Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tölvur notaðar við kennslu f öllum námsgreinum f Grandaskóla Ekkí kennt á tölvur heldur með tölvum Eldri borgarar og nem- endur vinna saman Vesturbær NÆSTA vetur fer af stað tilraunaverkefni í Grandaskóla þar sem eldri borgarar koma inn í skólastarfið og vinna með krökkunum. Kristjana M. Krist- jánsdóttir, skólastjóri Grandaskóla, segir að- standandendur félags- hcimilis eldri borgara við Lindargötu hafa komið að máli við þau í skólanum og stungið upp á því að gerð yrði tilraun um samstarf sem byggðist meðal annars á því að eldra fólkið fræddi börnin og að börnin aðstoðuðu eldra fólkið við að ná aukinni fæmi á tæknisviðinu. „Hugmyndin er að tengja þann fróðleik sem fullorðna fólkið býr yfir því sem krakkarnir eru að gera í skólanum og koma því svo jafnvel á Netið. Fullorðna fólkið er náttúmlega heill haf- sjór af fróðleik og krakkarnir eiga svo auð- velt með að tileinka sér tæknina. Hugmyndin er að reyna að samtvinna þetta,“ segir Kristjana. Fullorðna fólkið fræði börnin og börnin að- stoði þau við tölvur Kristjana segir til dæmis hægt að hugsa sér að tekið verði fyrir eitthvert ákveðið efni, til dæmis í náttúmnni eða sögunni, sem krakkarnir hafa áhuga á og em að fást við í skólanum. Full- orðna fólkið gæti þá frætt börnin og bömin gætu svo aðstoðað þau við að finna efni á Net- inu sem tengdist því sem til umræðu væri hverju sinni. Einnig væri hugs- anlegt að þau útbyggju sameiginlega verkefni sem sett yrðu á Netið. Kristjana segir að lík- lega verði það bara einn bekkur sem muni vinna með eldra fólkinu íþessu tilraunaverkefni í haust, þvf betra sé að hafa þetta einfalt og smátt í sniðum á meðan verið sé að fikra sig áfram. Hún segist, vonast til að til- raunin reynist það vel að slíkt samstarf geti orðið að föstum lið í skóla- starfinu, „I>etta er tilraun og svo verður skoðað hvort þetta sé eitthvað sem getur orðið. Þetta er náttúrulega mjög gott fyrir skólana og eftir því sem við fáum fleira full- orðið fólk inn í skólana, því betra," segir Krist- jana. Vesturbær TÖLVUR eru notaðar við kennslu í nasr öllum náms- greinum í öllum bekkjardeild- um Grandaskóla. Nemendur venjast því þannig strax í upphafi skóla- göngunnar að tölvur séu sjálf- sögð hjálpartæki í náminu og öðlast jafnframt fljótt færni á tölvumar enda eru „bömin svo fljót að tileinka sér þessa nýju tækni og fljótari oft á tíð- um en við,“ eins og Kristjana M. Kristjánsdóttir, skólastjóri Grandaskóla, kemst að orði. Haustið 1998 var Granda- skóli valinn af Fræðslumið- stöð Reykjavíkur til að gegna hlutverki móðurskóla í tölvu- og upplýsingatækni í Reykja- vík. Samkvæmt móðurskóla- verkefninu er hlutverk skól- ans að vera frumkvöðull á þessu sviði í uppbyggingu náms og honum er ætlað að veita öðmm skólum ráðgjöf í þessum málaflokki byggða á þeirri reynslu sem hlýst af vinnunni innan skólans. Með þessu verkefni hafa tölvur ver- ið notaðar í síauknum mæli í kennslu í nær öllum náms- greinum. Nemendur semja eigin tónlist með tónlistarforriti Kristjana segir að þau líti þannig á að ekki sé verið að kenna nemendum á tölvur, heldur sé verið að kenna með tölvum. Tölvm-nar séu þannig fyrst og fremst kennslutæki sem nýtist nemendum í því 'sem fengist er við í hverri námsgrein, líkt og bókin var áður. „Við leggjum áherslu á að byija strax og erum með sér- staka námskrá fyrir hvem bekk þar sem því er lýst hvernig unnið er með tölvum í nánast öllum fögum. Hvort sem það er íslenska, stærð- fræði, samfélagsfræði, tón- mennt, myndmennt eða annað þá sýnum við þeim að tölvan getur verið hjálpartæki og leið til fróðleiks, alveg nákvæm- lega eins og bókin,“ segir Kristjana. Tölviu' eru notaðar mikið í tónmenntakennslu og nota nemendur í sjöunda bekk tón- listarfomt þar sem þeir semja eigin tónlist. Þórdís Guð- mundsdóttir tónmenntakenn- ari segir nemendurna mjög duglega við tónsmíðarnai- enda séu þeir flestallir komnir með góðan grann í tónmennt og geti þar af leiðandi prófað {sig áfram til dæmis með að búa til laglínur ofan á hljóma sem tölvan gefur þeim. Þórdís segir áhugann og einbeiting- una skína úr augum þeirra þegar þau sitja með heymatól hvert við sína tölvu sem tengd er hljómborði, og setja saman hin ýmsu hljóð og búa til eigin lög. Forritið Photo shop notað í myndmenntarkennslu Myndmenntakennslan er einnig orðin nokkuð tölvu- vædd og hefur Björn Sigurðs- son myndmenntakennari með- al annars kennt nemendum að nota forritið Photo shop, til dæmis við að búa til myndir, breyta myndum og skeyta myndir saman. Verkefnin þeirra era mörg sett inn á Netið og er hægt að skoða þau á heimasíðu • skólans, www,- grandaskoli.is. Þar er meðal annars að finna verkefnið „Frá kálfskinni á stafrænt Morgunblaðið/Kristinn Kristjana M. Kristjánsdóttir, skólastjóri Grandaskóla. form“ sem era myndir sem nemendur í sjötta bekk unnu í Photo shop upp úr mynd- skreytingum úr handritum sem þeir höfðu farið að skoða í Arnastofnun. Einnig er hægt að sjá verkefni sjöundu bekk- inga „Louisa og götulífsmynd- ir“, þar sem nemendur höfðu meðal annars tekið ljösmyndir í nágrenni skólans og unnið þær í Photo shop þannig að þær líktust myndum Louisu Matthíasdóttur. Einnig eru nemendur þátt- takendur í Comenius-verkefn- inu, sem er hluti af Sókrates- áætluninni, þar sem höfð eru samskipti og samvinna, með milligöngu tölya, við nemend- ur í öðram löndum. Kristjana segist oft dást að því hversu færir nemendurnir séu orðnir á tölvumar. Til dæmis séu nemendur í sjöunda bekk fullfærir um að setja heimildarritgerðir upp í tölvu og setja inn myndir og fleira og segir hún að þetta sé jafn eðlilegt íyrir þeim og það að skrifa á blað vai’ fyrir tíu ár- um. Hún segir að mörg verk- efni, ritgerðir, myndir og fleira, séu sett inn á Netið og það telur hún mjög af hinu góða. „Við setjum alltaf meira og meira inn á Netið, þannig að heimilin geti líka séð það sem við eram að vinna. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá foreldram sem fylgjast margir vel með heimasíðunni okkar og fá að sjá það sem krakkarn- ir eru að gera hér í skólanum," sé^r Kristjana. Heilsugæslan í Reykjavík fær úthlutað lóð í Hraunbæ 121 Ný heilsugæslu- ^stöð byggð í Arbæjarhverfí Morgunblaðið/Kristinn Hér sjást nemendur í sjötta bekk við heimasíðugerð. Nemendur í sjöunda bekk nota tölvur mikið í tónmenntartímum. Þau semja meðal ann- ars eigin tónlist á hljómborð sem tengd eru við tölvurnar. BORGARYFIRVÖLD hafa úthlutað Heilsugæslunni í Reykjavík um 4.200 fermetra lóð í Hraunbæ 121. Á lóðinni er gert ráð fyrir að byggja húsnæði fyrir Heilsugæslu- stöðina í Árbæ, en hún er nú til húsa í Hraunbæ 102 og að sögn Guðmundar Einarsson- ar, forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík, er það húsnæði lítið og ófullnægjandi fyrir reksturinn. „Það hefur verið mikil mannfjöldaaukning austan Elliðaáa síðustu ár,“ sagði Guðmundur. ,Auk mikillar fjölgunar í Árbæ og Grafar- vogi, þá er að rísa nýtt hverfi í Grafarholti og því þurfum við að huga að uppbyggingu á þessum slóðum." Guðmundur sagði að Heilsugæslan hefði lengi haft vilyrði íyrir lóð á þessum stað en að nú væri formlega búið að ganga frá því. Hann sagði að enn væri málið allt á frumstigi og ekki búið að taka ákvörðun um það hversu stórt húsnæði yrði reist, en að leyfi- legt væri að byggja um 1.600 ferínetra húsnæði á lóðinni. Vonast til að framkvæmd- ir heljist á næsta ári Að sögn Guðmundar er von- ast til þess að framkvæmdir muni hefjast strax á næsta ári, en ekki er heimildfyrir þeim í fjárlögum þessa árs. „Miðað við fjölgunina þarna á þessu svæði þá þolir þetta ekki mikla bið. Það liggur fyr- ir að heilsugæslustöðin í Graf- arvogi verði stækkuð, en byggt verður nýtt húsnæði fyrir hana í Spönginni, en mið- að við fjölgunina á svæðinu þá dugar sú stækkun ekki ein og sér og því er mikilvægt að stöðin í Árbænum flytji í nýtt og betra húsnæði fljótlega til þess að koma þessum málum í réttan farveg." Minnihluti bæjarsljórnar Hafnarfjarðar gagnrýnir harðlega samning um sameinað slökkvilið Hafnarfjörður BÆJARFULLTRÚAR Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði segja að með samningi um sameiningu slökkviliðanna á höfuðborgarsvæðinu sé geng- ið þvert á þá meginstefnu sveitarfélaganna í landinu að færa þjónustuna nær fbúun- um og að stefnt sé að því að gera bæinn að áhrifasnauðu úthverfi. Þetta kemur fram í bókun Samfylkingarinnar á bæjarstjómarfundi sl. þriðju- dag við afgreiðslu á drögum að stofnsamningi um sameinað slökkvilið á höfuðborgarsvæð- inu. I bókuninni kemur fram það álit bæjarfulltrúa Samfylking- Telja bæinn verða áhrifasnautt úthverfí arinnar að enginn spamaður verði með sameiningunni og að líklega muni draga úr ör- yggi Hafnfirðinga í branamál- um. Bæjarfulltrúar minnihlut- ans halda því fram að fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu með samningnum að skjóta sér undan ábyrgð á veigamiklum öryggisþætti í bænum. „Ibúamir geta ekki lengur sótt með umkvartanir eða ábendingar varðandi þennan málaflokk til sinna lýðræðis- lega kjömu bæjarfulltrúa. Heldur eiga þeir allt sitt undir borgarstjóranum í Reykjavík sem hefur ekkert umboð frá hafnfirskum kjósendum og þarf ekkert undir þá að sækja. Hætt er við að upp renni tími hafnfirskra bónarbréfa og betligangna til borgarstjórans í Reykjavík," segir í bókun- inni. Jafnframt segir í bókuninni að líta megi á samninginn í víðara samhengi sem lið í að gera bæinn að áhrifasnauðu úthverfí, „þ.e. „Grafarvogs- yæðingu" Hafnarfjarðar.“ Þá segir einnig að sjálfstæðis- menn láti „höfuðborgina vaða yfir sig á skítugum skónum" og að meirihlutinn sé „á bull- andi flótta frá flestum þeim viðfangsefnum og verkefnum sem ætluð era sveitarstjórn- um.“ Samfylkingarmennimir benda á að samkvæmt samn- ingunum fari Reykjavíkur- borg með meirihlutavald 1 sameinuðu slökkviliði, eða 64% af atkvæðum. Einnig s£ bundið í samningnum ac stærsta sveitarfélagið fari með formennsku í stjórr byggðasamlagsins. „Þá er fyrir stofnur byggðasamlagsins búið ac ráða slökkviliðsstjóra og vara- slökkviliðsstjóra slökkviliðE Reykjávíkur áfram í þær stöð- ur án auglýsingar á þessurr toppstjómarstöðum. Það ei afar öeðlilegt. í reynd virðist því hér vera um yfirtökr Reykjavíkurborgar á Slökkvi- liði Hafnaríjarðar að ræða er ekki sameiningu," segir í bók- uninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.