Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 33
„Eigna-
skiptaglæp-
ir“ algengir
í Rússlandi
Glæpir hafa svo náð að gegnsýra rússneskt
samfélag eftir endalok Sovétríkjanna, segir
Alexander Malkevitsj, að fólki kemur meira
á óvart ef það fréttir af heiðarlegum land-
stjóra en þjófí og mútuþega.
„MAFÍA“ þýðir „fjölskylda" en í
Rússlandi er átt við yfirvöld og þá
reglu sem ríkir í samfélaginu. En
hvers konar reglu eiginlega? Vinsæl-
asta umfjöllunarefni vestrænna fjöl-
miðla er hin svokallaða „rússneska
mafía". Það eru eingöngu þeir sem
ekki tolla í tískunni sem minnast
ekki á „fjöldann allan af rússneskum
glæpasamtökum“. Mér finnst stund-
um sem þessi Grýla hafi í upphafi
verið sköpuð til að hræða fólk á Vest-
urlöndum.
í Rússlandi verður enginn undr-
andi eða felmtri sleginn við að heyra
glæpi nefnda. í huga fólks er ekki til
nein mafía. Glæpii’ eru daglegt brauð
og þá má flokka í þrennt; venjulega
glæpi, spillingu í stjórnsýslu og
svokölluð „eignaskipti". Þetta eru
allt jafn slæmir glæpir. I fyrsta lagi
eru „venjulegir glæpir“, sem fólk
kemst í snertingu við í daglega lífinu,
eins og rán, heimilisofbeldi og morð í
heimahúsum. I þessu tilfelli er
skelfilegast að ofbeldið hefur aukist
svo mjög (sérstaklega kynferðislegt
ofbeldi gegn börnum og unglingum)
að menn eru ráðþrota. í öðru lagi
kemur spilling í stjórnsýslu. Hún er
síður sýnileg en viðgengst
þó í öllum 89 héruðum
Rússlands. Spillingin er
mikil og allir vita af henni
en eru orðnir samdauna
henni. Fólki kemur meira
á óvart ef það fréttir af
heiðarlegum landstjóra en
þjófi og mútuþega. „Eignaskipti“
hafa orðið að verulegu vandamáli á
síðustu árum. Þau virðast vera
sprottin úr venjulegri glæpastarf-
semi og spillingu og enda nær und-
antekningarlaust með skipulögðum
morðum (flest eru framin í Moskvu
og Sankti Pétursborg). Engin ráð
virðast vera gegn þessu og ef þau
fyndust virðist baráttan samt fyrir-
fram töpuð.
Fjöldi glæpa í Rússlandi
fer yfír þrjár milljónir
Að sögn liIA-fréttastofunnar
sagði Vjatsjeslav Ti-ubnikov, yfir-
maður glæparannsókna í innanríkis-
ráðuneyti Rússlands, á blaðamanna-
fundi í borginni Voronezh að
ástandið væri „erfitt“. Trubnikov
sagði að „í fyrsta skipti á síðustu tíu
árum hefðu glæpir í Rússlandi farið
yfir þriggja milljóna markið“. Þai'
átti hann við að þrjár milljónir glæpa
hefðu verið skráðir en að sjálfsögðu
má bæta fjölda glæpa við sem ekki
eru skráðir (fjárkúganir, nauðganir í
heimahúsum o.fl.). Með einföldu
reikningsdæmi má því segja að einn
af hverjum sextíu í Rússlandi hafi
þurft að þjást vegna einhverra
glæpa á síðasta ári.
Fjöldi morða, rána og nauðgana
hefur aukist. Trubnikov sagði einnig
að stríðsátök í Tsjetsjníu hefðu í för
með sér að „glæpagengi og vopn
flæddu um allt landið“. Hann sagði
þó ákveðna bjartsýni ríkja í rann-
sókn glæpamála og var þar að vísa til
sprengjuárásanna í Moskvu og öðr-
um borgum Rússlands.
Margir sem áttu þátt í þeim
sprengjuárásum hafa verið hand-
teknir. Einnig er vitað hverjir þeir
eru sem skipulögðu og hvöttu til
þessa skæruhernaðar. „Rótina má
rekja til Tsjetsjníu", sagði Trubn-
ikov. En þar með er ekki allt upptal-
ið. í gær sagði Vladimir Rushailo,
innanríkisráðherra, fréttamönnum
frá aukningu glæpa. Á síðustu átta
mánuðum hefur þeim fjölgað um
22%. Hundrað sextíu og eitt þúsund
hermönnum og varðliðum innanrík-
isráðuneytisins hefur verið fengið
það hlutverk að halda uppi lögum og
reglu í landinu. Séu allir hermenn og
varðliðar taldir með mun meira en
ein milljón manna sjá um að halda
uppi lögum á götum úti og að berjast
gegn glæpum. En þá á eftir að leita
að rótum vandans og uppræta hann.
Rússneska mafían stjórnar
helmingi hagkerfisins
Opinberar tölur segja að skipu-
lögð glæpasamtök stjómi 40% af
hagkerfi landsins en sumir segja að
talan sé líkega hærri. T.a.m. stjórna
glæpasamtök helmingi rássneskra
bankastofnana. Tölur sýna að glæpa-
samtök af ýmsu tagi ráða
yfir fjörutíu þúsund fyrir-
tækjum þar sem eigna-
skipting er með ýmsum
hætti. Þar af eru fimmtán
hundruð ríkisfyrirtæki,
fjögur þúsund fyrirtæki á
hlutabréfamarkaði og sex
hundruð bankar. Venjulega hafa fyr-
irtækin mikla möguleika á að reka
tvöfalt bókhald og þau ganga eins
langt og spilltir, opinberir starfs-
menn leyfa þeim. Skipulögð glæpa-
starfsemi í Rússlandi á sér engar
höfuðstöðvar þaðan sem henni er
miðstýrt. Stóru samtökin eru í
hverju héraði. Til vora samtök sem
þekkt voru fyrir að teygja anga sína
milli héraða en í dag er erfitt að
greina á milli löglegra viðskipta og
ólöglegra. Rannsóknir hafa leitt í
Ijós að í mörgum héruðum Rúss-
lands skýla mörg glæpasamtök sér
bakvið lögleg viðskipti.
Hægt er að flokka glæpi í Rúss-
landi með hliðsjón af þróun skipu-
lagðrar glæpastarfsemi. Flokkarnir
eru: þátttaka í löglegum viðskiptum,
yfirráð yfir bönkum og fjármála-
stofnunum, viðskipti með eiturlyf,
vopnasala, bílasala, stuldur á vöru-
sendingum, viðskipti með forn-
minjar, viðskipti með líffæri úr
mönnum, viðskipti með villt dýr,
skipulagt ofbeldi og árásir og sam-
vinna við önnur glæpasamtök.
Meira en fjörutíu og þijú
þúsund glæpasamtök
Meira en fimm hundruð þúsund
glæpamenn eru þekktir. Þeir sér-
hæfa sig í ýmsum tegundum glæpa
og fremja þá oftast í samvinnu við
landa sína.
Að áliti leynilegra rannsókna-
deilda eru eftirtalin svæði þau
hættulegustu með tilliti til skipu-
lagðrar glæpastarfsemi: Vladivost-
ok, Ussuriisk, Khabarovsk, Irkutsk,
Fjöldi morða,
rána og
nauðgana
hefur aukist
Reuters
Bai-áttan gegn glæpum í Rússlandi getur tekið á sig ýmsar myndir. Þessir vopnuðu og grímuklæddu starfs-
menn skattalögreglunnar gerðu á fimmtudag húsleit í höfuðstöðvum Media-MOST fjölmiðlasamsteypunnar í
Moskvu. Media-MOST-samsteypan rekur sjónvarps- og útvarpsstöð, dagblað og tímarit, og sæta stjórnvöld í
Kreml gjarnan gagnrýni í fjölmiðlum hennar.
Krasnojarsk, Kemerovo-hérað, Ek-
aterinburg, Saratov, Krasnodar,
Dagestan, Moskva og Moskvu-hér-
að. Síðust en ekki síst er Sankti Pét-
ursborg sem fjölmiðlar útnefndu
„höfðuborg glæpa“ síðustu tíu mán-
uði. Þess ber einnig að geta að
Sankti Pétursborg fékk einnig verð-
launin fyrir að vera sú borg þar sem
flest skipulögð morð höfðu átt sér
stað síðustu tíu árin. En það er hluti
af lengri sögu sem ekki verður sögð
hér og nú.
Á síðustu tveimur árum hafa
dómsyfii'völd farið yfir og metið
gögn sem tengjast um sex hundruð
skipulögðum glæpasamtökum. Talið
er að í Rússlandi séu nú starfandi
meira en fjörutíu og þrjú þúsund
samtök sem stunda glæpi af einu eða
öðru tagi. Af þeim eru hundrað og
sextíu af stærri gerðinni en um þrjú
þúsund og fimm hundruð smærri
þar sem tuttugu eða færri eru í
hópnum.
Nær sex hundruð hópar eru til
sem ekki eru „slavneskir" og til-
heyra einhverju einu þjóðerni. Þess-
ir hópar sérhæfa sig í glæpum.
„Azerbaijar\“-hópurinn stefnir á yfir-
ráð í eiturlyfjasölu, fjárhættuspilum,
veðmálum og verslun. „Ai-menski“-
hópurinn er fyrst og fremst í sölu á
stolnum farartækjum. Svindlarar af
ýmsu þjóðerni, t.a.m. georgískir og
norður-kákasískir sérhæfa sig í yfir-
töku íbúða, gíslatökum og ránum.
„Tsjetsjenar" eru sterkir á eldsneyt-
is- og bflamarkaðinum, í lánastofn-
unum og í fyrirtækjum sem versla
með sjaldgæfa málma.
ríkið sjálft framdi, alrfldð sem var
skipulagt og stjómað af kommúnist-
um. Fyrir hinn almenna borgara má
segja að lög og regla hafi ríkt á yfir-
borðinu. En á sama tíma tók ríkið frá
borgaranum allt sem það gat, þar á
meðal sparnað (með gjaldeyris-
breytingum) og lagði líf fólks í rást
með þrælavinnu.
Allt fram að falli samfélags komm-
únista viðurkenndu menn ekki opin-
berlega tilvist skipulagðra glæpa-
samtaka. En þar sem rássneskir
fjölmiðlar í dag eru „hálfóháðh’“ og
vegna áhrifa utan frá eru glæpir
orðnir sýnilegri en áður. Ástandið
versnar dag frá degi en það er ekk-
ert nýtt.
Yfirvöld þjóna viðskipta-
mönnum vel en almenningi illa
Eftirtektarvert er að allt frá 1989
hafa glæpir blómstrað í Rússlandi
eða allt frá því að tilraun hófst til að
gera Rússland að réttar-
ríki. Ekki er hægt að
horfa framhjá því að sú
tilraun hefur því miður
mistekist. Á yfirborðinu
hafa einhverjar laga-
breytingar átt sér stað.
Herinn og réttarkerfið fá
ekki beinar skipanir frá formanni
kommúnistaflokksins og þingið hef-
ur framkvæmdavaldið í sínum hönd-
um samkvæmt lögum. Enginn er yf-
ir lögin hafinn og jafnvel hinir spilltu
segjast viðurkenna þau. En raunin
er allt önnur. Fyrrverandi kommún-
istar nota löglegar, hálflöglegar og
leynilegar aðferðir við að breyta
völdum í peninga og peningum í völd.
Hámark lögleysunnar er að finna í
einkavæðingu stórra iðnfyrirtækja
og orkufyrirtækja þar sem saman
fara peningastuldur og peninga-
þvætti. Sú aðstoð berst frá áhrifa-
mönnum í bankakerfinu sem í öðrum
löndum sætu á bak við lás og slá.
Þessum mönnum gefast mörg tæki-
færi til að féflétta fólk og ekki hjálpa
háir vextir né spilling hjá tollayfir-
völdum.
Viðskiptamenn sem vilja slá um
sig með „Rússland - heimaland okk-
ar“, andvarpa fegnir og greiða opin-
berum starfsmönnum eða glæpa-
mönnum mútufé (stundum er erfitt
að sjá hver er hvað). Hið sorglega er
að þetta slagorð er heiti á fyrrver-
andi stjórnmálahreyfingu hins opin-
bera. Þar á bæ geta menn verið
ákveðnir og gert kröfur í málum sem
henta þeim en þegar kemur að vernd
hins almenna borgara slaka þeir á
kröfunum. Leiðin er því
greið fyrir skipulagða
glæpastarfsemi sem nú
þegar tröllríður einka-
geiranum. Ríkið getur
ekki hjálpað til við inn-
heimtu skulda eða veitt
fyrirtækjum nauðsynlega
vernd. Það er einnig ófært um að
skapa fyrirtækjum sómasamlegar
aðstæður sem og uppfylla frumþarf-
ir þeirra. Á meðan svo er leita menn í
viðskiptalífinu þangað sem þessi
þjónusta er veitt.
Alexander Malkevítsj er ritstjóri
timarits iSankti Pétursborg.
Hámark lög-
leysunnarað
finna í einka-
væðingunni
Glæpir ekki
nýir af nálinni
Mikilvægt að átta sig á að núver-
andi ástand mála er nýtt. Rússland
var öldum saman skipulega upp-
byggt samfélag. En það var aldrei
samfélag þar sem lög og regla réðu
ferðinni. Á valdatíma keisarans jókst
eignaréttur fólks sem og friðhelgi
einkalífsins lítið eitt. Þessi réttindi
voru afturkölluð 1917 eftir október-
byltingu „bolsévikanna". „Bolsévik-
ar“ voru þeir kommúnistar sem
fylgdu Lenin, sbr. „bolshe“ sem í
rássnesku þýðir „sjálfsvald“. Þeir
vildu meira - meira vald til fólksins.
Glæpir eru áberandi í rássnesku
þjóðlífi í dag en þeir hafa alltaf verið
til staðai-. Á tíma Sovétríkjanna voru
til skipulagðir glæpir en þeir fóru
ekki eins hátt og í dag. Akveðnar
glæpaklíkur stunduðu áratugum
saman það sem kalla má „þjófnað í
skjóli laga og réttar“. Oftar en ekki
tengdust þær yfirvöldum á einn eða
annan hátt og nýttu sér þau tengsl.
Afar sjaldgæft var að þessar klíkur
væru rannsakaðar af yfirvöldum eða
að fjölmiðlar birtu fréttir af þeim.
Að lokum eru það glæpir sem al-
Frjáls eins og fuglinn í Camp-let tjaldvagni
Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eldhús og fortjald, auk frábærrar
endingar eru atriði sem gera Camp-let að einstökum tjaldvagni. Ef allir
vagnar eru skoðaðir sést vel af hverju Camp-let nýtur vinsælda ár eftir ár.
<^ÍSU JÓNSSON ehf
Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644