Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „ „ Morgunblaðið/Golli Ur verkinu „Auðun og ísbjöminn" sem er framlag Islenska dansflokks- ins til Leiklistarhátíðar barnanna sem hefst 20. maí næstkomandi. Þrjú ný verk á Leik- listarhátíð barnanna Listamenn frá Siglufírði og Ungverjalandi í Neskirkju Allt frá íslenskum söng- lögum upp í óperuaríur Antonía Pál B. Hlöðver Hevesi Szabó Sigurðsson Á DAGSKRÁ Leiklistarhátíðar barnanna, sem hefst 20. maí, verða frumsýnd þrjú ný íslensk verk fyrir yngstu kynslóðina. Framlag ís- lenska dansflokksins er frumflutn- ingur á nýjum dansi eftir Nönnu Ól- afsdóttur sem nefnist >vAuðun og ísbjörninn". Dansinn er byggður á Auðunar þætti ísfirska sem er ein af perlum Islendingasagna. Sýningin verður á litla sviði Borgarleikhússins laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. maí kl. 17 báða dagana. Leikbrúðuland frumsýnir leikritið „Prinsessan í hörpunni" eftir Böðvar Guðmundsson, sem verður sýnt í Tjamarbíói miðvikudaginn 24. og fimmtudaginn 25. maí, kl. 18. Efnið er sótt í foman sagnasjóð, nánar til- tekið Völsungasögu þar sem segir frá Áslaugu í hörpunni. Sýningin er einnig á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Möguleikhúsið frumsýnir „Völu- spá“ eftir Þórarin Eldjárn. Kvæðið Völuspá er gmnnur verksins en Völuspá er talið eitt merkasta kvæði íslenskra fombókmennta. Sýningin er einnig á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 og verður sýnd laugardaginn 27., sunnudaginn 28. kl. 17 og fimmtudaginn 1. júní kl. 18. KVEÐJA frá Siglufirði er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Nesk- irkju við Hagatorg í dag kl. 16 en þar syngur Hlöðver Sigurðsson tenór, Ántonía Hevesi leikur á orgel og pía- nó og Pál B. Szabó á fagott og píanó. Efnisski-áin er fjölbreytt, „allt frá íslenskum sönglögum upp í óperuar- íur og kirkjuleg verk,“ segir Hlöðver og bætir við að einnig fljóti með nýtt verk eftir fagott- og píanóleikarann Pál B. Szabó, prelúdía í barokkstíl, þar sem áhrif frá barokki og rokki blandast saman á nýstárlegan hátt. „Við fluttum þessa efnisskrá á tón- leikum á Siglufirði um páskana við geysigóða aðsókn,“ segir Hlöðver og bætir við að nú vilji þau leyfa höfuð- borgarbúum að heyra. Meðal þess sem þau munu flytja á tónleikunum í Neskirkju má nefna sígild íslensk sönglög á borð við Hamraborgina og I fjarlægð og óp- eruaríur úr Rigoletto, Ástardrykkn- um og La bohéme. Úr rokkinu í söngnám Hlöðver er fæddur á Siglufirði ár- ið 1973. Á unglingsárunum stundaði hann nám í trompetleik við Tónlist- arskóla Siglufjarðar og söng síðan í rokkhljómsveit. Árið 1995 sneri hann við blaðinu og hóf söngnám hjá Antoníu Hevesi við Tónlistarskóla Siglufjarðar og lauk þaðan áttunda stigs prófi í apríl síðast- liðnum. Hann hefur tekið þátt í tón- leikum á vegum skólans og haldið nokkra tónleika í félagi við aðra. Hann hefur tekið þátt í masterklass- námskeiði á vegum Rósu Kristínar Baldursdóttur og hyggur á frekara nám erlendis á næstunni. Hann kveðst vera að athuga með nokkra skóla núna, m.a. í Bretlandi, Ítalíu og Austurríki og á von á að mál skýrist þegar líður á sumarið en þá fer hann ásamt kennara sínum og meðleikara, Antoníu Hevesi, á masterklassnám- skeið í Frakklandi. Antonía Hevesi er fædd í Ung- verjalandi, þar sem hún stundaði píanónám um margra ára skeið og lauk prófi 1988 frá Liszt Ferenc tónl- istarakademíunni í Búdapest sem kórstjóri, hljómfræðingur og fram- haldsskólakennari í söng. Samhliða stundaði hún píanónám og hóf orgelnám við Tónlistarháskól- ann í Graz í Austurríki hjá Otto Bruckner. Antonía fluttist hingað til lands árið 1992 og býr nú á Siglu- firði, þar sem hún er organisti og kórstjóri við Siglufjarðarkirkju og kennir söng, píanóleik og hljómfræð- igreinar við Tónlistarskóla Siglu- fjarðar. Pál B. Szabó er fæddur í Ung- verjalandi og er bróðir Antoníu. Árið 1996 flutti hann til íslands og býr nú á Sauðárkróki, þar sem hann starfar sem blásara- og píanókennari og píanóundirleikari. Skammrif án bögguls Pétur Pétursson þulur segir barnabarni sínu, Eyþóri Eyþórssyni, sögu. Bernskuminningar Péturs Péturssonar TOIVLIST IV o r r æ n a h ú s i ð KAMMERTÓNLEIKAR Forsamin og spunnin verk fyrir pianó og slagverk, auk sjónrænna gjörninga, eftir Tomlinson, Griswold og Úlfar Inga Haraldsson. Erik Griswold, píanó/slagverk; Vanessa Tomlinson, slagverk/rödd. Fimmtudaginn 11. maikl. 20:30. ÁSTRALSK-bandarísku hjónin Vanessa Tomlinson og Erik Griswold komu fram í Norræna hús- inu á fimmtudaginn var; að líkindum í fyrsta skipti á Islandi. Árstímavalið var ekki hið heppilegasta eftir við- burðaríkan vetur og hrinu vortón- leika undanfarið, en þó tókst að vekja forvitni nærri þrjátíu hlustenda, sem teljast verður gott fyrir framsækna uppákomu enn lítt þekktra hljómlist- armanna. Hjónin koma hér við á tón- leikaferðalagi um Bandaríkin og Evrópu fyrir milligöngu Úlfars I. Haraldssonar, sem kynntist þeim á námsdvöl í Kalífomíu, en þaðan munu þau Tomlinson og Griswold hafa lokið doktorsprófi í tónlist. Samblöndun listgreina er ekki ný. Nefna má rætur óperunnar á 16. öld og nýþýzka skóla Liszts og Wagners ásamt hugmyndum um „sam-lista- verkið“ á þeirri 19. Á móti mætti halda því fram, að samblöndun list- greina lýsi ákveðnu vantrausti til tjáningarmáttar hverrar um sig. Á hinn bóginn verður maður æ varari við auknar kröfur til sjónrænnar til- höfðunar í tónlistarflutningi nú á „öld augans", og hver veit nema sumt af því sem gat að heyra - og sjá - á tón- leikunum á fimmtudaginn sé það sem koma skal, ef lifandi tónflutningur á að lifa af niðursoðna fjöldaafþrey- ingu nútímans. Sjónræni þátturinn var einmitt í brennidepli í fyrsta atriði, „Strings Attached (prelude)" eftir Tomlinson/ Griswold, sem auk yfirfærðrar merk- ingar (böggull skammrifi) má auðvit- að líka skilja beint. Það gerðu flytj- endur með því að sveifla milli sín sippustreng sinni hvorri hönd sem ljóskastara var beint að. Rið- straumslýsingin sá um að gleikka bylgjuhreyfingarnar, og á okkar evrópsku 50 riðum hefur það sjálf- sagt komið enn betur fram en á 60 vestan hafs. Strengjaatriðið var hljóðalaus augnamúsík, e.k. lifandi öldusjá (,,oscilloscope“), en þó mátti greina formræna þróun úr risum og stigum öldumynztranna, og jafnvel antífoník/andsvör (nema ef frekar skyldi kalla „antískópík“/andbendur í „Flicker“ (E. Griswold) settist höfundur við píanóið og hélt áfram bylgjugangi við dumbrauða fram- köllunarherbergisundirlýsingu í sí- skarandi mínimalisma, með viðkomu í djassmars-kenndum millikafla. Næst var „Lanke Trr Gll“ úr „Frum- sónötu“ dadaistans Kurt Schwitters frá um 1922 í útsetningu Tomlinsons. Sónatan er „hljóðaljóð“, samansett úr ýmsum ósldljanlegum afurðum mannsbarkans, en hér útvíkkuð með slagverki. Að viðbættu söngli og mjálmi hófst sá þáttur með því að skafa guiro á ýmsa vegu í svipuðu hrynmynztri og upphafsmótífinu al- kunna í Rasumowsky-kvartett Beet- hovens nr. 1, II. (3/4:|..—|...| - ), áður en leikurinn færðist yfir á fleiri slagfæri. Sannkölluð vindhögg voru uppi- staða „Hommage a Percy Grainger" (T/G), þar sem flytjendur sameinuðu hljóð og hreyfíngar með því að sneiða niður loftið með löngum hvítum prik- um kruss og þvers á ýmsa rytmíska vegu svo undir þaut. Ekki er ég nógu fróður um ástralska tónskáldið að vita til hvers hvin-kviða þessi átti að vísa, en hljóðin komust óneitanlega ekki hjá því að minna á spanskreyr og líkamshirtingar. „Groupings", austurlenzkulegt slagverkssoló eftir Úlfar Inga Har- aldsson með tom-tom grúppu sem meginhljóðfæri, var skipulega samið og snöfurlega útfært aJf Tomlinson, þótt manni fyndist teygja ögn lopann í síðasta hluta. Fjölbreyttasta verkið kom síðast fyrir hlé, „Every night the same dream“; að virtist í rondóf- ormi, þar sem skiptust á mínima- lismi, djass-áhrif, akademísk framúr- skólaspeki o.fl., en víða skemmtilegt og jafnvel fyndið áheyrnar, og sumir effektar anzi áhrifamiklir, eins og bogastroldð vibra-slapp. „Hypnotic Strains" (G) var eitt bezt heppnaða verk kvöldsins, atgangsmikið en litríkt og hnitmiðað. Djass-samleikur Griswolds á píanó og tilmöndlaðrar undirleiksupptöku á tónbandi af lagi Screamin’ Jay Hawkins, „I put a spell on you“, kitl- aði brostaugarnar - sérstaklega und- ir lokin, þegar vél og maður kölluðust á í sígleikkandi úrgrisjun. Frumsónata Schwitters kom aftur til skjalanna með „Grimm Glimm“, þar sem Vanessa Tomlinson fór á kostum með krefjandi slagverks- síætti og samtímis beitingu radd- bandanna. Dadaískt ískur, söngl, ýlf- ur og orðalaust hvítvoðungsmas hennar gátu á köflum minnt á raddsnillinginn Cathy Berberian í fullu fjöri - nema hvað Cathy þurfti ekki að hendast á milli slaghljóðfæra á sama tíma! Fremur stutt „Improv- isation“ hjónanna og Úlfars Inga á kontrabassa þar á eftir var að sögn gjörsamlega óundirbúin og komst varla á skrið fyrr en rétt áður en Griswold skildi á milli, enda „spont- ann“ spuni af því tagi oftast happi háð. Sem síðasta atriði dagskrár fengu tónleikagestir - loksins! - að heyra „Strings Attached", því þá voru slegnar bumbur um leið og kjuða- festar línurnar flögruðu um loft; eitt bassa-tom (trommusetts-páka) öðr- um megin en smærri útgáfa hinum. Hljóðlaus forkynningin í tónleika- byrjun reyndist nú gera svipað gagn og forkynning kontrapunkt-raddar í Sláðu hjartans hörpustrengi á undan hinu kunnara sálmalagi, nefnilega með því að skapa þannig jafnvægi milli beggja þátta. Átriðið kom skín- andi vel út, eins og raunar flest und- angengið á þessum óvænt skemmti- legu tónleikum, enda samið og flutt af lipurð og hugviti og hæfilega laust við að taka sig allt of hátíðlega. En það er kannski líka eins gott fyrir framsækna tilraunamúsík á þessum síðustu og verstu tímum, ef hún vill á annað borð fá áheyrn - og áhorf. Ríkarður Ö. Pálsson PÉTUR Pétursson þulur rifjar upp bernsku- og æskuminningar sínar á gamansaman hátt á morgun, sunnu- dag, kl. 15. Minningamar eru frá 3. og 4. áratug 20. aldar á sýningu Borgarskjalasafns Reykjavíkur „Mundu mig, ég man þig“ á 6. hæð Grófarhússins, Tryggvagötu 15. Fyrirlesturinn sinn nefnir Pétur Frá HÖNNUNAR- og smíðaval Kenn- araháskóla Islands stendur fyrir sýningu á verkum nemenda í dag laugardag og á morgun, sunnudag, frá kl. 13-17 báða dagana. Sýningin Ufsakletti í Amarhvol, með viðkomu á Reykjavíkurrúntinum og mun hann segja frá skólafélögum og öðr- um samferðamönnum sínum og frá fólki sem var áberandi í Reykjavík á þessum árum. Sýningin verður opin um helgina kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis bæði að sýningunni og erindi Péturs. er f Skipholti 37,2. og 3. hæð. Um er að ræða hönnunarvið- fangsefni er taka til trésmíði, silf- ursmíði, leðursmíði; tækniverkefni, horna- og beinavinna og fleira. Morgunblaðið/Golli Hildur Eggertsdóttir og Lilja Unnarsdóttir Ieggja lokahönd á verk sín. Hönnunarviðfangsefni í Skipholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.