Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 24

Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 24
24 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ EFA gerir tilboð í öll hlutabráf í Kaupási hf. Stefnt að skrán- ingu á næsta ári EFA (Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn) hefur gert tilboð í öll hluta- bréf í Kaupási hf. og hafa núverandi eigendur félagsins samþykkt það. Tilboðið er skilyrt af EFA hálfu og mun endanleg niðurstaða liggja fyrir síðar í þessum mánuði. Fram til þess tíma verður unnið að kostgæfnisút- tekt á félaginu samhliða því að EFA mun hefja viðræður við væntanlega þátttakendur í þessum kaupum. Tilboð EFA var sett fram eftir við- ræður við eigendur Kaupáss hf. um fjárfestingu í félaginu fyrir milli- göngu íslandsbanka F&M. Markmið EFA með tilboðinu er að mynda hóp fjárfesta, bæði helstu eigenda og fag- fjárfesta, sem saman myndu standa að skráningu Kaupáss hf. á næsta ári. Áhugaverður fjárfestingarkostur Gylfi Ambjömsson, framkvæmda- stjóri EFA, sagði í samtali við Morg- unblaðið að það væri trú EFA að hér væri um áhugaverðan fjárfestingar- kost að ræða, en EFA væri stöðugt meðal annars að leita að tækifærum til að fjárfesta í fyrirtækjum, sem henta til skráningar á hlutabréfa- markaði. Vöxtur Kaupáss hf. hefði verið mikill undanfarin misseri og staða félagsins á dagvörumarkaði væri sterk. Kaupás hf. er næst- stærsta verslunarkeðja landsins og rekur verslanimar Nóatún og 11-11 á höfuðborgarsvæðinu og KÁ á Suður- landi. Einar Öm Jónsson, stjórnarfor- maður Kaupáss, sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæða væntan- legrar sölu á fyrirtækinu sé einfald- lega sú að mjög álitlegt tilboð hafi borist. Að öðm leyti vildi hann ekki tjá sig um tilboðið. Nýherji og íslandsnet opna nýja verslunarmiðstöð á Strik.is ÍSLANDSNET ehf. og Nýherji hf. W-1 MsKÍMEf hafa undirritað samning um smíði og rekstur verslunarmiðstöðvar á “ Netinu sem staðsett verður á Strik.is. I tilkynningu um samninginn kemur fram að verslunareigendum og fyrirtækjum verði boðið að setja upp verslun í eigin nafni, en versl- anirnar verða hýstar hjá Islands- neti og munu neytendur geta nálg- ast þær á Strikinu www.strik.is og/eða eftir slóðum einstakra verslana. Nýherji hefur þýtt og aðlagað verslunarhugbúnað frá IBM sem er tilbúin rafræn verslun þar sem boðið verður upp á greiðslu sam- kvæmt SET-staðli. Hvert fyrirtæki þarf síðan aðeins að stilla upp vör- um og tilboðum. Til að nota búnað- inn þarf hvorki tæknimann eða sérfræðing, en allt sem þarf er vafri og internetsamband. Reynsla af almennri notkun tölva er full- nægjandi auk þess sem Nýherji mun bjóða verslunareigendum fría Iciðsögn um uppsctningu tilboða, greiðslumiðlun og annað sem við- kemur rekstri á Netinu. Stofnkostnaður fyrirtækja sem ákveða að taka skrefið til fulls og hefja verslun á Netinu verður 48 Frá undirritun samnings Nýheija og íslandsnets. Frá vinstri eru Finnur Thorlacius, markaðsstjóri Nýheija, Kristján Jóhannsson, framkvæmda- stjóri hugbúnaðarsviðs Nýheija, Ásgeir Friðgeirsson, framkvæmdastjóri íslandsnets og Svavar Benediktsson, verkefnisstjóri hjá íslandsneti. þúsund krónur án virðisauka- skatts. Verslunin verður opnuð 15. júní 2000 og hefur Svavar Bene- diktsson verið ráðinn verkefnis- stjóri. Pólsk-fslenskur viðskiptadagur Morgunblaóiö/Ásdís Forseti Póllands, Aleksander Kwasniewski, ávarpar þátttakendur á pólsk- íslenskum viðskiptadegi. Miklir ónýttir möguleikar VERSLUNARRAÐ Islands hélt síðastliðinn fimmtudag pólsk-ís- lenskan viðskiptadag í tengslum við heimsókn Alexanders Kwasni- ewskis, forseta Póllands, hingað til lands. Þátttakendur voru aðilar úr pólsku og íslensku viðskiptalífi auk aðstoðarráðherra frá Póllandi. Að loknum ávörpum forseta beggja landanna voru flutt erindi til kynn- ingar á pólsku og íslensku efna- hags- og atvinnulífi. Aðstoðarráðherra úr fjármála- ráðuneyti Póllands, Bernard Blaszczyk, ræddi málin almennt og lagði áherslu á að Pólland væri op- ið og frjálst hagkerfi og að aðild að Evrópusambandinu væri forgangs- atriði. Hann sagði mikinn við- skiptahalla í landinu, en hann staf- aði aðallega af fjárfestingum, bæði vegna lántöku og mikilla fjárfest- inga útlendinga. Lýsti hann ánægju með að skipasmíðastöðvar í Póllandi uppfylltu íslenskar gæðakröfur og væru samkeppnis- færar í verði, því skipasmíðar væru mikilvægar fyrir Pólland og landið væri fimmti mesti skipa- framleiðandi í heimi. Sagðist hann viss um að viðskipti landanna myndu aukast og taldi ónýtta möguleika á ýmsum sviðum. Ódýrt og gott vinnuafl Adam Pwlowicz, forseti stofnun- ar sem sinnir erlendri fjárfestingu í Póllandi, nefndi sérstaklega þrjár A Utboðsgengi Húsasmiðj- unnar 18,35 HLUTAFJÁRÚTBOÐ Húsasmiðj- unnar hefst á mánudag. Fjárhæð út- boðsins er 84.210.792 krónur og er um að ræða 30% áður útgefins hlutafjár. Sala hlutabréfanna er tvískipt. Hlutabréf að nafnverði 42.105.396 krónur, eða 15% hlutafjár, verða seld í almennri áskriftarsölu á genginu 18,35. Almenn áskriftarsala stendur frá mánudeginum 15. maí til kl. 16:00 þann 18. maí. Hlutabréf að nafnverði 42.105.396 krónur, eða 155 hlutafjár, verða seld í tilboðssölu og er hverjum tilboðsgjafa heimilt að gera tilboð í allt að 5% hlutafjár. Lágmarksgengi í tilboðs- sölu er 18,35 en tilboðssala stendur frá 15. maí til kl. 16:0019. maí. Hverjum kaupanda er heimilt að skrá sig fyrir hlutabréfum allt að 110 þúsund krónum að nafnverði en að lágmarki 2 þúsund krónum að nafn- verði í almennri sölu. Stjóm Verðbréfaþings íslands hef- ur samþykkt að taka á skrá öll hluta- bréf Húsasmiðjunnar hf., að nafn- verði 280.702.640 krónur, að loknu útboði enda hafi Húsasmiðjan upp- fyllt öll skilyrði skráningar. Íslandsbanki-F&M hefur umsjón með útboðinu. Óvænt tap á rekstri SAS-flugfélagsins TAP SAS-flugfélagsins fyrstu þrjá mánuði ársins nam um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna en á sama tíma í fyrra var tapið um 93 milljónir króna að því er segir í Berl- ingske Tidende. Flestir markaðs- sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir góðum hagnaði af rekstri SAS og könnun, sem gerð var skömmu áður en uppgjör SAS fyrir fyrsta ársfjórð- ung var birt, sýndi að markaðssér- fræðingar höfðu reiknað með um 11,6 milljarða króna hagnaði þegar leiðrétt hefur verið vegna sölu bréfa í British Midland sem ekki fellur til fyrr en á næsta fjórðungi. Eldsneytiskostnaður mun meiri en í fyrra Hækkandi verð á eldsneyti hefur komið niður á rekstri SAS eins og annarra flugfélaga en kostnaður fé- lagsins jókst um 3,1 milljarð króna vegna hækkana á bensíni á heims- markaði. Þó er ljóst að hagnaðurinn hefði verið mun minni en vænst var jafnvel þótt verð á eldsneyti til fé- lagsins hefði haldist óbreytt. Einn Frumherji hf. kaupir Athugun hf. FRUMHERJI hf. hefur keypt allt hlutafé Athugunar hf., sem er skoð- unarstofa á ökutækjasviði sem starf- rækir eina skoðunarstöð í Reykja- vík, og að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings ís- lands er kaupverð hlutabréfanna er 25 miHjónir króna. Velta Athugunar hf. á síðasta ári var 39 milljónir króna og hagnaður ársins 181 þúsund krónur, en hlutafé Athugunar hf. er 25 milljónir króna. Sex starfsmenn eru starfandi hjá fé- laginu. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvenær félögin sam- einast, en með kaupunum er reiknað með að fram náist talsverð samlegð- aráhrif. markaðssérfræðinga sem rætt var við sagði að afkoma félagsins ylli sér miklum vonbrigðum og það hefði komið sér á óvart hversu mikið elds- neytiskostnaðurinn hefði hækkað og í raun skorti allar skýringar á því frá félaginu. Hann tók þó fram að áætlanir SAS um almennan sparnað og aðhald hafi gengið vel og sala á ferðum einnig þannig að allt væri þetta að stefna í rétta átt. Verð bréfa SAS lækkaði engu að síður um rúmar níu krónur íslenskar á verðbréfamarkaðinum í Danmörku. Stjómendur SAS gera ráð fyrir að um 7,6 milljarða króna hagnaði af rekstri félagsins á árinu og þar við bætast svo væntanlega um tólf millj- arðar vegna sölu á flugvélum og hlutabréfum í öðrum félögum. Sala á ferðum til og frá Skandinavíu heldur enn áfram að aukast og mun meira selst í dýrari sæti hjá SAS en áður; farþegum á viðskiptafarrými hjá SAS fjölgaði um 5% fyrstu þrjá mán- uði ársins og um þriðjungur allrar sölunnar var í dýrari sæti. Farþeg- um sem félagið flutti fjölgaði um 6% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. ástæður þess að ákjósanlegt væri að eiga viðskipti í Póllandi. Hann nefndi í fyrsta lagi staðsetningu landsins, því það væri í Evrópu miðri hvort sem litið væri á breiddar- eða lengdargráður. I annan stað sagði hann markaðinn stóran, en íbúar eru tæpar 40 milljónir. í þriðja lagi sagði hann vinnuafl bæði ódýrt og gott. At- vinnuleysi væri um 14% og mikið af ungu vel menntuðu fólki væri að koma á vinnumarkaðinn. Forstjóri skipasmíðastöðvar í borginni Gdynia sagði samstarf landanna tveggja í skipasmíðum hafa hafist árið 1972. Hann lagði sérstaka áherslu á að samstarf milli skipasmíðastöðva hér á landi og í Póllandi væri góður kostur og nefndi sem dæmi að hægt væri að smíða skipsskrokkinn í Póllandi en klára smíðina hér á landi. Tækifæri í fiskvinnslu Aðstoðarráðherra í ráðuneyti landbúnaðar og hinna dreifðu byggða í Póllandi sagði viðskipti með fisk í landinu vera mikil. Inn- flutningur væri um 280 þúsund tonn og útflutningur 150 þúsund tonn. Margar fiskvinnslur upp- fylltu skilyrði ESB og aukið sam- starf á því sviði væri beggja hag- ur. Forstjóri stálvinnslu í Gdansk sagði fyrirtæki sitt ekki aðeins geta framleitt stóra hluti eins og menn gerðu yfirleitt ráð fyrir, heldur byggi fyrirtækið einnig yfir tækniþekkingu til að vinna flókna hluti sem krefðust mikillar ná- kvæmni. Sagði hann fyrirtækið uppfylla staðal sem væri sambæri- legur við ISO 9001. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, greindi frá stöðu og horfum í ís- lenskum efnahagsmálum og Frið- rik Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Vélasölunnar, sagði frá góðri reynslu sinni af viðskiptum við Pólland. Hann hefur í þrjá áratugi átt viðskipti við landið og sagði margt hafa breyst frá því fást þurfti við skrifræðið á tímum kommúnismans. Loks flutti Garðar Valdimarsson, einn af eigendum Taxis, erindi um alþjóðleg við- skiptafélög og þá möguleika sem opnast hefðu við lagasetningu um þau á Alþingi í fyrra. -------------------- Bakkavör á genginu 6,45 HLUTABRÉF Bakkavör Group hf. voru skráð á Aðallista Verðbréfa- þings íslands í gær og voru fern við- skipti með bréf félagsins fyrir sam- tals 2,9 milljónir króna á genginu 6,25-6,45. Þetta er 14%-17% yfir útboðs- gengi bréfa félagsins, sem var 5,5, en í tilboðssölu var gengið 6,72. Skráð hlutafé félagsins er 499.470.002 krónur að nafnverði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.