Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 1 5 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Félagsheimilið Gjábakki sjö ára Morgunblaðið/Þorkell Gestir afmælishátíðar Gjábakka skoðuðu myndir leik- skólabarnanna. Morgunblaðið/Þorkell Börnin opnuðu sýninguna með söng og sýndu gestum svo myndir sínar. Leikskóla- börn opna mynd- listarsýn- ingu Kópavogur GJÁBAKKI, félagsheimili eldra fólks, varð sjö ára í vikunni og af því tilefni var haldin afmælishátíð, en meðal þess sem var á dag- skrá var opnun myndlistar- sýningar barna úr leikskól- anum Marbakka. Börnin opnuðu sýninguna með söng og kveiktu svo Ijós í trölla- helli sem þau höfðu búið til. „Afmælishátíðin var afar skemmtileg og vakti sýning krakkanna sérstaka athygli, segir Sigurbjörg Björgvins- dóttir, forstöðumaður Gjá- bakka. „Þetta er forkunnarfalleg sýning og það er sérstak- lega gaman að lesa það sem stendur undir myndunum þar sem sést hvernig krakk- amir upplifa eldra fólk.“ Sýning leikskólabarnanna verður opin í Gjábakka til 25. mai. Heilsdagsvist til kl. 16.30 í Grandaskóla Vesturbær KRISTJANA M. Krist- jánsdóttir, skólastjóri Grandaskóla, segist ekki sjá að hægt verði að bjóða börnum í skólanum heils- dagsvist lengur en til klukkan 16.30 næsta vetur miðað við þær forsendur sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur lagt til grundvallar við ákvörðun fjárframlaga til heilsdagsv- istar. Framlög skert um liðlega helming Kristjana segir að fram- lög til vistunarinnar hafi verið skert um liðlega helming frá þessu ári til hins næsta. Jafnframt er að verða sú breyting á stjórnun skólanna í borg- inni að hver skóli ber nú aukna ábyrgð á eigin fjár- reiðum og ber að gera upp sína reikninga miðað við áramót en ekki við lok skólaárs. Kristjana sagðist hafa verið að undirbúa áætlana- gerð vegna næsta vetrar og hafa sent foreldrum bréf um að miðað við for- sendur fjárveitinga þyrfti að takmarka dvöl hvers bams í heilsdagsvistun við 15 klst. á viku næsta vetur en til þessa hefur hvert bam getað fengið allt að 20 klst. vistun. Skerðingin verður hins vegar ekki fímm klst á viku, eða ein klst á dag, heldur 2'h klst á viku eða hálf klukkustund á dag. Skýringin á því að verið er að taka upp svokallaðar næðisstundir, þ.e. hálfrar klst. dvöl barna með kenn- ara í hádegi og verður hinn skipulagði skóladagur lengdur sem því nemur, eða um 2'h klst. á viku. Kristjana sagði að í breytingunni, sem Fræðslumiðstöð hefur haft forgöngu um, fælist að ekki yrði lengur lögð áhersla á skipulagt skóla- starf í heilsdagsvistuninni en kennarar hafa að mestu séð um hana í Grandaskóla og boðið kennslu í íþrótt- um, leiklist, myndlist og fleiru. Hún sagði að nú þyrfti að ráða ófaglært fólk til að gæta barnanna eftir lok skóladags og óljóst væri hvernig það gengi því næga vinnu væri að fá í þjóðfélaginu og lág laun í boði í heilsdagsvistuninni. Mikil þátttaka Mikil þátttaka hefur ver- ið í heilsdagsvistuninni í Grandaskóla og um 50% nemenda alls skólans en 70-80% barna í 1-4. bekk hafa fært sér hana í nyt. Kristjana sagðist vera í samstarfi við Fræðslumið- stöð að leita lausna á því hvernig heilsdagsvistun- inni yrði best fyrir komið næsta ár og hefði talið rétt að gera foreldrum grein fyrir stöðunni miðað við núverandi forsendur. Bessastaða- hreppur borgar 14 og 15 ára best Laun í unglingavinnu á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2000 •íd ÁI;A 15 ÁR A 16 ÁR/ Oriof 10,17%, greitt ofan á laun Tíma- kaup kr. Samtals vinnust. yfir sumaríð Heildar- laun yfir sumarið kr. Tíma- kaup kr. Samtals vinnust. yfir sumarið Heildar- laun yfir sumarið kr. Tíma- kaup kr. Samtals vinnust yfir sumarið Heildar- laun yfir sumarið kr. Reykjavík 226 105 klst. 23.730 255 210 klst. 53.550 339 245 klst. 83.055 orlof Hafnarfjörður 229 90 klst. 20.610 264 240 klst. 63.360 317 210 klst. 66.570 orlof Kópavogur 232 90 klst. 20.880 258 196 klst. 50.568 308 252 klst. 77.616 ekki orlof Garðabær *) 220 112 klst. 24.640 250 256 klst. 64.000 300 256 klst. 76.800 ekki orlof Seltjarnarnes 229 128 klst. 29.312 259 128 klst. 33.152 322 320 klst. 103.040 ekki orlof Mosfellsbær 226 140 klst. 31.640 251 160 klst. 40.160 300 240 klst. 72.000 ekki orlof Bessastaðahr. 260 140 klst. 36.400 290 140 klst. 40.600 330 400 klst. 132.000 orlof *) Laun frá því í fyrra, en gert er ráð fyrir um 3% launahækkun í ár. Höfuðborgarsvædið FJÓRTÁN og fimmtán ára unglingar fá hæsta tímakaup- ið miðað við jafnaldra sína í Vinnuskólum á höfuðborgar- svæðinu í Bessastaðahreppi. Elsti aldurshópurinn fær hæst laun í Reykjavík. Greitt er 10,7% orlof ofan á laun í Reykjavík, Hafnarfirði og Bessastaðahreppi. Ungling- amir sjá um hvers kyns um- hirðu og garðyrkju fyrir utan ýmiss konar önnur störf innam stofnana á vegum bæjarfélag- anna. Amfinnur Jónsson, skóla- stjóri Vinnuskóla Reykjavík- ur, segist gera ráð fyrir að um 2.300 ungmenni verði í Vinnu- skólanum í vetur. Fjórtán ára unglingar fá 226 kr. fyrir hverja klukkustund í 3,5 stundir á dag í sex vikur og geta því aflað sér um 23.730 kr. yfir sumarið. Fimmtán ára unglingar fá 255 kr. fyrir hverja klukkustund í 7 stundir á dag í sex vikur og getað því aflað sér um 53.550 kr. yfir sumarið. Sextán ára unglingar fá 339 kr. fyrir hveija klukku- stund í 7 tíma á dag í sjö vikur og geta því aflað sér um 83.055 kr. yfir sumarið. Vinnuskólinn hefur starfsemi sína 6. júní nk. Vinnan stendur yfir í 9 og 10 vikur. Aftur á móti er gert ráð fyrir að hver nemendi taki sér minnst þriggja vikna frí innan tímabilsins. Ofan á launin er greitt 10,17% orlof og lagt inn á orlofsreikning. Skólafólk getur leyst upphæðina út að hausti Arnfinnur sagði að verkefni nemenda í Vinnuskólanum fæm talsvert eftir aldri. Yngsti árgangurinn starfaði aðallega á skólalóðum og íþróttasvæðum. Miðárgang- urinn starfaði annars vegar utan borgarmarkanna, t.d. við gróðursetningu og stígagerð í Heiðmörk, og hins vegar í görðum eldri borgara í höfuð- borginni. Elsti árgangurinn starfar annars vegar utan borgarmarkanna, t.d. við gróðursetningu og stígagerð á svokölluðum Austurheiðum (norðan Suðurlandsvegar og austan Rauðavatns), og hins vegar á lóðum stofnana í höf- uðborginni. Annars kvaðst Arnfinnur gera ráð fyrir að heldur fækkaði í hópi 16 ára unglinga í sumar. Enn greini- legri fækkun hefur orðið í hópi skólafólks á aldrinum 17 til 20 ára. Fyrir nokkrum árum sóttu oft um 3.000 manns um vinnu á vegum borgarinnar á sumrin. Aðeins skráðu um 2.000 sig sl. sumar. Núna hafa aðeins um 800 skráð sig. Hafnarfjörður Ellert Baldur Magnússon, forstöðumaður Vinnuskóla Hafnaríjarðar, sagðist gera ráð fyrir að nemendur í Vinnuskólanum yrðu um 540 talsins. Fjórtán ára unglingar fá 229 kr. á tímann, vinna 30 tíma á viku í 3 vikur, og geta fengið samtals um 20.610 kr. tyrir tímabilið frá 31. júlí til 18. ágúst, þ.e. án orlofs. Fimmtán ára unglingar fá 264 kr. á tím- ann, vinna 30 tíma á viku í 8 vikur, og geta fengið samtals um 63.360 kr. yfir tímabilið frá 5. júní til 28. júlí. Sextán ára unglingar fá 317 kr. á tímann, vinna 30 tíma á viku í 7 vikur, og geta fengið samtals um 66.570 kr. á tímabilinu frá 13. júní til 28. júlí. Ofan á launin er greitt 10,17% orlof. Unglingarnir starfa fyrir félagasamtök í bænum, t.d. hjá golfklúbbum og íþróttafé- lögum. Aðrir aðstoða á söfn- um og öðrum stofnunum. Hópur unglinga aðstoðar við íþrótta- og leikjanámskeið og fjöllistahópur skemmtir bæj- arbúum á ýmsum stofnunum. Stór hluti hópsins fæst við al- menn garðyrkju- og hreinsun- arstörf fyrir Hafnarfjarðar- bæ. Kópavogur Friðrik Baldursson, garð- yrkjustjóri í Kópavogsbæ, sagðist búast við að fjöldi nemenda í Vinnuskóla Kópa- vogs yrði rétt innan við 500 manns. Fjórtán ára unglingar fá 232 kr. á klukkustund fyrir að hámarki 90 stunda vinnu og geta með því aflað sér 20.880 yfir allt sumarið. Fimmtán ára unglingar fá 258 kr. á klukku- stund fyrir 7 klukkustundir á dag fjóra daga vikunnar í sjö vikur og geta með því aflað sér 50.568 kr. yfir sumarið. Sex- tán ára unglingar fá 308 kr. á klukkustund fyrir 7 tíma á dag fjóra daga vikunnar og 3,5 tíma á föstudögum í 8 vikur og geta með því aflað sér 77.616 kr. yfir sumarið. Orlof er ekki greitt ofan á laun. Vinnuskól- inn hefst 5. júní og starfar út júlímánuð. Helstu verkefni Vinnuskólans tengjast snyrt- ingu og fegrun bæjarins. Ónn- ur verkefni eru t.d. skógrækt, aðstoð á stofnunum bæjarins og garðaþjónusta fyrir eldri borgara. Garðabær Gunnar Hr. Richardsson, forstöðumaður Vinnuskóla Garðabæjar, gerði ráð fyrir að á bilinu 250 til 300 unglingar störfuðu á vegum bæjarins i smnar. Bæjarráð tekur ákvörðun um laun ungling- anna á þriðjudag í næstu viku. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri, kvaðst gera ráð fyrir að hækkunin yrði svipuð og á almenna vinnumarkaðin- um eða um 3% miðað við laun- in í fyrra. Fjórtán ára ungl- ingar fengu 220 kr. á klukkutímann (226 miðað við 3% hækkun) fyrir 14 tíma á viku í 8 vikur og gátu því aflað sér samtals 24.640 kr. í laun í fyrrasumar (25.312 kr miðað við 3% hækkun). Fimmtán ára unglingar fengu 250 kr. á klukkutímann (257,5 miðað við 3% hækkun) fyrir 32 tíma á viku í 8 vikur og gátu því afl- að sér samtals 64.000 kr. í laun í fyrrasumar (65.920 miðað við 3% hækkun). Sextán ára ungl- ingar fengu 300 kr. á klukku- tímann (309 kr. miðað við 3% hækkun) fyrir 32 tíma á viku í 8 vikur og gátu því aflað sér samtals 76.800 kr. í laun í fyrrasumar (79.104 kr. miðað við 3% hækkun). Vinnutíma- bilið er frá 5. júní út júlí. Orlof er ekki greitt ofan á laun. Unglingamir sinna garð- yrkju, gróðursetningu, hirð- ingu á lóðum og fegrun bæjar- ins. Einnig eru í boði ýmis aðstoðarstörf, t.d. á leikskól- um, gæsluvöllum og við ýmsa íþrótta- og tómstundarstarf- semi. Seltjarnarnes Steinunn Ámadóttir, garð- yrkjustjóri á Seltjarnamesi, gerði ráð fyrir að um 140 ungl- ingar ynnu hjá sveitarfélaginu í sumar. Fjórtán ára ungling- ar fá 229 kr. á klukkustund fyrir 4 stundir á dag, fjóra daga vikunnar í 8 vikur, og geta því aflað 29.312 kr. yfir sumarið.Fimmtán ára ungl- ingar fá 259 kr. á klukkustund fyrir 4 stundir á dag, íjóra daga vikunnar í 8 vikur, og geta því aflað 33.152 kr. yfir sumarið. Sextán ára unglingar fá 322 kr. á klukkustund fyrir 8 tíma á dag, fjóra daga vik- unnar í 10 vikur, og geta því aflað 103.040 kr. yfir sumarið. Vinnan hefst 5. júní og stend- ur út júlí og jafnvel lengur ef þörf krefur. Orlof er ekki greitt ofan á laun. Ungling- amir vinna að gróðursetn- ingu, hreinsa beð, mála leik- tæki á leikskólum, aðstoða á golfvelli, gæsluvelli, leikja- og fræðslunámskeiðum og við al- menna hirðingu á bænum. Ein vika hjá hverjum hópi er til- einkað verkefni í tengslum við umhverfisvernd. f lok sumars verður haldin sýning á Eiðis- torgi á mununum. Mosfellsbær Edda R. Davíðsdóttir, tóm- stundafulltrúi í Mosfellsbæ, gerði ráð fyrir að um 300 ungl- ingar ynnu á vegum sveitarfé- lagsins í sumar. Bæjarráð samþykkir ekki launataxa fyrr en í næstu viku. Aftur á móti gera fyrirliggjandi tillög- ur ráð fyrir að fjórtán ára unglingar fái 226 kr. fyrir klukkustundina, 7 stundir á dag í ijóra daga og 3 tíma á föstudögum, í mánuð. Ungl- ingamir geta valið um að vinna sína 140 tíma í júní eða júlí og aflað sér samtals 31.640 kr. yfir sumarið Fimmtán ára unglingar fái 251 kr. fyrir klukkustundina, 8 stundir á dag í mánuð. Eins og fjórtán ára unglingar geta fimmtán ára unglingar valið um að vinna í júní eða júli og aflað sér með 160 tímum samtals 40.160 kr. yfir sumarið. Sextán ára unglingar fá 300 kr. fyrir klukkustundina, 8 stundir á dag frá því í júní fram í miðjan ágúst ef miðað er við tveggja vikna sumarfrí. Með því að vinna í 240 stundir geta þau aflað sér 72.000 kr. yfir sumarið. Orlof er ekki greitt ofan á laun. Hefð er fyr- ir því að yngsti árgangurinn í Mosfellsbæ starfi við skóg- rækt og stundi umhverfis- fræðslu. Aðrir starfa við hreinsun á almennum svæð- um á bænum. Bessastaðahreppur Ómar Stefánsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Bessa- staðahreppi, gerði ráð fyrir að um 30 til 40 unglingar ynnu á vegum hreppsins í sumar. Umsóknarfrestur rennur út 18. maí. Fjórtán ára unglingar fá 260 kr. á klukkustund í 20 tíma á viku í 7 vikur, frá 2. júní til 21. júlí, og geta með því afl- að sér 36.400 kr. Fimmtán ára unglingar fá 290 kr. á klukku- stund í 20 tíma á viku í 7 vikur sama tímabil og fá með því 40.600 kr. Sextán ára ungling- ar fá 330 kr. á klukkstund í 40 tíma á viku í 10 vikur, frá 2. júní tfl 11. ágúst, og fá með því 132.000 kr. Ofan á launin er greitt 10,17% orlof. Ungling- amir sinna ýmiss konar hreinsun og umhirðu innan hreppsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (13.05.2000)
https://timarit.is/issue/132865

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (13.05.2000)

Aðgerðir: