Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 50

Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 > ________ / A slóðum Ferðafélags Islands Að Fjallabaki í dymbilviku Skíðaferðír um páska inn í Landmanna- lauffar hafa notið vinsælda á undanförnum árum. Gerður Steinþórsddttir segír hér frá ferð sem farin var um síðustu páska. A SIÐUSTU árum hafa verið vinsælar I skíðaferðir um páska inn í Land- mannalaugar eða Laugar, eins og þær eru oftast kallaðar. Pá er gengið fyrsta daginn frá Sigöldu inn í Laug- ar, sem er 25 km leið, en þar bíður reisulegur skáli Ferðafélagsins og heit náttúruleg laug. Annan daginn er gengið í Laugum, en þar er um margt að velja enda staðurinn rómað- ur fyrir fegurð. Á þriðja degi er geng- ið til baka að Sigöldu, oftast sömu •deið, en einnig er möguleiki að fara aðra leið að hluta, eins og gert var um páskana, enda heiðskírt alla daga. Þetta er svokölluð „trússferð", en þá er farangur fluttur á jeppa, en aðeins þarf að bera nesti til dagsins og auka- fatnað. Ferðafélagið hefur einnig far- ið skíðaferð um Laugaveginn: Sig- alda - Landmannalaugar - Þórsmörk um páskadagana, en ekki var sú leið á ferðaáætlun að þessu sinni. Þá þarf að bera farangur frá Laugum. Reyndar var skíðamaður samferða okkur inn í Laugar sem ætlaði að ganga einn Laugaveginn. Skírdagur Lagt var af stað frá Umferðarmið- stöðinni klukkan átta að morgni í rútu frá Vestfjarðaleið. Veður var bjart, sólskin en frost. Sumardagur- inn fyrsti. Ólafía Aðalsteinsdóttir far- arstjóri tók brosandi á móti okkur. Hún er mikil ferðakona, þjálfuð í hjálparsveit, og kleif Mont Blanc fyrst íslenskra kvenna. Á leiðinni inn í Sigöldu bar það helst til tíðinda að við Sultartanga lentum við í sand- stormi frá Heklu, sem blindaði allt út- sýni. Annars var Hekla snævi þakin, og ekki lengur hægt að sjá nokkur merki um eldsumbrot. Við vorum nítján sem stigum á skíði við Sigöldu stundu fyrir hádegi, í hægri norðanátt. Eg hafði sett hefti- plástur á hælana til að koma í veg fyr- ir hælsæri, var klædd í norsk ullar- nærföt, peysu og vindþéttan jakka og buxur, með lambhúshettu, vettlinga og sólgleraugu til að veijast snjó- birtu. Sigaldan var flekkótt á að líta, för eftir jeppa og snjósleða og færið hart. Flestir báru sltíðin upp á öld- una. Þá blasti við breið slétta um- kringd fjöllum. Mest bar á Löðmundi (1074 m) í suðvestri þar sem hann gnæfír hátt yfír, breiður með hamra- belti, nefndur „konungur" fjallanna á Landmannaafrétti. í austri sá brátt í fjarska á Sveinstind, strýtulagaðan. Við fylgdum raflínunni að mestu fyrsta áfangann að Bjallavaði á Tungnaá, þar sem hún rennur blá og nokkuð kuldaleg á að líta. Þama áð- um við þegar þriðjungur ferðar var að baki. Rétt fyrir ofan vaðið var feijustað- ur og eru þama gijótbyrgi þar sem fyrram vora geymdir bátar. Við Bjallavað er hlið inn í Friðland að Fjallabaki, en svo nefnast öræfin norðvestan og norðan Torfajökuls, sem vora friðuð árið 1979. Friðlandið er allt ofan 500 metra yfir sjó; fjöllótt, mótað af eldvirkni og jarðhita, þakið hraunum, söndum og vötnum. Við Bjallavað voru fleiri á ferð: Jón Viðar ■ m Ljósmyndir/Gerður Steinþórsdóttir Séð yfír ísilagt Kirkjufellsvatn á föstudaginn langa. Frá vinstri: Karl Gunnarsson, Þorsteinn Hannesson og Haraldur Halldórsson. Greinarhöfundur við Námskvísl. Til vinstri eru Laugahraun og Brenni- steinsalda, eitt litríkasta fjall landsins, í vetrarbúningi. Sigurðsspn, formaður ritnefndar ár- bókar FÍ og Grænlandsfari, ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Við héldum síðan inn í friðlandið, og áfram yfir Eskihlíðarhnausa. Vestar liggur Eskihlíðarvatn, ílangt og ísilagt. Tveir ferðafélagar tóku upp segl og létu vindinn bera sig áfram eftir slétt- unni. Fjöllin við Laugar hækkuðu smám saman eftir því sem nær dró. Sunnar liggur Frostastaðavatn, einn- ig snæviþakið. Leið okkar lá austan við vötnin. Landslagið breyttist allt í einu, hraun á hægri hönd. Við sveigðum í vestur milli hlíðar og hrauns og síðan eftir einstigi ofan við Námskvísl rétt við skálann. Það var eins og skíðafórin væru höggvin í gler. Allt gekk vel og við stöldraðum við skúr hinum megin kvíslarinnar og gerðum teygjuæfingar eftir fimm og hálfs tíma göngu. Það rauk úr laug- unum, að baki þeim Laugahraun og Brennisteinsaldan í vetrarskrúða. Skálinn var hulinn að hálfu í snjó. Þegar nær kom sást að fyrir framan skálann var autt svæði, snjóskafl myndaði eins konar skjólvegg í hálfhring umhverfis bæjarhlaðið. Einai’ Guðmundsson skálavörður tók glaðlega á móti okkur og vísaði okkur „til stofú“. Hann var búinn að höggva tröppur upp skaflinn sem lá að sal- emishúsinu. Við dáðumst að hand- verki hans. Miklar framkvæmdir hafa verið í Laugum síðustu árin, einkum til að bæta hreinlætisaðstöðu, en einnig að- stöðu í skálanum. Innréttingum hef- ur verið breytt og eldhúsið stækkað. Á einum veggnum í eldhúsinu vakti athygli mína lítil mynd úr Morgun- blaðinu af Haraldi Erni Olafssyni pólfara þar sem hann dregur púlkuna sína yfir mikið íshröngl. Hópurinn kom sér fyrir í stóra salnum þar sem farangur beið okkar Svefn og draumur Draumstafir Kristjáns Frímanns ÁTTA tíma svefn er meðaltalið fyrir hvem venjulegan mann til að halda líkama og geði í starfhæfu formi daglegs lífs og vera mönnum sinn- andi. Svefninum má líkja við stofu sem er einangrað að mestu frá um- heiminum og þar ríkir sótthreinsað ástand. í þessum sal svefnsins era tæki til súrefnisgjafar, næringar og endursköpunar. Þar era orkutæki, hnoðvélar, litningasjá og skannar. Þessi sjálfvirku tæki vinna öll sem einn þjarkur að viðhaldi mannsins og samhæfingu hvfldar við krafta svo upp spretti maðurinn kátur og hress að morgni nýs dags: „Vaknaði í morgun klár og hress klæddi mig í fót og sagði bless sólin skein og fuglar sungu í trjánum borgin var ei byijuð daglegt stress Laugaveginn rölti ég í ró röflaði við sjálfan mig og hló þegar klukkan nálgaðist hálfm'u ég kortið mitt í stimpilklukku sló“ En í þessum lokaða heimi svefns- ins er annað tól sem ekki lýtur lög- máli þjarkans og er með þeim ólík- indum að stjórna sjálft gerðum sínum án vitundar um lögmál. Þetta er Draumurinn sem fer sínar eigin leiðir (eins og kötturinn) um sali svefnsins og skóhljóð hans er nett, svipurinn er suðrænn, nokkuð garralegur, fjarrænn en samt vina- legur og hann leikur fimlega af fmgrum fram Shakespeare allan á fimm sekúndum mér til gamans meðan eflífðin brýnir sinn gogg. Hann virðist lagskiptur þegar hann fer um stofuna og kippir þér sofandi með sér í ferðalag til framandi staða, inn um glugga undrandi hugsana og gegnum gras, yfir sand á glitrandi strönd þess staðar sem ól þig. Tækið kallast draumsjá sem skannar vökuna við svefninn, lífið við dauðann, nútíð við fortíð og önn- ur þau svið sem ég kýs að renna undir glerið til að skoða eigið sjálf í spegli tilverunnar. Draumar „Gleymmérei" Fyrri: Mig dreymdi að ég var að ganga með eldri systur minni fram- hjá rimlabúram. Við héldumst í hendur. Við gengum framhjá búri sem var fullt af boltum. Boltaland. Við rifjuðum upp hvað var gaman að leika í boltalandi þegar við vorum litlar. En þá sáum við að boltamir vora of fáir til að hægt væri að leika þar. Við gengum því áfram en allt í einu snarstoppaði ég. Við sáum að í einu búrinu var lítil stelpa. Hún var hengd á háls uppí loft. Ég hélt að hún væri dáin en sá þá að augun hreyfðust. Ég hafði orð á því hvað hún væri ung. Við gengum áfram en sáum þá hoppandi fíl. Hann var blár að lit. Systir mín talaði um að sig hafi alltaf langað í svona fíl. Ég gat ekki hætt að hugsa um litlu sem var hengd og alein. Seinni: Mig dreymdi að ég og eldri systir mín stóðum uppi á svöl- um. Systir mín vildi endilega Mynd/Kristján Kristjánsson stökkva fram af svölunum. Ég reyndi að stöðva hana. Ég leit niður af svölunum og sá fullt af fólki liggj- andi undir teppum. Vinkonur systur minnar sögðu mér að leyfa henni að ráða sér sjálfri. Hún stökk! Ég hljóp niður tröppumar þangað sem hún lenti, þá lokaðist hurðin á mig. Ég horfði á systur mína liggjandi undir teppi ásamt hinu fólkinu. Ég kallaði á foreldra okkar en enginn heyrði í mér. Égvarföst. Ráðning Báðir draumamir snúast um þá staðreynd að þú og systir þín erað um það bil að sleppa heimdraganum og hverfa út í hinn stóra heim þar sem hver hefur sitt eigið teppi (þarf að sjá um sig). Systir þín er fyrri til að klippa á naflastreng öryggisins heima fyrir og ná sér í teppi (húsa- skjól). En þetta uppbrot á tilveranni gerir þig óöragga, ringlaða, reiða og pirraða svo þér finnst þú ein, inni- króuð, yfirgefin, lífvana og sem hengd upp á þráð. Þá birtast frá- hvarfseinkennin að hverfa til baka, verða aftur lítil og svo andstæðan í bláa fílnum sem tákn um að kanske lífið undir teppinu gjöfult, gleði- og spennandi. Draumamir munu hjálpa þér að finna veginn, farsælustu leiðina og rétta teppið. • Þeir lesendur sem viya fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæð- ingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.