Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 55 ,
MINNINGAR
+ Valdimar Ás-
mundsson fædd-
ist á Bjarnarstöðum
í Mývatnssveit 17.
maí 1899 en ólst
upp á Stöng í sömu
sveit. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni Húsavík 3. maí
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Ásmundur
Kristjánsson, bdndi
á Stöng, og kona
hans, Arnfríður
Gísladóttir frá Arn-
stapa í Ljósavatns-
hreppi. Systkini Valdimars voru
Kolbeinn, Sigríður og Kristján.
Valdimar kvæntist 27.8. 1930
Kristlaugu Tryggvadóttur, f.
27.3. 1900, d. 7.9. 1981, ljdsmóð-
ur og bóndakonu. Foreldrar
Kristlaugar voru Tryggvi Valdi-
marsson, bóndi í Engidal og á
Halldórsstöðum, og kona hans,
María Tómasdóttir frá Stafni í
Reykjadal. Valdimar og Krist-
laug hófu búskap í Engidal í
Bárðdælahreppi en fluttu 1934 á
Halldórsstaði í Bárðardal.
Valdimar og Kristlaug eignuð-
ust fjögur börn, Ásmund, Huldu
Þórunni, Maríu, sem er látin, og
Tryggva. Ásmundur, f. 23.5.
Það er gestur í eldhúsinu í Engi;
dal, heiðarbýli austan Bárðardals. I
huganum lifir mynd af útiteknum
manni með broshrukkur við augu.
Gestakomur voru ekki daglegt
brauð á heiðinni og vöktu forvitni
og ugg barnsins. Þessi var ekki
þannig - þetta var hann Valdi á
Halldórsstöðum og í návist hans var
gott að vera. Honum fylgdi ætíð
hlýja og glaðlyndi.
Rík er einnig í huga bernsku-
minning „póstsins" sem stóð á heið-
1932, er starfsmað-
ur hjá Vegagerð-
inni og á heima á
Ilalldórsstöðum.
Hulda Þórunn, f.
2.6. 1935, sem nú á
heima í Drekagili
28, Akureyri, var
húsfreyja og bóndi
á Hlíðskógum í
Bárðardal, gift Jóni
Aðalsteini Her-
mannssyni, bónda
þar, f. 17.1. 1937.
Þau eru skilin en
eiga þrjú börn, Ás-
rúnu, Hermann og
Maríu, og 7 barnabörn. María, f.
7.3. 1941, d. 3.4. 1968, var bú-
stýra á Halldórsstöðum og átti
einn son, Valdimar Gunnarsson,
f. 5.5.1963. Hann er landpóstur
og bóndi á Syðri-Reistará, gift-
ur Ingunni Heiðu Aradóttur, f.
10.10. 1965, og eiga þau 4 börn.
Yngstur er Tryggvi, f. 25.8.
1942, bifvélavirki og bóndi á
Engi í Bárðardal, giftur Svan-
hildi Sigtryggsdóttur, f. 12.6.
1948, og eiga þau flmm börn,
Hrafnhildi, Valdimar, Aðalstein,
Ragnheiði og Rósu.
Valdimar verður jarðsunginn
frá Lundarbrekkukirkju f dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
arbrúninni ofan Lundarbrekku og
sá Bárðardalinn opnast fyrir sér.
Halldórsstaðir, bær Laugu frænku
og Valda, var þar handan Skjálf-
andafljóts og einnig sást til fleiri
bæja. Mikið var heimurinn stór.
Heimsókn í Halldórsstaði situr
líka í minni. Á vesturbakka fljótsins
beið Fordson-dráttarvél og með
henni fóru gestir til bæjar. Staðið
var í heimasmíðaðri skúffu aftan á
vélinni en sá yngsti sat í fangi Valda
undir stýri.
Þessi minningabrot um Valdimar
á Halldórsstöðum eru Vel hálfrar
aldar gömul og lýsa viðhorfi barns-
ins til hans. Síðar varð lengra á milli
en alltaf var Valdi hinn sami og til
þeirra Laugu var gott að koma. Sá
er þessar línur ritar var sá gæfu-
maður að hafa Valda að nágranna
um vetrarstund í nokkur ár. Þá var
hann enn á Halldórsstöðum en kom
árlega til dvalar á Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði, síðast snemma
árs 1996.
Ekki var hægt að ímynda sér að
þar færi maður hátt á tíræðisaldri
og hann sagði með góðlátlegri kímni
að vegna góðrar heilsu ætti hann í
nokkrum erfiðleiknum með að fá
pláss á stofnuninni. Einnig benti
hann læknunum á að hann væri
dæmi um íslending sem alla sína
ævi hefði etið feitt kjöt, bæði saltað
og reykt, en það væri nánast talið
bráðdrepandi núna.
Valdi var ávallt tilbúinn að kanna
eitthvað nýtt og margar skemmti-
legar ferðir fórum við saman um ná-
grennið. Hann var hinn fróðleiks-
fúsi samferðamaður. Sérstaklega er
minnisstæð ferð sem farin var að
Bjargi í Hrunamannahreppi. Erind-
ið var að finna Guðjón bónda og
rifja upp liðlega 60 ára kynni frá
Vestmannaeyjum. Þar var Valdi á
vetrarvertíðum árin 1926-1930 og
lærði að flaka undir handleiðslu
Theódórs Friðrikssonar fræðaþuls.
í samræðum okkar Valda var ég
hins vegar lærisveinninn. Minni
hans var ótrúlega gott og hann gat
lýst tækniframförum búskaparsög-
unnar frá orfi til vélvæðingar sem
hann lifði og var þátttakandi í.
Túnið á Halldórsstöðum er á
sléttum grundum og því véltækt.
Við upphaf búskapar á Halldórs-
stöðum 1934 var keypt hestasláttu-
vél, rakstrarvél og vagn smíðaður
þannig að ekki þyrfti að binda heyið
til flutnings að heystæði eða hlöðu.
Vagninn var með jámhjólum að aft-
an en framhjól söguð úr sívölu reka-
tré.
Þá var Valdi ferjumaður á Skjálf-
andafljóti nokkuð á þriðja áratug
VALDIMAR
ÁSMUNDSSON
GUÐBJORG
SIGRÍÐUR
PETERSEN
+ Guðbjörg Sigríð-
ur Petersen
fæddist á Ökrum á
Seltjarnarnesi 29. jú-
lí 1933. Hún lést á
líknardeild Lands-
spítalans 12. mars
síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Bústaðakirkju 21.
f Davíðssálmum
standa þessar ljóðlín-
ur:
Drottinn er vörður þinn,
Drottinn skýlir þér,
hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna
þér mein, né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína
og inngöngu héðan í frá og að eilífu.
Þessi orð úr Davíðssálminum
gefa okkur huggun og kraft, en
umfram allt öryggi. Þau taka burt
alla óvissu, sem að okkur þyrmir,
þegar líf okkar tekur breytingum.
Drottinn stendur staðfastlega við
hlið okkar, hvað sem á dynur.
Hann er vörður í lífi okkar, bæði í
blíðu og stríðu. Það er dýrmætt að
fá slíkt fyrirheit, þegar okkur
finnst lífið hafa verið svipt allri
sinni dýpt og allri sinni gleði. Það
er dýrmætt að fá lifandi orð frá
Guði, sem elskar okkur, þegar við
stöndum frammi fyrir dauðanum
og sorginni. Það er dýrmætara en
orð fá lýst að finna að það er til-
gangur með lífinu öllu, þegar okk-
ur finnst lífið hafa verið hafa verið
svipt tilgangi sínum við missi góðr-
ar eiginkonu, móður,
ömmu, systur, frænku
og vinkonu, sem gaf
lífinu það innihald,
sem er meira virði en
önnur verðmæti lífs-
ins.
Þegar sorgin sækir
okkur heim er gott að
geta hafið augu sín til
fjallanna og spurt
Guð hvaðan okkur
berst hjálp. Því að um
leið og við berum upp
þá spurningu finnum
við svarið frá Guði.
Hjálp okkar kemur
frá Drottni, skapara himins og
jarðar. Við finnum það einmitt
aldrei eins sterkt og þegar við
stöndum máttvana frammi fyrir
andstæðum lífs og dauða, and-
stæðum þeim, sem skilja að þær
víddir tilverunnar, sem við skiljum
og þær, sem við skiljum ekki. Sú
vídd tilverunnar, sem við nú stönd-
um frammi fyrir og skiljum aldrei
til hlítar er dauðinn, þessi óaftur-
kallanlega staðreynd, sem blasir
við okkur svo miskunnarlaus, en
samt sem áður svo sönn.
Líf vinkonu minnar Baukýjar
eða Guðbjargar Sigríðar eins og
hún hét fullu nafni var gott og sér-
lega fagurt. Hún var einstaklega
vel af Guði gerð, hún var falleg og
svo glæsileg að eftir var tekið.
Hún var mjög vel greind og
skemmtileg, orðheppin og frábær-
lega fljót að svara fyrir sig. Bauký
var ákaflega viljasterk, sjálfstæð
og andlega sterk. Hún var rólynd
og bjartsýn, traust og raungóð og
einstaklega góð manneskja. Hún
var öguð í framkomu, mjög minn-
ug, reglusöm og hafði gaman af
því að fá til sín gesti. Hún vildi
ævinlega hafa allt fínt í kringum
sig. Hún var allt í senn sönn
heimsdama og hefðardama sem
hafði víðan sjóndeildarhring. Hún
hafði ferðast vítt og breitt um
heiminn ásamt eiginmanni sínum
og fjölskyldu. Við Bauký höfum
þekkst frá unga aldri, því mæður
okkar voru vinkonur. Vinskapur
okkar hófst þó ekki af þroska og
alvöru fyrr en við vorum báðar
giftar og búnar að byggja okkur
hús í nágrenni hvor annarrar í
Smáíbúðahverfinu. Við áttum báð-
ar börn á líkum aldri og þau léku
þér saman eða gættu hvort ann-
ars. Við bökuðum oft saman bæði
fyrir jól og fyrir önnur hátíðleg
tækifæri. Mér er mjög í fersku
minni afmælisdagur hennar Bauk-
ýjar síðasta sumar. Þetta var ein-
staklega fallegur sumardagur.
Bauký tók á móti mér af sama
hlýleik og alltaf, hún var svo höfð-
ingleg og naut þess að hafa gesti
sína hjá sér. Mjög kært samband
skapaðist milli hennar og elsta
barnabarns hennar Guðbjargar
Sigríðar.
Hún er horfin okkur hún Bauký
og við sjáum hana ekki framar, en
um leið er okkur gefið þetta und-
ursamlega fyrirheiti, um að hún
lifi hjá Guði í hans kærleiksríka
faðmi og í raun og veru geti ekk-
ert aðskilið hana frá okkur ef við
lifum í samfélagi því, sem Jesús
Kristur bauð okkur að lifa lífi í trú
á sig. Megi algóður Guð opna
hjörtu Emils eiginmanns hennar,
Asdísar, Adólfs, Stefáns, Hólmfríð-
ar, tengdabarna, barnabarna og
Guðbjargar Sigríðar fyrir þeim
fagnaðarboðskap, sem kemur eins
og ljúf hönd inn í sorgina og sökn-
uðinn. Megi algóður Guð gefa okk-
ur kjark og kraft til að hefja augu
okkar til fjallanna og sjá að frá
Drottni frelsara okkar berst okkur
sú hjálp sem við þurfum á að
halda. Því Jesús sagði: „Eg lifi og
þér munuð lifa.“
Þín vinkona,
Sesselja (Sella).
þar til brú kom við Stóruvelli. Róð-
ur gat verið erfiður yfir fljótið, eink-
um þegar hvasst var eða það í
klakaböndum. Til að auðvelda sér
þetta strengdi Valdi stálvír yfir
fljótið milli símastaura á bökkunum.
Á vírnum voru tvær trissur með
köðlum sem hann batt við stafn og
skut bátsins og hugðist með þessu
losna við rekið og geta dregið ferj-
una á öðrum streng milli bakka. „Þá
tók pramminn af mér ráðin,“ sagði
Valdi. Það kom nefnilega í ljós að nú
sá straumurinn um að flytja hann
milli bakka. Aðeins þurfti að setja
fast í stafn. Ferjumaður sat í skut,
hélt um hitt bandið og réð stefnu
ferjunnar upp í straum og um leið
rekhraða hennar.
Þannig geymist ferjumaðurinn
Valdi mér í barnsminni. Eg var
sendur eftir vöru sem Valdi hafði
útvegað og ferjan, með Valda í skut,
rann til mín að austurbakkanum
eftir strengnum.
Á síðasta fundi okkar fyrsta
sunnudag í ágúst á liðnu ári mátti
sjá að hann mundi ekki fremur en
Ásaþór forðum standast fangbrögð-
in við Elli kerlingu til eilífðar. Þó
var lundin hin sama, jafnaðargeðið
og glaðlyndið. Hann taldi sig gæfu-
mann og það var hann. Æviferill
hans má vera okkur eftirlifendum
vitnisburður þess að lífsgleðin býr í
manninum sjálfum en verður ekki
keypt á markaðstorgum.
Á kveðjustund er mér efst í huga
þakklæti fyrir samveruna við Valdi-
mar Ásmundsson. Hafi hann kæra
þökk fyrir frá okkur systkinunum
um leið og við sendum börnum
hans, öðrum afkomendum og ást-
vinum öllum okkar innilegustu
kveðjur.
Björn Pálsson.
Sunnan við Stóruvelli víkkar
Bárðardalurinn til austurs um leið
og brún hans þeim megin lækkar og
rennur saman við öræfin í suðri. Á
þessu svæði streymir Skjálfanda-
fljótið að austanverðu í dalnum svo
áberandi flatlendi myndast að vest-
anverðu. Þar eru grundirnar. Þar
eru líka Halldórsstaðir.
Það er að sjá langt þangað heim
ef beðið er á austurbakka fljótsins.
En þá gefst líka góður tími til að
virða fyrir sér dökkt farartækið
sem þokast austur eftir og manninn
sem stígur af baki og ýtir á flot báti
sem líður að því er virðist sjálfkrafa
þvert yfir strauminn. Þar er Valdi á
Halldórsstöðum.
Hann er að sækja vin sinn, bónd-
ann á heiðinni, sem nýtir nauðsynja-
ferð til upplífgandi heimsóknar og
hefur tekið þrjá stráka með sér.
Þegar vestur yfir fljótið er komið
tekur Valdi þann yngsta í fang sér í
ökumannssætið, setur hendur hans
á stýrið og segir: „Nú er best að þú
keyrir." Þetta var fyrir hálfri öld -
og þá var Valdi fimmtugur.
Nokkrum árum seinna eltir sami
strákur þá félagana út túnið í Salt-
vík og hefur hendurnar líka fyrir
aftan bak. Þeir hafa um margt að
ræða og meðal annars um fyrstu
tengdasynina sem báðir hafa eign-
ast. En strákurinn hugsar: „Það eru
örugglega vinir sem tala svona.“ Á
ættarmóti sem haldið var í Engidal
fyrir þrem árum var það heiður að
fá að ganga með öldungnum upp
með Engilæk. Við hvamm sem
myndast skammt fyrir neðan þar
sem lindin rennur í lækinn var num-
ið staðar og horft um stund yfir
svæðið. Eins og til að útskýra af
hverju ekki þurfti lengra að fara*
sagði Valdi stutta setningu sem
ekki varð misskilin. Hér var verið
að rifja upp ljúfan atburð sem fyrir
nálægt þrem aldarfjórðungum
skipti sköpum í lífi hans.
Með þessum fáu orðum vil ég
koma fram þakklæti fyrir að hafa
fengið að þekkja Valda á Halldórs-
stöðum í fimmtíu ár.
Ég veit að eins og það var sólskin
þessa þrjá daga sem rifjaðir hafa
verið upp þá var það jákvæðnin og
hlýjan í fari Valda sem laðaði fólk
að honum. Ég trúi að það sé ekki -
tilviljun þegar svona fólk nær háum
aldri.
Ketill Pálsson.
t
Hjartans þakkir til ykkar allra, kæru vinir, sem
studduð okkur og styrktu á alla lund vegna
hins skyndilega fráfalls okkar ástkæru
KRISTÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Viðarrima 44,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Maríu Guðnadótt-
ur, Dóru Hartford, starfsmanni Flugleiða í
Baltimore, Friðriki Jónssyni, sendiráðsritara við íslenska sendiráðið í
Washington og Ingibjörgu Davíðsdóttur, sendiráðsritara hjá utanríkis-
ráðuneytinu.
Guð blessi ykkur öll.
Pálmar W. Magnússon,
Hólmfríður Hulda Pálmarsdóttir,
Sigfríður Arna Pálmarsdóttir,
Jóhanna Wíum Pálmarsdóttir,
Ingibjörg Anna Pálmarsdóttir,
Hólmfríður S. Jakobsdóttir, Þorsteinn S. Jónsson,
Sigfríður Pálmarsdóttir,
Bergþóra S. Þorsteinsdóttir,
Jón Þorsteinsson,
Þorsteinn J. Þorsteinsson,
Þyri E. Þorsteinsdóttir,
Ragnhildur F. Þorsteinsdóttir,
Arnheiður S. Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur Magnússon,
Sigurlína Magnúsdóttir, Magnús Brimar Jóhannsson,
Dagný Magnúsdóttir, Agnar Kárason,
Axel Wíum Magnússon, Sigurbjörg Jónsdóttir,
systkinabörn og aðrir aðstandendur.
Magnús Wíum Vilhjálmsson,
Jóhann Runólfsson,
Gerrit Schuil,
Sigríður H. Þórðardóttir,
Karl Geirsson,
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður, afa og langafa,
ÁSGEIRS ODDSSONAR,
Lönguhlíð 14,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til lækna og annars starfs-
fólks lyfjadeildar 1 FSA.
Helga Pálsdóttir,
Gunnhildur Ásgeirsdóttir,
Helga M. Helgadóttir,
Katla Ómarsdóttir,
Sara Helgadóttir.
(r