Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 18
18 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Stjórn Fiskeldis Eyjafjarðar sendir
bæjaryfírvöldum erindi
Ótti við eldis-
stöðvar í grennd
við Hjalteyri
BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á
fundi sínum í vikunni um erindi frá
stjórn Fiskeldis Eyjafjarðar, þar
sem hún mótmælir alfarið hugmynd-
um AGVA ehf. um laxeldi í Eyjafirði.
I bókun bæjarráðs kemur jafnframt
fram að landbúnaðarráðuneytið hafi
hafnað umsókn fyrirtækisins. Þó
hefur verið ákveðið að vinna áfram
að málinu.
Þá hefur stjórn Fiskeldis Eyja-
fjarðar gert athugasemdir vegna
starfsleyfistillögu Heilbrigðiseftir-
lits Norðurlands eystra varðandi
staðsetningu kræklingaeldisstöðvar
í nágrenni starfsemi Fiskeldis Eyja-
fjarðar á Hjalteyri, þar sem lúðu-
seiðaeldi fyrirtækisins fer fram.
Ólafur Halldórsson framkvæmda-
stjóri Fiskeldis Eyjafjarðar sagði að
fyrirtækið væri eingöngu að mót-
mæla hugmyndum um 8.000 tonna
laxeldi í nágrenni við þeirra starf-
semi. Við erum ekki að mótmæla lax-
eldi, enda er laxeldi í firðinum, held-
ur einungis af þessari stærðargráðu.
Varðandi kræklinginn sagðist
ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG
Eyjafjarðar hefur nýlokið þriðju út-
hlutun úr Verkefnasjóði félagsins á
fyrri hluta þessa árs. Að þessu sinni
sóttu 15 aðilar um styrk úr sjóðnum
og var 11 fyrirtækjum og einstak-
lingum veittur styrkur.
Styrkþegar koma víða af svæðinu
og úr mismunandi starfsgreinum,
iðnaði, landbúnaði, fiskeldi, hand-
Ólafur einungis vera að mótmæla
þessu tilraunaeldi sem fram átti að
fara í nágrenni við sjóinntak Fisk-
eldis Eyjafjarðar á Hjalteyri. „Ég
gerði ekki athugasemdir við starf-
semina sem er fyrirhuguð við
Skjaldarvík, Dagverðareyri og
Nunnuhólma.“
Ólafur sagði að aukinni starfsemi
fylgdi hætta á sjúkdómum og öðru.
„Við erum búnir að vera í þessu í 13
ár og erum ekki tilbúnir að sam-
þykkja að það sé svona starfsemi í
allra næsta nágrenni við okkar starf-
semi. Starfsemi Fiskeldis Eyjafjarð-
ar hefur gengið vel, búið er að fram-
leiða mikið af seiðum og útlitið
framundan bjart.“
Þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins náði tali af Ólafi í gær, var hann
staddur á stórri fiskeldisráðstefnu í
Stavanger í Noregi, sem sitja 450
manns frá 24 þjóðlöndum. „Hér er
verið að fjalla um framtíð fiskeldis og
hvernig menn sjá þessa atvinnugrein
þróast og dafna í framtíðinni,“ sagði
Ólafur að lokum.
verki, tölvugeiranum og ferða-
mennsku. Alls voru rúmar 2,6 millj-
ónir króna til skiptanna að þessu
sinni en hæsti einstaki styrkurinn
var upp á 400 þúsund krónur.
Alls hafa 33 aðilar fengið styrk úr
Verkefnasjóði félagsins, samtals að
fjárhæð 15 milljónir króna frá því
hann tók til starfa fyrir einu og hálfu
ári.
Isinn
vinsæll í
veður-
blíðunni
VEÐRIÐ hefur leikið við Akureyr-
inga síðustu daga og líkur á að svo
verði áfram um helgina. Mæðg-
urnar, Ellen Guðmundsdóttir og
Indíra, dóttir hennar, voru í mak-
indum á Ráðhústorgi og kældu sig
niður með ís. Fleiri fóru að dæmi
þeirra, því hvarvetna mátti sjá fólk
spóka í miðbæ Akureyrar með ís í
hönd.
Kirkjustarf
AKURE YRE YRARKIRK J A: KA-
messa kl. 14 á morgun, sunnudag.
KA-kórinn syngur, Stefán Ingólfs-
son deildarstjóri SÁÁ á Akureyri
predikar. Kaffisala á vegum KA-
kórsins í Safnaðarheimili eftir
messu. Fundur æskulýðsfélagsins
kl. 17 sama dag. Morgunsöngur í
kirkjunni kl. 9 á þriðjudag.
Mömmumorgunn í Safnaðarheimili
frá 10 til 12 á miðvikudag, sá síð-
asti í bili.
GLERÁRKIRKJA: Messa í
kirkjunni kl. 11 á morgun, sunnu-
dag. Kyrrðar- og tilbeiðslustund
kl. 18.10 á þriðjudag. Opið hús fyr-
ir mæður og börn næsta fimmtu-
dag.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Al-
menn samkoma annað kvöld,
sunnudagskvöld kl. 20, ath. breytt-
an tíma.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund kl. 20 á laugardag.
Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl.
11.30 á morgun, sunnudag.
Kennsla úr Orði Guðs fyrir alla
aldurshópa. Þórir Páll Agnarsson
predikar. Léttur málsverður að
samkomu lokinni. AJmenn vakn-
ingarsamkoma kl. 16.30 á morgun
þar sem Gunnar Rúnar Guðnason
predikar. Fyrirbænaþjónusta og
barnapössun.
LAUGALANDSPRESTAKALL:
Messa í Grundarkirkju kl. 13.30 á
morgun, sunnudag. Safnaðarstjórn
Dómkirkjunnar í Reykjavík í
heimsókn og mun sr. Jakob
Hjálmarsson Dómkirkjuprestur
predika og Martin Hunger dóm-
organisti leika á orgelið í messu-
lok. Barnakór Hrafnagilsskóla
syngur, m.a. lag eftir Karl Frí-
mannsson skólastjóra undir stjórn
Garðars Karlssonar. Kirkjukórinn
undir stjórn Dóroteu Tómasdóttur
syngur, m.a lag eftir Eirík Bóas-
son. Boðið verður upp á kaffi og
með því í Laugaborg að lokinni
messu. Þar mun Birgir Þórðarson
flytja erindi um kirkjusögu Grund-
arþinga. Messa sem vera átti á
Kristnesspítala sama dag fellur
niður.
Aglowfundur
AGLOW- kristileg samtök kvenna
halda opinn fund næstkomandi mánu-
dagskvöld, 15. maí kl. 20 í félagsmið-
stöðinni Víðilundi 22 á Akureyri.
Vilborg Schram flytur ræðu
kvöldsins, og þá er söngur, lofgjörð
og fyrirbænaþjónusta. Kaffihlaðborð
í lokin. Þetta er síðasti fundur vetrar-
ins.
Ballettskólinn
Yorsýning
VORSÝNING Ballettskólans á Ak-
ureyri verður haldin í Sjallanum á
morgun, sunnudag. Sýningin hefst
kl. 16. Auk þess sem nemendur skól-
ans sýna koma gestadansarar frá
Listdansskóla íslands í heimsókn.
N emendasýning
ALMENN nemendasýning í Mynd-
listarskóla Arnar Inga fer fram að
Klettagerði 6 á Akureyri sunnudag-
inn 14. maí frá kl. 14-19.
Á næstu vikum munu svo fjórir
nemendur skólans halda einkasýn-
ingar í tilefni námsloka sinna.
MyndlistaskóDnn á Akuroyrf
auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 2000 - 2001
Fomámsdeitd.
Tilgangur fomámsdeildar er að veita nemendum alhliöa
undirbúningsmenntun f myndiist. í deiidinni fer fram listrænn og taeknilegur
undirbúningur fyrir nám sérnámsdeildum skólans og Listaháskóla (slands.
Umsóknarfrestur um skólavist er tli 22. maí 2000
Allar nánari upplýsingar veittar í sima 462 4958
Netfang: info@myndak.ls Heimasíða: http://iwww.myndak.is/
Myndlistaskóllnn á Akureyri - Kaupvangsstræti 16 - Pósthölf 39 - 602 Akureyri
mVKOUSTflSKÖUHH
AAKUKVBi
80
fyrirtæki á stórsýningu í
íþróttahöllinni 12.-14. maí
Verð kr. 400
Frítt fyrir börn með fullorðnum
Ekki missa af bessu!
TÓNLISTARSKÓLINN
Á AKUREYRI
Innritun vegna skólaársins 2000—2001 fer fram
á skrifstofu skólans dagana 15.-31. maí 2000.
Athugið að nemendur sem óska eftir áfram-
haldandi skólavist þurfa að endurnýja umsóknir
sínar skriflega fýrir 31. maí.
TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI
Hafnarstræti 81, 600 Akureyri sími 462 1788 fax 461 1280
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
Ellefu aðilar
fengu styrki