Morgunblaðið - 13.05.2000, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 13.05.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 63 ----------------------mz Morgunblaðið vitnar í samræður manna á samfylking.is Á HINU nýja vefsvæði Samfylk- ingarinnai’, samíylking.is, er um- ræðusvæði þar sem menn geta skiptst á skoðunum hver við annan. Til að geta tekið þátt í umræðum þarf að skrá sig sérstaklega inn með nafni og kennitölu, þar sem stefnan er að allir sem þar skrifa geri það undir fullu nafni. Markmiðið með því er að auka vægi umræðunnar og koma í jafn opinskáum hætti ef fyrir liggi að Morgunblaðið muni birta skrif þeirra. Við uppbyggingu samfylking.is er leitast við að nýta þá gagnvirku möguleika sem Netið býður upp á til þess að virkja samfylkingarfólk og aðra til þátttöku í orðræðu um stjóm- mál. Þessi aðgerð Morgunblaðsins hefur svo sannarlega sett strik í reikninginn. Við viijum gjama hafa umræðuna opna en við viljum halda henni á umræðusvæðinu okkar, þessi umræða á ekki að birtast annars stað- ar, þetta em samræður milli manna. Við á samfylking.is ætlum ekki að loka umræðunni hjá okkur, hún verð- ur áfram öllum opin. Ég fer hins veg- ar fram á það við Morgunblaðið og ritstjóra þess að þeir beini því til starfsmanna sinna að þeir virði þær óskráðu reglur að menn vitni ekki í um- ræðu sem fram fer fyr- ir opnum tjöldum á Netinu. Ef Morgun- blaðið hefur í hyggju að halda áfram að birta út- drætti úr samræðum manna á samfylking.is er það um leið að hafa áhrif á eðli þeirrar um- ræðu sem þar fer fram og koma í veg fyrir þau frjálsu samskipti sem menn hafa, fram að þessu, getað átt í þess- ari ágætu umræðu. Þess er óskað að rit- stjóm Morgunblaðsins svari því hvort það sé stefna blaðsins að vitna í sam- ræður af þessu tagi áfram eða hvort um slys hafi verið ræða. Ef það er stefna Morgunblaðsins að vitna 1 samræður af þessu tagi er betra að vita af því þannig að það fari ekki á milli mála við hvaða aðstæður fólk er að tjá sig á umræðu- svæði samfylking.is. Aths. ritstj.: Morgunblaðinu var ekki kunnugt um þann „almenna skilning manna á umræðusvæð- um af þessu tagi“, að um lokaðar umræður væri að ræða, enda þess hvergi getið. Sjálfsagt er að virða slíkar óskir en þá verða þær að koma skýrt íram. 'V Höfundur er vefstjóri samfylking.is Hreinn Hreinsson Netsamrædur Ef það er stefna Morg- unblaðsins að vitna í samræður af þessu tagi, segir Hreinn Hreinsson, er betra að vita af því þannig að það fari ekki á milli mála við hvaða að- stæður fólk er að tjá sig. veg fyrir að menn séu með með gííúr- yrði sem þeir kannski eru ekki tilbún- ir að standa undir með því að tjá sig undir fúllu nafni. Þessi umræða fór vel af stað og sköpuðust fjörugar um- ræður í aðdraganda stofnfundar þar sem m.a. var rætt um Evrópumál og nafn flokksins. Þeir sem þar tjáðu sig voru opinskáir í skrifum sínum, enda er það almennt skilningur fólks að á umræðusvæðum sem þessum sé hægt að tjá sig á svipaðan hátt og í samræðum manna í milli þar sem rökum er kastað fram án þess kannski að sá sem talar hafi fullkann- að málið eða gjörþekki öll rök máls- ins. Þessi skrif eru ekki þess eðlis að þau jafngildi því að menn séu að skrifa á opinberum vettvangi undir eigin nafni þar sem í þeim tilfellum er fremui- um vel ígrundaða hugsun að ræða en ekki almennar samræður. Spumingin snýst um það hvort skil- greina eigi samræður sem þessar sem opinbera umræðu eður ei. í Morgunblaðinu föstudaginn 5. maí sl. var birt allítarleg opnugrein um stofnfund Samfylkingarinnar og hluti opnunnar var tekinn undir um- fjöllun um umræðu á samfylking.is. Þar var tekið orðrétt upp úr samræð- um manna og menn nafngreindir. Greinilegt er því að blaðamaður Morgunblaðsins hefur skráð sig inn í umræðuna og fylgst með án þess þó að taka þátt eða láta vita af sér. Hann hefur síðan tekið hluta af umræðunni og birt orðrétt í Morgunblaðinu ásamt nöfnum þeirra sem voru að tjá sig. Vissulega eru engar hömlur á því að menn fylgist með eða taki þátt í umræðu á samfylking.is. Það er hins vegar ekki ætlast til þess að það sem þama er skrifað sé tekið og birt ann- ars staðar á opinberum vettvangi. Þetta hefur hingað til verið almennur skilningur manna á umræðusvæðum af þessu tagi og hafa menn tjáð sig í samræmi við það. Um þetta gilda auð- vitað engar reglur og því komið undir skynsemi og dómgreind hvers og eins hvað hann gerir við þær upplýsingar sem þama er að finna. Að mínu mati gekk Morgunblaðið of langt með þessari birtingu sinni og hefur um leið haft áhrif á þá umræðu sem fram fer á umræðusvæðinu á samfylking.is. Eft- ir að Morgunblaðið hefur tekið þá ákvörðun að í lagi sé að birta eíni af umræðusvæðum sem þessum, undir fullu nafni þeirra sem þar skrifa, hef- ur eðli umræðunnar verið breytt á einni nóttu. Menn verða varfæmari í ski-iíúm sínum og á það sérstaklega við um þá þátttakendur sem eru í ábyrgðarstöðum í þjóðfélagniu og senda að öllu jöfnu ekkert írá sér op- inberlega nema eftir vandlega íhugun og yfirlegu. Þeir einstaklingar hafa einfaldlega sagt við mig að þeir muni ekki taka þátt í þessari umræðu með AÐEINS BROT AF ÞVI BESTA í SUMAR Genernl Electric General Electric þvottavél, WWH7209 4,5 kg.1000 snúninga, stigalaus hitastillir,13 kerfi, t.a.m. krumpuvörn og ullarprógram, Verð kr. 39.900,- General Electríc General Electric tvöfaldur amerískur ísskápur með klakavél TFZ20JRB H.170 B80. D.77,5 Verð kr. 149.000.- CHEFF hrærivél, KIVI 300 sem hrærir, hnoðar og þeytir. Kraftmikil, 700w Verð kr. 23.900.- \.augar^ ® 13- Matvinnsluvél, FP470 með blandara og safapressu. 470w Verð kr. 9.900.- Blandari, BL 300, 300w Verð kr. 2.895.- hekia HEKLUHÚSINU • LAUGA/EGI 172 • SÍMI 569 S770 • HEIMASÍÐA www.luklo.il • NETFANG kikloebeklo.lt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.