Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Sue
vinsæl
meðal
Chicago-
búa
RISAEÐLAN Sue var kynnt fyrir
gestum Field safnsins í Chicago á
miðvikudag og gerðu tugþúsundir
manna sér ferð í safnið til að
skoða stærsta og heillegasta
steingerving sem fundist hefur af
Tyrannosaurus rex. Risaeðlan var
nefnd í höfuðið á Sue Hendrick-
son, áhugamanneskju um steing-
ervinga, sem fann beinagrindina
árið 1990 í Black Hills í Suður-
Dakota.
Sue kostaði Field safnið 8,36
milljúnir dollara, eða um 645
milljónir króna, á uppboði sem
dregist hafði árum saman vegna
lagadeilna. Þeim lauk með því að
sambýlismaður Hendrickson var
dæindur til fangelsisvistar að þvf
er BBC greindi frá. Til að valda
þeim kostnaði leitaði safnið sam-
starfs við fyrirtækin McDonalds
og Disney sem eiga nú einkarétt á
afsteypum af beinum Sue.
Þegar risaeðlan var kynnt
Chicagobúum á miðvikudag var
um leið greint frá nokkrum vís-
indalegum uppgötvunum um
Tyrannosaurus rex sem gerðar
hafa verið á þeim þremur árum
sem það tók að setja þessa 67 mil-
ljón ára risaeðlu saman, bein fyrir
bein.
Ein þessara uppgötvana var
óskabeinið. Þetta er í fyrsta skipti
sem óskabein, sem nú finnst að-
eins í fuglum, fmnst í Tyrann-
osaurus rex og telst það spónn í
ask þeirra sem telja risaeðlur
skyldar fuglum. Þá fannst einnig í
fyrsta skipti steingervingur fstaðs
í Tyrannosaurus rex, en það er
bein við hljóðhimnu sem aðstoðar
við flutning hljóðs inn eftir eyr-
anu.
„Þetta viðkvæma bein varðveit-
ist hérumbil aldrei í steingerving-
um risaeðlna,“ sagði John Flynn
yfirmaður jarðfræðideildar safns-
ins. „Þessi fundur auðveldar okk-
ur að skilja þróun fstaðsins og
heyrnar bæði hjá risaeðlum og
fuglum.“
Sérfræðingar segja Sue hafa
verið frekar hæggenga. Göngu-
hraði hennar hafi verið um 10 km
á klst, en á hlaupum hafi hún mest
náð um 24 km hraða, sem er
minna en áður var talið.
Þá benda stórar lyktarblöðkur
til þess að risaeðlan hafi haft gott
lyktarskyn og telja sumir sérfræð-
ingar Tyrannosaurus rex hafa
reitt sig meira á nasirnar en önn-
ur skynfæri.
Hauskúpan vegur tonn
Hauskúpa Sue vegur um eitt
tonn og er því of þung til að hægt
sé að koma henni fyrir á beina-
grind risaeðlunnar. Hauskúpan er
þess í stað til sýnis í glerkassa í
safninu eneftirlíking skreytir
beinagrindina sjálfa.
Sue er heillegasti Tyrann-
osaurus rex steingervingurinn
sem fundist hefur til þessa. Ekkert
varpar þó ljósi á hvort þessar risa-
eðlur voru rándýr eða hræætur og
þá eru steingervingasérfræðingar
heldur ekki vissir um kyn dýrsins.
Þetta er í annað skipti sem
framlimir finnast af Tyrann-
osaurus rex og getur Sue einnig
státað af Iengstu tönninni, sem
mælist 30 sm frá rót að enda. Þá
geta gestir Field safnsins skoðað
tölvuunnar myndir af hauskúpu
hennar og handleikið afsteypur
beina, auk þess sem sögu Sue og
myndir má finna á Netinu.
Með blaðinu
a morgun
M'raunbUbib
32 síðna blaðauki
um undirbúning og
umgjörð brúðkaupa fylgir
Morgunblaðinu á morgun.
Bandaríkjaþing vill skera niður út-
gjöld til hernaðaraðgerða í Kosovo
Þingmenn
að „leika sér
að eldinum“
GEORGE Robertson, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO), sendi í gær full-
trúum í bandarísku öldunga-
deildinni bréf þar sem hann hvatti
þá til að láta af andstöðu sinni við
veru bandarískra hermanna í
Kosovo-héraði og sagði að brottför
þeirra myndi stofna aðgerðum
bandalagsins í hættu.
Öldungadeildarþingmennirnir
John Wamer og Robert Byrd
lögðu á miðvikudag fram breyting-
artillögu við frumvarp um útgjöld
til Bandaríkjahers og ef frumvarp-
ið verður samþykkt mun það þýða
að allir bandarískir hermenn sem
gegna friðargæslustörfum í Koso-
vo verði þaðan að hverfa fyrir 1.
júlí 2001. Breytingartillagan sem
nú liggur fyrir öldungadeildinni
hefur mætt mikilli andstöðu ríkis-
stjórnar Bills Clintons Bandaríkja-
forseta og hefur Madeleine Al-
bright utanríkisráðherra sagt að
þingmenn væru að „leika sér að
eldinum". Sagði hún jafnframt að
ef Bandaríkin sýndu slík veikleika-
merki mundi það draga að hrææt-
ur.
í bréfi Robertsons, sem var sent
Trent Lott og Tom Daschle, leið-
togum repúblikana og demókrata í
öldungadeildinni, sagði að með til-
lögunni væri verið að senda
Slobodan Milosevic Júgóslavíufor-
seta þau hættulegu skilaboð að
bandalagið sé klofið og að stærsti
og mikilvægasti aðili þess sé að
víkja sér undan skuldbindingum. I [
yfirlýsingu forsetaembættisins í
gær sagði að tillögur þingmanna
gætu spillt fyrir friði í Kosovo og •
talsmaður George W. Bush for-
setaframbjóðanda Repúblikana
sagði að þingmenn hefðu farið út
fyrir svið sitt með tillögunum, sem
myndu binda hendur verðandi for-
seta Bandaríkjanna.
Evrópuríkin axli fjárhags-
byrðarnar
Á Bandaríkjaþingi ríkir nokkur
andstaða við víðfeðmar öryggis-
skuldbindingar hersins á erlendri P
grund og á þriðjudag samþykkti
mikill meirihluti fulltrúadeildar-
innar frumvarp sem kveður á um
að bandarískir hermenn í héraðinu
verði kallaðir heim nema að
Evi-ópuríkin í NATO axli þær fjár-
hagsbyrðar vegna aðgerðanna í
Kosovo sem þeim séu ætlaðar. I
bréfi Robertsons var þingmönnum ,
þó bent á að Evrópuríki NATO
leggi þegar til um 80% friðargæsl-
uliða í Kosovo og greiði meirihluta P
alls kostnaðar.
Boo.com leggur upp laupana
Fyrsta gjaldþrot
stórrar netversl-
unar í Evrópu
London. Reuters, AP, AFP.
TILKYNNT var í gær að breska
netverslunin boo.com hefði óskað
eftir gjaldþrotsmeðferð, aðeins
hálfu ári eftir að hún hóf starfsemi
með miklu fjármagni frá þekktum
fjárfestum. Er þetta fyrsta stóra
netverslunin í Evrópu sem leggur
upp laupana.
Stjórnendur boo.com, sem selur
einkum íþrótta- og tískufatnað á
Netinu, höfðu reynt án árangurs að
bjarga fyrirtækinu með því að óska
eftir andvirði rúmra tveggja millj-
arða króna frá fjárfestum. Tilraunir
til að selja fyrirtækið mistókust
einnig.
Skorti fjárhagslegt
aðhald
Annar stofnenda boo.com, Svíinn
Ernst Malmsten, sagði að salan
hefði aukist verulega síðustu mán-
uði en viðurkenndi að fyrirtækinu
hefðu orðið á þau mistök að minnka
ekki kostnaðinn nægilega. „Við vild-
um að allt yrði fullkomið," sagði
hann í viðtali við Financial Times.
„Mistök mín voru að fá ekki traust-
an fjármálamann til að tryggja fjár-
hagslegt aðhald.“
Malmsten stofnaði fyrirtækið
ásamt Kajsu Leander, fyrrverandi
fyrirsætu, og saman áttu þau 40%
hlut í fyrirtækinu.
Um 300 starfsmenn fyrirtækisins
missa atvinnuna og fá aðeins and-
virði rúmra 90.000 króna hver í
starfslokagreiðslur. Mikil gremja er
meðal starfsmannanna og einn
þeirra sagði að fyrirtækið hefði orð-
ið gjaldþrota vegna óstjórnar.
Tekjur fyrirtækisins námu and-
virði rúmra 50 milljóna króna í nó-
vember, desember og janúar og
voru nánast jafnmiklar í febrúar-
mánuði einum. Kostnaðurinn reynd-
ist hins vegar of mikill.
Þekktir íjárfestar veðjuðu
á fyrirtækið
Fjárfestar lögðu andvirði rúmra
níu milljarða króna í boo.com á síð-
asta ári, þeirra á meðal franski
kaupsýslumaðurinn Bernard Arna-
ult, stjórnarformaður LVMH, sem
framleiðir ýmsan lúxusvarning.
Fyrirtæki Ai-naults, Groupe Arn-
ault, á 8% hlut í boo.com.
Á meðal annarra þekktra fjár-
festa, sem keyptu hlutabréf í net-
versluninni, voru Benetton-fjöl-
skyldan á Ítalíu og mörg
fjárfestingarfyrirtæki, svo sem J.P.
Morgan og Goldman Sachs.
Spáir samruna
netfyrirtækja
Gjaldþrot boo.com kyndir undir
áhyggjum margra fjárfesta af því að
margar nýju netverslananna kunni
að hafa verið ofmetnar og geti ekki
haldið velli til lengdar þar sem
margt bendir til þess að þær muni
aldrei skila hagnaði. Endurskoð-
endafyrirtækið PriceWaterhouse-
Coopers varaði til að mynda við því í
vikunni sem leið að fjórða hvert net-
fyrirtæki í Bretlandi kynni að verða
uppiskroppa með fjármagn á næstu
sex mánuðum. Fyrirtækið spáði því
að þörfin fyrir nýtt fjármagn yrði til
þess að mörg netfyrirtækjanna
sameinuðust til að minnka kostnað-
inn og auka tekjurnar.