Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR _____________LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 59^ UMRÆÐAN * Morgunblaðið/Árni Sæberg Auður Kristinsdóttir fyrir hönd Tinnu-Prjónablaðsins Ýr afhenti Ás- laugu Ólafsdóttur, fyrir hönd Kvennafangelsisins, gullpijóna ársins 2000. Kvennafangelsið hlaut gullprjóna ársins 2000 GARNBÚÐIN Tinna-Prjónablaðið Ýr veittu í fyrradag gullpijóna árs- ins 2000. Að þessu sinni hlaut Kvennafangelsið á Kópavogsbraut 17, Kópavogi, viðurkenninguna en þar hefur Aslaug Ólafsdóttir haft yf- irumsjón með handmennt. „Undanfarin ár hafa fjölmargar fallegar flíkur orðið til innan veggja fangelsisins og er það ekki síst fyrir atbeina Áslaugar að margar konur hafa aftur tekið upp íslenska hand- verkið. Að hennar sögn hefur slíkt hjálpað, ekki bara viðkomandi, heldur hka haft jákvæð áhrif á starfsandann," segir í fréttatilkynn- ingu frá Gambúðinni. Viðurkenningin eru innrammaðir 24 k gullprjónar sem þýski prjóna- framleiðandinn ADDI gefur. Þetta er í sjöunda sinn sem gullpijónamir em afhentir en þeim er ætlað að efla handmennt landsmanna bæði sem áhugamál og list, segir ennfr emur. Gullsmári f Kópavogi Vorsýning á handverki eldra og yngra fólks VORSÝNING á handverki eldra fólks verður um þessa helgi í félags- heimilinu Gullsmára, Gullsmára 13. Á þessari sýningu getur að líta sýnis- horn af handavinnu sem unnin er í Gullsmára og einnig við eldhúsborð eldra fólks í Kópavogi. Margir haglega gerðir nytja- og skrautmunir getur að líta á þessari sýningu sem er önnur sýning eldra fólks í Kópavogi í Gullsmára. En það er ekki bara sýning eldra fólksins sem um ræðir því einnig sýna leik- skólabörn frá Leikskólanum Amar- smára. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag kl. 14 til 18. Vöfflukaffí á 300 kr. verður selt báða dagana til kl. 17. Sýning leikskólabarnanna verður opin í tvær vikur á opnunartíma Gullsmára frá kl. 9 til 17 alla virka daga. BSRB hvetur til aðhalds í verðlagsmálum STJÓRN BSRB hvetur til laga- setningar sem spornar gegn fá- keppni og hringamyndun á sam- keppnismarkaði. „Á undanförnum árum hefur þróun í átt til fákeppni á markaði aukist verulega. Þetta á ekki síst við samruna stórra verslunarkeðja sem selja matvæli og aðrar nauð- synjavörur. Sömu tilhneigingar gætir á sviði fjármálastarfsemi, lyfsölu og víðar. I kjölfar samruna stórra fyrirtækja í verslun hefur komið í ljós að verð á nauðþurft- um hefur hækkað talsvert umfram almenna verðlagsþróun í landinu og það þrátt fyrir sterka stöðu ís- lensku krónunnar gagnvart er- lendum myntum um þessar mund- ir. Þessi þróun hefur haft umtalsverð örvandi áhrif á verð- bólguna. BSRB hvetur til aðhalds í verð- lagsmálum og minnir á að hækkun á vöru og þjónustu rýrir kaupmátt launafólks. Mikilvægt er að mark- aðinum sé búinn lagalegur rammi sem stuðli að eðlilegri samkeppni á þeim sviðum sem hún á við,“ segir í samþykkt BSRB. Opið hús í Hlaðhömrum OPIÐ hús verður í leikskólanum Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, í dag, laugardaginn 13. maí, milli kl. 11 og 14. Leikskólinn verður til sýnis fyrir fjölskyldur leikaskólabarna og aðra gesti. Einnig verður listasýning, þemaverkefni og vinna barnanna kynnt. Foreldrafélagið bakar vöfflur og verður með kaffisölu. Efldar almennings- samgöngur - er það eitthvað fyrir mig? VAXANDI bílaum- ferð á höfuðborgar- svæðinu og fyrirsjáan- leg stórfelld auking hennar á næstu árum, verði ekkert að gert og allur sá vandi er þeirri þróun fylgir, er sameiginlegt úrlausn- arefni allra lands- manna. Fyrir liggur, hvað varðar byggða- þróun á höfuðborgar- svæðinu, að á næstu fimmtán til tuttugu ár- um muni umferð auk- ast um fimmtíu prós- ent og til þess að halda uppi sama umferðarflæði á götum og nú er, verði að byggja margvísleg umferðarmannvirki á svæðinu fyrir a.m.k. fjörutíu millj- arða króna! Þeir fjármunir munu ekki falla af himnum ofan, heldur verða þeir teknir af sameiginlegum sjóðum landsmanna, fjármunir, sem svo sannarlega væri betur varið til ann- ars. Fyrir utan þjáningarnar, sorg- ina og hið ótrúlega tjón sem verður af völdum umferðarslysa hér á landi árlega. Að ekki sé talað um allt það landsvæði sem fer undir þau mannvirki, spillingu náttúru og stóraukna mengun, sem er þegar orðin okkur áhyggjuefni. Er eftir einhverju að slægjast? Svo makalaust sem það er, verð- ur ekki enn vart við að mönnum sé neitt sérlega brugðið við þessar upplýsingar. Staða einkabílsins er gífurlega sterk í okkar þjóðfélagi LEIÐRÉTT Og ofaukið Með frétt um tónleika Landsvirkj- unarkórsins í blaðinu í gær tók tengiorðið og við af kommu og mátti skilja sem svo, að tvær hljómsveitir kæmu fram með kórnum. En það er hljómsveitin Stormur, félagar úr Harmonikkufélagi Reykjavíkur, sem leikur nokkur lög á tónleikunum. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Atvinnu- flugmenn 1959 Mynd af nýútskrifuðum flugnem- um með atvinnuflugpróf, sem birtist með viðtali við Þórólf Magnússon flugstjóra sl. sunnudag, mun hafa verið tekin 1959 en ekki 1962, eins og sagði í myndartexta. Frumsýningin frestaðist Fyrir misgáning barst tilkynning um breytingu á frumsýningaráætlun Regnbogans ekki í tæka tíð, og í Bíó- blaðinu í gær var því gengið út frá að myndin Music of the Heart með Meryl Streep í aðalhlutverki yrði frumsýnd nú um helgina. Frumsýn- ingu myndarinnar hefur hins vegar verið frestað fram til haustsins. Nafn leikara féll niður í frétt um 50. sýningu á Glanna glæp í Latabæ í blaðinu í gær féll niður nafn Margrétar Eirar Hjartar- dóttur í upptalningu á leikurum, en hún hefur leikið Stínu símalínu. og hann hefur notið óskoraðs forgangs um langt árabil. Menn hafa í raun ekki rekið upp neitt ramakvein vegna þeirrar framtíð- arsýnar, að umferð aukist um fimmtíu prósent og að verja þurfi fjörutíu milljörð- um í nýja vegi. Miklu líklegra er, að alla hefði rekið í roga- stans ef lagt hefði ver- ið til að setja tíu millj- arða í að efla almenn- ingssamgöngur á næstu fimm árum! Við höfum enda lengi búið við ríkisvald, sem gert hefur einkabíl- inn og allt sem honum fylgir, að einum þýðingarmesta skattstofni sínum og til að bíta höfuðið af skömminni innheimtir ríkisvaldið á annað hundrað milljónir í skatta og gjöld árlega af almenningssap- göngum á höfuðborgarsvæðinu. Ár- legur kostnaður við almennings- samgöngur á svæðinu er um 1.350 milljónir og sveitarfélögin verja til þeirra úr sínum sjóðum um 630 milljónum. Það er hins vegar mjög áleitin spuming, hvað verulegt átak í efl- ingu almenningssamgangna gæti fært okkur í frestun eða samdrætti í vegaframkvæmdum, sem fyrir- hugaðar eru. Ef reiknað er með sjö prósenta ávöxtun, er ljóst að fjár- magnskostnaður vegna fjörutíu milljarða er 2,8 milljarðar króna á ári. Ef hægt er, t.d. með að efla al- menningssamgöngur, að fresta tíu milljörðum af fyrirhuguðm fram- kvæmdum í tíu ár, mun sú frestun skila þeirri upphæð að fullu í formi lægri fjármagnskostnaðar. Nærtækur er svo kostnaður heimilanna af fleiri en einum fjöl- skyldubíl. Rekstrarkostnaður venjulegs bíls er á bilinu fimm til sjö hundruð þúsund á ári fyrir utan kaupin sjálf og allir sjá, að mikið mætti á sig leggja til þess að kom- ast hjá því að reka tvo bíla, - hvað þá þrjá, eins og stefnir í víða. Gleymum því ekki, að það erum við, almenningur í landinu, sem borgum allan brúsann. Forgangur og önnur stýring Það, sem helst fælir viðskiptavini frá því að nýta sér almennings- samgöngur er skortur á stundvísi og mat á þeim tíma sem fer í ferð- irnar. Fjörutíu prósent aukning á fjölda einkabíla á götum borgar- innar á undanförnum átján mánuð- um eða svo, með tilheyrandi þrengslum og umferðarteppum og sívaxandi fjöldi hraðahindrana og 30 km svæða, segir auðvitað til sín í vaxandi erfiðleikum við að standa við akstursáætlanir, sem kemur niður á þjónustunni. Öll nágrannaríki okkar hafa grip- ið til umfangsmikilla ráðstafana til þess að tryggja almenningssam- göngum forgang í umferðinni og í raun þrengt mjög að einkabílnum. Til þess að taka á þeim vanda sem við blasir, verðum við að venja okk- ur við sérstakar akreinar fyrir strætisvagna a.m.k. á álagstímum, tölvustýrðan forgang þeirra á um- ferðarljósum og annað almennt til- lit, sem allar þjóðir í kringum okk- ur hafa fyrir löngu tileinkað sér í nafni þjóðhagslegrar hagkvæmni, Samgöngur Efling almennings- samgangna er tæki til* • þess, segir Helgi Pét- ursson, að draga úr stórkostlegum fyrirsjá- anlegum kostnaði sam- félagsins af aukinni bíla- umferð. umhverfismála og heilbrigðrar skynsemi. Þar tíðkast, að strætó sé mun fljótari í förum en einkabíllinn á álagstímum og er raunverulegusL'- valkostur í samgöngum. Stýring á aðgengi og fjölda og gjaldi fyrir bílastæði er einnig lyk- ilatriði. Þúsundir bíla með að jafn- aði einum ökumanni, streyma inn í borgina á hverjum morgni og þekja hvern einasta lófastóran blett, sem hægt er að finna. Það hlýtur að vera stjórnendum fyrirtælq'a mikið áhyggjuefni, að víða eiga viðskipta- vinir þeirra í miklum erfiðleikum með að finna bílastæði, því starfs- menn fyrirtækjanna hafa komið snemma og lagt í öll laus ókeypiSf * stæði í mörg hundruð metra rad- íus. Erlendir menn í samgöngu- fræðum verða alltaf jafnhissa þeg- ar þeir sjá bílafjöldann við framhaldsskólana í ókeypis stæð- um. Sú vissa, að með einum eða öðrum hætti muni menn ná í ókeypis stæði, ef þeir kjósa að fara á bílnum, dregur úr notkun al- menningssamgangna. Slíkt líðst ekki þar sem menn telja sig hafa stjórn á þróuninni. Spurning um hugarfar Eitt af því skemmtilegasta sem íslendingar gera erlendis er að taka strætó og lestir út um allar trissur. Þegar þeir lenda síðan ó* Keflavík, lenda þeir í mikilli sálar-‘ kreppu, ef þeir þurfa að taka rút- una. Þessi sálarkreppa kemur einnig fram í viðhorfi til almenningssam- gangna: „Eg læt ekki sjá mig á strætóstoppistöð - menn gætu haldið, að ég hefði misst prófið“ sagði einn kunningi minn við mig á dögunum. Raunar má rekja þetta viðhorf til afar slysalegrar auglýs- ingaherferðar Umferðarráðs gegn ölvunarakstri fyrir nokkrum árum, en þetta viðhorf um að almennings- samgöngur séu „ekki fyrir mig“, er býsna ríkt í fólki og breyting á þessu viðhorfi er að mínu viti stór hluti af því verkefni, sem framund^ an er. Verkefnið felst í því að fá allan almenning og ríkisvaldið til að skilja, að efling almenningssam- gangna er tæki til þess að draga úr stórkostlegum fyrirsjáanlegum kostnaði samfélagsins af aukinni bílaumferð, tæki til þess að standa við stóru orðin hvað varðar um- hverfið og umgengni við náttúruna og ekki síst tæki til þess að draga stórlega úr útgjöldum heimilanna. Höfíindur er borgarfulltrúi Reykja- vikurlistans og formaður stjórnar 'jjT SVR. Helgi Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (13.05.2000)
https://timarit.is/issue/132865

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (13.05.2000)

Aðgerðir: