Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Minguet-kvartettinn í Fríkirkjunni MINGUET-kvartettinn frá Köln heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudag kl. 20. Það er þýska menningarstofnunin Goethe-Zentrum sem stendur að tónleikunum til að minnast þess að í ár eru liðin 250 ár frá andláti þekktasta tónskálds barokktíma- bilsins, Johanns Sebastians Bachs. Minguet-kvartettinn var stofn- aður 1988. Hann hefur komið fram í frægum hljómleikasölum á borð við Wigmore Hall í Lundúnum og Fílharmóníunni í Berlín en einnig á alþjóðlegum lista- og tónlistar- hátíðum svo sem í Salzburg, Bergen og Slésvík-Holtsetalandi. Kvartettinn hefur komið fram með þekktum einleikurum á borð við píanóleikarann Lars Vogt, horn- leikarann Ab Koster og klarínettu- leikarann Paul Meyer auk þess sem sveitin hefur haldið tónleika með Munchener Kammerorchest- er. Efnisskrá Minguet-kvartettsins spannar breitt svið því auk verka frá klassísk-rómantíska tímabilinu hefur kvartettinn markvisst lagt sig í líma við að flytja verk eftir nútímatónskáld á borð við Pender- ecki, Henze og Rihm og hefur þar oft verið um frumílutning að ræða. Minguet-kvartettinn var stofn- aður í Dússeldorf en hefur í dag aðsetur í Köln. Eftir nám í kamm- ertónlist hjá meðlimum hinna þekktu LaSalle-, Amadeus- og Melos-kvartetta sótti sveitin frekari listræna örvun í smiðju Alban-Berg-kvartettsins. Minguet- kvartettinn hefur hlotið fyrstu verðlaun á alþjóðlegum tónlistar- mótum og síðan 1997 hefur kvart- ettinn gegnt sérstakri kennslu- stöðu í kammertónlist við Robert- Schumann-tónlistarháskólann í Dússeldorf. Kvartettinn hefur leikið inn á margar plötur og fleiri upptökur eru í undirbúningi. Þar hefur sveitin lagt áherslu á að kynna verk sem ekki hafa áður komið fyrir almenningseyru. í Fríkirkjunni flytur kvartettinn Contrapunctus 1, eftir J.S. Bach, Strengjakvartett op. 20 nr. 5 í f- moll eftir J. Haydn, Contrapunct- us 3, 4, 6 og 9 eftir J.S. Bach, Off- icium Breve eftir G. Kurtág, (1990), Contapunctus 2 og 10 eftir J.S. Bach, Þætti úr Fjórum köflum fyrir strengjakvartett op. 81, capr- iccio F. Mendelssohn-Bartholdy, Contrapunctus 18, kóral, eftir J.S. Bach. Minguet-kvartettinn skipa Ul- rich Isford, flðla, Annette Reising- er, fíðla, Irene Schwalb, lágfiðla og Matthias Diener, selló. Aðgangseyrir er 800 krónur (600 krónur fyrir félaga í Hollvinafélagi Þýska menningarsetursins). Karlarómur í Ými KARLAKÓR Keflavíkur heldur tónleika í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkm', sunnudaginn 21. maí kl. 17. Á efnis- skránni eru ís- lensk og erlend karlakóra- og dægurlög. Undirleikari á Steinn Erlingsson píanó eru Ágota Joó, Ásgeir Gunnars- son á harmoniku og Gunnar Ingi Guð- mundsson á bassa. Einsöngvarar með kómum eru Guðbjöm Guðbjömsson tenór og Steinn Erlingsson baríton. Karlakór Keflavíkur var stofnaður 1. des. 1953. Á þessum tíma hefur kórinn sungið víða um land og í sjö þjóðlöndum, bæði austanhafs og vestan. Einnig hefur kórinn gefið út hljómdiskinn Suðurnesjamenn. I byrjun júní fer kórinn í söng- ferð til Færeyja og mun m.a. taka Guðbjörn þátt í kóramóti Guðbjörnsson sem haldið verður í Þórshöfn, koma fram í dagskrá sjó- mannadagsins í Klakksvík og halda sjálfstæða tónleika í Þórshöfn og Mið- vogi, sem er vinabær Reykjanesbæj- ar. Stjómandi kórsins er Vilberg Viggósson, en hann hefur stjómað kórnum undanfarin 7 ár. Málverkasýning í Gall- eríi Smíðar og skart HANNA Hreinsdóttir opnar mál- verkasýningu í Galleríi Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16A, á morg- un, laugardag, kl. 14. Hún útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Is- lands vorið 1995. Þetta er fyrsta einkasýning Jóhönnu og allar myndirnar á sýningunni eru mál- aðar á þessu ári. Jóhanna hefur tekið þátt í tveimur samsýningum, í Hafnar- firði og á Laugarvatni. Sýningin verður opin til 5. júní. Opnunartímar eru frá 10-18 virka daga og til kl. 14 laugardaga. M-2000 V Föstudagur 19. maí. W Leiðsögurit um ^ íslenska byggingarlist. Arkitektafélag íslands stendur fyrir útgáfu tímamóta- rits um íslenska byggingarlist og sögu, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt heildarrit er gefið út. Mannlif við opið haf - Fræða- setrið í Sandgerði Jörundur Svavarsson flytur fyrirlestur um hvað leynist í ís- lenskum undirdjúpum kl. 20:30. Dagskráin er hluti af samstarfs- verkefni Menningarborgarinnar og sveitafélaga. Tunglið, tunglið, taktu mig... TOJVLIST Sfgildir diskar DVORÁK Antonín Dvorák: Rúsalka, ðpera í 3 þáttum við söngrit eftir Jaroslav Kvapil (sungin á tckknesku). Renée Fleming (Rúsalka), Ben Heppner (prins), Franz Hawlata (Vodnik vatnsálfur), Dolora Zajick (nomin Jezibaba), Eva Urbanová (erlenda furstynjan), Ivan Kusnjer (Hajný veiðistjóri/Lovec veiðimaður), Zdena Kloubová (Kuchtik eldhús- gutti), Lívia Ághová/Dana Bures- ová/Hana Minutillo (skógardísir). Kuhn kórinn & Tékkneska fílharm- óníuhljómsveitin u. stj. Charlesar Mackerras. Decca 460 568-2. Upp- taka: DDD, Rudolflnum, Prag, 28.4.-9.5.1998. Útgáfuár: 1998. Lengd (3 diskar): 162:58. Verð (Skífan): 4.499 kr. BÁÐIR tónhöfundar Sígildra diska að þessu sinni voru fæddir árið 1841. Báðir vora innblásnir af þjóð- lagaarfi og náttúrafegurð síns heimalands, og var svosem ekki eins- dæmi á seinni hluta 19. aldar. En hvoragur varð heimskunnur ópera- höfundur. Grieg einfaldlega vegna þess að hann kláraði enga (sam- starfsverkefni hans og Bjomstjern- es Bjernsons um Ólaf konung Tryggvason komst aldrei á leiðar- enda vegna ósátta). Antonín Dvorák samdi hins vegar hvorki fleiri né færri en tíu óperur og sámaði einna mest að sjá frægð sinfóníanna níu skyggja á leikhústónlist sína sem hann hafði lagt allan metnað í á efri áram. Að vísu urðu sumar óperur hans vinsælar heima fyrir, en á Vest- urlöndum hefur aðeins aría Rúsölku til tunglsins úr samnefndri ópera frá 1901 náð útbreiðslu. Undarlegt má heita að þvílíkur gimsteinn skuli ekki hafa vakið löng- un til að kanna óperur Dvoráks bet- ur hjá vestrænum plötuútgefendum í nærri 100 ár. Burtséð frá tékknesk- um Supraphon-útgáfum hefur sama og ekkert birzt af þeim í búðarglugg- um fram að þessu Decca-setti. En vera má að horfur vænkist á næstu áram. Meistaraverkið sem hér blasir við vekur a.m.k. væntingar um að eftir nokkru geti verið að slægjast í öðrum óperam tékkneska sinfónist- ans. Þrennt kann að hafa staðið Rúsölku fyrir þrifum á Vesturlönd- um. Tafir komu í veg fyrir flutning hennar í Vínarborg meðan Gustavs Mahlers naut þar við. Vandskiljan- leg óvild tékkneskra yfirvalda á jámtjaldsárunum hafði ugglaust einnig sitt að segja. En kannski er það ekki sízt þýðingarvandi tékk- neskunnar. Eins og reynslan af óperum Smetana og Janaceks sýnir, virðist vestslavnesk tunga Bæheims- búa jafnillþýðanleg til söngs og hún er hljómfögur. E.t.v. skipti slíkt þó meira máli í vestrænum húsum fyix á áram en nú á tímum þar sem menn virðast síður setja fyrir sig að flytja slavneskar óperur á frumtungu. Héramrædd útgáfa er þannig sung- in á tékknesku og er ekki að heyra að málið þvælist fyrir bandarísku prímadonnunni á nokkurn hátt. Rúsalka er ævintýraópera. Kven- hetjan er vatnadís, e.k. „ferskvatns- hafmeyja“ sem lifir ódauðleg í kyrr- látri skógartjöm og getur aðeins öðlazt mannslíf með því að giftast mennskum manni og eignast með honum barn. Söguefnið er rannið úr slavneskum þjóðsögum, en kviknaði fyrst á óperusviðinu út frá sögu De la Motte Fouqués, Undine, sem E. T. A. Hoffmann (1816) og Lortzing (1845) sömdu óperur við. Einnig gerði Púsjkin ljóð um efnið, sem varð uppistaða að Rúsölku-ópera Dargomysjkíjs (1832), Undine Tsjækovskíjs og fleiri tónskálda. Líbrettisti Dvoráks, Jaroslav Kvap- il, virðist hins vegar hafa gripið tölu- vert í ævintýri H. C. Andersens um Litlu hafmeyjuna. Vatnadísin verður hugfangin af konungssyni á dýraveiðum. Hún fær nornina Jezibaba til að ljá sér mennskan ham gegn þeim afarkosti að verða mállaus, auk þess sem kon- ungssonur verði feigur, ef hún missir ást hans. Og auðvitað fer allt á versta veg, eins og fallegri harmsögu sæm- ir. Eftir að hafa svikið Rúsölku hníg- ur iðrandi prinsinn að lokum í faðm vatnadísarinnar og þiggur af henni banakoss í dimmu skógartjörninni. Vera má að sagan geri sig ekki nógu vel á sviði, en sem ljóðrænt tónlistardrama er Rúsalka öndvegis hægindastólsópera. Lagræn snilldin beinlínis fossar úr ótæmandi æðum Dvoráks og hljómsveitarmeðferð hans gengur göldram næst í lúxus- flutningi Tékknesku fílhannóníu- hljómsveitarinnar. Kannski lítil furða, því um völinn heldur einn reyndasti sérfræðingur Vesturlanda í tékkneskum óperam, Sir Charles Mackerras. Kúhn-kórinn syngur óaðfinnanlega og það er langt síðan maður hefur heyrt jafnflekklaust ópera„kast“, þar sem allt niður í minnstu hlutverk er sungið af úr- valsröddum. Renée Fleming stendur einmitt nú á hátindi ferils síns og heillar sem vænta má hlustandann langt upp úr skónum með sannkall- aðri stjörnutúlkun; saklaus sem Ófelía, sár sem Medea, bljúg og vold- ug á víxl. Þessi söngkona er engri lík. Það þarf vart að taka fram, að tæknimenn Decca skila hverju smá- atriði með upptöku sem er frábær- um flutningi að fullu samboðin. Disk- bæklingurinn er vel frá genginn að öllu leyti en einu: Tékkneskum söng- texta þarf að fletta meira en kunn- ugra tungumáli - með þeim hvim- leiðu afleiðingum að samlímd blöðin tolla skammt á sínum stað. Hvenær ætla sómakærar plötuútgáfur að læra að nota heftara? GRIEG Edvard H. Grieg: Píanésónata í e Op. 7; 7 fúgur f. píanó (frumhljóð- ritun); Ljóðræn stykki Op. 38 (1.), Op. 43 (1. & 6.), op. 47 (3.), Op. 54 (3., 5. & 6.), Op. 57 (1.), Op. 62 (4.), Op. 65 (5. & 6.) og Op. 68 (2.); Kjöt- kveðja úr Þjóðlífsmyndum Op. 19 nr. 3. Mikhail Pletnev, píanó. Deutsche Grammophon 459 671-2. Upptaka: DDD, Teldec hljóðupp- tökuverinu, Berlín, 11/1999. Ut- gáfuár: 2000. Lengd: 74:59. Verð (Skífan); 2.199 kr. PÍANÓVERK Edvards Hager- ups Griegs bar síðast á góma í Sí- gildum Diskum fyrir rúmum tveim áram (SD 21.3. 1998), þegar hinn snjalli ungi norski slagherpill Leif Ove Andsnes lék inn eftir hann Norsk þjóðlög og slagi, ásamt verk- um eftir aðra eldri norska höfunda (The long, long winter night, EMI Classics 7243 5 56541 2 0). Það var ymprað á því þá, en sakar ekki að endurtaka sem enn er ekki öllum kunnugt, að í seinni píanóverkum sínum fleytir Grieg norsku þjóðlaga- rómantík sinni áfram á vit nýrri tíma og hafði áhrif á bæði Debussy og Bartók. Gleggsta dæmið hér er Klukknahljómur (Op. 54,6) sem beitir samstíga raddfærslu 16 áram fyrir „Cloches á travers les feuilles" Debussys, en víðar má heyra bram- hnappa frjórrar nýhyggju í vel völdu úrvali ljóðrænna smáverka fyrir píanó á þessum diski. Grieg samdi alls 10 bækur í þeirri grein, er teygir sig yfir mestallan sköpunarferilinn. „Lyriske Stykker" hans nutu mikilla vinsælda, og sagt er að forleggjar- inn Peters í Leipzig hafi flaggað í hvert sinn sem ný bók barst frá Björgvin. Grieg var meistari litla formsins, en eina píanósónata hans fremst á diskinum hefur elzt vel og er enn mikið spiluð, enda jafndöggfersk að hugviti og þegar hún var samin. Flest er hér í þekktari kantinum, með Brúðkaupsdegi að Troldhaugen efst á vinsældarlista, en þó hefur tekizt að grafa fram áður óinnspilað verk - 7 píanófúgur frá námsárum Griegs hjá Tómasarkantornum í Leipzig Ernst F. Richter. Það er ekki nema von að andi Bachs skíni í gegnum þessi æfingarstykki, en þrátt fyrir það er líka yfir þeim sami sjarmerandi tærleiki sem átti eftir að einkenna flest úr smiðju norska snillingsins. Mikhail Pletnev er meira en forkunnar brilljant píanisti. Hann er líka slyngur hljómsveitarstjóri, og það heyrist í túlkun hans, sem er sér- lega lagin við að draga fram kjarn- ann og framleikann. Maður hélt vart vatni yfir leiftrandi meðferð hans á sónötum Domenieos Scarlattis (SD 6.6.1998), og mér er til efs að margir norrænir píanistar skili tærleika Griegs með öðru eins trompi, þó að Eva Knardahl kunni að skyggnast dýpra. Finnist einhverjum hraðaval- ið stundum í hressilegasta lagi, þá er dúnmjúk syngjandi vissulega til reiðu á réttum stöðum. Pletnev kann þetta allt saman og þeir sem kunna að meta skýran píanóleik fá hér vel í hnefa. Hljóðupptakan er vel við hæfi; DG upp á sitt bezta. Þessi diskur er upplyftandi ígildi sólarlandarferðar á sjötíu og fjóram mínútum. Hreinasta sálarvítamín. Takist inn um hlustir við grámóska og dranga. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.