Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 35
Erfiðleikar evrunnar
eftir Rudi Dornbusch
©Project Syndicate
UPPSKRIFTIN að evninni virðist
vera orðin að hreinum spuna. Flest-
um er líklega enn í fersku minni
kampavínsflóðið og glasaglaumur-
inn er Myntbandalaginu vai- hleypt
af stokkunum og þá átti nú aldeilis
að ögra dollaranum, jafnvel steypa
honum af stóli. Nú er engu líkara en
þetta hafi bara verið fallegur
draumur.
Gengi evrunnar fellur daglega og
það er ekki lengur óhugsandi, að
Bandaríkin verði að koma henni til
hjálpar. Hvílík kaldhæðni! Gjald-
miðillinn, sem ætlaði að taka fyrsta
sætið frá dollaranum, þarf nú á að-
stoð Bandaríkjanna að halda til að
hann hrynji ekki alveg. Þannig er þó
staðan nú.
Evruseðlamir og evrumyntin
verða tekin í notkun í janúar 2002 og
það er engin furða þótt Þjóðverjar,
sem þá verða að sjá á bak markinu,
séu að verða dáh'tið órólegir. Frakk-
ar, sem hafa þó aldrei átt mjög
sterkan gjaldmiðil, eru líka á nálum
og heimta, að eitthvað verði gert í
málinu. Þessi ótti er þó að miklu
leyti ástæðulaus. Það er að vísu leið-
inlegt fyrir Evrópuríkin hvað risið á
evrunni er lágt en í efnahagslegum
skilningi er ekki um neitt tjón að
ræða. Þá er heldur ekki líklegt, að
staðan eigi eftir að versna eða vara
lengi. í þessu
sambandi get-
ur verið gott
að velta fyrir
sér fimm
spumingum:
Hverjum er
um að kenna?
Hvað er unnt
að gera? Er
botninum náð
eða mun
ástandið
versna enn?
Hve lengi mun
veikleiki evrunnar vara? Hvað þarf
til að snúa þróuninni við? Stjóm-
málamenn og þeir, sem óttast, að
þeim verði á mistök, em jafnan fljót-
ir að finna sér einhvem blóraböggul.
Hann sjá þeir gjaman í Evrópska
seðlabankanum en þar skjátlast
þeim. Hann getur kannski ekki stát-
að af miklu en hann hefur tekið á
gengisfalli evmnnar með skynsemi.
Seðlabankastjóramir hafa ekki far-
ið á taugum, þeir hafa ekki hvikað
frá markmiðunum um stöðugleika
og röksemdafærsla bankans er góð.
Meginástæðan fyrir erfiðleikum
evmnnar er gangurinn í bandarísku
efnahagslífi. Jafnvel þegai’ svo virt-
ist nýlega sem verðbólga væri að
aukast og framleiðniaukningin að
minnka, þá gerði gengislækkunin á
fjármálamarkaði ekki annað en að
Veik evran hefur
bætt samkeppnis-
getu evrópskra
fyrirtækja
dælda lítillega uppganginn á banda-
rískum verðbréfamarkaði almennt.
Gengisfall evrannar er því í raun
hlutfallslegt og miðast við ástandið í
bandarísku efnahagslífi hverju
sinni.
Hvað er unnt að gera? Hér er oft
önnur firra á ferðinni og hún er
þessi: Gerið eitthvað, hvað sem er.
Allt, sem Evrópuríkin gerðu nú,
myndi aðeins gera illt verra. Að
hækka vexti upp úr öllu valdi gengi
ekki enda myndi það valda miklum
afturkippi í efnahagslífinu. Að grípa
inn í gengisþróunina er líka út í hött.
Á markaðinum er um marga gjald-
miðla að velja og því er best, að
markaðurinn hafi sinn gang. Hitt er
svo annað mál, að Bandaríkin gætu
snúið þróuninni við, nokkuð, sem
ekki er á færi ríkisstjóma eða fjár-
málaráðherra í Evrópu. Áian
Greenspan, bandaríski seðlabanka-
stjórinn, þyi-fti ekki annað en að
muldra í barm sér að evran væri of
veik, en hann hefur bara öðmm og
mikiivægari málum að sinna.
Ekki er víst, að evran sé búin að
ná botninum enn. Árið 1985 var
meðalvægi helstu gjaldmiðla í
Evrópu gagnvart dollara 67 sent
eða 25% minna en nú. Það er ólík-
legt en ekki óhugsandi, að evran fari
svo lágt. Líklegast er, að hún muni
stöðvast við 80 eða rúmlega það og
fara síðan hækkandi. Svo er líka rétt
að hafa í huga, að þessi veika evra
hefur stórbætt samkeppnisgetu
evrópskra fyrirtækja og án hennar
væri hagvöxturinn ekki þau 3%, sem
hann er nú.
Hvað þarf til, að evran rétti úr
kútnum? Svarið við þessari spurn-
ingu mun áreiðanlega koma frá
Bandaríkjunum. Evran mun verða
álitlegur fjárfestingarkostur ef og
þegar um hægist í bandarísku efna-
hagslífi. Þá munu evraeigendur fara
að una hag sínum betur og fjárfest-
ar í Bandaríkjunum og Japan munu
fá á henni aukinn áhuga. Það er líka
hægt að kaupa hana ódýrt.
Komi til þessa gæti Evrópski
seðlabankinn að sjálfsögðu reynt að
flýta fyrir þróuninni en það gerist
líklega ekkert næstu mánuði eða
næsta árið. Evran mun áreiðanlega
verða mikið forsíðuefni áfram og
menn munu áfram deila um hverjir
beri ábyrgðina og hvað skuli gera.
Vingjamlegt afskiptaleysi er rétta
svarið en það mega bankamennimir
ekki segja upphátt.
Rudi Dornbusch er Ford-prófessor
íhagfræði við Tækniháskólunn í
Massachusetts og var áður helsti
efnahagsráðgjafí Alþjóðabankans
og Aiþjóðagjaideyrissjóðsins.
Wim
Duisinberg
Sambandsflokkur
Ulsters (UUP)
Aukaþing
um sátta-
tillöguna
Belfast. Rcuters.
SAMBANDSFLOKKUR Ulsters
(UUP) lýsti því yfir í gær að haldið
yrði aukaflokksþing 20. maí næstkom-
andi til að ákveða hvort flokkurinn
taki aftur sæti í héraðsstjóm Norður-
Irlands. David Trimble, formaður
flokksins, segist ekki hafa gert upp
hug sinn í málinu en að það muni hann
gera fyrir lok næstu viku. Stefnt er að
því að héraðsstjómin taki aftur við
völdum 22., samkvæmt sáttatillögu
sem forsætisráðherrar Bretlands og
N-írlands lögðu fram fyrir viku.
„Eg vil taka það skýrt fram að boð-
un flokksþingsins þýðir ekki að við
höfum ákveðið að mæla með tiltekinni
lausn,“ sagði Trimble í gær. Hann gaf
í skyn að hann stefndi að frekari við-
ræðum við Breta og aðra flokka á N-
írlandi áður en þeir 850 flokksmenn
UUP sem rétt eiga til setu á þinginu
koma saman til fundar.
Ákvörðunin um að boða auka-
flokksþing vegna nýju friðartillagn-
anna hefur haldið lífi í vonum um að
friður sé í augsýn sem feli í sér sam-
stjórn andstæðra hópa í héraðinu og
fyrirheit vígasveita um að þær muni
leggja niður vopn.
O 4x4
Meiri þægindi, glæsilegra
útlit og aukið öryggi.
SUZUKI BalenoWagon Limited Edition er
enn betur útbúinn og glæsilegri en Baleno
Wagon. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóla-
drifinn, meðABS hemla og allan hefð-
bundinn Baleno-staðalbúnað. Færðu
einhvers staðar meira fyrir þetta verð?
Hvað er nýtt?
• Leðurklætt stýri
• Leðurklæddur gírstangarhnúður
• Viðaráferð á mælaborði
• Álfelgur
• Sílsalistar
• Þokuljós
• Samlitir speglar
• Fjarstýrð samlæsing
...OG ÞETTA ER VERÐIÐ!
1.725.000 KR.,
allt innifaliö.
$ SUZUKI
—■-im*
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
I
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elfasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Hvammstangi:
Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sfmi 451 26 17. Isafjörður: Bllagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavfk: BG bllakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00.