændsystkini hans nutum þess hve barngóður hann var og æskujólin verða ekki rifjuð upp án þess að ilmur af eplakassa frá honum komi ekki upp í hugann. Þó að hann hefði gaman af smá- stríðni við krakka var það allt í 10.8.1934 í Hamborg. Börn Jéns og Rutar eru: 1) Ragn- heiður Elísabet, f. 22.7. 1963, húsfreyja á Litlu- Reykjum, gift Þorvaldi H. Þórarinssyni bónda þar, og eiga þau fjórar dætur. 2) Júdith, f. 30.4. 1965, hús- freyja í Gíslholti í Holtum, gift Sverri Kristinssyni bónda þar, og eiga þau fjögur börn. 3) Guðmund- ur, f. 28.2. 1973, rafeinda- virki. Sambýliskona hans er Hildur Kristín Sveins- dóttir íþróttakennari. Böm Rutar af fyrra hjónabandi eru: Hallfríður Dagmar Þórarins- dóttir, f. 3.6.1956, sjúkranuddari í Þýskalandi, gift Heinz Munch hönnuði, og eiga þau þrjú börn. 2) Friðrik Sölvi Þórarinsson, f. 9.4. 1960, búfræðingur, kvæntur Þór- unni Óskarsdóttur og eiga þau eina dóttur. Fyrir á Friðrik þrjár dætur. títför Jóns fór fram frá Hraun- gerðiskirkju 11. mars. góðu skyni gert. Bjarni barst ekki mikið á í daglegu lífi sínu, bjó ekki í neinum lúxus og var ekki sérstak- ur tilhaldsmaður í klæðaburði, og á ferðalögum svaf hann oftast í bílum sínum. Hann var hinn frjálsi föru- sveinn veganna og vegleysanna og aksturinn var honum allt. Hann gaf sér þó tíma til lestrar og hafði áhuga á frásögnum af fjallaslóðum og ævisögum, sömuleiðis af frásög- um úr heimsstyrjöldinni síðari. Hann hafði gott minni og hafði gaman af að segja frá spaugilegum persónum og atvikum. Gamli Speg- illinn og Rauðka vora í miklu upp- áhaldi hjá honum. En á síðari áram horfði hann mikið á myndbönd sér til afþreyingar. Bjarni fékk endur- nýjaða augasteina fyrir nokkrum áram sem gerði að hann gat haldið áfram að aka bíl til hins síðasta, og hann gat hitt gamla félaga á Bif- reiðastöð Islands. Einn þeirra, Bjarni Sigurðsson frá Geysi, tók hann stundum með sér austur í Biskupstungur og fyrrverandi bíl- stjóri hans Alfreð Jónsson, kom til hans daglega. Þessum félögum er þökkuð tryggð við Bjarna. Um það leyti sem Bjarni var að hætta sér- leyfisrekstri sínum, um 1980, end- urnýjaði hann gamlan kunnings- skap sinn við Amalíu Þorleifsdóttur og var vinátta þeirra honum mikils virði. Hún lést 1993. Jón í Túni gekk í farskóla í Króki í sömu sveit og vann á búi foreldra sinna heima. Hann stundaði auk þess ýmsa vinnu, svo sem í vega- vinnu sem kúskur. Hann var á ver- tíð í Grindavík á árunum 1938-1940, hjá Guðmundi Guðmundssyni í Hvammi, og einnig var hann í vinnu hjá setuliðinu. Jón lærði snemma á bfl og tók meirapróf 1942. Þá hóf hann að keyra bíl hjá Bjama bróður sínum á sérleyfis- leiðum hans í Gaulveijabæjar- og Hraungerðishreppa og stundaði það starf með litlum hléum í 37 ár, til ársloka 1979. Þá gerðist hann húsvörður við Landsbanka Islands á Selfossi og var það í fimm ár þar til hann náði eftirlaunaaldri. Eftir það annaðist hann ýmsar útrétting- ar fyrir bankann í tæpan áratug. Hann gerði hlé á akstri um tíma meðan hann var að ná sér eftir að- gerð á skjaldkirtli og vann þá létt- ari vinnu í ullarverksmiðjunni Framtíðinni. A þessum áram sem Jón var áætlunarbílstjóri gisti hann að jafn- aði á heimili foreldra minna, fyrst á Laugum á árunum 1942-1956 og eftir það í Hraungerði fram til þess tíma er hann gifti sig og setti sam- an heimili á Selfossi 1963, nærri fimmtugur að aldri. Fram að þeim tíma hafði hann ekki átt sér sitt eigið heimili en leigði sér herbergi í Reykjavík. Jón var dagfarsprúður maður og hjálpsamur um alla hluti. Hann var oft fenginn til að keyra fóik í ferðir auk áætlunarferða sinna, hvort sem var ungmennafélagið í sundferðir í Hveragerði eftir annríka daga við heyskap eða annað tildragelsi í sveitinni og nutum við frændfólkið þess, einnig var farin ein sunnu- dagsferð síðsumars með skyldfólk- inu í Túni. Þetta kom sér vel á ann- ars bfllausu heimili. Lipurð og háttvísi vora ein- kennandi þættir í fari Jóns. Hann hafði mikið yndi af hestum og oft var farið í útreiðartúra á sunnudög- um, og hann fór auk þess stundum í fjallferðir á haustin og naut sín vel í þeim ferðum. Hann var vel handlaginn til smíða eins og fleiri systkinin og snyrtimenni í allri um- gengni. Mér er minnisstætt hvern- ig hann hreinsaði og fægði stóran ljósahjálm með ótal kristöllum í't' Hraungerðiskirkju af mikilli nost- ursemi. A síðari árum ferðaðist hann nokkuð erlendis, bæði til Þýskalands, á slóðir Rutar konu sinnar og til ættingja hennar í Kan- ada, og naut þeirra ferðalaga. Hann gekk bömum Rutar, Hallfríði og Friðriki, í föður stað og var þeim góður uppalandi sem hans eigin börn væra og var mikill fjöl- skyldumaður. Þó að Jón væri ekki í slarkferð- um í Þórsmörk eða öræfaferðum gat oft verið erfitt að halda uppi áætlunarferðum yfir Hellisheiði á veturna. Ég minnist fyrstu ferðar minnar til Reykjavíkur með honum yfir fjallið gegnum mikla snjóraðn- 1 ' inga veturinn 1949 og aftur heim Krísuvíkurleiðina í mikilli dimmu. En með þessum flutningum þeirra bræðra færðu þeir heimilunum í Flóanum björg í bú, þungavöru jafnt sem hina smæstu hluti, sem vantaði til búsins. Alltaf voru þeir boðnir og búnir að útvega hvað sem vai’ og ekki spöraðu þeir fyrirhöfn að ná í það sem fólk vanhagaði um. Afurðir fluttu þeir aftur, bæði kartöflur og egg og annað það sem kaupfélagið og mjólkurbúið tóku t ekki við. Jón barst heldur ekki á í einkalífi sínu og lét ekki mikið fyrir sér fara. Hann átti víða vinum að fagna og er mér sérstaklega í huga fólkið í Tryggvaskála á Selfossi og syst- kinin frá Gaulverjabæ, börn Dags og Þórlaugar, búsett á Selfossi. Marga viðskiptavini átti hann og víða þurfti að stansa og þurfti mað- ur stundum sem ungur farþegi að hafa þolinmæði þegar erindin vora sem flest og manni fannst ekkert lát ætla að verða á snúningunum. Þeir bræður hétu eftir öfum sín- um, Bjarni eftir föðurafa sínum, Bjarna Eiríkssyni í Túni, sem drukknaði frá konu og ellefu börn- um árið 1897, því yngsta á fyrsta ~ ári, og Jón eftir móðurafa sínum, Jóni Guðmundssyni á Skeggjastöð- um í sömu sveit. Móður sína misstu þeir 1931 en faðir þeirra hélt áfram búskap með börnum sínum. Þeir urðu hvorugur bóndi en hugur þeirra beindist að hinum nýju at- vinnutækifæram þeirra tíma, bílun- um, og þeirri gerbyltingu atvinnu- hátta sem varð um þessar mundir í sveitum, er þeir vora að alast upp. Vagnaöldin var að renna sitt skeið og hesturinn að láta undan síga sem þarfasti þjónninn, en bíllinn að taka við. Þeir bræður tóku þátt í þessu ævintýri sem mörgum fannst bílaöldin vera. Þáttur þeirra í upp- byggingu þessara ára í sveitunum < og á Selfossi er ekki lítill og þeir vora tryggir sínum heimahögum, þar sem forfeður og formæður höfðu búið, í Túni frá 1823 og á Skeggjastöðum frá því um 1827. Bjarni var lengst af skráður til heimilis í Túni eða þangað til fyrir um tíu áram og þar var hann lengi vel vanur að halda jólin. Báðir fá þeir nú sína hinstu hvílu í kirkju- garðinum í Hraungerði, þai’ sem lengi var þeirra sóknarkirkja, í faðmi þeirrar sveitar er þeir unnu megnið af sínu lífsstarfi. Þeir voru _ um margt ólíkir að gerð, Bjarni-* meira maður einstaklingsframtaks- ins en Nonni fremur maður sam- vinnu en báðir öðlingar og bættu hvor annan upp í því sameiginlega lífsverki að þjóna sunnlenskum byggðum. Blessuð sé minning þeirra. Svavar Sigmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (13.05.2000)
https://timarit.is/issue/132865

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (13.05.2000)

Aðgerðir: