Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 53
MINNINGAR
JOHANNA PETRA
BJÖRG VINSDÓTTIR
+ Jóhanna Petra
fæddist á Hlíðar-
enda í Breiðdal 20.
janúar 1911. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 12.
apríl síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Heydala-
kirkju í Breiðdal 22.
april.
Við kvöddum móður
mína, Jóhönnu Petru
Björgvinsdóttur,
hinstu kveðju í
Heydalakirkjugarði 22.
apríl sl., fjölmennur hópur afkom-
enda, ættingja og vina, margir langt
að komnir. A kveðjustund hellti sólin
geislaflóði yfír snæviþakin fjöllin.
Var vel við hæfi að Breiðdalur, sveit-
in hennar, sýndi þá alla sína tign og
fegurð. Móðir mín var alin upp á
Hlíðarenda. Sá bær stendur í þeim
hluta Breiðdals er nefnist Norður-
dalur, umlukinn tignarlegum fjöllum
með skörðum á milli, sem um lágu
þjóðleiðir þeirra tíma til Héraðs,
Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
Norðurdalur var í alfaraleið, og var
aðhlynning gesta og gangandi ríkur
þáttur í tilverunni. Gestrisni var
mikil og endurgjalds í formi fjár-
muna ekki veitt viðtaka. Slíkt var
ekki til siðs þótt ekki væri alltaf af
miklu að taka. Sjálfsagt að ganga úr
rúmi fyrir næturgestum þegar þann-
ig stóð á og láta gesti njóta hvfldar í
sinn stað. Þannig varð það frá upp-
hafi einlæg og bjargföst sannfæring
móður minnar að aðstoð við náung-
ann væri sjálfsögð skylda hvers
kristins manns. Hún innrætti okkur
sonum sínum að vinna af trú-
mennsku og samviskusemi þau störf
sem okkur væri trúað fyrir. Við ætt-
um aldrei að upphefja okkur á kostn-
að annarra, né hælast yfir verkum
okkar. Við ættum að vera nægju-
samir, eta það sem á boðstólum væri
hverju sinni. Hún var af þeirri kyn-
slóð sem hafði oft séð hungurvofuna
glotta skammt undan. Þá snerist
dæmið einfaldlega um að halda lífi og
halda fjölskyldunni saman. Móðir
mín hleypti heimdraganum um tví-
tugt, fór til starfa á Sjúkrahúsinu á
Seyðisfirði. Eftir ár þar fór hún til
Akureyrar í vist á svokölluðu „betra
heimili" sem þótti þá ungum stúlkum
gott veganesti. Hún sagði að hús-
móðir sín hefði mikið haft vín um
hönd. Lagði hún fast að henni, hús-
hjálpinni, að drekka áfengi með sér
og fleiri konum „af betra standi,“ og
tileinka sér „dannaða siði.“ Þá siði
vildi hún ekki tileinka sér. Sýndist
heimur Bakkusar innantómur og
gæfulaus þeim er þar dvöldu. Þama
var hún í eitt ár, kemur síðan vanfær
heim að Hlíðarenda og eignast þar
sveininn Björgvin Hlíðar Guð-
mundsson, árið 1932. Árið 1940 gift-
ist hún föður mínum, Páli Lárussyni
frá Gilsá og flutti þangað til hans.
Þau eignuðust þrjá syni, mig Stefán
Lárus, Sigurð Pálma og Sigþór. For-
eldrar mínir slitu endanlega sam-
vistum vorið 1948. Þá var heimili
okkar á Gilsá leyst upp og móðir mín
flutti örsnauð með fjóra syni sína í
Hlíðarenda. Þar var hún í sambýli
með Sigurbjörgu Erlendsdóttur
móður sinni, ljúfri sómakonu, ásamt
bræðrum sínum Gunnari, Herbirni
og Erlendi. Þá bjó þar líka Gísli
Friðjón bróðir hennar, ásamt Sigur-
þjörgu konu sinni, og þrem bömum.
A heimilinu var öldrað kona okkur
vandalaus, sem Sigurbjörg amma
hafði tekið upp á sína arma, kölluð
Lauga fingralausa, fatlaður einstæð-
ingur sem fékk skjól hjá stórfjöl-
skyldunni á Hlíðarenda eins og fleiri.
Þá var mannmargt á Hlíðarenda, 15
manns við matborðið, auk þess að oft
var gestkvæmt. Þá dvöldu þar oft
börn af öðrum bæjum sem vora við
nám í farskóla. Ekki var rafmagn á
bænum þá, og þurrkað sauðatað
eldsneyti til suðu og upphitunar.
Þetta var hinn sjálfbæri búskapur. í
öllum mínum minningum er móðir
mín vinnandi frá því eldsnemma
morguns til síðkvölds eða lengur,
hvem einasta dag sem
Guð gaf. Gekk í öll verk
jafnt úti sem inni. Vann
erfiðustu störf, talin
karimannsígildi tfl
vinnu, með réttu. Fær
fyrst rafmagn inn á
heimili sitt um fimm-
tugsaldur. Eignast
skömmu síðar fram-
stæða þvottavél, íyrsta
raftækið í hennar eigu.
Aðstæður hennar eru
nútímafólki í ofneyslu
gerviþarfa og þæginda-
þjóðfélagi okkar óskilj-
anlegar. Endalaust
strit. Aldrei gefið eftir. Hún átti
aldrei frí. Þvflíkt ofurmannlegt og
aðdáunarvert þrek og æðraleysi.
Safnaði ekki veraldlegum auði. Bú-
stofn hennar árið 1949 er samkvæmt
dagbók Gísla bróður hennar eftirfar-
andi: 20 ær, sex gemlingar, ein kýr,
einn kálfur, átta hænsni. Þetta var
aleiga hennar eftir átta ára búskap,
og fjögur böm á framfæri. Kúna
missti hún svo af völdum hunda
nágranna sinna, bótalaust. Hafði
hún fá orð um þann skaða sem var
mikill, við hennar aðstæður. Þar fór
stór undirstaða lífsafkomu einstæðr-
ar móður fjögurra bama. Dýrmæt-
asta eignin. Á Hlíðarenda bjó á þeim
tíma ein stór samhent fjölskyida, og
vorum við synir Petru að öllu leyti
við sama borð og hin börnin. „Guði
þykir ljótt ef einn er settur hjá“ var
orðtæki Sigurbjargar ömmu, ætt-
móðurinnar á Hlíðarenda. Og enginn
var settur hjá. Séð var um að allir
fengju sinn hluta, þótt oft væri lítið
til að skipta, og okkur leið vel. I huga
móður minnar var sveitin hennar
paradís á jörð. Árið 1958 flutti móðir
mín með okkur þrjá syni sína frá
Hlíðarenda í Fellsás til Erlendar
bróður síns, sem þá hafði keypt jörð-
ina. Þar dvaldist hún fyrst sem bú-
stýra, þar til Erlendur kvæntist Fri-
björgu Midjord frá Færeyjum. Var
hún áfram á heimilinu, og reyndust
þau hjónin henni sérlega vel. Hafði
hún oft á orði við mig að Fribjörg
hefði reynst sér eins og besta dóttir
og mat hana mikils. Þegar að því
kom vegna heilsuleysis Petra og elli-
hramleika, að nauðsyn bar til að hún
flytti á hjúkrunarheimili, var það um
síðir gert með sáram trega af hálfu
fjölskyldunnar í Fellsási. Móðir mín
hafði þar notið hjúkrunar og um-
hyggju eins og best var hægt að
veita miðað við aðstæður. Móðir mín
naut góðrar aðhlynningar hjá starfs-
fólki Skjólgarðs á Höfn, síðustu ævi-
árin. Hrakaði heilsu og atgervi
smám saman í tímans rás. Návist
barna gladdi hana mjög þar til yfir
lauk. Hún fékk hægt andlát 12. aprfl
sl. Hún virtist skynja nærvera Jó-
hönnu ömmu sinnar skömmu fyrir
andlát sitt. Þær vora mjög nánar í
bernsku hennar. Móðir mín trúði
staðfastlega á handleiðslu Guðs al-
máttugs. Þegar hún varð fyrir þeirri
þungu sorg að elsti sonurinn fórst í
sjóslysi um dimma vetrarnótt 1962,
frá konu og tveim ungum börnum,
tók hún því af miklum styrk, og bar
harm sinn í hljóði. Við bróðir minn
Pálmi, voram þá báðir á vélbátnum
Braga frá Breiðdalsvík þessa vertíð.
Ég spurði hana hvort ég ætti ekki að
fara í land, henni til hugarhægðar
eftir sonarmissinn? Hún leit í augu
mér og svaraði. „Nei, Lárus minn,
það flýr enginn örlög sín. Taktu þínu
hlutskipti með æðraleysi, hvert sem
það verður. Sé þér ætlað að farast á
sjó þá verður það. En sé þér ætlað
annað hlutskipti verður svo, guð
ræður, treystu handleiðslu hans.“
Lengst af síðan átti hún alla dreng-
ina sína þijá, farsæla á sjó. Þeim
hafa vafalaust fylgt heitar móður-
bænir til almættisins um að vakað
skyldi yfir velferð þeirra á hafinu.
Þær bænir hafa verið heyrðar. Þeg-
ar ég fyrr á áram spurði móður mína
hvort hún hefði hug á að flytja til
mín, á öðra landshorni, svaraði hún:
„Nei, í Breiðdal líður mér best, þar á
ég alltaf heima.“
Mamma mín, nú ert þú komin end-
anlega heim í Breiðdalinn, sveitina
þína sem var þér paradís þessa
heins. Sveitina þar sem þú upplifðir
gleði og sorgir. Þar sem þú áttir
óteljandi spor, í bjartri vornóttinni, í
dökku haustmyrkri og hríðarbyljum
vetrar. Þar sem þú ólst syni þína
fjóra og komst okkur til manns, og
horfðir á nýjar kynslóðir vaxa upp og
þá eldri hverfa á braut. Hvfl þú í
friði.móðir góð, eftir langan starfs-
dag. Ég minnist þín sem góðrar móð-
ur, konu sem ekki flíkaði tilfinning-
um sínum. Konu sem fórnaði sér
fyrir aðra. Konu sem leit á vinnusemi
sem dyggð og taldi iðjuleysi undirrót
þess illa. Konu sem ekki vildi skulda
neinum neitt, konu með stolt. Þessi
fátæklegu orð era hinsta kveðja til
móður, frá syni, sem á svo margt að
þakka.
Blessuð sé minning þín.
Stefán Lárus Pálsson.
DAGBJARTUR
GUÐJÓNSSON
+ Dagbjartur Guð-
jónsson fæddist í
Nýjabæ í Sandvíkur-
hreppi 22. apríl
1921. Hann lést á
Landspítalanum 1.
maí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Hvítasunnu-
kirkjunni Ffladelfíu
12. maí.
Ég vil þakka Guði
fyiir líf og starf trú-
bróður míns Dag-
bjarts Guðjónssonar.
Hann var maður fullur
af trú og heilögum anda. Hann var
grandvar í orði og verki, hann lifði í
hlýðni við Guð. Hann var mikill
bænamaður og lét vitnisburðinn
hljóma um náðai-verk Guðs.
Ég hef svo mikið að þakka Dag-
bjarti, hann var vakandi í verki
Drottins, oft hringdi hann í mig og
bauð mér og systkinum mínum að
koma með er hann fór á elliheimili
eða sjúkrahús að vitna um Drottin
okkar og Frelsara og margar náð-
arstundir átti ég fyrir árverkni
Dagbjarts að fara út og vitna um
Drottin og Hans undursamlegu
náðarverk. Jesús er dýrðlegri en
allt, við eigum allt ef við eigum
Jesú, því hann sér um allt fyrir okk-
ur svo við þurfum ekki að hafa
áhyggjur. Það er algjört öryggi í lífi
og dauða að eiga Jesú.
Dagbjartur spilaði
vel á gítar og söng
yndislega vakninga-
söngva um Jesú, það
var hans þrá að þjóna
Jesú heilsteyptur.
Nú er hann kominn
heim í dýrðarríki
Drottins, þar er eilíf
sæla og gleði svo mikil
að það hefir ekki eyra
heyrt né auga séð slíka
dýrð sem á okkur mun
opinberast.
Elskuðu vinir sem
lesið þessar línur. Jes-
ús elskar ykkur svo heitt, hann þrá-
ir að þið njótið sannrar hamingju,
hún fæst aðeins fyrir náðarverk
Jesú Krists. Jesús einn gefur himn-
eskan frið og sanna gleði.
Dýrðlegasta nafn sem nefnt hér á jðrð,
Jesús, Jesús,
trúuðum safnar í hólpinna hjörð,
Jesús, Jesús.
Pað hefir styrkt mig í þrautanna dal,
það hefir glatt mig í hátíða sal
duga mér einnig í dauðanum skal,
Jesús, Jesús.
(Þýð. séra Magnús Runólfsson)
Ég votta öldruðum bróður hans
og ættmönnum innilega samúð. Guð
blessi ykkur öll.
Anna Guðrún Jónsdóttir.
FRETTIR
Frá afhendingu námsstyrkjanna. Á myndinni eru styrkþegar og full-
trúar þeirra ásamt Kristni Tryggva Gunnarssyni, framkvæmdastjóra
Markaðssviðs SPRON sem afhenti styrkina, Önnu Ástu Hjartardóttur,
markaðssviði SPRON og Grétu Kjartansdóttur, þjónustufulltrúa
SPRON Skólavörðustíg 11.
SPRON afhendir
námsstyrki
SPRON veitti nýverið fimm
námsmönnum námsstyrki. Um
var að ræða einn styrk að fjár-
hæð 150.000 kr. og fjóra að fjár-
hæð 100.000 kr. hver. Allir sem
eru í Námsmannaþjónustu
SPRON áttu rétt á að sækja um
námsstyrk.
I úthlutunarnefnd sátu Guð-
mundur Hauksson sparisjóðsstjóri
og Anna Ásta Hjartardóttir og
Jón Árni Ólafsson frá markaðs-
sviði SPRON.
Námsstyrk að fjárhæð 150.000
krónur hlaut:
Jóna Ann Pétursdóttir. Jóna
Ann stundar meistaranám í
stjórnmálakenningum við London
School of Economics.
Námsstyrki að fjárhæð 100.000
krónur hver hlutu eftirtaldir:
Bjarni Eyvinds Þrastarson, en -
hann stundar BS-nám í við-
skiptafræði og fjármáium við
Georg Washington University.,
Jóhann Friðrik Ragnarsson, en
hann leggur stund á alþjóða
markaðsfræði við Tækniskóla Is-
lands, Stella Sigurgeirsdóttir, en
Stella stundar nám í grafíkdeild
Listaháskóla Islands og Þórður
Ingi Guðjónsson. Þórður Ingi
stundar doktorsnám í íslenskum
bókmenntum við Háskóla Islands.
Gönguferðir í fót-
spor biskupanna
Á VORDÖGUM 2000
gengst Ferðafélag ís-
lands fyrir gönguferðum
eftir fornum biskupaleið-
um milli Skálholts og
Þingvalla. Tilefnið er að
þúsund ár eru liðin frá
því að íslendingar tóku
kristna trú og af sama til-
efni gefur Ferðafélag Is-
lands út litla bók um
þessa leið og aðrar slóðir
biskupa í vísitasíuferðum
um nálæg héruð.
Höfundur bókarinnar
er Guðrún Ása Gríms-
dóttir sagnfræðingur frá
Apavatni í Grímsnesi.
Bókin er væntanleg úr prentun á
næstu dögum og fyrsti áfangi
gönguferðar um Biskupaleið verð-
ur genginn sunnudaginn 21. maí.
Þá verður farið sem leið liggur frá
Skálholti að Apavatni og sagnir
fortíðar rifjaðar upp um leið og
göturnar.
í fréttatilkynningu er vitnað í
höfund bókarinnar og þar segir:
„Alfaravegur á þingstað við Öxará
lá frá Skálholti yfir Brúará á
Spóastaðaferju. Þaðan norður fyr-
ir Mosfell í Grímsnesi um mýrar
og móholt, smálæki og velli milli
Apavatns og Þóroddsstaða. Þá var
stefnt á Ölduna undir austurbrún-
um Lyngdalsheiðar og sveigt norð-
Brúará
ur um Borgarásgil og Áfangamýri.
Þaðan haldið upp á Heiðarbrún og
stefnt á endann á Litla-Reyðar-
barmi og farið eftir mörkuðum
götum út heiðina norðaustanverða
um flatmóa, lautadrög og smáþýfð-
ar grámosaþembur hjá Beinavörðu
og Biskupsbrekku." Þess verður
freistað að fylgja þessari fornu leið
eins og hægt er. Fararstjóri í
þessum fyrsta áfanga verður
Hjalti Kristgeirsson ritstjóri.^
Brottför er klukkan níu á sunnu-
dagsmorgun og áætluð heimkoma
um kl. 18. Ferðin kostar 2.600
krónur fyrir fullorðna. Annar
áfangi verður genginn 1. júní og
þriðji og síðasti áfangi 29. júní.
Veisluvika í Kringlunni
NÚ stendur yfir veisluvika hjá
veitingastöðunum í Kringlunni.
Með henni er m.a. verið að vekja
athygli á því að veitingastaðir
hússins era einnig opnir á kvöldin
og á sunnudögum.
Á meðan veisluvikan stendur
er viðskiptavinum gefinn kostur á
að kynnast nýjum réttum og eftir
klukkan 18.30 á kvöldin eru sér-
stök tilboð á öllum veitingastöð-
um Kringlunnar, sem eru 11 tals-
ins. Veitingastaðirnir bjóða uppá
fjölbreytt tilboð þessa viku og er
lögð áhersla á að allir finni eitt-
hvað við sitt hæfi, segir í fréttatil-
kynningu. Opið er á Stjörnutorgi
til klukkan 21 öll kvöld en aðrir
veitingastaðir hafa opið lengur.
Veisluviku veitingastaðanna í
Kringlunni lýkur að þessu sinni
sunnudagskvöldið 21. maí.