Morgunblaðið - 13.05.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 1 3
FRÉTTIR
Ríkislögreglustjórinn flytur úr Kópavogi í nýtt hús við Skúlagötu í Reykjavík
Vandað húsnæði sem upp-
fyllir kröfur embættisins
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra tók í gær formlega í notkun
nýtt húsnæði fyrir embætti ríkislög-
reglustjóra við Skúlagötu 21 í
Reykjavík. Haraldur Johannessen
ríkislögreglustjóri sagði húsnæðið
vandað og uppfylla vel kröfur sem
gerðar væru til þess.
í ávarpi sínu sagði Sólveig Péturs-
dóttir að staðsetning hússins væri
heppilegri fyrir embættið en fyrra
húsnæði þar sem Rannsóknarlög-
regla ríkisins var áður til húsa við
Auðbrekku í Kópavogi en þar hafði
embætti ríkislögreglustjóra aðsetur í
fyrstunni. Lét ráðherra í Ijósi þá von
að húsið yrði til að efla baráttuna við
glæpastarfsemi sem sækti að land-
inu.
Haraldur Johannessen kvaðst í
ávarpi sínu hafa lagt áherslu á það
fljótlega eftir að hann tók við
embætti að finna því nýtt húsnæði.
Sagði hann góða lausn hafa fundist
með húsnæðinu við Skúlagötu og
þakkaði dómsmálaráðherra og fjár-
málaráðherra stuðninginn.
Tvö þúsund fermetrar
á tveimur hæðum
Ríkislögreglustjóri hefur nú til
umráða rúmlega 2000 fermetra á
þriðju og fjórðu hæð hússins ásamt
rými í kjallara. Starfsmenn embætt-
isins eru 50 og sagði Haraldur
Johannessen í samtali við Morgun-
blaðið að mögulegt væri að koma
fleiri starfsmönnum fyrir á næstu ár-
um. Hann sagði hafa verið lagða
áherslu á opið vinnurými til að greiða
fyrir upplýsingaflæði og samskipt-
um. Gerður var leigusamningur til
tuttugu ára við byggingafélagið Við-
ar en byggingameistari var Viðar
Daníelsson. Arkitektar hússins eru
Jon Nordström, Ævar Harðarson og
Ólöf Flygenring.
Haraldur sagði að við hönnun
hússins hefði verið unnt að miða
skipulag við þá margþættu starfsemi
sem heyrði undir ríkislögreglustjóra
samkvæmt ráðum og ábendingum
frá starfsmönnum. Segir hann hafa
tekist vel að leysa þarfir starfseminn-
ar með hagkvæmu móti.
Már Erlingsson, verkefnastjóri
hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, hafði
eftirlit með framkvæmdum og Gylfi
Guðjónsson arkitekt var til ráðgjafar
Morgunblaðið/Golli
Jón H. Snorrason, saksóknari efnahagsbrotadeildar og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sýna Sól-
veigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra nýtt húsnæði embættis ríkislögreglustjóra í gær.
um hönnun og innra skipulag. Þá
skipaði ríkislögreglustjóri Jón H.
Snorrason, saksóknara efnahags-
brotadeildar, og Jónmund Kjartans-
son yfirlögregluþjón til að annast
skipulagningu og framkvæmd af
hálfu embættisins.
Aðstaða sérsveitar
í kjallara
A þriðju hæð húsnæðisins er með-
al annars afgreiðsla og skrifstofa,
efnahagsbrotadeild og svið 4, en und-
ir það heyra fíkniefnastofa, rann-
sóknaraðstoð og tæknirannsókna-
stofa.
A fjórðu hæð eru skrifstofur ríkis-
lögreglustjóra og vararíkislögreglu-
stjóra, funda- og kennsluherbergi,
svið 1 sem sér um alþjóðasamskipti,
svið 2, en undir það heyra bifreiða- og
tækjamál, sérsveitin og fleira, og svið
3, sem annast starfsmannamál, tölvu-
mál og eftirlit með lögreglustöðvum.
Sérsveitin hefur síðan aðstöðu í
kjallara hússins.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýtt húsnæði ríkislögreglusljóra við Skúlagötu 21, þar sem embættið
hefur tvær efstu hæðirnar til ráðstöfunar.
Náttúruverndarsamtök
Islands segja Kísiliðj-
una óttast faglegt mat
Treystir á
úrskurð
umhverfis-
ráðherra
KÍSILIÐJAN óttast faglegt mat á
umhverfisáhrifum starfsemi þess á
lífríki Mývatns og lætur þess vegna
hjá líða að kynna bréf frá skipulags-
stjóra 28. apríl þar sem fram kemur
að ekki hafi verið fullnægt kröfum
hans um frekari upplýsingar og mat
á umhverfisáhrifum með nýjum
gögnum, kemur meðal annars fram í
frétt frá Náttúruverndarsamtökum
íslands.
I fréttinni segir að í bréfi Skipu-
lagsstofnunar séu tiltekin fjögur
atriði sem gera verði nánari grein
fyrir. Er vitnað í bréfið og sagt að
þessum atriðum í úrskurði Skipu-
lagsstjóra ríkisins hafi ekki verið
svarað nægjanlega. Segja samtökin
að samkvæmt svarbréfi Kísiliðjunn-
ar 2. maí til Skipulagsstofnunar komi
skýrt fram að fyrirtækið ætli ekki að
verða við tilmælum um frekara mat.
Segir að með þessari framkomu und-
irstriki fyrirtækið hversu mjög það
óttist faglegt mat á umhverfisáhrif-
um starfseminnar á lífríki Mývatns
en treysti því að úrskurður umhverf-
isráðherra verði á endanum fyrir-
tækinu í vil.
--------------
Prentarar
og vinnu-
veitendur
semja
FORYSTUMENN Félags bóka-
gerðarmanna og vinnuveitenda hafa
sett stafina sína undir drög að kjara-
samningi sem gildir fram í ársbyrjun
2004. Stefnt er að formlegri undirrit-
un samninga nk. mánudag.
Sæmundur Ámason, formaður fé-
lagsins, segir að samningurinn feli í
sér sömu grunnkaupshækkanir og
samið hafi verið um á almenna mark-
aðinum. Upphafshækkunin sé 3,9%.
Einnig hafi verið samið um sömu
breytingar í lífeyrismálum og önnur
félög iðnaðarmanna hafi samið um.
Ekki séu hins vegar gerðar breyting-
ar í starfsmenntamálum enda hafi
þau mál verið í góðu lagi hjá félaginu.
Um 85% aka á 100-106 km
hraða á hringveginum
Forstjóri Sorpu segir rangt að flokkað sorp
endi allt á sama stað
Þúsundir tonna flutt-
ar út af pappír
SORPA flytur út á fimmta þúsund
tonn af blaðapappír árlega til Sví-
þjóðar, sem er flokkaður dagblaða-
pappír sem berst í móttökustöðina í
Gufunesi. Auk þess fer allur bylgju-
pappír sem berst til Sorpu í útflutn-
ing. Ögmundur Einarsson, forstjóri
Sorpu, segir að þetta magn sé þó að-
eins h'tið brot af því sem til fellur af
úrgangspappír hér á landi, sem að
langstærstum hluta fellur til í versl-
un og atvinnulífinu þar sem menn
sjái sér engan hag í því að flokka
sorp.
I samtali við Morgunblaðið sagði
Ögmundur að sú umræða væri með
ólíkindum meðal fólks, að allt flokkað
sorp væri að lokum urðað á sama
stað og flokkun væri því harla
tilgangslaus.
Fólk virðist ekki átta sig á
mögnleikum til flokkunar
Að sögn Ögmundar er það alrangt
að allt flokkað sorp endi í sömu hrúg-
unni. Hann segir að svo virðist vera
að fólk geri sér ekki grein fyrir þeim
möguleikum sem flokkun sorps til
endurvinnslu býður upp á, en nú eru
til staðar yfir 15 flokkar af endur-
vinnsluúrgangi.
„Við næðum stórkostlegum
árangri bara með því að nota það
kerfi sem er fyrir hendi í dag. Því
viljum við halda áfram.“ Ögmundui’
segir að afkoman af útflutningi papp-
írs hafi verið mjög sveiflukennd, en
að fyrirtækið hafi engu að síður hald-
ið sínu striki.
„Það var haustið 1991 þegar við
vorum að byrja, þá lentum við í því í
mjög stuttan tíma að þurfa að urða
pappír. En þá lentum við í erfiðleik-
um þar sem við kunnum ekki á mark-
aðinn. Síðan þá hefur allt verið sent
út, en þetta hefur verið mjög sveiflu-
kennt og stundum hefur verið borgað
með þessu. En við höfum aldrei hætt.
Allt sem boðið er upp á að flokka til
endurnýtingar fer í þá flokka. Það er
algjör grundvallarstefna og mér leið-
ist afskaplega mikið að heyra þessa
umræðu sem er í gangi og við erum
berskjaldaðir fyrir henni.“
KRINGUM 85% ökumanna aka á
um 100 til 106 km hraða víða á
hringveginum samkvæmt mæling-
um Vegagerðarinnar undanfarin
ár. Hraðinn er mestur í Öxnadal,
105,7 km og í Blönduhlfð, 105,4 km.
Fimmtán af hundraði ökumanna
aka á meiri hraða en 100 til 106
km/klst.
Þetta kemur fram í skýrslu Sól-
veigar Pétursdóttur dómsmálaráð-
herra um stöðu umferðaröryggis-
mála sem dreift var á ráðstefnu um
bætta umferðarmenningu sem ráð-
herrann hafði forgöngu um í fyrra-
dag. Skýrslan er afrakstur starfs
umferðaröryggisnefndar, sem
dómsmálaráðherra skipaði árið
1996 til að gera nýjar tillögur um
verkefni og áherslur í umferðar-
öryggismálum. í skýrslunni segir
að þar sem hraði sé þetta mikill sé
ekki við því að búast að slysum
fækki á þjóðvegunum og brýnasti
þáttur umferðarlöggæslunnar sé að
ná niður umferðarhraðanum. Á
ráðstefnunni kom fram að ríflega
70% banaslysa í umferðinni verða í
dreifbýli.
Þá kemur fram í skýrslunni að
markmið umferðaröryggisnefndar
sé áfram að alvarlega slasaðir og
látnir í umferðinni verði 200 eða
færri. Stefnt er að því að ná því
markmiði fyrir lok ársins og kemur
fram í skýrslunni að árið 1998 hafi
þessi tala verið 264 en 233 í fyrra
og því er talið raunhæft að ná þessu
markmiði verði áfram sama fækk-
un milli ára.
Sú hugmynd er sett fram að
stofnaður verði sérstakur sjóður,
eftirlits- og þróunarsjóður lög-
reglunnar og er þar vísað til er-
lendrar fyrirmyndar. í Hollandi og
Frakklandi renna sektir vegna um-
ferðarlagabrota til umferðarörygg-
isstarfs. Er því varpað fram að hér-
lendis mætti nota sektarfé sem
innheimtist vegna hraðaksturs,
aksturs gegn rauðu ljósi og vegna
ölvunar við akstur í aukið eftirlit,
til rannsókna, tækjakaupa og þró-
unar á sviði umferðaröryggis.
„Miklar tekjur af sektum þýða það
að ökumenn brjóta mikið af sér og
því þarf mikið eftirlit, en með fækk-
un brota kemur minna inn í sjóðinn
enda má þá draga úr eftirliti þar
sem brot eru þá færri,“ segir m.a.
um þetta í skýrslunni. Meðal verk-
efna sem umferðaröryggisnefnd
leggur til að sinnt verði næstu þrjú
árin er að efla þurfi og einfalda
sektarinnheimtu, auka eftirlit með
notkun bílbelta, nota myndavélar,
hækka sektir og meta stöðuna með
vissu millibili, komið verði upp
rauðljósamyndavélum á fleiri
gatnamót og sett fram áætlun um
aðgerðir, fjölga öndunarsýnamæl-
um vegna eftirlits með ölvunar-
akstri, endurskoða umferðarmerk-
ingar og meta árangur sérstakra
lögregluaðgerða, upplýsa og áróð-
ursherferða.
í ávarpi sínu á ráðstefnunni drap
dómsmálaráðherra á niðurstöður
könnunar á akstursvenjum 17-21
árs ökumanna og kom þar fram að
fjórðungur þeirra fylgir sjaldan
eða aldrei boðuðum hámarkshraða
og 14% höfðu ekið undir áhrifum
áfengis sex mánuðum áður en
könnunin fór fram. Sagði ráðherra
brýnt að undirbúa unga fólkið bet-
ur fyrir umferðina, ekki aðeins með
bættu eftirliti og viðurlögnm held-
ur jafnvel enn frekar með fræðslu
og áróðri.