Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 38

Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 38
38 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „ „ Morgunblaðið/Golli Ur verkinu „Auðun og ísbjöminn" sem er framlag Islenska dansflokks- ins til Leiklistarhátíðar barnanna sem hefst 20. maí næstkomandi. Þrjú ný verk á Leik- listarhátíð barnanna Listamenn frá Siglufírði og Ungverjalandi í Neskirkju Allt frá íslenskum söng- lögum upp í óperuaríur Antonía Pál B. Hlöðver Hevesi Szabó Sigurðsson Á DAGSKRÁ Leiklistarhátíðar barnanna, sem hefst 20. maí, verða frumsýnd þrjú ný íslensk verk fyrir yngstu kynslóðina. Framlag ís- lenska dansflokksins er frumflutn- ingur á nýjum dansi eftir Nönnu Ól- afsdóttur sem nefnist >vAuðun og ísbjörninn". Dansinn er byggður á Auðunar þætti ísfirska sem er ein af perlum Islendingasagna. Sýningin verður á litla sviði Borgarleikhússins laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. maí kl. 17 báða dagana. Leikbrúðuland frumsýnir leikritið „Prinsessan í hörpunni" eftir Böðvar Guðmundsson, sem verður sýnt í Tjamarbíói miðvikudaginn 24. og fimmtudaginn 25. maí, kl. 18. Efnið er sótt í foman sagnasjóð, nánar til- tekið Völsungasögu þar sem segir frá Áslaugu í hörpunni. Sýningin er einnig á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Möguleikhúsið frumsýnir „Völu- spá“ eftir Þórarin Eldjárn. Kvæðið Völuspá er gmnnur verksins en Völuspá er talið eitt merkasta kvæði íslenskra fombókmennta. Sýningin er einnig á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 og verður sýnd laugardaginn 27., sunnudaginn 28. kl. 17 og fimmtudaginn 1. júní kl. 18. KVEÐJA frá Siglufirði er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Nesk- irkju við Hagatorg í dag kl. 16 en þar syngur Hlöðver Sigurðsson tenór, Ántonía Hevesi leikur á orgel og pía- nó og Pál B. Szabó á fagott og píanó. Efnisski-áin er fjölbreytt, „allt frá íslenskum sönglögum upp í óperuar- íur og kirkjuleg verk,“ segir Hlöðver og bætir við að einnig fljóti með nýtt verk eftir fagott- og píanóleikarann Pál B. Szabó, prelúdía í barokkstíl, þar sem áhrif frá barokki og rokki blandast saman á nýstárlegan hátt. „Við fluttum þessa efnisskrá á tón- leikum á Siglufirði um páskana við geysigóða aðsókn,“ segir Hlöðver og bætir við að nú vilji þau leyfa höfuð- borgarbúum að heyra. Meðal þess sem þau munu flytja á tónleikunum í Neskirkju má nefna sígild íslensk sönglög á borð við Hamraborgina og I fjarlægð og óp- eruaríur úr Rigoletto, Ástardrykkn- um og La bohéme. Úr rokkinu í söngnám Hlöðver er fæddur á Siglufirði ár- ið 1973. Á unglingsárunum stundaði hann nám í trompetleik við Tónlist- arskóla Siglufjarðar og söng síðan í rokkhljómsveit. Árið 1995 sneri hann við blaðinu og hóf söngnám hjá Antoníu Hevesi við Tónlistarskóla Siglufjarðar og lauk þaðan áttunda stigs prófi í apríl síðast- liðnum. Hann hefur tekið þátt í tón- leikum á vegum skólans og haldið nokkra tónleika í félagi við aðra. Hann hefur tekið þátt í masterklass- námskeiði á vegum Rósu Kristínar Baldursdóttur og hyggur á frekara nám erlendis á næstunni. Hann kveðst vera að athuga með nokkra skóla núna, m.a. í Bretlandi, Ítalíu og Austurríki og á von á að mál skýrist þegar líður á sumarið en þá fer hann ásamt kennara sínum og meðleikara, Antoníu Hevesi, á masterklassnám- skeið í Frakklandi. Antonía Hevesi er fædd í Ung- verjalandi, þar sem hún stundaði píanónám um margra ára skeið og lauk prófi 1988 frá Liszt Ferenc tónl- istarakademíunni í Búdapest sem kórstjóri, hljómfræðingur og fram- haldsskólakennari í söng. Samhliða stundaði hún píanónám og hóf orgelnám við Tónlistarháskól- ann í Graz í Austurríki hjá Otto Bruckner. Antonía fluttist hingað til lands árið 1992 og býr nú á Siglu- firði, þar sem hún er organisti og kórstjóri við Siglufjarðarkirkju og kennir söng, píanóleik og hljómfræð- igreinar við Tónlistarskóla Siglu- fjarðar. Pál B. Szabó er fæddur í Ung- verjalandi og er bróðir Antoníu. Árið 1996 flutti hann til íslands og býr nú á Sauðárkróki, þar sem hann starfar sem blásara- og píanókennari og píanóundirleikari. Skammrif án bögguls Pétur Pétursson þulur segir barnabarni sínu, Eyþóri Eyþórssyni, sögu. Bernskuminningar Péturs Péturssonar TOIVLIST IV o r r æ n a h ú s i ð KAMMERTÓNLEIKAR Forsamin og spunnin verk fyrir pianó og slagverk, auk sjónrænna gjörninga, eftir Tomlinson, Griswold og Úlfar Inga Haraldsson. Erik Griswold, píanó/slagverk; Vanessa Tomlinson, slagverk/rödd. Fimmtudaginn 11. maikl. 20:30. ÁSTRALSK-bandarísku hjónin Vanessa Tomlinson og Erik Griswold komu fram í Norræna hús- inu á fimmtudaginn var; að líkindum í fyrsta skipti á Islandi. Árstímavalið var ekki hið heppilegasta eftir við- burðaríkan vetur og hrinu vortón- leika undanfarið, en þó tókst að vekja forvitni nærri þrjátíu hlustenda, sem teljast verður gott fyrir framsækna uppákomu enn lítt þekktra hljómlist- armanna. Hjónin koma hér við á tón- leikaferðalagi um Bandaríkin og Evrópu fyrir milligöngu Úlfars I. Haraldssonar, sem kynntist þeim á námsdvöl í Kalífomíu, en þaðan munu þau Tomlinson og Griswold hafa lokið doktorsprófi í tónlist. Samblöndun listgreina er ekki ný. Nefna má rætur óperunnar á 16. öld og nýþýzka skóla Liszts og Wagners ásamt hugmyndum um „sam-lista- verkið“ á þeirri 19. Á móti mætti halda því fram, að samblöndun list- greina lýsi ákveðnu vantrausti til tjáningarmáttar hverrar um sig. Á hinn bóginn verður maður æ varari við auknar kröfur til sjónrænnar til- höfðunar í tónlistarflutningi nú á „öld augans", og hver veit nema sumt af því sem gat að heyra - og sjá - á tón- leikunum á fimmtudaginn sé það sem koma skal, ef lifandi tónflutningur á að lifa af niðursoðna fjöldaafþrey- ingu nútímans. Sjónræni þátturinn var einmitt í brennidepli í fyrsta atriði, „Strings Attached (prelude)" eftir Tomlinson/ Griswold, sem auk yfirfærðrar merk- ingar (böggull skammrifi) má auðvit- að líka skilja beint. Það gerðu flytj- endur með því að sveifla milli sín sippustreng sinni hvorri hönd sem ljóskastara var beint að. Rið- straumslýsingin sá um að gleikka bylgjuhreyfingarnar, og á okkar evrópsku 50 riðum hefur það sjálf- sagt komið enn betur fram en á 60 vestan hafs. Strengjaatriðið var hljóðalaus augnamúsík, e.k. lifandi öldusjá (,,oscilloscope“), en þó mátti greina formræna þróun úr risum og stigum öldumynztranna, og jafnvel antífoník/andsvör (nema ef frekar skyldi kalla „antískópík“/andbendur í „Flicker“ (E. Griswold) settist höfundur við píanóið og hélt áfram bylgjugangi við dumbrauða fram- köllunarherbergisundirlýsingu í sí- skarandi mínimalisma, með viðkomu í djassmars-kenndum millikafla. Næst var „Lanke Trr Gll“ úr „Frum- sónötu“ dadaistans Kurt Schwitters frá um 1922 í útsetningu Tomlinsons. Sónatan er „hljóðaljóð“, samansett úr ýmsum ósldljanlegum afurðum mannsbarkans, en hér útvíkkuð með slagverki. Að viðbættu söngli og mjálmi hófst sá þáttur með því að skafa guiro á ýmsa vegu í svipuðu hrynmynztri og upphafsmótífinu al- kunna í Rasumowsky-kvartett Beet- hovens nr. 1, II. (3/4:|..—|...| - ), áður en leikurinn færðist yfir á fleiri slagfæri. Sannkölluð vindhögg voru uppi- staða „Hommage a Percy Grainger" (T/G), þar sem flytjendur sameinuðu hljóð og hreyfíngar með því að sneiða niður loftið með löngum hvítum prik- um kruss og þvers á ýmsa rytmíska vegu svo undir þaut. Ekki er ég nógu fróður um ástralska tónskáldið að vita til hvers hvin-kviða þessi átti að vísa, en hljóðin komust óneitanlega ekki hjá því að minna á spanskreyr og líkamshirtingar. „Groupings", austurlenzkulegt slagverkssoló eftir Úlfar Inga Har- aldsson með tom-tom grúppu sem meginhljóðfæri, var skipulega samið og snöfurlega útfært aJf Tomlinson, þótt manni fyndist teygja ögn lopann í síðasta hluta. Fjölbreyttasta verkið kom síðast fyrir hlé, „Every night the same dream“; að virtist í rondóf- ormi, þar sem skiptust á mínima- lismi, djass-áhrif, akademísk framúr- skólaspeki o.fl., en víða skemmtilegt og jafnvel fyndið áheyrnar, og sumir effektar anzi áhrifamiklir, eins og bogastroldð vibra-slapp. „Hypnotic Strains" (G) var eitt bezt heppnaða verk kvöldsins, atgangsmikið en litríkt og hnitmiðað. Djass-samleikur Griswolds á píanó og tilmöndlaðrar undirleiksupptöku á tónbandi af lagi Screamin’ Jay Hawkins, „I put a spell on you“, kitl- aði brostaugarnar - sérstaklega und- ir lokin, þegar vél og maður kölluðust á í sígleikkandi úrgrisjun. Frumsónata Schwitters kom aftur til skjalanna með „Grimm Glimm“, þar sem Vanessa Tomlinson fór á kostum með krefjandi slagverks- síætti og samtímis beitingu radd- bandanna. Dadaískt ískur, söngl, ýlf- ur og orðalaust hvítvoðungsmas hennar gátu á köflum minnt á raddsnillinginn Cathy Berberian í fullu fjöri - nema hvað Cathy þurfti ekki að hendast á milli slaghljóðfæra á sama tíma! Fremur stutt „Improv- isation“ hjónanna og Úlfars Inga á kontrabassa þar á eftir var að sögn gjörsamlega óundirbúin og komst varla á skrið fyrr en rétt áður en Griswold skildi á milli, enda „spont- ann“ spuni af því tagi oftast happi háð. Sem síðasta atriði dagskrár fengu tónleikagestir - loksins! - að heyra „Strings Attached", því þá voru slegnar bumbur um leið og kjuða- festar línurnar flögruðu um loft; eitt bassa-tom (trommusetts-páka) öðr- um megin en smærri útgáfa hinum. Hljóðlaus forkynningin í tónleika- byrjun reyndist nú gera svipað gagn og forkynning kontrapunkt-raddar í Sláðu hjartans hörpustrengi á undan hinu kunnara sálmalagi, nefnilega með því að skapa þannig jafnvægi milli beggja þátta. Átriðið kom skín- andi vel út, eins og raunar flest und- angengið á þessum óvænt skemmti- legu tónleikum, enda samið og flutt af lipurð og hugviti og hæfilega laust við að taka sig allt of hátíðlega. En það er kannski líka eins gott fyrir framsækna tilraunamúsík á þessum síðustu og verstu tímum, ef hún vill á annað borð fá áheyrn - og áhorf. Ríkarður Ö. Pálsson PÉTUR Pétursson þulur rifjar upp bernsku- og æskuminningar sínar á gamansaman hátt á morgun, sunnu- dag, kl. 15. Minningamar eru frá 3. og 4. áratug 20. aldar á sýningu Borgarskjalasafns Reykjavíkur „Mundu mig, ég man þig“ á 6. hæð Grófarhússins, Tryggvagötu 15. Fyrirlesturinn sinn nefnir Pétur Frá HÖNNUNAR- og smíðaval Kenn- araháskóla Islands stendur fyrir sýningu á verkum nemenda í dag laugardag og á morgun, sunnudag, frá kl. 13-17 báða dagana. Sýningin Ufsakletti í Amarhvol, með viðkomu á Reykjavíkurrúntinum og mun hann segja frá skólafélögum og öðr- um samferðamönnum sínum og frá fólki sem var áberandi í Reykjavík á þessum árum. Sýningin verður opin um helgina kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis bæði að sýningunni og erindi Péturs. er f Skipholti 37,2. og 3. hæð. Um er að ræða hönnunarvið- fangsefni er taka til trésmíði, silf- ursmíði, leðursmíði; tækniverkefni, horna- og beinavinna og fleira. Morgunblaðið/Golli Hildur Eggertsdóttir og Lilja Unnarsdóttir Ieggja lokahönd á verk sín. Hönnunarviðfangsefni í Skipholti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.