Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR l'DAG Yamaha vél- hjólasýning MERKÚR hf. verður með sýningu á nýjum mótorhjólum um helgina. Þar verða sýnd öll helstu hjól Yamaha. Einnig verður sýnt úrval af hlífðar- fatnaði og hjálmum. Sýningin verður í húsakynnum Merkúr hf. að Skútuvogi 12 og verð- ur opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 13-17. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir. Gönguferð meðfram Laxá í Kjós SUNNUDAGSFERÐ Utivistar 14. maí er um 4 klst. ganga meðfram Laxá í Kjós, þessari vinsælu lax- veiðiá. í ánni eru fallegir fossar, en gengið verður frá Reynivöllum að Þórufossi. Verð. 1.400 kr. fyrir félaga og 1.600 kr. fyrir aðra. Frítt f. böm m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ. Far- miðar í miðasölu. Fjallasyrpan byrjar 21. maí með göngu á Kistufell í Brennisteinsfjöll- um. Upplýsingar um ferðir má fá á heimasíðu Útivistar, utivist.is (Á döfinni). Fuglaskoðun- arnámskeið í Sandgerði Fuglaskoðunarnámskeið verður haldið í Sandgerði hjá Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum og Fræðasetrinu. Farið verður í fugla- skoðunarferð sem hefst með kynn- ingu í Fræðasetrinu við höfnina í Sandgerði sunnudaginn 14. maí kl. 10. Arnór Sigfússon fuglafræðingur, flytur stutt erindi um fuglalífið á Reykjanesi og fjölskrúðugt fuglalíf í umhverfi Sandgerðis verður skoðað og kynnt. Farið verður á áhugaverða staði og fuglarnir heimsóttir. Öllum er heimil þátttaka. Verð er 2.000 kr. en böm fá frítt. Gott er að hafa kíki, nesti og góða skó með í för. Grillveisla Vinstri-grænna íViðey REYKJAVÍKURDEILD Vinstri- grænna býður til vorfagnaðar í Við- ey sunnudaginn 14. maí næstkom- andi frá kl. 14-18. Grillað verður í Naustinu sem stendur á vestan- verðri eynni (beygt til vinstri þegar komið er upp úr ferjunni). Verði á veitingum verður stillt í hóf: matur kr. 500 fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn, létt drykkjarföng verða einnig fáanleg. Fargjald með feijunni úr Sunda- höfn verður kr. 400 fyrir fullorðna en 200 fyrir börn (báðar leiðir). Ögmundur Jónasson flytur ávarp. Afmælishátíð •• Olduselsskola ÖLDUSELSSKÓLI fagnar nú um þessar mundir 25 ára starfsafinæli. Af því tilefni verður efnt tO hátíðar- halda í skólanum laugardaginn 13. maí. Hátíðarhöldin em samstarfsverk- efni skólans og Foreldrafélagsins. Hátíðin hefst klukkan 13 og stend- ur tii kl. 16. Margt verður í boði þenn- an dag. Gefst foreldrum kostur á að koma með bömum sínum í skólann, skoða verkefni nemenda í skóla- stofum, virða íyrir sér glerlistaverk sem nemendur unnu í samvinnu við Jónas Braga Jónasson, glerlista- mann, og tefla við skáksveit skólans. Klukkan 14 og 15 verður boðið upp á skemmtiatriði á sal skólans. Á skólalóðinni verða auk veitinga, leiktæki, boðið upp á andlitsmálningu auk þess sem þar verða hestar og bömum boðið að láta teyma undir sér. Hönnunar- og smíðasvning hjá KHÍ HÖNNUNAR- og smíðaval Kenn- araháskóla Islands stendur fyrir sýningu á verkum nemenda þessa helgi frá kl. 13-17. Sýningin verður haldin að Skipholti 37 á 2. og 3. hæð. Opið verður laugardag og sunnudag kl. 13-17. „í hönnunar- og smíðavali Kenn- araháskólans er áhersla lögð á hönnun nytjahluta með listrænu ívafi og hugað að samspili forms og notagildis. Valið er eini handverks- skólinn á íslandi sem blandar sam- an gömlum handversksgildum og nútímahönnun,“ segir í fréttatil- kynningu frá KHI. Rifjar upp bernsku- minningar PÉTUR Pétursson, þulur, rifjar upp öðm sinni bernsku- og æsku- minningar sínar á gamansaman hátt frá 3. og 4. áratug 20. aldar á sýn- ingu Borgarskjalasafns Reykjavík- ur „Mundu mig, ég man þig“ á 6. hæð Grófarhússins, Tryggvagötu 15, sunnudaginn 14. maí kl. 15. Pétur mun segja frá skólafélögum og öðmm samferðamönnum sínum og frá fólki sem var áberandi í Reykjavík á þessum ámm. Sýningin verður opin um helgina kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis bæði að sýningunni og erindi Pét- urs. Afmælistilboð frá 13.—21. maí Ekta pelsar og leðurflíkur - Satín rúmföt. Handunnin rúmteppi og púðaver. Handunnin húsgögn. Gamaldags klukkur og öðruwísi Ijós. Opið virka daga kl. 11—18 og lau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 Sigurstjama HARMONIKUBALL Dansinn dunar dátt frá kl. 22.00 f kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ, við Álfheima. og gott að fá sér snúning eftir Eurovision sönglagakeppnina. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi og Ragnheiður Hauks- dóttir syngur. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Óskalög landans Miðvikudagskvöldið 10. maí sl. fór ég í Kaffileik- húsið í Hlaðvarpanum að sjá Óskalög landans, skemmtidagskrá með söngtextum Ómars Ragn- arssonar Það var Bjarg- ræðiskvartettmn sem sá um sönginn. Omar Ragn- arsson kom mér skemmti- lega á óvart með öllum þeim lögum og textum, sem hann hefur samið. Eg hafði hreinlega ekki áttað mig á þvi hversu afkasta- mikill hann hefur verið í gegnum tíðina. Sönghóp- urinn fór einstaklega skemmtilega með lögin hans og sat fólk í salnum með gæsahúð af hrifn- ingu. Þau voru einstak- lega létt og skemmtileg og langar mig að senda þeim mínar bestu þakkir fyrir frábæra skemmtun. María. V egaframkvæmdir og lokun deilda HVAÐ eru þingmennirnir okkar að hugsa að láta loka bæklunardeild Land- spítalans. Sama dag heyr- um við að milljarða auka- fjármagn er sett í jarðgöng úti á landi og smásletta í Reykjanes- brautina. Það er augljóst hvar og hvernig þungi at- kvæðisréttar er á Islandi í dag, hefði ekki verið rétt- ara að setja þessa pen- inga sem teknir eru úr sameiginlegum sjóði okk- ar allra í Hellisheiðina þar sem Suðurlandsundir- lendið og höfuðborgar- svæðið eru orðin eitt at- vinnusvæði. Þá er mikið vægðarleysi gagnvart sjúku fólki að loka bækl- unardeildinni þegar nógir peningar virðast vera til í ónauðsynlegri verk. Heil- brigðisráðherrra þarf að standa sig betur í að gæta réttar okkar. Reykvíkingur. Minningargreinar Morgunblaðsins ÉG hef búið erlendis í mörg ár og er nýflutt heim. Ég hef verið að lesa Morgunblaðið og ég hef verið að undra mig á öll- um þessum bréfum sem börn og barnabörn eru að skrifa afa og ömmu í minningargreinum Morg- unblaðsins. Er ekki betra að blessuð börnin skrifi fólkinu sínu þegar þau eru á lífi? Mér finnst al- veg hundleiðinlegt að lesa þetta og ég veit um fleiri sem eru sama sinnis. Er- lendis þar sem ég bjó, er nákomnum ættingjum bannað að skrifa minning- arorð um sína nánustu. Ég veit að nokkrir aðilar hafa skrifað um minning- argreinar Morgunblaðsins og meðal þeirra er Njörð- ur P. Njarðvík og er ég honum hjartanlega sam- mála. Björg Ingvarsdóttir. Gegnumakstur í Álandi I gær var lokað fyrir gegnumakstur í Álandi í Fossvogi. Þarna hefur verið akstursleið út úr hverfinu í býsna mörg ár. Ibúar í vestari hluta Fossvogs söfnuðu undir- skriftum til að mótmæla þessu. Augljóslega hafa þær ekki haft nein áhrif. Því er spurt: Hvaða hags- munir eru svo mikilvægir að þörf sé á þessari lokun, þrátt fyrir mótmæli íbúa hverfisins? Er þetta gert til frambúðar? Svar ósk- ast, frá til þess bærum aðilum. HB. Tapaö/fundið Handprjónuð barnapeysa tapaðist VÍNRAUÐ handprjónuð ullarbarnapeysa með marglitu munstri, tapaðist á Akureyri um mánaða- mótin síðustu. Hugsan- lega við Sundlaugina eða þar í kring. Upplýsingar í síma 555-3746. Dýrahald Persneskur fress týndist frá Geit- hömrum GRÁR og hvítur pers- neskur fress týndist frá Geithömrum 11 sl. þriðju- dag. Hann var eyrna- merktur. Heitir Þorlákur. Hann er inniköttur. Þeir sem hafa orðið varir við hann hafi samband í síma 587-8027 eða 699-3927. SKÁK l insjón Helgi Áss Grétarsson MEÐFYLGJANDI staða kom upp á milli Anatoly Karpov, hvítt, (2696) og ind- ónesíska stórmeistarans Ut- ut Adianto (2584) á stór- meistaramótinu í Balí sem lauk fyrir stuttu síðan. 28.Dxb8!! Hxb8 29.Hxe4 f5. Svartur á afar erfitt með að verja stöðu sína þar sem menn hvíts vinna ákaflega vel saman. T.d. gekk 29...C3 ekki upp sökum 30.d7 30.Hxc4 Hd8 31.d7 Da6 32.Hxc5 De2 33.Hccl Kf7 34.Bd5+ Kf6 35.Hel Dd3 36.Hedl De2 37.Bc6! g6 38.Hel Dd2 39.Hcdl Dc2 40.Hd6+ Kf7 41.He8 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Víkverji skrifar... * ASTIR símastúlkunnar og sendi- bflstjórans á Nýju sendibfla- stöðinni hafa að vonum vakið þjóð- arathygli. Símamærin var sem sagt rekin fyrir að „sofa hjá röngum manni“, eins og hún orðaði það sjálf í fjölmiðlum. Að sögn stjórnenda sendibflastöðvarinnar er hins vegar kveðið svo á í reglum fyrirtækisins að náin samskipti starfsfólks í af- greiðslu og bflstjóranna séu bönnuð. Stjórnendur fyrirtækja hafa vita- skuld fullan rétt til að setja ákveðnar reglur um samskipti starfsfólksins, en er þetta ekki fulllangt gengið? Víkverji veit fjölmörg dæmi þess að sambönd, sem stofnað hefur verið til innan fyrirtækja og á vinnustöð- um, hafa endað í farsælu hjóna- bandi, ekki síður en þau sem stofnað er til á böllum eða skemmtistöðum, svo sem algengt er hér á landi. Dæmin sanna líka að hjón eða kær- ustupör, sem vinna á sama vinnu- stað, standa sig jafnvel í vinnu og hverjir aðrir. Þessar samskiptaregl- ur Nýju sendibflastöðvarinnar eru því Víkveija með öllu óskiljanlegar og ekki fallnar til að auka hróður stöðvarinnar út á við. Aðalatriðið er þó að símamærin og sendibflstjórinn „búa nú saman og eru hamingjusöm í Kópavoginum“, eins og hún orðaði það í einum fjölmiðlinum. xxx VÍKVERJI brá sér norður til Ak- ureyrar hér á dögunum og bjó á Fosshóteli KEA. Þar er alltaf jafn ánægjulegt að gista og gamli „sjarminn" svífur enn yfir vötnum í þeim híbýlum, sem og raunar hvar- vetna í þessum fallega bæ, þótt ým- islegt hafi auðvitað tekið breyting- um nú á seinni árum í samræmi við tíðarandann. Sól skein í heiði alla dagana sem Víkverji dvaldi nyrðra og við sunnanmenn verðum bara að kyngja því, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að veðrið er betra fyrir norðan. Víkverji átti sem sagt góða daga í höfuðstað Norðurlands, hvort held- ur var í leik eða starfi, mat og drykk, skemmtun og menningarneyslu, enda Akureyringar höfðingjar heim að sækja. Vill Víkverji nota tækifær- ið og þakka sérstaklega leikurum Leikfélags Akureyrar fyrir ánægju- lega kvöldstund í Samkomuhúsinu, á stórgóðri uppfærslu á leikritinu Tobacco Road eftir Erskine Caldwell. Víkverji heimsótti líka Listasafn Akureyrar þar sem sýn- ingin „Barnæska í íslenskri myndlist og Barnið: Ég“ stóð yfir og átti þar ánægjulega stund. xxx ILISTAGILI, beint á móti Lista- safni Akureyrar, rakst Víkveiji inn í fornbókabúðina Fróða og fór þaðan út með fjórar fágætar bækur þrátt fyrir fögur fyrirheit um að eyða þar engum peningum. Hann stóðst bara ekki mátið. Ein þessara bóka hafði að geyma skáldsöguna „Smiður er ég nefndur" eftir bandaríska rithöfundinn Upton Sinclair í þýðingu Ragnars E. Kvar- an, útgefin 1926. Sinclair var ekki vinsæll rithöfundur í heimalandi sínu á þessum tíma enda réðst hann gjarnan með óvægnum hætti að stofnunum og hugsunarhætti sam- landa sinna. I þessari bók fjallar hann um ósamræmi kristinna hug- sjóna og þjóðfélagsástandsins í Bandaríkjunum á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Sagan segir frá spámanni einum sem birtist skyndilega á götum stór- borgarinnar og fer að prédika sömu kenningu og Kristur forðum. En orð hans falla í grýttan jarðveg, enda hefur ekkert breyst frá því í Róm hinni fornu. Smiður lítur til dæmis í kringum sig á götunni og segir: „Svo er að sjá, sem hér séu eingöngu laus- lætiskonur." Sá sem hann ávarpar getur ekki varist hlátri og svarar: „Hin sérkennilega kvenlega tíska vor villir yður sýn. Þér eruð þessu auðvitað ókunnugir.“ ,AJls ekki,“ svaraði smiður; „ég þekki þetta allt of vel. Ég lærði í æsku orð spá- mannsins: „Sökum þess, að dætur Zíonar eru drembilátar og ganga hnakkakerrtar, gjóta út undan sér augunum og tifa á göngunni og láta glamra í ökklaspennum, þá mun drottinn gera kláðugan hvirfil Zion- ardætra og Jahve gera bera blygðun þeirra. Á þeim degi mun Jahve burt nema skart þeirra: ökklaspennurn- ar, ennisböndin, hálstinglin, eyrna- perlurnar, armhringana, andlits- skýlurnar, motrana, ökklafestarnar, beltin, ilmbaukana, töfraþingin, fingurgullin, nefhringana, glitklæð- in, nærklæðin, möttlana og pyngj- urnar, speglana, líndúkana, vefjar- hettina og slæðurnar...“ Víkverji fær ekki betur séð en að þessi lýsing á kventískunni eigi ágætlega við enn í dag...?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.