Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Réttar merkingar á matvörum skipta miklu máli Á umbúðum niðursuðurdósa á að koma fram hversu hátt hlut- fall er grænmeti eða ávextir og hversu hátt hlutfall er vökvi. Þær upplýsingar skorti t.d. í þessum tilfellum. Morgunblaðið/Porkell Framleiðendur eiga nú samkvæmt gildandi reglugerð að setja á sultukrukkur upplýsingar um hversu mikið af ávöxtum er í sultunni. Sumar þessara tegunda voru rétt merktar, en á aðrar vantaði upp- lýsingar um magn ávaxta. Næringargildi á að koma fram í 100 g og ef erlendir framleið- endur gefa það upp í öðrum skömmtum ber innflytjendum að bæta við næringargildi í 100 g. Hér er búið að útbúa miða með 100 g upplýsingum. Neytendur eiga að geta séð hvert geymslu- þol vörunnar er út frá „best fyrir“ dagsetn- ingu eða upplýsingum um siðasta neyslu- dag. Það tók þó ekki langan tíma að fínna nokkrar tegundir sem ekki voru merktar með þessum hætti. Framleiðendur ejga ávallt að geta vatns- magns í skinku. I mörgum tilfellum reynd- ust þeir vera búnir að koma þessum upp- lýsingum á umbúðir en skamman tíma tók þó að fínna þrjá aðila sem ekki voru búnir að koma þessum málum í lag. f sumum tilvikum var næringargildi gefið upp i skömmtum, t.d. bollatali eða stykkja- tali. f slíkum tilvikum eiga innflytjendur að bæta við upplýsingum um næringargildi í 100 grömmum. Útrunnar matvörur geta jafnvel verið skaðlegar heilsu manna Neytendur eiga rétt á að vita hvenær geymsluþol matvara rennur út, hversu miklu vatni er bætt í skinku og hversu mikið af ávöxtum er í sultu svo dæmi séu tekin. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir bað Guðrúnu Elísabetu Gunnarsdóttur, mat- vælafræðing hjá Hollustuvernd ríkisins, að ganga með sér um matvörumarkað og skoða merkingar á matvörum. ÝMSAR reglur eru í gildi um merkingar matvara sem miðast að því að upplýsa neytendur um geymsluþol matvæla, innihald og næringargildi. Framleiðendur og innflytjendur eru stöðugt að bæta umbúðamerkingar og nú heyrir t.d. til undantekninga ef vörur eru ekki geymsluþolsmerktar. Algengast er að matvörur séu merktar „best fyr- ir“ en kælivörur með stutt geymsluþol eru merktar með „síð- asta neysludegi“. Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir matvælafræðingur hjá Hollustu- vernd ríkisins segir að oft sé óhætt að neyta matvöru þótt komið sé framyfír uppgefinn geymslutíma en viðkvæmra matvæla eigi ekki að neyta þegar geymslutími er út- runninn. Hún segir enníremur að langt sé síðan kröfur um „best fyrir“ merk- ingar voru settar og því eigi þessar merkingar fyrir löngu að vera komnar á umbúðir. Þótt það heyri til undantekninga að vörur séu ekki merktar með þessum hætti tók það okkur ekki langa stund að finna bæði íslenskar vörur og erlendar sem ómögulegt var að sjá á að væru geymsluþolsmerktar. Eitt af því sem máli skiptir fyrir neytendur er að fá upplýsingar um næringargildi matvara. Það er þó ekki skylt að gefa upp næringar- gildi á umbúðum hér á landi, nema þegar lgötvörur eru annars vegar, eða verið er að fullyrða um næring- argildi vörunnar á umbúðum. Þeg- ar erlendir framleiðendur gefa upp næringargildi vöru í skammti þá þurfa innflytjendur að bæta við upplýsingum um næringargildi í 100 grömmum. Innflytjendur fengu frest til að koma þessum upp- lýsingum á umbúðir eftir að reglu- gerðin tók gildi og Guðrún segir að flestir séu þegar búnir að því en því miður ekki allir. í maí 1998 var sett reglugerð um kjöt og kjötvörur þar sem m.a. eru gerðar kröfur um merkingar á prósentuhlutfalli vatns sem bætt er í skinku. Þegar umbúðir voru skoð- aðar í vikunni reyndust margir vera búnir að koma þessum málum í lag. Engu að síður fundum við þrjá skinkuframleiðendur sem ekki eru með þessar upplýsingar á umbúð- um. Frestur til að koma þessum málum í lag rann, að sögn Guðrún- ar,út fyrir bráðum ári. Magn sykurs og ávaxta í sultum Þá á samkvæmt reglugerð um aldinsultur að setja á umbúðir upp- lýsingar um magn ávaxta og heild- armagn sykurs í 100 grömmum af vöru. Með því að hafa þessar upplýs- ingar geta neytendur komist nærri um gæði sultunnar. Sama má segja um grænmeti í niðursuðudósum. A umbúðum á skýrt að koma fram nettóinnihald og hve mikið af inni- haldi er grænmeti. Þegar umbúðir í matvöruverslunum voru skoðaðar með þetta í huga kom í ljós að sum- ir eru með merkingarnar í lagi en aðrir ekki. Járneitrun meöal barna The New York Times Syndicate. TALIÐ er að á hverju ári taki um 3000 smáböm í Bandaríkjunum of stóran skammt af jámi vegna þess að þau komist í fæðubótarefni eða fjölvítamín sem innhalda jám. Fjöldi þeirra bama sem fengið hafa jámeitrun hefur meira en tvö- faldast síðan um miðjan síðasta ára- tug, en ekki er fyllilega ljóst hveijar eru ástæður þessarar fjölgunar. Þrátt fyrir þetta deyja nú færri böm af völdum of stórs skammts af jámi, en slíkur skammtur getur valdið lifrar-, hjarta-, tauga- og magakvillum. Þetta era niðurstöður könnunar sem birtust í aprílhefti læknaritsins Southern Medical Joumal. Þrjátíu og sex 60 millígramma járntöflur, eða 120 barnafjölvíta- míntöflur með 15-18 millígrömm- um af jámi, geta orðið smábami að bana, og einn þriðji af þessu magni getur valdið alvarlegum skaða. Ráðlagður dagskammtur af jámi er 10 millígrömm á dag fyrir böm yngri en sex ára. C. Craig Morris, tölfræðingur Neytendaöryggisráðs Bandaríkj- anna, vann könnunina og byggði á gögnum um jámeitranartilfelli á ár- unum 1980 til 1996. Hann kvaðst telja að fjölgunin gæti að hluta til verið óvænt afleiðing tilrauna yfir- valda til að bæta neysluvenjur fá- tækra mæðra og bama þeirra. Morgunblaðið/Kristinn Fjöldi bama sem fengið hafa járneitmn í Bandaríkjunum hefur meira en tvöfaldast síðan um miðjan sfðasta áratug. Spurt og svarað um neytendamál Tekið er við notuðum sprautum hjá Sorpu Er tekið við notuðum spraut- um á öllum endurvinnslustöðv- um Sorpu? „Tekið er við notuðum spraut- um á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu en þær þarf að afhenda starfsmanni í traustum og hættu- lausum umbúðum,“ segir Sif Svavarsdóttir, kynningar- og fræðslufulltrúi Sorpu. „Um er að ræða plastbox sem ekki stingst í gegnum. Sprautun- um er síðan komið til Efnamót- tökunnar hf. í Gufunesi sem tek- ur á móti öllum spilliefnum í landinu," segir Sif. Upplýsingar um handslökkvitæki Hve margir innflytjendur eru með handslökkvitæki og hveijir fylla á þau? „Helstu innflytjendur á hand- slökkvitækjum á Reykjavíkur- svæðinu era Eldverk, Heildversl- un Olafs Gíslasonar, Securitas og Kolsýrahleðslan í Kópavogi,“ segir Guðmundur Vignir Óskars- son, formaður og framkvæmda- stjóri Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna. „Þá eru aðrir með t.d. bruna- slöngur og reykskynjara. Byko, Húsasmiðjan, Ellingsen og Skaftfell eru t.d. með hand- slökkvitæki til sölu frá þessum helstu innflytjendum og þá hafa bensínstöðvar verið með reyk- skynjara. Það era þessir helstu innflytj- endur sem sjá síðan um að fylla á tækin sem og sjá um viðhald þeirra. Það getur verið nokkur verð- munur á handslökkvitækjum. Þetta miðast við tegundir og líka við ástand gjaldmiðils í því landi þar sem tækin eru keypt. Einnig er alltaf einhver munur á gæðum tækjanna. Þá má að lokum geta þess að við hjá Landssambandi slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna höfum verið með heilmikið starf í tengslum við kennslu á hand- slökkvitækjum,“ segir Guðmund- Morgunblaðið/Árni Sæberg Geymsluþol eggja Af hverju eru egg í Nóatúns- verslununum ekki geymd í kæli og er ekki skaðlegt að geyma þau við stofuhita? „Það er ekki krafa heilbrigðis- yfirvalda að egg séu geymd í kæli í verslunum," segir Jón Þorsteinn Jónsson, markaðsstjóri Nóatúns- verslana. „Hins vegar eram við engu að síður um þessar mundir að vinna að því að koma eggjum í kæli í samvinnu við okkar stærsta byrgja í eggjum, Nes- búið. Ætlunin er að það komi kælar sem hægt verður að keyra grindunum með eggjunum inn í. Eg vona að þetta komist í gagnið í lok ársins. Þessir kæliskápar sem um er að ræða eru miðaðir við kjörhitastig fyrir egg sem er 7 til 12 gráður. Það má þó geta þess að sala á eggjum í Nóatúnsverslununum er mjög hröð. Öll egg á baksvæðum verslananna eru í kæli en í sjálf- um verslununum eru þau bæði í ókældu rými og kældu,“ segir Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (13.05.2000)
https://timarit.is/issue/132865

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (13.05.2000)

Aðgerðir: