Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 79 Gras vex úr sporum sauðkindarinnar Frá Víkingi Guðmundssyni: VIÐ lestur greinar Ingva Þor- steinssonar datt mér fyrst í hug að Drottni hefðu orðið á mistök í sköp- unarverkinu, það hefði aldrei átt að skapa grasbíta. En við nánari at- hugun sá ég að það var ýmislegt fleira athugavert við greinina. Hann talar um að mikið af hálend- inu hafi verið gróið land áður en land byggðist en orðar ekki frá hvaða tíma sú gróðurþekja muni vera. En hún mun vera frá þeim tíma þegar hita- beltisloftslag var hér á landi og Vatnajökull var ekki til og rakir suðlægir vindar héldu nægum raka í jarðveginum. Nú tekur jökullinn allan raka úr suðlægu vindunumog mælingar hafa sýnt að það er minni úrkoma í Odáðahrauni en á Sahara- eyðimörkinni. Þegar gosaska leggst svo yfir þennan gróður er hætt við að hann deyi á þeim köflum sem askan er þykkust, það nægir síðan til að sandfok og gróðurrof byrjar. Eftir að sandalda fer af stað er fátt sem stöðvar hana. Ymsar leiðir hafa þó verið prófaðar en hafa ekki borið teljandi árangur uppi á hálendinu. Ár og lækir hafa svo borið sandinn til sjávar og hafaldan byggt þar upp undirlendi sem auðvelt er til rækt- unar. Gróðurtötrar hálendisins og beit Ingvi er undrandi á því að gróð- urtötrar hálendisins skuli nýttir til beitar en ég er þó meira undrandi á að hann skuli láta sér detta í hug að grösin sem vaxa í sumar haldi áfram að vaxa næsta sumar. Nei, þau verða að sinu engum til góðs nema brennuvörgum. Þetta vissi Drottinn og þess vegna skapaði hann sauðkindina. Fræðimenn um náttúru íslands ættu að ferðast um landið með opin augun. Þá mundu þeir sjá að á rústum hvers einasta eyðibýlis grænkar jörð fyrst á hverju vori og þó að allt annað blási upp stendur torfan um eyðibýlið þar til allt annað er farið. Hvers vegna? Jú, þar hefur sauðkindin ræktað upp sterkasta graslendi sem völ er á. Ég á heima á hól sem hlotið hefur nafnið Grænhóll. Hann er malar- og klapparhóll norðan Akureyrar þar sem Krossanessklappirnar eru og samskonar fyrirbæri en hann er ræktaður upp af sauðkindinni. Kringum Grænhól voru blautar mýrar sem fé beitti sér á og þegar það hafði kroppað nægju sína rölti það upp á hólinn og lagðist á melt- una. Þegar það stóð upp skildi það eftir væna hrúgu af taði sem mynd- aði jarðveg á hólnum. Þetta er að- ferð sauðkindarinnar við ræktun og ég kem ekki auga á að vísindamönn- umtakist betur til. Ég bjó á Hólsfjöllum í 14 ár og kynntist hálendinu, gróðurfari, sög- um og sögnum af eldgosum og öskufalli og ég veit að eldfjallaaska hefur átt stóran þátt í að eyðileggja þann gróður sem þar var fyrir. Vindurinn og frostið er annar or- sakavaldur. I mólendi á Hólsfjöllum eru víða sprungur sem opnast á hverju vori og á hæðum er jarðveg- ur fokinn bui-t vegna þess að þar verða sprungurnar stærstar og vindurinn nær að opna þær. Á upp- blásnum söndum eru víða skilyrði fyrir gróður en jarðvegur er þar svo blandaður gosefnum og snauður af fosfór að hann dregur ekki til sín nægan raka til að vaxa. Ef þungu farartæki er ekið um þessa sanda, vex gras upp úr slóðinni. Glöggur Austflrðingur og hálendisfari sagði að sauðkindin stigi þyngst til jarðar af öllum sem um landið færu og það vex gras upp úr sporum hennar. Allir sem fóðrað hafa fé vita að ef fé er gefið fóður út á beran mel, vex gras á melnum. Það væri því hægt að græða upp stóra fláka með því að fóðra fé á víðavangi, en það er til- gangslaust að ausa heyi um örfoka land og búast við uppskeru. VÍKINGUR GUÐMUNDSSON, Grænhóli, Akureyri. Víkingur Guð- mundsson Ný lög um fæðingarorlof VIÐ UNDIRRITAÐAR konur eig- um það sameiginlegt að vera á barn- eignaraldri. Við erum með mismun- andi pólitískar skoðanir og að- hyllumst mismunandi stefnur, en um eitt mál erum við þó sammála. Við erum sammála um það að ný- samþykkt lög um fæðingar- og for- eldraorlof sé eitt af stærstu skrefum sem stigin hafa verið í framfaraátt pg í átt að auknu jafnrétti í áratugi á Islandi. Það er okkur óskiljanlegt hvernig hægt er að vera á móti þessu fram- faraskrefi. Þær raddir sem hæst hafa hljómað í þá átt hafa aðallega haldið því á lofti að í lögunum sé vegið að frjálsræði manna og fjöl- skyldna. Ekkert er fjær lagi. Málið er einfalt, ef þú vilt ekki nýta þér það fæðihgarorlof sem í boði er, gerðu það þá ekki. Þú átt valið. Sam- kvæmt lögunum er ekki verið að þvinga foreldra til að taka fæðingar- orlof, heldur er þeim einungis gefinn kostur á slíku. Þá hafa einnig heyrst þær gagn- rýnisraddir að með fyrirkomulagi nýju laganna sé bótum beint að þeim sem ekki þurfa á þeim að halda, að hátekjufólk fái miklu meira greitt í fæðingarorlofi en lágtekjufólk. Á móti má spyrja að því hvort raun- hæft sé með öðrum aðferðum en hin nýju lög fela í sér að ráðast gegn þeim launamun sem í dag er á milli kynjanna. Samkvæmt eldri lögum um fæðingarorlof vair mjög einfalt reikningsdæmi fyi-ir barnafjölskyld- ur að ákveða hvort foreldrið skyldi taka frí frá vinnu og dvelja hjá barni í fæðingarorlofi. Eðlilegt var að fjöl- skylda veldi að tekjulægiá aðilinn skyldi taka frí frá vinnu því þannig varð fjárhagslegt tap fjölskyldunnar minnst. Þannig hefur orðið til víta- hringur kynjamisréttis, enda hefur sá launamunur sem til staðar er í dag stuðlað að því að móðir tekur sér oftast ein frí frá vinnu, sem aftur veldur því að vinnuveitendur eru síður tilbúnir ráða konur í hátekju- störf. Það er einmitt þessi vítahring- ur sem nýju fæðingarorlofslögin geta hjálpað að eyða. Sjái fjölskylda fram á að það geti gengið upp fjár- hagslega að faðirinn fari í fæðingar- orlof er ekki lengur sjálfgefið að ung kona sem sækir um vinnu verði met- in í því ljósi að fyrirtækið kunni að hafa af því kostnað að þjálfa og ráða afleysingafólk á meðan hún er í barneignarfríi, sem og jafnvel að greiða henni laun í fæðingarorlofi. Með því framfaraskrefi sem nú verður stigið er því á engan hátt gengið á rétt karlmanna á vinnu- markaði heldur er verið að jafna stöðu karla og kvenna á honum. Ein- mitt þannig getum við tryggt betur að verðleikar einstaklinganna sjálfra ráði tækifærum þeirra og kjörum, en ekki kynferði þeirra. Hvað varðar þá gagnrýni að með lögunum séu útgjöld ríkisins aukin viljum við benda á að þrátt fyrir að bæturnar komi að formi til frá rík- inu, þá koma þær í raun frá fyrir- tækjum landsins í formi trygginga- gjalds, og því ekki alveg rétt að tala um að með þessu frumvarpi sé verið að auka ríkisútgjöld. Enn aðrar raddir, úr nokkuð ólíkri átt en þær sem fjallað er um hér að ofan, hafa haldið því fram að með því kerfi sem lögfest er í nýju lögunum, sé unnið gegn hagsmunum barnsins og að betra sé að konan verði hjá barninu alla níu mánuðina og helst lengur! Hér er ekki ætlunin að gagnrýna lífsýn þess fólks sem hefur skoðanir á borð við þessa, en Frá Sigurði Grétari Guðmunds- syni: „ÍSLANDSBANKI-FBA hf,“ þvílíkt klastursnafn! Er mönnum virkilega alvara með að nefna hinn nýja sam- einaða banka þessu klastursnafni, Íslandsbanki-FBA hf? Það er vissulega í fullu samræmi við annað klastur sem hnoðað er saman þegar fyrirtæki eru samein- uð, en sem viðskiptamaður Islands- banka mótmæli ég þessari nafna- nauðgun. Þegar nýr banki var reistur á grunni hins gamla Utvegsabanka þótti mörgum djarft að nefna hann Islandsbanka, minnugir hvernig fór fyrir banka fyrr á öldinni og bar það nafn. varla verður skilið við þessa um- ræðu án þess að benda á eitt veiga- mesta atriðið í þessu sambandi, það er möguleika barns og föður þess til að tengjast og vera samvistum hvort við annað. Við veltum þeirri spurn- ingu upp hvort hópur þeirra feðra sem hafa lítil sem engin afskipti af börnum sínum eftir hjónaskilnað, væri minni ef hin sterku tengsl sem skapast við umönnun barna væru ekki bara á milli mæðra og barna þeirra, heldur líka á milli feðra og barna þeirra. Það er umhugsunar- verð tilgáta að núverandi kerfi vinni þannig gegn hagsmunum barnsins og stuðli að því að það eigi einungis eitt foreldri sem tekur virkan þátt í uppeldi þess. Anna Guðrún Árnadóttir Áslaug Auður Guðmundsdóttir Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir Dís Sigurgeirsdóttir Erna Hjaltested Elín Jónsdóttir Guðrún Margrét Baldursdóttir Guðrún Björk Bjarnadóttir Hjördís Halldórsdóttir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir Kristín Edwald Kristín Linda Árnadóttir Telma Halldórsdóttir En bankanum hefur farnast vel með þetta reisulega nafn undir djörfu og sérstæðu merki, sem þótti óvenjulegt á sínum tíma og var og er það vissulega. Er enginn í forystu hins nýja sam- einaða banka sem hefur það mikla tilfinningu fyrir íslensku máli og sér þessvegna og skilur hversu kauðaleg þessi nafngift er? Þið viðskiptamenn íslandsbanka, látið tölvupósti rigna yfir hverja af- greiðslu Islandsbanka og krefjist þess að bankinn heiti áfram sínu fal- lega nafni, íslandsbanki, látið menn sem misst hafa alla tilfinningu fyrir móðurmáli sínu finna til tevatnsins. SIGURÐUR GRÉTAR GUÐMUNDSSON, Sæbólsbraut 26, Kópavogi. Kauðaleg nafngift Einkatimar/námskeið simi 694 5494 Næsta námskeið hefst 17. maí Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. —-ggg: K Hringdu núna ''Nini v*+t' Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Húsbréf Innlausnarverö húsbréfa Innlausnardagur 15. maí 2000. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.303.061 kr. 130.306 kr. 13.031 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 500.000 kr. 1.150.443 kr. 50.000 kr. 115.044 kr. 5.000 kr. 11.504 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 2.310.155 kr. 100.000 kr. 231.016 kr. 10.000 kr. 23.102 kr. 2. flokkur 1991: Nafnveró: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 2.147.344 kr. 100.000 kr. 214.734 kr. 10.000 kr. 21.473 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 9.476.276 kr. 1.000.000 kr. 1.895.255 kr. 100.000 kr. 189.526 kr. 10.000 kr. 18.953 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 8.742.541 kr. 1.000.000 kr. 1.478.508 kr. 100.000 kr. 174.851 kr. 10.000 kr. 17.485 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarveró: 5.000.000 kr. 7.700.621 kr. 1.000.000 kr. 1.540.124 kr. 100.000 kr. 154.012 kr. 10.000 kr. 15.401 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.559.848 kr. 1.000.000 kr. 1.511.970 kr. 100.000 kr. 151.197 kr. 10.000 kr. 15.120 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og veróbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf íbúðalánasjóður Borgartúni 21 j 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.