Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndasafn fær gjöf frá Svíum Olíulitir lifna við MYNDLIST GalleríSævars Karls GUÐRÚN EINARS- DÓTTIR - MÁLVERK Sýningunni er lokið. OLÍULITURINN er hið eigin- lega efni málverksins hvað sem við- fangsefni þess kann að vera, hvernig sem tekið er á myndefninu, hvort sem myndin sýnir þrívítt rými eða tvívíðan flöt og hvemig sem mál- arinn reynir að stýra skynjun áhor- fandans frá myndfletinum að við- fangsefninu, þeirri mynd sem hann vill koma frá sér. Guðrún Einars- dóttir hefur hins vegar í mörg ár málað verk þar sem markmiðið er einmitt hið gagnstæða, að draga at- hyglina að sjálfri málningunni og eiginleikum hennar. Fyrir nokkrum árum hélt hún sýningu í Gallerí 11 við Skólavörðustíg þar sem allar Frá sýningu Guðrúnar Einarsdóttur. myndirnar voru svartar, þykkt mál- aðar með ohulit. Ofan í þessum þykku litarlögum mynduðu síðan pensilförin eins konar teikningu þar sem mátti greina einhver form. Guðrún heldur sig enn við það að bera litinn þykkt á og enn þekja verk hennar allan myndflötinn jafnt, hafa enga sérstaka miðju og gætu þess vegna haldið áfram útfyrir stigann eins og hann er strekktur. En bæði litanotkunin og pensilvinnan hafa breyst. Nú birtast myndirnar í ýms- um litbrigðum og málningin er ýfð upp af yfirborðinu á ýmsan hátt svo mismunandi áferð myndast. Aferðin og litbrigðin styðja síðan hvað annað og skapa saman heildarhrifm af myndinni. Aðferðin sem Guðrún beitir nú veitir í raun mikilli dýpt í málverkið þótt málningin sjálf sé enn í forgrunni og í raun mætti næstum líkja málverkum hennar við lágmyndir. Áhorfandinn getur horft djúpt inn í litinn og sé horft lengi finnst manni eins og myndirnar lifni Morgunblaðið/Kristinn við og fari að iða, að liturinn sjálfur fái líf. Vinna Guðrúnar er afar tæknileg og fáguð og greinilegt að miklar til- raunir liggja bak við hverja mynd. Það er líka auðvelt að ímynda sér Guðrúnu að störfum þegar horft er á myndirnar því í þeim er tjáningin í raun mjög líkamleg, áferðin á yfir- borði þeirra ber vitni um ákveðnar endurteknar hreyfingar listamanns- ins þegar hann skapaði hana. Sýning Guðrúnar lætur ekki mikið yfir sér. Þótt litbrigðin í myndunum séu falleg eru þau ekki sterk og úr fjarlægð virka flestar myndirnar eins og þær séu eintóna. En styrkur hennar felst einmitt í því að þegar áhorfandinn nálgast málverkin og skoðar þau þá er eins og hann sökkvi inn í þau og hægt er að una sér langa stund við þau hughrif sem hvert verk kveikir. Sýningin er því í raun afar vel heppnuð og gefur mikið af sér. Jón Proppé SÆNSKA kvikmyndastofnunin gaf nýverið Kvikmyndasafni Islands veglegt safn tímarita á sviði kvik- myndamála frá árunum 1950 til 1997. Þetta eru tímaritin American Cinematographer, Cinema papers, Film Comment, Film Culture, Film Quarteriy, Film Front, Films and Filming, Fiims in Review, Focus on Film, The Living Cinema, Monthly Film Bulletin, Premiere og Sight Tónleikar skólanna Tónlistarskóli Garðabæjar Vortónleikar söngnemenda Tónlistarskóla Garðabæjar verða í sal skólans í kvöld, fostudagskvöld, kl. 20. Þar koma fram 17 nemendur á hin- um ýmsu stigum. Þeirra á með- al er Margrét Ásgeirsdóttir, en hún lýkur burtfararprófi frá skólanum í vor. Simgin verða ís- lensk og erlend lög og aríur ásamt lögum úr kvikmyndum og söngleikjum. Píanóleikarar eru Kolbrún Ósk Óskarsdóttir og Agnes Löve. Kennarar söngdeildarinnar eru þær Snæbjörg Snæbjamar- dóttir og Margrét Óðinsdóttir. Tónstofa Valgerðar Seinni vortónleikar Tónstofu Valgerðar og sérdeildar Tón- menntaskóla Reykjavíkur verða í kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg sunnudaginn 21. maí kl. 14. Fram koma söngvarar, einleikarar sem spila á ýmis hljóðfæri og bjöllu- kór. and Sound. Með þessari rausnar- legu gjöf er Kvikmyndasafn Islands betur í stakk búið til að bjóða áhugafólki og fræðimönnum upp á þjónustu á sviði kvikmyndamála og er hún liður í uppbyggingu sér- fræðibókasafns. Sænska kvikmyndastofnunin gaf árið 1998 Kvikmyndasafni íslands 57 kvikmyndir úr eigu safnsins og var sú gjöf milljónavirði. Þrenn tíma- mót í Qöl- brautaskóla í FJÖLBRAUTASKÓLA Suður- lands á Selfossi verður opnuð sýn- ingin Nítján, tuttugu á sunnudag kl. 14. Sýningin er unnin af nemendum skólans og er hluti af norrænu sam- starfsverkefni, Framtíðarsýn á vegamótum (Framtidsvisioner - Vágval), sem Fjölbrautaskóli Suður- lands og Þjóðminjasafn Islands taka þátt í. Aðrir þátttakendur eru Mönsterás gymnasium í Svíþjóð, Kalmar lánsmuseum í Kalmar í Sví- þjóð, Aboa vetus Ars nova-safnið í Turku í Finnlandi og Hertig Johanns gymnasium í Turku. Markmið verk- efnisins er að nemendur athugi með ýmsum aðferðum líf fólks á tímamót- um í sögunni og geri sér útfrá því hugmyndir um framtíðina á þeim tímamótum sem við stöndum nú á. Islenski hluti verkefnisins snerist um þrenn tímamót, tímabilin kring- um 1000,1900 og 2000. Á sýningunni eru bornir saman ýmsir þættir mannlífsins um aldamótin 1900 og aldamótin 2000, t.d. fíkniefni, lækn- ingatæki, líf rithöfunda, líf letingja o.fl. Einnig gefur að líta myndbönd sem nemendur hafa gert. Við tökum þátt í Formúlunni! Allt um Formú o Nýjustu fréttir a Nýjustu úrslitin a Úrslit fyrri móta o Staðan í stigakeppni □ Keppni bílsmiða GUppiýsingar um hvert líð □ Upplýsingar um ökuþóra □ Myndir af ökuþórum, bílum og hjálmum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.