Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 68
18 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Lærum af reynslunni á Samfylkingarinnar voru tekin upp málefni innflytjenda. Það er sjaldan rætt um þessi málefni í stjórnmála- flokkum, og því fagna ég þessari umræðu. Hér vil ég sjálfur taka þátt í umræðunni með rs#>ví að deila reynslu minni sem Japani, bú- settur á Islandi. Varðandi fordóma og misrétti gagnvart fólki af öðru þjóðerni og menningu sem er öðru- vísi en manns eigin, eigum við Japanir sérstaka sögu. Fyrri hluti sögu Japans á þessari öld er saga hamslausrar föðurlandsástar og misréttis gagnvart nágrannaþjóð- um, sem endaði með gífurlegu of- beldi í Asíulöndum, þ.á m. Japan sjálfu. Síðan árið 1945 höfum við Japanir lært ýmislegt af þessari beisku reynslu okkar. Það sem ég get bent á er þetta: Fordómar og misrétti koma í ljós hjá þolendum þess, en ekki hjá gerendum. Að læra um fordóma eða órétt- læti hefst með því að hlusta á þolendurna, þrátt fyrir að það geti stungið hjörtu okkarv Snúum okkur til ís- lands. Mér sýnist að á íslandi séu sýnilegir fordómar litlir í saman- burði við önnur evrópsk lönd. En hvað um hina hlið fordóma og mismununar, sem sagt ósýnilega fordóma og mismunun? Þeir eru vissulega til hér á landi. Ósýnilegir fordómar eru nefndir „duldir fordómar“. Þeir birtast á ýmsan hátt í þjóðfélaginu eins og t.d. í lélegri þjónustu við útlendinga í stofnunum eða samskiptaleysi á vinnustöðum. í stuttu máli sagt, að mínu mati, eru ósýnilegir fordómar það að líta niður á útlendinga yfir- leitt. Það er almenn ímynd eins og að allir frá Asíu- og Afríkulöndum séu illa menntaðir og með fátækan upp- runa, og þess vegna eigi þeir alltaf að læra af evrópskum löndum. Ég held að þess konar hugmyndaeinstefna sé talsvert sterk í íslensku þjóðfélagi. Það má segja að flóð upplýsinga frá fjölmiðlum sem eingöngu fjalla um fátækt eða önnur vandamál í As- íu- eða Afríkulöndum búi til þessa staðalmynd í huga okkar. Ósýnilegt misrétti er svolítið öðru- vísi en duldir fordómar. I lögfræði er talað um eðlilega aðgreiningu. Það þýðir að aðgreining sé ekki alltaf mismunun eða misrétti. T.d. getur eldra fólk notið ódýrari opinberrar þjónustu, en við mótmælum því ekki, þar sem okkur fmnst það hagsmunir allra og réttlæti, þ.e. eðlileg aðgrein- ing. Aðgreini þjóðfélag hins vegar til- tekinn hóp manna frá öðrum, án skynsamlegrar ástæðu, er það mis- munun. En við þurfum að vekja at- hygli á því að oft er litið á slíka mis- munun sem eðlilega aðgreiningu. Tökum dæmi. Innflytjendur frá löndum utan EES verða að sækja um atvinnuleyfi í bytjun í gegnum vinnuveitendur sína. Hér er um tvö mál að ræða. Annað er að þetta er í rauninni réttur atvinnurekanda til að ráða erlendan mann í sína þágu en ekki réttur hins erlenda manns til að framfleyta sér. Hitt málið er að viðkomandi erl- endur maður verður að bíða eftir svari frá stéttarfélagi og stéttarfé- lagið skoðar vinnumarkaðinn fyrst til að gefa íslendingum forgang. Rökin eru að vernda þurfí hagsmuni Islendinga fyrst og fremst, en er þetta eðlileg aðgreining? Mér finnst Innflytjendur Fordómar og þjóðernis- misrétti skaða að sjálfsögðu þolendur þess, segir Toshiki Toma. En að lokum skaðast einnig ger- andinn sjálfur. það ekki. Af því að þetta er á móti þeirri einföldu staðreynd að útlend- ingar þurfa að vinna til að borða al- veg eins og íslendingar. Hvernig er hægt að neita nokkrum um þessar grunnþarfir? Einnig er hér mismun- un til staðar milli útlendinga, aðeins eftir því frá hvaða landi þeir koma. Hvað eigum við þá að gera? Er hægt að samræma hagsmuni og rétt- indi bæði íslendinga og innflytj- enda? Eins og við vitum vel eru KRISTIN TRÚ í ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000 Kópavogshátíð Kirkjudagur sunnudag 14. maí íþróttahúsinu í Smáranum SKRÚÐGÖNGUR • TÓNLIST • LOFGJÖRÐ • GOSPEL GUÐSÞJÓNUSTA • BARNAKÓRAR • KIRKJUKÓRAR • KÓR ALDRAÐRA BLÁSARAR • HLUTAVELTA • HESTAR • VEITINGAR Dagskra: kl. 12.30 Skrúðgöngur leggja af stað frá Kópavogskirkju, Hjallakirkju og Digraneskirkju, áleiðis að íþróttahúsinu í Smáranum. Skólahljómsveit Kópavogs verður í göngunum. kl. 13.00 Tónlist; lofgjörðasveitir KEFAS, Krossins og Vegarins flytja lofgjörðar- og gospel-tónlist kl. 14.00 Guðsþjónusta, prestar Kópavogskirkju, Digraneskirkju og Hjallakirkju, þjóna fyrir altari og flytja predikun. Kórar kirkjanna og organistar,ásamt blásumm annast tónlistina. ld. 15.00 Söngur bamakóra, kórs aldraðra ásamt fleiri tónlistaratriðum. Mætum öll hress og kát í Smárann sunnudaginn 14. maí Aðalstyrktaraðilar kristnitökuliátíðar Reykjavíkurprófastsdœma eru: Seldar verða veitingar, einnig verður hlutavelta og börnum gefin kostur á að komast á hestbak. ÍSLANDSBANKI SÍMINN mannréttindi kjarni stjórnmála í lýð- ræðisþjóðfélagi. Forsendamannrétt- inda er sú hugmynd að mannkynið allt sé jafningjar, sem sagt jafnrétti mannkyns. „Jafnrétti mannkyns" eru stór orð. Staða fólks sem birtist í raun- veruleikanum er alls ekki jöfn. Hún er ekki eins og Esjan, sem er alltaf til staðar án tillits til þess hvort við tökum eftir henni eða ekki. „Jafn- rétti mannkyns" er eitthvað sem við eigum að miða að og sanna í sögu okkar. Stundum virðist jafnrétti mannkyns vera á móti hagsmunum íslendinga um stundarbil. Sumir segja að íslendingar skuli læra af reynslu bræðralandanna, og vera meira lokað fyrir innflytjendum til landsins. Það gæti verið hægt að læra á þann þröngsýna hátt. En mér sýnist betra að læra í víð- ara samhengi og með víðara sjónar- horn. Þjóð sem er áhugalaus um að bæta lífsaðstæður í landi sínu mun að lokum staðna. Þjóð sem er af- skiptalaus um að vemda mannrétt- indi annarra mun skaða sjálfsmynd sína. Þjóð sem gefur engan gaum að alþjóðlegri samvirkni mun þjást á eftir. Saga Japans, Þýskalands, So- vétríkjanna eða Iraks kennir okkur það. Er ekki meiri fyrirhyggja að læra svona atriði úr sögu alheims- ins? Akvörðun sem byggist á jafn- rétti mannkyns borgar sig að lokum ef til langs tíma er lítið. í þessu samhengi vil ég benda á þrjá punkta sem ég tel nauðsynlega. 1. Innflytjendur eru jafningjar ís- lendinga. Allt verður að byggjast á þessari fullyrðingu. Þess vegna er kjarni innflytjendamála jafnrétti á milli innflytjenda og íslendinga. Umburðarlyndi er mikilvægt í lifi hvers og eins okkar, en við skulum ekki blanda þessum tveimur hug- myndum saman. 2. Hjá lýðræðisþjóð ber meirihlut- inn alltaf ábyrgð á hagsmunum minnihlutans. Ábyrgð segi ég, en ekki stjórn á minnihlutanum. Þetta er aðeins hægt með því að koma á samræðum við innflytjendur. I stefnumótun ríkisins vil ég meina að enn sé litið á innflytjendur sem við- takendur kannana, en ekki sem sam- starfsaðila á jafnréttisgrundvelli. Og jafnframt þurfum við innflytjendur sjálfir að vera reiðubúnir að tjá skoð- un okkar opinberlega til að opna um- ræður fyrir alla. 3. Innflytjendamál endurspegla sjálfsmynd íslendinga, hvers konar samfélag vilja þeir byggja í landi sínu, eða hverju eru þeir stoltir af hjá sjálfum sér? Eins og ég sagði í upphafi, á heimaland mitt beiska sögu varðandi fordóma og misrétti. Þessi beiskja situr ennþá eftir í minni kynslóð, sem þó er fædd löngu eftir að þessir atburðir áttu sér stað. Fordómar og þjóðernismisrétti skaða að sjálfsögðu þolendur þess. En að lokum skaðast einnig gera- ndinn sjálfur. Þess vegna verðum við að berjast gegn fordómum og órétt- læti á jörðinni til þess að vernda okk- ur sjálf og börn okkar. Guð hjálpi okkur. Höfundur er prestur innflyljenda á Biskupsstofu. Fangaóu athygli! HL Displeay göcuskilci Margar geróir, cilboósveró í maí M Háteigsvegi 7 Sími511 1100 Weleda hárvatn gegn flösu og hárlosi ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 s. 5512136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (13.05.2000)
https://timarit.is/issue/132865

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (13.05.2000)

Aðgerðir: