Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Skólagjöld við
Háskóla íslands?
í SÍÐASTA Reykja-
víkurbréfi Morgun-
blaðsins var fjallað um
skólagjöld í tilefni um-
ræðna á Alþingi um
upptöku skólagjalda í
MBA-námi við Há-
skóla íslands. í bréf-
inu ítrekaði Morgun-
blaðið fyrri afstöðu
^gína um að taka eigi
upp skólagjöld. MBA-
málið snýst reyndar
fyrst og fremst um það
hvort Háskólanum sé
heimilt að rukka nem-
endur um skólagjöld
fyrir þetta nýja nám
en ekki hvort það sé
æskilegt. Nám við Háskóla íslands
á að vera ókeypis samkvæmt lög-
um.
Morgunblaðið ræddi hins vegar
almennt um upptöku skólagjalda og
tel ég nauðsynlegt að svara því sem
þar kom fram.
Tryggja skólagjöld
betri skóla?
J Morgunblaðið setti fram þrenn
rök fyrir skólagjöldum. í fyrsta lagi
að skólagjöld tryggi betri skóla.
Var vísað til reynslu þeirra landa
þar sem skólagjöld eru við lýði, eins
og t.d. Bandaríkjanna og Bretlands,
og ástandið þar borið saman við
reynslu Þýskalands þar sem há-
skólamenntun er ókeypis. I Þýska-
landi ríki „stjórnleysi og öngþveiti“
í skólunum og gefið í skyn að það sé
vegna þess að aðgangur að æðri
menntun sé ókeypis.
Það vakti athygli
mína að Morgunblaðið
skyldi velja Þýskaland
í þessum samanburði
en ekkert Norðurland-
anna þar sem háskóla-
menntun er líka
ókeypis og skólakerfin
líkari því sem hér ger-
ist. Ástæðan var auð-
vitað sú að þar er ekki
þetta hörmungar-
ástand eins og í Þýska-
landi. Á síðasta ári var
ég við nám í Árósahá-
skóla í Danmörku og
þar er aðstaðan til fyr-
irmyndar bæði fyrir
námsmenn og kennara
þrátt fyrir að skólagjöld séu ekki til
staðar. Af hverju er ekki allt í
kaldakolum í Danmörku eins og í
Þýskalandi? Það skyldi ekki vera að
ástæða bágs ástands í Þýskalandi
sé önnur en sú að þar séu ekki
skólagjöld?
Háskólar þurfa á miklu fjármagni
að halda til þess að geta boðið upp á
menntun sem er samkeppnisfær við
það besta sem gerist í heiminum.
Morgunblaðið telur að með skóla-
gjöldum fái skólar aukið fjármagn
og því geti þeir boðið upp á betri
menntun en ella. Það er hins vegar
ekkert sem tryggir að háskólar fái
meira fjármagn rukki þeir inn
skólagjöld. Ég minni á að þegar Há-
skóli Islands tók upp 25 þúsund
króna innritunargjöld á hvern nem-
anda lækkuðu fjárveitingarnar til
skólans um samsvarandi upphæð. Á
nýlegri ráðstefnu Norrænu ráð-
Skólagjöld
Skólagjöld eru ekki
sjálfkrafa trygging fyrir
auknu fjármagni til
handa skólum, segir
Þorvarður Tjörvi
Ólafsson, heldur leið
til að velta kostnaðinum
við menntakerfíð
yfír á námsmenn.
herranefndarinnar kom fram í máli
dr. Terry Falconer frá Kanada að
samfara hækkandi skólagjöldum
þar í landi hefðu fjárveitingar hins
opinbera farið minnkandi.
Skólagjöld eru ekki sjálfkrafa
trygging fyrir auknu fjármagni til
handa háskólum og betri skólum.
Skólagjöld eru hins vegar enn ein
leið til að velta kostnaðinum við
menntakerfið yfir á námsmenn.
Eru námsmenn að
leika sér í skólanum?
„Það er auðvitað ljóst að nem-
andi, sem greiðir gjald fyrir há-
skólamenntun, leggur meiri áherzlu
á að ljúka námi sínu á tilskildum
tíma. Sá nemandi eyðir ekki áratug
í námið, ef hann getur lokið því á
fimm árum, eða þremur árum í
framhaldsnám, ef hann getur lokið
því á tveimur árum“. í þessum orð-
Þorvarður Tjörvi
Ólafsson
um Reykjavíkurbréfsins birtast hin
klassísku rök skólagjaldssinna að
skólagjöld efli „kostnaðarvitund“
námsmanna.
Skólagjaldssinnar tala eins og
námsmenn beri engan kostnað af
námi sínu og séu að leika sér í skól-
anum. Staðreyndin er hins vegar sú
að stúdentar eru að skuldsetja sig
og fjölskyldur sínar til þess að geta
stundað nám við háskóla. Námslán-
in eru heldur ekki þess eðlis að
menn leiki sér að því að vera á lán-
um svo árum skipti eins og Morgun-
blaðið gefur í skyn.
Fara skólagjöld
og jafnrétti saman?
Loks telur Morgunblaðið hægt að
tryggja jafnrétti til náms þó skóla-
gjöld verði tekin upp. Þetta dreg ég
stórlega í efa. Kannanir sýna að
þjónustugjöld í heilbrigðiskerfinu
hafa aftrað þeim fátækustu að leita
sér læknisaðstoðar. Skólagjöld
munu gera það sama. Þeir efna-
minni munu síður komast í háskóla-
nám.
Eru menn búnir að gleyma þeim
hörmulegu afleiðingum sem breyt-
ingarnar á Lánasjóði íslenskra
námsmanna árið 1992 höfðu á þá
hópa sem þurftu mest á lánunum að
halda? Þá hrökklaðist 30-40%
barnafólks og fólks utan af landi frá
námi. Þessar breytingar jafnast þó
ekkert á við upptöku skólagjalda.
Þau munu hafa enn verri afleiðing-
ar.
Menntun fyrir alla
gagnast öllum
Meginrökin gegn skólagjöldum
eru einkum tvenn. í fyrsta lagi
brjóta þau gegn þeirri grundvallar-
hugmynd að allir eigi jafnan rétt á
menntun óháð efnahag eða öðrum
félagslegum aðstæðum. Menntun er
mannréttindi og menntun á ekki að
takmarka við þá sem hafa efni á
henni. Háskóli íslands á að vera
þjóðskóli þar sem jafnrétti ríkir og
skólagjöldum er hafnað.
I öðru lagi er löngu vitað að
menntun er aflvaki framfara og því
er mikilvægt að virkja alla þá krafta
sem þjóðfélagið hefur á að skipa.
Ohagkvæmt er að útiloka einstakl-
inga frá námi, sem ef til vill eru
fluggáfaðir, vegna bágs efnahags.
I flóknu og tæknivæddu samfé-
lagi verður menntunin lykillinn að
virkri þátttöku í þjóðfélaginu. Því
er mikilvægt að koma í veg fyrir að
ný stéttaskipting myndist. Stétta-
skipting sem er grundvölluð á að-
gengi að þekkingu.
Hvergi á hinum Norðurlöndunum
er litið á skólagjöld sem valkost fyr-
ir ríkisháskóla. Þessir skólar njóta
hins vegar miklu meiri stuðnings
stjómvalda en Háskóli Islands og
þeir geta boðið nemendum og kenn-
urum upp á mun betri kjör en hér
þekkjast. íslendingar eru eftirbátar
flestra annarra þegar kemur að
fjárveitingum til háskólastigsins.
Leið íslenskra stjórnvalda hefur
verið að hvetja Háskólann til að
óska eftir skólagjöldum. Það hefur
Háskólinn ekki gert fram til þessa.
Nú á hins vegar að rukka stúdenta
sem vilja leggja stund á nýtt MBA-
nám um rúma eina milljón króna.
Skólagjaldaaúrræðið er afleiðing
fjárskorts og skeytingarleysis
stjórnvalda um langt árabil. Þrátt
fyrir að allir stjórnmálaflokkar,
stúdentar og Háskólinn sjálfur hafi
hafnað skólagjöldum hafa stjórn-
völd sett Háskólann í þá stöðu að
geta ekki boðið upp á nýjungar í
námi án þess að nemendur borgi
milljónir fyrir námið. Þetta er
hættulegt fordæmi og brýtur í bága
við þá grundvallarhugmynd um
jafnrétti til náms sem hefur lifað í
takt við réttlætiskennd þjóðarinnar
allt frá stofnun Háskóla Islands.
Höfundur situr í Stúdentaráði
Háskóla íslands fyrir hönd Röskvu.
Go undir
fölsku flaggi
FYRIR nokkru fór
breska flugfélagið Go
að auglýsa fargjöld
frá Islandi til London
á 10 þúsund krónur.
Sá sem þetta ritar
hafði í hyggju að næla
_sér í utanlandsferð á
pessu góða verði og
fór því á vefsíðu Go til
að bóka farið.
Skammt er frá því
að segja að eftir
margra daga tilraunir
hefur ekki tekist að
finna eina einustu
ferð á vefsíðu Go fyrir
10 þús. kr. til London.
Hins vegar stendur til
boða fjöldi ferða milli íslands og
London á verðbilinu 13.750 kr. til
23.750 kr. Úrvalið er þó mest á
hærra verðinu og einnig á 18.750
kr.
Sömu daga og leitin stóð yfir að
Go-ferðunum á lága verðinu, birt-
Fargjöld
Ekki verður betur séð,
segir Tómas Jónsson,
en Go sé að hafa
---3-------------------------
Islendinga að fíflum.
ust stórar auglýsingar frá flugfé-
laginu um 10 þús. króna ferðir -
sem hins vegar voru ekki til.
Þarna er bersýnilega verið að
selja þessar flugferðir undir fölsku
flaggi og spurning hvaða vernd
www.mbl.is
neytendur hafa fyrir
sölumennsku af slíku
tagi. Vel getur verið
að Go hafi eina og
eina ferð á boðstólum
fyrir 10 þúsund krón-
ur. En ef maður getur
ómögulega fundið
þær, hvað er þá verið
að auglýsa?
Ekki verður betur
séð en Go sé að hafa
Islendinga að fíflum,
því talsmaður fyrir-
tækisins sagði í viðtali
í Morgunblaðinu að
flestar 10 þús. kr.
ferðirnar væru upp-
seldar. Ekki nóg með
það, heldur upplýsti hann um að
ódýru ferðirnar hefðu að mestu
leyti selst upp í Bretlandi. Á vef-
síðu Go er frétt um að salan á
ferðum til Islands hafí verið kynnt
í Bretlandi um miðjan febrúar.
Þetta var hins vegar ekki kynnt
hér á landi fyrr en um miðjan apr-
íl. Á meðan höfðu breskir við-
skiptavinir Go haft tveggja mán-
aða næði til að fá allar ferðirnar á
10 þús. kr.
Samt er haldið áfram að telja
okkur Islendingum trú um að Go
bjóði ferðir á 10 þús. kr. þegar
raunin er sú að þær kosta 40% til
140% meira. Þá er allt eins gott að
ferðast bara til London með
Heimsferðum, SL eða Flugleiðum.
Þar fást ferðir á bilinu 18 til 20
þús. kr. og þar er engin flókinn
leit, því þetta verð stendur til boða
í öllum auglýstum ferðum fyrir-
tækjanna, ekki bara örfáum. Eftir
á að hyggja skiptir líka talsverðu
máli að þessi félög fljúga til Lond-
on að morgni eða seinnipart dags,
en ekki um miðja nótt eins og Go
gerir.
Höfundur er íþróttanuddari.
Ætlar háskólinn
að gefast upp?
UNDANFARIÐ
hefur talsverð umræða
verið í þjóðfélaginu um
það hvort eðlilegt sé að
taka upp skólagjöld
fyrir væntanlegt MBA-
nám við Háskóla ís-
lands. Með því yrðu í
fyrsta sinn tekin upp
skólagjöld í framhalds-
námi við skólann og er
áætlað að námið kosti
hvem nemanda 1,2-1,4
milljónir króna. Stúd-
entaráð hefur mótmælt
íyrirhugaðri gjaldtöku
og málið hefur tvisvar
komið til kasta Alþing-
is þar sem gjaldtök-
unni var einnig mótmælt.
Skólagjöld ekki heimil
Umræðan í þjóðfélaginu hefur að
miklu leyti snúist um almenn skoð-
anaskipti á því hvort eðlilegt sé að
taka upp skólagjöld í framhaldsnámi
við Háskóla Islands. Margt hefur
verið tínt til, svo sem að erlendis séu
innheimt skólagjöld fyrir MBA-nám,
námið sé hugsað fyrir þá sem hafa
góða tekjumöguleika og verði að
miklu leyti borgað af vinnuveitend-
um nemenda. Einnig hefur verið
nefnt að af samkeppnisástæðum sé
nauðsynlegt að Háskóli Islands hefji
innheimtu skólagjalda að einhverju
marki. Þessi atriði eiga einfaldlega
ekki við núna, enda verður umræðan
að taka mið af þeim lagaramma sem
skólanum var settur í fyrra. Háskól-
inn fjallaði um þessi atriði fyrir
rúmu ári þegar hann fékk frumvarp
að sérlögum um skólann til umsagn-
ar og svaraði þeim þannig að ekki
væri rétt að taka upp skólagjöld. Al-
þingi svaraði á sama máta og ný sér-
lög voru sett um skólann þar sem sú
stefna var klárlega mörkuð að skóla-
gjöld skyldu ekki tekin upp, hvorki í
grunn- né framhaldsnámi. Hin nýja
löggjöf er skýr og um-
ræðan í háskólanum
snýst því eingöngu um
það hvort sú leið sem
gert er ráð fyrir til inn-
heimtu skólagjalda sé í
samræmi við lögin. Svo
tel ég ekki vera.
Farið í kringum
lögin
Meginregla laganna
um engin skólagjöld er
skýr og afar óeðlilegt
að teygja heimild lag-
anna til að innheimta
gjöld fyrir endur-
menntun yfir MBA-
nám. Rökin fyrir því að
fella meistaragráðu líkt og MBA
undir endurmenntun eru mjög óljós,
Skólagjöld
Háskólayfírvöld og
stúdentar, segir Eiríkur
Jónsson, ættu að sam-
einast í baráttu fyrir
auknu fjárframlagi.
enda augljóst að slík meistaragráða
er lokaáfangi nemenda á námsleið
sinni. Hér er því um sjálfstætt nám
en ekki endurmenntun að ræða. Af
því leiðir að óheimilt er að innheimta
skólagjöld fyrir námið.
Alþingi vill aðrar leiðir
Það er afar hryggileg staða ef há-
skólayfirvöld leggja til að lögð verði
skólagjqld á nemendur með þessum
hætti. Með því gefst háskólinn al-
gjörlega upp fyrir fjársvelti undan-
farinna ára og gefur upp á bátinn
grundvallarsjónarmið um skólann.
Ekkert virðist hafa verið reynt að
leita til fulltrúa ríkisvaldsins um
fjármögnun námsins heldur hefur
frá upphafi verið gert ráð fyrir að
lögð yrðu á skólagjöld. Þetta er ótrú-
leg staða í ljósi umræðna á Alþingi
þar sem meirihluti þingmanna virð-
ist andsnúinn þessu fyrirkomulagi
og fulltrúar bæði stjórnar og
stjórnarandstöðu hafa lýst yfir
áhuga á því að leita annarra leiða,
t.d. með auknum fjárframlögum.
Tillaga stúdenta
Nú stendur yfir háskólafundur
Háskóla Islands og í dag verður rætt
um drög að reglugerð fýrir skólann
þar sem gert er ráð fyrir framan-
greindu skipulagi námsins. Stúdent-
ar hafa lagt fram tillögu þess efnis
að háskólayfirvöld leiti allra leiða til
þess að treysta fjárhagslegan
grundvöll námsins, svo sem með við-
ræðum við ríkisvaldið, með það að
leiðarljósi að farið verði að lögum um
Háskóla íslands og skólagjöld ekki
tekin upp. Þetta er sameiginleg til-
laga allra stúdenta á háskólafundi.
Reyna þarf til þrautar
Háskólayfirvöld og stúdentar
ættu að sameinast í baráttu fyrir
auknu fjárframlagi til að hið nýja
nám verði án skólagjalda. Það er af-
ar jákvætt að Háskóli Islands auki
námsframboð sitt með þessum
hætti, en mikilvægt er að hann við-
haldi þeirri stefnu sinni að bjóða upp
á góða og fjölbreytta menntun fyrir
alla og leggi ekki til að haldið verði
inn á braut skólagjalda. Reyna þarf
til þrautar að fjármagna námið með
öðrum hætti, enda væri í meira lagi
sérkennilegt ef háskólinn samþykkti
álagningu skólagjalda eftir þessari
vafasömu leið sem er í ósamræmi við
vilja löggjafans og stríðir gegn vilja
stúdenta.
Höfundur er formaður
stúdentaráðs Háskóla íslands.
Eiríkur
Jónsson