Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 45
stafur tugabrotsins er óháður hin-
um og í rauninni sjálfstætt verk-
efni. Það verkefni að reikna pí
sem tugabrot er óendanlegt.
Með sífellt öflugri tölvum hafa
orðið miklar framfarir í verkefn-
um á borð við það að reikna pí
með fleiri og fleiri aukastöfum.
Stöðugt er verið að reikna út fleiri
stafi og nú hafa 40 trilljón auka-
stafir verið fundnir.
Enn er verið að setja
ný met með æ hrað-
virkari og öflugri tölv-
um. Ef við ættum að
sýna alla þessa stafi
hér mundi tölva Vís-
indavefjarins ekki
duga til þess og auk
þess er hætt við les-
endum þætti það ekki
skemmtilegur lestur!?
A vefsíðunni er
mynd af formúlu sem
uppgötvuð var árið
1995 af David Bailey,
Peter Borwein og Sim-
on Plouffe, en hún var
notuð til að finna 10
milljarðasta aukastaf-
inn í pí þegar það er
skrifað sem tugabrot með grunn-
tölunni 16 sem er oft notuð í tölv-
um nú á dögum eins og kunnugt
er. Fleiri formúlur hafa verið upp-
götvaðar síðan, sem byggjast á
þeirri fyrri, en aðalmarkmið
þeirra hefur verið að finna leiðir
til að reikna dæmið á einfaldari
hátt.
Ahugavert er að skoða fróðlegt
vefsetur Mathsoft um þróun á því
hvernig pí er reiknað. Þar má
meðal annars finna tengla við
heimasíðu PiHex sem býður hverj-
um sem vill að taka
þátt í að setja ný met
með notkun PC-heim-
ilistölva. Hægt er að
nálgast síðasta út-
reikning pí með því að
hafa samband við um-
sjónarmenn vefseturs-
ins PiHex.
Hrannar Baldursson
háskdlancmi í Mexíkd og
starfsmaður
VísindaveQarins
Þorsteinn Vilhjálmsson
prdfessor í eðlisfræði og
vísindasögu við Háskdla
íslands og ritstjdri
Vísindavefjarins
Hvað er kertalogi?
SVAR:
Kertalogi er til kom-
inn við það að vaxið í kertinu
brennur. Bruni efnis felst í því að
viðkomandi efni gengur í efna-
samband við súrefni andrúms-
loftsins. Við það rofna súrefn-
issameindir sem eru táknaðar með
02(g), þar sem bókstafurinn g .
táknar að efnið er í gasham.Sam-
eindirnar í vaxinu má rita sem
CnHmþar sem C táknar kolefni,
H táknar vetni og n og m geta
verið ýmsar heilar tölur. Þær
rofna einnig og mynda óstöðug lít-
il sameindabrot.
Rofnun þessi veldur því að það
myndast orka sem kemur fram
með tvennum hætti, sem Ijósorka
og varmaorka, en þessar tvær teg-
undir orku eru þó skyldar. Mis-
munandi ljósorku skynjar manns-
augað sem mismunandi liti, svo
sem blátt (orkuríkt) og gult (orku-
minna). Varmaorkuna skynjum við
sem aukinn hita sem stafar frá
loganum.
Sameindabrotin sem þessu
valda leita upp frá loganum og
sameinast á nýjan leik og mynda
stöðugar sameindir í formi vatns-
gufu (H20(g)) og sem lofttegundir
á borð við koltvíildi (C02 (g)) og
koleinildi (CO(g)). Einnig geta
kolefnisfrumeindir (C) sameinast
og raðast á margbreytilegan hátt
(Cn) og mynda þá sót.
Hlutföll hinna ýmsu sam-
eindabrota sem og lokamyndefna
ráðast af hlutfallslegu magni súr-
efnis og kertavax í efnabreyting-
unni. Ef magn súrefnis er hlut-
fallslega lítið borið saman við
vaxið er litur logans áberandi
gulur, minni varmaorka stafar frá
honum og sót getur myndast. í
því tilviki er talað um að kertið
ósi. Ef hins vegar nægilegt súrefni
er til staðar ber meira á bláa litn-
um í loganum, hann verður heitari
og óverulegt sót myndast. Þá
myndast þeim mun meira af kol-
tvíildi.
Ágúst Kvaran
pröfessor í efnafræði við
Hásköla íslands.
Vestf írðir
í NANOQ
Vestfjariakynnlng INANOQ
6.-14. maí.
Vestflrskir ferðaþjónustuaðilar
kynna Vestfirði i máli og myndum
alla dagana mllli kl. 14:00 og 18:00.
Verið velkomin!
NANOQ+
Krlnglunnl 4-12 • Slml 575 5100
SKRAUT SKILTI
L eÉb 31 J ;
FAGRAKOT
Tilvalin tækifærisgjöf!
Málmsteypan kaplahrauni 5
Tf'PT T 7V Uf 220 HAFNARFJÖRÐUR
nidLLrl IU. SÍMI 565 1022 FAX 565 1587
C-Vitamin
■**** T Sorktiiii tg
Btoiljmpe
Apótekin
LOTTUR!
TískufatnaSur frá Timberland
Timberland framleiðir ekki aðeins
vandaða skó heldur einnig
hágæða tískufatnað fyrir
böm jafnt sem fullorðna.
Það er kominn tími til að
kynna Timberland-merkið fyrir
íslendingum og þess vegna
verðum við með sérstaka
kynningardaga um helgina:
laugardag kl. 10-18,
skar sunnudag kl. 13-17.
Gríptu tækifærið!