Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 42

Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 42
42 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Áfengismál Tengsl verðs og kynsjúk- dóma Netið Leiða geðkvillar til net- fíknar? Lyf Varúð sögð nauðsynleg erlendis Sálfræði Fjallað um meðferð við kvíða Að ýmsu þarf að huga fyrir ferðalagið Algengt að ferða- menn fái MÖRGUM ferðamönnum eru seld áhrifa- laus eða jafnvel hættuleg lyf þegar þeir fara í apótek erlendis, að því er bresku neytendasamtökin greina frá. í fréttum breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að könnun á vegum samtakanna hafi leitt í ljós að erlendir lyfsalar spyrji yfirleitt ekki um einkenni. Af þeim 54 lyfsölum sem heimsóttir voru í Barcelona, Kaíró og Istanbúl seldi ein- ungis einn af hverjum fjórum lyf sem voru að öllu leyti rétt miðað við aðstæður. Sum lyfjanna sem seld voru við algengum kvill- um á borð við magaverk, hósta og kvefi gátu jafnvel verið hættuleg. Óleyfileg lyf í Egyptalandi og Tyrklandi var rann- sakendum selt sýklalyf við niðurgangi, en í Bretlandi fæst lyfíð einungis gegn lyfseðli. I þrem egypskum lyfjabúðum var seld sýklalyfjablanda sem virkar lítt gegn nið- urgangi og hefur verið bönnuð í mörgum löndum. í öllum lyfjabúðum sem heimsótt- ar voru á Spáni var selt rétt lyf við niður- gangi. Tveir tyrkneskir lyfsalar seldu pensilín án þess að spyrja um hugsanlegt ofnæmi og í einni egypskri lyfjabúð var seld hósta- saft sem innihélt efnið oxeladín, sem er bannað í mörgum löndum því talið er að það kunni að valda krabbameini. Enginn lyfsalanna sem könnunin náði til lagði áherslu á nauðsyn þess að nægur vökvi væri drukkinn með lyfjunum og í röng lyf nokkrum verslunum voru seld lyf sem geta verið skaðleg fólki með of háan blóðþrýst- ing. Patricia Yates, ritstjóri netritsins Holi- day Which? sagði að þeir sem hefðu af því áhyggjur að fá ekki rétt lyf keypt erlendis þyrftu að gæta þess að taka með sér lyfja- búr í ferðalagið til að geta brugðist við al- gengustu kvillum sem ferðamenn ættu við að glíma. Jafnframt þyrftu þeir sem notuðu lyf reglulega að þekkja heiti þeirra virku efna sem það hefði að geyma til að koma í veg fyrir mistök í lyfjabúðinni (sjá með- fylgjandi grein). Tungumálakunnátta Talsmaður Konunglega lyfjafræðifélags- ins (Pharmaceutical Society of Great Brit- ain) sagði að samskipti væru lykilatriði: „Fari menn í lyfjabúð þar sem kunnátta starfsfólks í erlendum tungumálum er eng- in eiga þeir að leita uppi annað fyrirtæki þar sem fagfólk ræður við önnur mál en eigin þjóðtungu. A ferðamannastöðum á það að vera auðvelt. Ef boðið er fram lyf sem framleitt er í viðkomandi landi og ferðamaðurinn er á framandi slóðum er ráðlegt að spyrja hvort ekki sé til lyf með sama virka efni sem framleitt er í Banda- ríkjunum eða Evrópu." • Tenglar Landlæknisembættið:www.landlaekn- ir.is CDC - bandarísk ríkisstofnun:www.cdc.- gov/travel/ Reuters Lyfin mega ekki gleymast þegar lagt er af stað í ferðalagið og hyggilegt er að taka þess meira með þegar haldið er á framandi slóðir. Úr Islensku lyf|abókinni Ferðaapótek Fólk sem tekur lyf að staðaldri ætti að taka með sér nægilegt magn af lyfjum sínum svo það endist þeim alla fei-ðina. I sumum löndum eru hættuleg efni í lyfjum sem seld eru án lyf- seðils við algengum kvillum eins og niður- gangi. Á stöku stað eni fólki gefnar sprautur í lyfjabúðum og er ekki víst að þær séu ætíð sótthreinsaðar. Þeir sem þurfa á sprautum að halda, t.d. sykursýkisjúklingar, ættu að hafa nægilegt magn af eigin nálum og sprautum með í ferðinni. Hér á eftir fer tafla yfir ferða- apótek hins almenna ferðalangs. Það fer að sjálfsögðu eftir þörfum og áfangastað hvort menn hafa þetta allt með sér. Sé ferðinni heitið annað en til hinna venjulegu ferðamanna- staða, á staði þar sem búast má við að erfið- lega gangi að ná til læknis, þarf stundum að bæta við þennan lista. 1. Nægilegt magn af þeim lyfjum sem menn þurfa að taka að staðaldri. 2. Sárabindi og plástur. 3. Skordýrafælandi úði eða smyrsl. 4. Sólaráburður. 5. Joðlausn (2% joðspritt), klórhexidín (Hibiclens) eða aðrar upplausnir til sótt- hreinsunar sára. 6. Væg verkjalyf (t.d. Magnyl eða para- setamól). 7. Sýrubindandi lyf. 8. Lyf við ferðavciki. 9. Niðurgangslyf, t.d loperamid (Im- odium) eða diphenoxylat (Retardin). 10. Malaríulyf: Klórókín (Avloclor), proguaníl (Paludrine) eða meflókín (Lari- am) eftir því sein við á. • Á Netinu: www.netdoktor.is Ergagn aðsálfræðilegri meðferð viðkvíða? Gylfi Ásmundsson sálfræðingur svarar spurningum lesenda Spurning: í síðasta pistli þínum var fjallað lítillega um kvíða, en ég vildi gjarnan fá að heyra meira. Hverjar eru þær sálfræði- legu aðferðir sem þekktar eru til að vinna gegn og ná tökum á kvíða? Gagnast þær öllum og í hverju er meðferðin fólgin? Ligg- ur fyrir hver langtímaárangurinn er þegar slíkum aðferðum er beitt? Svar: Það hefur oft verið spurt um kvíða í þessum pistlum, enda er það sá geðræni kvilli sem þjáir flest fólk í einni eða annarri mynd. Þetta mátti einnig glöggt sjá af mikilli þátttöku almennings í námskeiði Háskóla íslands um sálfræði daglegs lífs, sem hófst um daginn með fyrirlestri Odda Erlingssonar sálfræðings um kvíða. Margar spurningar um kvíða brunnu á fólki og gafst naumast tækifæri til að svara þeim öllum. Eins og fram kom í síðasta pistli er kvíði heilbrigð tilfinning upp að vissu marki og langflestir finna stundum fyrir kvíða. Hins vegar getur kvíði orðið að sjúk- dómseinkenni sem lamar starfs- hæfni og veldur mikilli vanlíðan. Kvíði er af margvíslegu tagi. Hann getur verið óskilgreindur og beinist ekki að neinu sérstöku (free-floating), eða hann getur verið bundinn tilteknum kring- umstæðum, svo sem að kvíða fyr- ir einhverju yfirvofandi, kvíða fyrir eða ótta við ákveðna hluti eða aðstæður (fælni), kvíði sem stafar af áföllum og missi, og minningum um atburði sem hafa fengið mikið á fólk (áfallaröskun). Kvíði getur verið raunhæfur og að því leyti eðlilegur, en oftast er hann óraunhæfur og ástæðulaus, þótt viðkomandi geti ekki við það ráðið. Oft fylgja kvíðanum sterk líkamleg einkenni, eins og hjart- sláttur og svitakóf, og stundum eru það þessi skilaboð frá líkam- anum, sem vekja kvíðann frekar en öfugt. Kvíði er skilgreindur sem hugsýki, en hann er iðulega fylgifiskur annarra geðsjúkdóma, t.d. þunglyndis, geðklofa eða mis- notkunar vímuefna og verður stundum mest áberandi þátturinn í líðan þeirra sem af þeim þjást. Hann litar því að meira eða minna leyti geðrænt ástand fólks. Sálfræðilegar aðferðir til að ráða bót á kvíða eru margskonar, en mætti ef til vill skipta þeim í tvo flokka. Annars vegar eru sállækn- ingar sem byggjast á sáleflis- fræðilegum grunni sem rekja má til kenninga um sálkönnun. Þetta er viðtalsmeðferð, þar sem sjúk- lingurinn fær tækifæri til að tjá sínar innstu hugsanir og tilfinn- ingar, draga þær fram í dagsljós- ið og horfast í augu við þær. Með því fær hann innsæi og skilning á sjálfum sér. Þegar fólk hefur við- varandi óskilgreindan kvíða sem ekki beinist að neinu sérstöku stafar það venjulega af innra ör- yggisleysi og óleystri togstreitu sem oft má rekja til tilímninga- legra tengsla við sína nánustu eða löngu gleymdra atburða, stundum frá bernsku. Viðtalsmeðferð af þessu tagi er til þess fallin að draga þessa togstreitu fram og vinna úr henni, og með því efla sjálfsvitundina, sem færir með sér meiri öryggiskennd og betri líðan. Hins vegar eru atferlislækning- ar, sem hafa gefist mjög vel þeg- ar kvíðinn er vel skilgreindur, t.d. ótti við einhverjar kringumstæður eða hluti (fælni). Þetta eru oftast fljótvirkari aðferðir en viðtals- meðferðin sem lýst er hér að of- an. í atferlislækningum er slökun veigamikill þáttur í meðferðinni. Þá er sjúklingnum hjálpað til að komast í þægilegt slökunarástand með sefjun. Hann er síðan látinn ímynda sér þær kringumstæður sem valda honum kvíða, en vegna hins þægilega ástands vekur það ekki sama kvíða og áður og smám saman við endurtekningu hverfur kvíðinn við þessi tilteknu áreiti og hann getur kvíðalaus mætt þeim í daglegu lífí. Á síðari árum er far- ið að beita nýrri aðferð sem runn- in er frá atferlislækningum, en líkist þó að ýmsu leyti viðtalsmeð- ferð. Þetta er hugræn meðferð, sem beinist að því að leiðrétta „rangar“ hugsanir, sem hleypa kvíðanum af stað. Eins og áður segir er kvíðinn oftast óraunhæf- ur og stundum stafar hann af alls óraunhæfum kröfum sem viðkom- andi gerir til sjálfs sín. Nemandi sem er að fara í próf hugsar með sjálfum sér, að ef hann fái ekki hæstu einkunn sé hans alls ómögulegur og misheppnaður maður. Sá sem þarf að koma fram fyrir fólki óttast að hann verði sér til skammar ef hann gerir ekki allt fullkomlega rétt. Sviðsskrekk- ur leikara er algengur, jafnvel hjá þeim sem hafa áratuga reynslu og alltaf leysa hlutverk sín vel af hendi. Óttinn við minnstu mistök getur valdið þeim miklum kvíða. Hugræn meðferð miðar að því að gera hugsanimar raunsærri og þar með að koma í veg fyrir að þær valdi óraunhæfum kvíða. Sálfræðilegar aðferðir við kvíða hafa reynst mjög vel og árangur þeirra fer batnandi með bættri tækni og betri skilningi á eðli þessara vandamála, og flestir geta haft af þeim gagn. Þær eru yfirleitt ekki eins fljótvirkar og lyfjameðferð, en þær eru varan- legri og þegar til lengri tíma er litið kostnaðarminni. Algengt er að lyfjameðferð og sálfræðileg meðferð við kvíða fari saman og þykir það yfirleitt gefa hvað besta raun. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 i síma 5691100 og brcfum eða símbréfum merkt:Viku- lok, Fax:5691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.