Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 13 FRÉTTIR Umferðarmál voru Graf- arvogsbúum hugleikin Skipulag, fræðslumál og leikskólamál voru meðal þess sem rætt var á fundum borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins með íbúum í Grafarvogi. Stefán Stefánsson sat fund þar sem fram fóru ýmis skoðanaskipti. Morgunblaðið/Þorkell Grafarvogsbúar mættu á opinn borgarafund í Grafarvoginum. GRAFARVOGSBÚUM var í vik- unni boðið á fundi með borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins þar sem rætt var um fræðslumál, leikskóla- mál og skipulagsmál. Borgarfull- trúarnir Inga Jóna Þórðardóttir og Guðlaugur Þ. Þórðarson riðu á vað- ið á þriðjudagskvöldið og ræddu við íbúa um fræðslu- og leikskólamál og kvöldið eftir ræddu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Júlíus Vífill Ingvarsson um skipulagsmál. I máli Ingu Jónu kom fram að sjálfstæðismenn leggja áherslu á aðgrunnskólarnir í Reykjavík fái raunverulegt faglegt og fjárhags- legt sjálfstæði, gera þurfi rekstrar- samninga við stjórnir einstakra skóla þar sem kröfur séu skil- greindar og þannig eigi skólarnir sjálfir ýmsa möguleika varðandi kjör kennara og skipulag skóla- starfs. Guðlaugur ræddi síðan stöðu í leikskólamálum og lagði áherslu á fjölbreyttar lausnir og valfrelsi for- eldra. Ekki sátu seinni fundinn ýkja margir úr þessu tæplega 18.000 manna hverfi, um 14 manns þegar mest var. Engu að síður var fundur stundum fjörugur þegar skoðanir fuku í bland við hnyttin tilsvör þeg- ar fundarmenn báru upp ýmis mál, sem ýmist snertu hitamál hverfisins eða almenn málefni borgarinnar. Loftur Már Sigurðsson, formaður félags sjálfstæðismanna í hverfinu, setti fundinn og tók Vilhjálmur fyrstur til máls og skóf ekki utan af hlutunum til að koma hita í fundar- gesti, sem komu inn úr garranum. Hann sagði skipulagsmál snerta borgarbúa margvíslega og sjálf- stæðismenn hefðu byggt upp Graf- arvoginn þrátt fyrir ádeilur minni- hlutans í borgarstjórn á þeim tíma og síðan hefði stjórn R-listans verið hörmung. Vill íbúðabyggð í Geldinganesi Vilhjálmur sagðist vilja íbúða- byggð á Geldingarnesi þar sem koma mætti fyrir allt að 6 til 7 þús- und manna byggð og að ekki yrði byggð höfn í Eiðsvík - sagðist að vísu hafa haft aðra skoðun á því áð- ur en það væri í lagi að skipta um skoðun ef það yrði til hins betra. Vilhjálmur sagðist vilja fram- kvæmdir sem allra fyrst því allt út- lit yrði fyrir seinkun á framkvæmd- um við nýjar brýr inn í Hamra- hverfið. Einnig ræddi hann fyrir- hugaðar framkvæmdir við yfir- byggt knattspyrnuhús á móts við Hallveg og efast um að rétt væri að leggja allar framkvæmdir á lóðinni í hendurnar á einkaaðilum. Loks tæpti Vilhjálmur á framtíð flugvall- ar í Reykjavík og vildi greinilega að hann færi hvergi. Fékk Vilhjálmur gott klapp frá fundargestum enda dró hann hvergi af í lýsingum sín- um á mótherjum sínum í borgar- stjórn. Vilja lækka fasteignaskatta Júlíus Vífill Ingvarsson flutti næstu ræðu og benti fyrst á að sjálfstæðismenn vildu lækka fast- eignaskatta því þó að þeir hefðu verið miklir af Grafarvoginum legð- ust þeir mest á fólk með börn. Hann sagði einnig að Sundabraut, brúargerð inn í Grafarvoginn, væri í umhverfismati þar sem verið væri að skoða ýmsar útfærslur. Júlíus ræddi síðan um þéttingu byggðar og flugvallarmál, sem hann sagði R- listann fara illa með. Þá var komið að Grafai-vogsbúum og fyrsta spurning snerist um hvort flokkurinn hefði komið sér saman um leiðtogaefni. Vilhjálmur varð fyrstur til svara og sagði hefð fyrir prófkjöri í Sjálfstæðisflokknum, sjálfur vildi hann hafa Ingu Jónu Þórðardóttur í forystu og myndi styðja hana ef til kæmi. Júlíus Vífill bætti við að í flokknum væri ekkert ósætti eins og hjá R-listanum þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri er allt í öllu. Næsta spurning var um hvort uppfylling lands væri dýr og borgarfulltrúarn- ir sögðu slíkt ódýran kost, sérstak- lega þar sem grunnt væri. Tónlistarhús á Geldinganesi Næsti fundargestur var með ákveðnar skoðanir; sagði óheppi- legt að eiginkona fjármálaráðherra leiddi borgarstjórn og vildi Vil- hjálm í forystu, upplýsti um mikið ónæði af vinnuvélum við Veghamra, sagði vegakerfið til skammar og að hann vorkenndi Breiðhyltingum sem væru í mestu vandræðum með að komast út úr hverfinu á álags- tímum. Mestar viðtökur vakti þegar hann velti upp hvort ekki væri góð hugmynd að byggja tónlistarhús á Geldinganesi - ekki ósvipað og Óperuhúsið í Sydney á Ástralíu er staðsett. Vegamál í hverfmu voru næst tekin fyrir og spurt hvort ekki væri hægt að koma á vegtengingu frá Grafarvogi út á Vesturlandsveg á móts við Korpúlfsstaði en þegar spurt var um hliðið, sem sett var upp til að hindra umferð í gegnum Langarima fór umræðan á flug. Hverfislögreglumennirnir Guðjón Garðarsson og Óskar Bjarki Bjarnason, sem stöldruðu við á fundinum, sögðu mikil vandræði hafa skapast þar í kring og vildu loka götunni. Þá benti formaður íbúasamtakanna, sem staddur var á fundinum, á að í könnun, sem gerð var meðal íbúa við götuna fyrir nokkrum árum hefði skýr meiri- hluti óskað eftir því að gatan yrði opin og því hefðu samtökin beitt sér fyrir lokun. Fundargestir lágu ekki á skoðunum sínum um málið og komu fram margar tillögur í bland við reynslusögur. Einnig var spurt um arðsemi tónlistarhúss og svaraði Júlíus Víf- ill þvi til að arðsemi væri líklega ekki mikil en á móti kæmi að erfitt væri að reikna út arð af menningu. UM þrjúleytið eftirmiðdaginn 17. maí árið 1950 voru vinkonurnar Ólöf Sigurðardóttir og Kristín Súl- veig Jónsdóttir á gangi á Barón- stignum í Reykjavík, sem oft áður, og datt þeim þá í hug að gera með sér samning. Þá voru þær nemend- ur á fyrsta ári í Menntaskólanum í Reykjavík og ákváðu að ef þær ■ yrðu ennþá hér eftir fimmtíu ár, skyldu þær hittast á nákvæmlega sama tima á sama stað. „Við erum báðar aldar upp í Borgarnesi og bjuggum saman fyrsta árið sem við vorum hér í Menntaskólanum í Reykjavík. Við leigðum stórt herbergi á Laufás- vegi og sváfum þar saman í hjóna- rúmi! Það var voða notalegt að búa þarna og við gengum náttúrlega í skólann og eins mikið um þetta hverfi,“ segir Ólöf. „Svo vorum við á gangi þennan dag fyrir fimmtiu árum, að koma úr Sundhöllinni minnir mig, og ákváðum að eftir fimmtiu ár myndum við hittast aftur þarna, ef við yrðum báðár ennþá hérna megin, eins og sagt er.“ Upphaflega fannst okkur þetta Óendanleiki Þær Ólöf og Kristín hafa hist annað veifið siðan þær voru saman í skóla en ekki verið í stöðugu sam- bandi. Ólöf segir að þær hafi alltaf munað eftir samningnum og minnst á það í seinni tíð að nú fari þetta að nálgast. „Upphaflega fannst okkur þetta ócndanlciki. Fimmtíu ár eru nátt- úrlega svo langur tími þegar mað- ur er ungur. Þá hugsuðum við sennilega að það kæmi aldrei að þessu. En nú erum við búin að lifa þessi svokölluðu aldamót, erum í góðu ástandi og báðar útivinnandi konur á efri árum.“ Morgunblaðið/Golli Ólöf og Kristín hittust í gær, eftirmiðdaginn klukkan þrjú á Barónstígn- um, alveg eins og þær höfðu ákveðið fyrir nákvæmlega fimmtíu árum. Það var hátíðleg og gleðileg stund þegar þær Ölöf og Kristín hittust á Barónstígnum fyrradag. Þær fóru í Listasafnið og fengu sér kaffi og ætluðu svo að ganga um bæinn og borða saman kvöldmat. Ólöf segir að vissulega hafi borgin breytt verulega um svip á fimmtiu árum en segir að þær Kristín hafi lítið velt því fyrir sér þá hvernig borgin myndi líta út eftir fimmtíu ár. Þeim hafi bara þótt þetta óendanlega langur tími og í raun mjög óraunverulegt að það kæmi nokkurn tímann að þess- um degi. Vinkonur uppfylla fímmtíu ára gamlan samning um endurfundi Hittust aftur á nákvæmlega sama tíma og stað Mikilvægt efnisatriði ekki í nýju lögnnum AÐALHEIÐUR Jóhannsdóttir lög- fræðingur er ekki sammála Ólafi Erni Haraldssyni, formanni um- hverfisnefndar Alþingis, um að hún hafi ekki sett fram efnisatriði máli sínu til stuðnings í gagnrýni á nýsett lög Alþingis um mat á umhverfis- áhrifum. í Morgunblaðinu í gær sagði Ólaf- ur að Aðalheiður yrði að tala skýrar en hún hefði gert í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. „I fréttinni sagðist ég hafa ákveðnar áhyggjur og efasemdir um að nýju lögin stæðust EES-rétt, sér- staklega hvað leyfisveitingarnar varðaði," segir Aðalheiður. „Eg hef mestar áhyggjur af þessu efnisatriði en það varðar breytingu sem var gerð á tilskipuninni [Evrópubanda- lagstilskipun 97/11/EB], þ.e. 9. grein hennar, sem ég hef ekki getað fundið í nýju lögunum. Það sem vantar í lög- in er að tryggja aðkomu fyrir al- menning að endanlegu leyfi. Ég tel mig því hafa bent á það sem ég tel vera eitt það mikilvægasta." Marea Loftkœling með hitaslýringu (AC Stilianlegur hltablástur afturí) Þrjú þriggja punkta belti (aftursœti Fimm hnakkapúðar Lúxusinnrótting Samlltir stuðarar Samlitir speglar og huröarhandföng Flalogen llnsuaðalljós Rafstýrðlr og upphitaðir útispeglar RafstýTðlr bílbeltastrekkjarar Vökvastýri Fjarstýrðar samlœsingar Gelslaspilari 4x40 wött Fjórir hátalarar Rafdrifnar rúður að framan .010.- Weekend ELX estiva Ótrúlega vel útbúinn á kr: Snúnlngshraðamœlir Útihitamœlir 103 hestafla 1.6 lítra 16 ventla vél Tölvuslýrð fjölinnsprautun ABS hemlalœsivöm EBD hemlajöfnunarbúnaður Flœðarstilllng ó ökumannssœti Rafstýrð mjóbaksstllllng Armpúðl í aftursœti Vasl á mlðjustokk Vasar aftan á framsoetlsbökum Flaeðarstllllng á stýri Lesljós í aftursœti Lltaðar rúður Þakbogar Rœslvörn í lykli þrlðja bremsuljóslð Hiti, þurrka og rúðusprauta á afturrúðu 14" felgur Stlllanleg hœð aðalljósa Tvísklpt aftursœti Fleilklœtt farangursrými Geymsluhólf í farangursrýml Tvískiptur afturhleri Mottusett Galvanhúöaður 8 ára ábyrgð á gegnumtœringu Eyðsla skv. meglnlandsstaðll 8,3 1/100 km Ístraktor i° BlLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - S I MI 5 400 800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.